Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HEALTHILIFE TRYGGIR GÆÐIN Heilsuefni sem virka Antioxidant, B-íjölvítamín, C-vítamín, folinsýra, 4/40 ginseng, „hair & nailcare' lesetin, þaratöflur, Q-10 BIO-SELEN UMB; SIMI557 6610 fondital AÐSENDAR GREINAR Umbreytingartímabil i. U J1 OFNAR SEM ENDAST! * Steyptir úr sterkri álblöndu. * Fulllakkaöir - auðveld þrif. * Fljótir aö hitna. * Flestar stæröir fyrirliggjandi. * HAGSTÆTT VERÐ Hringás ehf. Langholtsvegi 84, s. 533 1330. FYRIR um það bil ári las ég nýútkomna bók sem heitir Creative Menopause (skapandi breytingartímabil) eftir Farida Sharan. í bók- inni fjallar hún um „erfiðleika okkar við að finna einfalda lausn“ á þessu tímabili í lífinu. Hver kona upp- lifir því þetta tímabil á sinn eigin hátt og eng- in ein leið hentar öllum. Að eldast er eins náttúrulegt og lífið sjálft. Því ættum við að bera meiri virðingu fyrir aldri okkar og ekki líta á það sem eitthvað hræði- legt að eldast. Aukakílóin er það sem flestar konur hafa áhyggjur af allt sitt líf, og ekki hvað síst á miðjum aldri. Svokallaðar fitufrum- ur framleiða estrogen, þannig að aðeins búttaðri konur verða minna varar við óþægindi vegna svitakófa og annarra einkenna á tímabilinu. Lítum ekki á það sem tabú að bæta á okkur tveim til þremur kilóum þegar komið er á miðjan aldur og eðlilegra að fagna þeim og blessa sem rétta þróun líkamans. Við verðum samt að passa að kílóin verði ekki of mörg og hugsa vel um okkur. Regluleg hreyfing, ganga rösklega, synda eða skokka og anda að okkur hreinu ómenguðu útilofti í 20 mínútur að minnsta kosti daglega. Koma okkur í gott form ásamt því að gæta vel að hvað við borðum og derkkum. Breytingartímabilið er umbreyt- Fanný Jónmundsdóttir ing, tími breytinga, tími fullkomnunar, tími byijunar. Tímabil ofar öðrum tímabilum, tækifæri til að upplifa það sem safnast hefur fyrir sem reynsla í lífi okkar og vinna úr því. Það er hverri konu nauðsyn að segja sinn sannleika, tjá sig. Bældar tilfinningar koma upp á yfirborðið á miðjum aldri. Við verðum að leyfa þeim að koma upp skoða þær, tjá þær með ein- hverju móti. Það sem við þörfnumst mest á þessu tímabili er: skilningur, ást, atlot, nudd, ráðgjöf, líkamsrækt, sköpun t.d. í (dansi, söng, litum, myndum, myndlist, fegurð, blóm- um), ferðalög eru nauðsyn, náttúr- an, hugleiðsla, andlegir leiðbeinend- ur, kvennastuðningshópar, jafn- vægi, rétt mataræði, góður hlu- standi og jákvæð fyrirmynd sem gæti verið: dýrlingur, viskukona, heilari, gyðja, eiginkona, leikari, rithöfundur, dansari, kennari, tón- skáld, kona sem hefur náð frama, hamingjusöm kona á miðjum aldri sem elskar að vera hún sjálf, móð- ir, amma, langamma, eða langalan- gamma. Hér eru nokkrar spurningar sem þú skalt leggja fyrir þig. Hvernig sérðu þig á miðjum aldri? Hvaða fyrirmyndir (jákvæðar/neikvæðar) hafðir þú í uppvextinum? Þekktir þú eldri konu sem þig langaði til að líkjast? Varst þú hrædd um að J 1 Góð fermingarjyjöf sem lejfjfurgrunn ud fars&lum fjárhajf Öndvegisbréf: Öndvegisbréf eru verðbréfasjóður sem íjárfestir eingöngu í ríkis- tryggðum verðbréfum, s.s. spariskírteinum. Öndvegisbréf hafa gefið 7,77% raunávöxtun á ári sl. 5 ár. íslandsbréf: