Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Útför EIRÍKS SVEINSSONAR frá Miklaholti, Biskupstungum, fer fram frá Skálholtskirkju laugardag- inn 30. mars kl. 14.00. Jarðsett verður frá Torfastaðakirkju. Guðrún Sveinsdóttir, Ingunn Sveinsdóttir, Magnús Sveinsson og fjölskyldur. Bróðir okkar, MAGNÚS BJÖRGVIN JÓNSSON, Öldugranda 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni föstudaginn 29. mars kl. 13.30. Ólafur Jónsson, Unnur Jónsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Gunnar Jónsson, Eygló Jónsdóttir, Grétar Jónsson, Óli Garðar Jónsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, GRETTIR LÁRUSSON bifvélavirki, Súlunesi 20, Garðabæ, sem lést þriðjudaginn 12. mars, verður jarðsunginn frá Garðakirkju föstudaginn 29. mars kl. 13.30. Ólafía Þórðardóttir, Kristín Grettisdóttir, Þórður Grettisson, Lára Grettisdóttir, Áslaug H. Grettisdóttir Hansen, Jenný K. Grettisdóttir, tengdabörn, barnabörn og systkini. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIGERÐUR SIGMUNDSDÓTTIR, Birkiteigi 4, Keflavík, sem lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja laugardaginn 23. mars, verður jarð- sungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 29. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag íslands eða Sjúkra- hús Suðurnesja. Þorbjörg Hermannsdóttir, Teitur Ó. Albertsson, Karl S. Hermannsson, Margrét Liija Valdimarsdóttir, Eirikur Hermannsson, Oddný G. Harðardóttir, Guðmundur E. Hermannsson, Sveindi's Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur sonur minn, stjúpsonur, bróðir og vinur, ÓMAR EMILSSON, sem andaðist á Staten Island 16. mars, verður kvaddurfrá Keflavíkurkirkju laug- ardaginn 30. mars kl. 13.30. Kristfn Guðmundsdóttir, Elsý Emilsdóttir, Emilía Emilsdóttir, Edda Emilsdóttir, Kolbrún Biela, Guðmundur Emilsson, Valur Emilsson, Sigrún Delevante, Smári Emilsson, Helena Hjálmtýsdóttir, Erna Þórðardóttir Friðrik Hjálmtýr Jónsson, Arnar Sigurðsson, Hreiðar Þórhallsson, Harry Biela, Eygló Kristjánsdóttir, Deborah Emilsson, Michael Delevante, Nanna Magnúsdóttir, Hafsteinn Emilsson, i, Hallgrfmur Friðriksson. MARÍA SVEINLA UGSDÓTTIR + María Svein- laugsdóttir var fædd í Sandhúsi í Mjóafirði 2. septem- ber 1915. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 21. mars síðastlið- inn. María var dótt- ir hjónanna Re- bekku Krisljáns- dóttur, f. 4.6. 1889, d. 2.9. 1984, hús- móður, og Svein- laugs Helgasonar, f. 5.2.1890, d. 12.12. 1966, útgerðar- manns og smiðs. María var elst þriggja systkina. Bræður henn- ar voru: Björn, f. 12.8. 1917, d. 16.5. 1990, og Kristján, f. 11.9. 1922, d. 19.8. 1981. María ólst upp í Mjóafirði til 12 ára aldurs, en þá flutt- ist fjölskyldan til Seyðisfjarðar. 31. október 1940 giftist María Vernharði Sveinssyni, f. 7.4. 1914, d. 1.2. 1991, mjólkurfræðingi og síðar Mjólkursam- lagssfjóra KEA á Akureyri. Þeim varð ekki barna auðið. María vann við ýmis þjónustu- störf í Reykjavík og á Akureyri áður en hun gekk í hjóna- band. Síðustu árin var hún í sambúð með Ófeigi Péturssyni, f. 24.7. 