Helstu kostir íslandsbréfa eru stöðugleiki í ávöxtun, góð eignadreifing og hagstæð innlausnarkjör. íslandsbréf henta vel ungu fólki, sem getur þurft að nýta peningana með stuttum íýrirvara t.d. vegna skólagöngu. Islenski íslenski fjársjóðurinn er hlutabréfasjóður sem fjárfestir í íslenskum fíársjódurinn: fyrirtækjum. Islenski fjársjóðurinn er spennandi kostur fyrir ungt fólk sem vill stíga fyrstu skrefin til fjárfestingar í íslensku atvinnuiífi. Þú færð bréfið afhent í fallegri möppu. Landsbrcfstyrkja jafningjajraðslu gcgn vímuefnaneyslu Hafbu samband við ráðgjafa Landsbréfa eða umboðsmenn í öllum útibúum Landsbankans. m , LANDSBRÉF HF. Við berum að stórum hluta, segir Fanný Jón- mundsdóttir, ábyrgð á heilsufari okkar. verða gömul strax þegar þú varst 30, 40, 50 ára? í nýju hefti Women in Manage- ment (Konur í stjórnunarstöðum) er grein sem byggist á rannsóknum í Bandaríkjunum og Kanada á kon- um í stjórnunar- og yfirmannastöð- um á aldrinum 35-49 ára, á skoð- unum þeirra, hugsunum og tilfinn- ingum þegar þær nálguðust miðjan aldur. Það sem rannsóknin leiddi í Ijós var í mínum huga yfirþyrmandi. 94% þessara kvenna voru yfirmenn. Helmingur þeirra hafði yfir 4 millj- ónir í árslaun. Allar nema 13% kvennanna sögðust hafa tekið, eða verða að taka ákvörðun um að gera meiriháttar breytingar á lífi sínu. Þriðjungur sagðist oft vera svart- sýnn eða niðurdreginn. 40% fannst þær standa á krossgötum. Helming- ur kvennanna kvaðst eiga vini sem væru að skilja eða væru í meðferð eða ráðgjöf hjá sálfræðingum. Þriðjungur sagðist eiga vini sem stæðu í framhjáhaldi. Meirihluta þeirra fannst þær vera að verða gamlar og minna aðlaðandi og mik- ið af óánægju þeirra stafaði frá vinnunni. 45% sögðust hafa byijað með sitt eigið fyrirtæki eða skipt um starf. Næstum 40% sögðust hafa farið aftur í skóla eða væru að hugsa um það. Stór hluti sagði að einkalífið væri ekki fullnægjandi. Þriðjungur sagði að þeim leiddist, og að óþolin- mæði þeirra hafi náð hápunkti um fertugt en hafi svo farið dvínandi um 45 ára aldurinn. Líðan kvenna sem áttu börn og barnlausra kvenna virtist vera svipuð. Margar kvenn- anna sögðust vera uppgefnar á kapphlaupinu. Helmingi kvennanna fannst vinnustaðurinn greinilega vera yfir- ráðasvæði karlmanna og 70% kvennanna bjuggust við að gera meiriháttar framabreytingu á starfi sínu innan 5 ára. Konur virðast núna vera að átta sig á sjálfsvirð- ingu sinni innan fyrirtækjanna. Það var um 1960 sem konur flykktust út á vinnumarkaðinn frá heimilun- um. Konum var vel tekið á vinnu- markaðinum, boðið að vera þátttak- endur í ýmiskonar karlaklúbbum og konur almennt fóru að beita karllegum vinnuaðferðum í starfi og komust áfram. Núna eru þessar konur komnar á aldurinn 45-50 ára og yfir og eru komnar ofarlega í stöður, hinn frægi píramídi orðinn þrengri og kannski er frægðarljóminn horfinn. Ein ástæðan fyrir því að konur staldra nú við og hugsa sinn gang er sú að þær hafa margar fylgt ráðum karla á leið sinni til frama fremur en að láta sitt eigið innsæi ráða og skoða hvað þær í raun vilja. Þær sjá að það er ekki aðalatrið- ið að það sé letrað á legsteininn eða í minningargreinina að þær hafi unnið hjá stórfyrirtækinu. Sérfræðingar segja að konur muni hafa enn meiri áhrif í við- skiptaheiminum í framtíðinni með því að gera hlutina á sinn eigin hátt. Margir halda að konur flýi af hólmi þegar til kastanna kemur að hækka í stöðu en sannleikurinn er sá að þessa angist sem við horfð- umst í augu við í þessari könnun í Bandaríkjunum/Kanada gætum við heimfært hingað heim. Erum við uppgefnar eða erum við raunsæjar? Stöldrum við og skoðum hvað er mikilvægt í lífinu. Margar konur taka breytta stefnu á starfsævinni á þessum tíma og hætta hinum svokölluðu karla- aðferðafræðum á vinnustöðum og sækja fram með eigin framahug- myndir og heimfæra sínar eigin íhuganir, hugmyndir og áhugamál. Að lokum: Breytingartímabilið er ekki sjúkdómur, það er þróun, misjafnlega sterk, erfið eða sárs- aukafull, hún getur líka verið eftir- tektarverð upplifun umbreytingar. Skilaboðin í dag eru: að 75% af einhveiju er betra en 100% af engu. Árangur er það að halda áfram eftir að aðrir hafa gefist upp. Um- breytingar hræða okkur nema við setjum markmið. Og munum að breytingar eru nauðsynlegar og framkvæmanlegar. Höfundur er leiðbeinandi. Vafasöm hagfræði SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVIK, SIMI 58892 É AGÆTT dæmi um dug okkar íslendinga í þeirri íþrótt að spara eyrinn og kasta krón- unni er hinn ungi en ört vaxandi íslenski kvikmyndaiðnaður. Hann er ein þeirra at- vinnugreina sem hvað sterkust hefur komið upp á undanfömum ámm og telur nú hundruð faglærðra manna og kvenna sem numið hafa fræði sín erlendis á liðnum áram. Mestmegnis er um að ræða ungt og drífandi fólk sem, þrátt fyrir lítt spennandi starfsskilyrði, hefur ákveðið að búa hér á landi og stunda þessa iðn sína, borga hingað sín gjöld og afla erlends fjármagns hing- að til lands á einn eða annan hátt. Þetta fólk ræður ekki yfir öflugum samtökum og greiðum aðgang að fjölmiðlum. Miklu fremur vinnur það í litlum hópum og hefur á sér stimp- il hins dæmigerða íslenska lista- manns, sem að mati margra, en sem betur fer ekki allra, lifir á styrkjum hins opinbera í stað þessað vinna fyrir kaupinu sínu eins og aðrir. Islensk kvikmyndagerð hefur verið í örum vexti allt frá hinu svo- Björn Ingi Hrafnsson kallaða vori um 1980. Síðan hafa fjölmargar góðar kvikmyndir litið dagsins ljós, ótrúlega margar raunar þegar tekið er tillit til þess litla fjármagns sem mönnum hefur verið skammtað. Hinn ís- lenski kvikmyndasjóð- ur hefur á hveiju ári úthlutað úr sínum smáu sjóðum og með styrkveitingum sínum hefur hann lagt grunn- inn að framleiðslu flestra kvikmynda okk- ar íslendinga, mynda sem síðan hafa verið fjármagnaðar að mestu leyti með erlendu áhættuíjármagni. Það hefur nefnilega ekki staðið á erlendum aðilum að leggja fé í íslenska kvikmyndagerð. Raunar má segja að íslendingar hafi haft óvenju greiðan aðgang að erlendu fjármagni til að gera myndir fyrir svo fámennt málsvæði. Evrópskir sjóðir og stofnanir hafa lagt okkur lið og gert þessa drauma að veru- leika, allir með aðeins einu skilyrði; Jú, að myndin fái fyrst brautar- gengi frá eina aðilanum hér á landi sem hefur umboð til þess, nefnilega Kvikmyndasjóði íslands. Þannig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.