1915. Útför Maríu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Föðursystir okkar er dáin. Ein- hvem veginn finnst okkur, systkin- unum, að Mæja frænka myndi alltaf vera til staðar á Akureyri, við gætum alltaf heimsótt hana þegar við kæm- um norður og látið hana dekra við okkur í mat og atlæti. Þegar við fréttum andlát hennar fylltumst við söknuði og hugsuðum til þeirra ára þegar hún bjó á Laugargötunni. Heimili Mæju og Venna stóð okkur alltaf opið. Mæja frænka var ekki bara frænka okkar heldur líka allra vinanna sem komu með okkur. Mæja og Venni fylgdust náið með uppvexti okkar og dvöldu sum okkar hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Þau tóku okkur systkininum sem sínum eigin börn- um og áttu mikinn þátt í að móta okkur. Á yfirborðinu virkaði Mæja htjúf en innst inni var hún hjarta- hlý. Mæja gat verið hvöss í tali þegar hún vildi siða okkur til en við vissum að henni gekk gott eitt til. Venni var léttur í lund og hjarta- hlýr. Hann þreyttist ekki á að spila við okkur og kenna okkur spila- galdra. Hann hafði mikinn áhuga á íþróttum og fylgdist vel með þeim okkar sem stunduðu þær. Mæja var mjög stolt kona og vakti eftirtekt hvar sem hún kom með reisn sinni og glæsileika. Hún var mjög meðvituð um uppruna sinn og fór ekki leynt með hann. Mæja hafði gaman að ferðalögum og ferð- aðist mikið innanlands. Hún kaus helst að ferðast með bifreið og kom reglulega til Reykjavíkur með mjólkurbílnum. Stundum kom það í hlut einhvers okkar að keyra hana norður og á leiðinni þuldi hún gjarn- an upp öll bæjarnöfnin áður en ekið var framhjá. Einu sinni ruglað- ist hún á tveimur bæjarnöfnum og varð hún þá yfir sig hneyksluð á vitleysunni í sjálfri sér. Þessi saga lýsir skapgerð hennar mikið því hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og átti erfitt með að sætta sig við að fara rangt með. Mæja frænka var mjög gjafmild og þegar við systkinin vorum yngri biðum við með eftirvæntingu eftir komu hennar suður þar sem von var á góðum gjöfum. Eftir að við eltumst átti hún það til að læða að okkur peningagjöfum. Þrátt fyrir að Mæja væri frekar alvörugefin og gæti verið þurr á manninn var oft stutt í hláturinn. Þá gat hún verið snögg i tilsvörum og átti oftast síðasta orðið. Síðustu árum sínum eyddi hún með Ófeigi og komu þau sér upp heimili að Lindarsíðu á Akureyri. Ófeigur og Mæja áttu sameiginleg áhugamál og var það spilamennsk- an hjá eldri borgurum sem leiddi þau saman. Mæja frænka mun alltaf skipa vissan sess í lífi okkar. Við og móðir okkar, Guðný Björnsdóttir, kveðjum okkar kæru frænku með miklum söknuði og vottum sambýl- ismanni hennar, Ofeigi, okkar inni- legustu samúð. Björn Kristjánsson, Svein- laugur Krisljánsson, Kristján Kristjánsson, Gunnar Rúnar Kristjánsson, Guðrún Re- bekka Kristjánsdóttir, María Ingibjörg Kristjánsdóttir. í dag er til moldar borin á Akur- eyri María Sveinlaugsdóttir frá Sandhúsi í Mjóafirði sem lengi átti heimili í Laugagötu 2 á Akureyri. Með henni er horfin svipmikil kona sem átti sér merka ævi þótt hvergi sé hennar getið í bókum, frekar en er um svo margra aðra samferða- menn okkar. María Sveinlaugsdóttir fæddist í + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓHANNA ÁSGEIRSDÓTTIR, áðurtil heimils i'Fýlshólum 11, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 21. mars sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. mars kl. 13.30. Haraldur Ingimarsson, Elínborg Angantýsdóttir, Jensína R. Ingimarsdóttir, Einar Jónsson, Guðrún B. Ingimarsdóttir og barnabörn. + Alúðar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur hlýtt hugar- þel við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu, ESTERAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Sunnubraut 29, ) Kópavogi. Þorgeir Jónsson, börn og barnabörn. húsi ömmu sinnar og afa, Maríu Hjálmarsdóttur og Lars Kristjáns Jónssonar, Sandhúsi, sem stendur innst á sandinum undir Höfðanum við Brekku, næst Borgareyraránni. Var hún elst þriggja barna hjón- anna Rebekku Kristjánsdóttur og Sveinlaugs Helgasonar skipasmiðs frá Grund í Mjóafirði. Amma Maríu og nafna var af síðara hjónabandi Hjálmars Hermannssonar, hrepp- stjóra og dannebrogsmanns, sem fyrst bjó í Firði í Mjóafirði, síðan að Reykjum og síðast á Brekku og er af honum komin svokölluð Brekkuætt í Mjóafirði. Síðari kona Hjálmars Hermannssonar var Jó- hanna Sveinsdóttir Hermannssonar bónda á Krossi í Mjóafirði, en afi Jóhönnu, Konráð Salómonsson, var bróðir Sjgríðar Salómonsdóttur, móður Hermanns. Voru þau því af öðrum og þriðja og mikið miseldri þeirra og er af því löng saga og merkileg. Sveinlaugur, faðir Maríu, var sonur Helga Hávarðssonar vita- varðar á Dalatanga og bónda á Grund í Mjóafirði og konu hans Ingibjargar Þórðardóttur, sem ætt- uð var úr Suðursveit. María Svein- laugsdóttir var því af mjófirskum og austfirskum ættum í báðar ætt- ir og var hún stolt af ætt sinni og uppruna. Um fermingu fluttist María með foreldrum sínum til Seyðisfjarðar þar sem hún dvaldist til tvítugsald- urs er hún hóf nám við matreiðslu og þjónustustörf í Reykjavík. Vann hun þar á hótelum og um tveggja ára skeið í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í tíð Hermanns Jónas- sonar forsætisráðherra. Minntist hún þeirra ára oft með ánægju og nokkru stolti. Árið 1938 réðst Mar- ía starfsmaður á Hótel Goðafoss á Akureyri, sem hjónin Sveinn Þórð- arson frá Höfða í Höfðahverfi og Sigurlaug Vilhjálmsdóttir frá Nesi ráku af miklum myndarbrag. Þar kynntist María syni þeirra hjóna, Vernharði mjólkurfræðingi og síðar mjólkursamlagsstjóra Mjólkursam- lags KEA. Gengu þau í hjónaband 30. október 1940. Bjuggu þau Venni og Maja fyrst í gamla Frí- múrarahúsinu þar sem hún sá lengi um matreiðslu. Árið 1947 reistu Maja og Venni sér hús við Laugar- götu 2 og bjuggu sér þar fallegt heimili. Þar nutu rausnarskapur, gestrisni og höfðingslund þeirra hjóna sín vel og þangað komu marg- ir enda var þar gott að koma og áttu margir sér athvarf í hvíta hús- inu við Laugargötu um lengri eða skemmri tíma. Ekki síst voru börn velkomin á heimili þeirra, ef til vill meðal annárs vegna þess að þeim varð sjálfum ekki barna auðið. Eig- um við margar góðar minningar úr Laugargötunni með Venna og Maju frænku. María Sveinlaugsdóttir tók virk- an þátt í starfi Kvenfélags Akur- eyrarkirkju, hún var lengi tengd frímúrurum á Akureyri og hún naut þess að vera meðal fólks og þá ekki síst spila bæði vist og brids og ferðast um landið og til útlanda til að skoða og sjá og kynnast og var hún á vissan hátt heimskona. Um árabil sá María um morgunmat á Hótel Eddu í húsi heimavistar Menntaskólans á Akureyri og var því morgunverðarborði við brugðið. Vernharður Sveinsson dó 1. febr- úar 1991. Varð þá breyting á hög- um hennar að standa ein uppi. Þeg- ar hún svo kynntist heiðursmannin- um Ófeigi Péturssyni, fyrrum kaup- félagsstjóra sem sjálfur var ekkju- maður til margra ára, veitti það báðum lífsfyllingu. Bjuggu þau síð- ustu árin í fagurri íbúð á sjöundu hæð á Lindasíðu 4 á Akureyri með útsýni til allra átta. María Sveinlaugsdóttir var myndarleg kona og aðsópsmikill og skaprík á stundum, en hún var blíð- lynd og raungóð og hafði bæði stórt skap og stórt hjarta, sem oft fer saman. María Sveinlaugsdóttir gleymist engum sem henni kynnt- ist. Blessuð sé minning Maju frænku. Margrjet Gísladóttir, Jón Egilsson, Margrét Eggertsdóttir, Tryggvi Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.