Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 49 Það sló þögn á hópinn hér á skrif- stofu Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, þegar fréttir bárust um það að morgni föstudagsins 15. mars að okkar gamli formaður, Ragnar Guðleifs- son, væri látinn. Við vissum að hvíldin var honum kærkomin og lengi hafði hann beðið eftir henni og því átti andlát hans ekki að koma okkur á óvart. Ekki stóð þó á því að margir af okkar eldri félögum sem unnu með Ragnari komu á skrifstofuna og minningar um hann hrönnuðust upp. Frásagnir af vinnu- brögðum, þar sem verk hans mörk- uðu sporin. Náði hann fram markm- iðunum þó hann hefði verið hæglát- ur maður. Hann skilur eftir sig sporin víða, því mun minning hans aldrei gleym- ast. Sjálfsagt munu aðrir rifja upp feril hans á sviði hinna ýmsu félaga- samtaka og í pólitíkinni, hvort sem var í Keflavík eða á hinu háa Al- þingi. Er hann hætti störfum var honum sýndur margvíslegur heiður, hann var gerður að heiðursborgara Keflavíkur, heiðursfélaga félagsins okkar og einnig hlaut hann riddara- kross Fálkaorðúnnar, auk fleiri við- urkenninga. Við kveðjum nú þessa öldnu kempu og sendum dýpstu samúðar- kveðjur til eftirlifandi konu Ragn- ars, Bjargar Kristínar Sigurðardótt- ur, dóttur þeirra Sigrúnar og fóstur- sonar Ragnars og sonar Bjargar, Sveinbjörns og ættmenna þeirra. F.h. stjórnar Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og ná- grennis. Kristján Gunnarsson formaður. Starfsferill Ragnars var svo margþættur, að erfitt er að fylgja honum eftir í smágrein sem þess- ari. Eins og venja var á þeim tíma, þegar Ragnar ólst upp, stundaði hann hveija þá vinnu, sem til féll, bæði til lands og sjávar. Hann gekk á Kennaraskólann og lauk þaðan kennaraprófi át'ið 1933. Sem kennari starfaði hann samtals um 24 ár. Það má segja að verkalýðsmál hafi verið Ragnari alveg hans hjart- ans mál, enda var hann kosinn for- maður Verkalýðs- og sjómannafé- lagsins, og starfaði þar í 35 ár. Árið 1938 varð hann oddviti Keflavíkurhrepps, en 1950 varð hann bæjarstjóri Keflavíkur þar til árið 1954. Eins og sést af framanrituðu voru þetta mikil og margþætt störf, en sama var, Ragnar hafði alltaf tíma til að ræða þessi eða önnur mál og finna lausnir ef að kreppti. Hann var mikill samningamaður, enda þurfti hann oft á því að halda, eins og t.d. í verkalýðsmálum og í bæjar- stjórn. Ragnar var frumkvöðull að því að Keflavíkurbær keypti allt landið sem Keflavík stendur á. Mikið happaspor fyrir bæjarbúa. Þá var hann aðalhvatamaður þess, að bærinn keypti togara og var sú útgerð rekin í nokkur ár. Þótt Ragnar hefði í mörgu að snúast, var hann hugsandi maður og kynnti sér ýmis andleg mál frá ýmsum hliðum. Til dæmis var hann frá byijun félagi í Guðspekistúkunni Heiðarblómið í Keflavík. Var hann lengst af fundarritari þar. Ýmsir halda að guðspekifélög séu trúar- brögð. Svo er ekki, heldur Iífsskoð- un. Þá var hann félagi í Málfundafé- laginu Faxa í mörg ár. Þegar Ragnars og verka hans er minnst, vil ég þakka konu hans, Björgu, fyrir þá miklu umhyggju og aðstoð, sem hún veitti Ragnari í veikindum hans, bæði heima og á sjúkrahúsum. Má segja að sjaldan hafi verið hvíld hjá henni. Þrátt fyr- ir það var Ragnar alltaf góður sjúkl- ingur. Björg er „næm“ fyrir ýmsu, með- al annars draumum. Skömmu eftir lát Ragnars dreymir Björgu að Ragnar sé mættur. Var hann með nokkuð stóra veggplötu, sem hann málaði fagurgræna, - litur kærleiks og vors. Nokkru síðar heldur draumurinn áfram, og þá kom Ragnar. Var hann mjög vel klæddur og í góðu skapi og segir: „Nú er ég kominn heim.“ Við fögnum heimkomu hans. í Guðs friði. Með innilegri samúð. Vilborg og Huxley. Ragnar Guðleifsson fyrrverandi bæjarstjóri í Keflavík og verkalýðs- leiðtogi þar er látinn. Hann var fæddur 1905. Ragnar ólst upp í mikilli fátækt en ungur að aldri var hann tekinn í fóstur af ömmu sinni, Valdísi Erlendsdóttur, og manni hennar, Sigurði Bjarnasyni verslunarmanni. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður fór hann í KennaraskóÞ ann og lauk þaðan námi 1933. í æsku vann Ragnar hvaða vinnu sem var að fá í byggðarlaginu en að námi loknu fór hann í kennslu út í Garð. Þaðan fluttist hann til Keflavíkur, vann þar sem kennari en gerðist fljótlega verslunarmaður hjá samvinnuhreyfingunni: fyrst hjá pöntunarfélagi, síðan hjá útibúi frá KRON í Reykjavík. Um leið var Ragnar kominn á kaf í verkalýðs- og stjórnmál. Bróðir hans, Guðni, var um skeið formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins. Við því tók Ragnar 1935. Á vegum verkalýðs- félagsins var hann kosinn í hrepps- nefnd ásamt róttækum framsókn- armanni, Danival Danivalssyni. 1949 er Ragnar orðinn bæjarstjóri með tvo alþýðuflokksmenn með sér og einn framsóknarmann. í stjórn- arandstöðu voru þá þrír íhaldsmenn undir forystu Guðmundar Guð- mundssonar skólastjóra, síðar sparisjóðsstjóra. Þessi valdahlut- föll, sterkur Alþýðuflokkur og álika stór hópur íhaldsmanna með fram- sóknarmann í oddastöðu, helst þangað til 1958. Þá vinna sjálfstæðismenn stórsig- ur og fá hreinan meirihluta í pláss- inu. Á viðreisnarárunum komst Ragnar aftur til valda í Keflavík og þá í samvinnu við sjálfstæðismenn. Ragnar var ótrúlegur vinnuþjarkur. Honum tókst að byggja upp sterka verkalýðshreyfingu og hrinti hvað eftir annað áhlaupum kommúnista á þeim vettvangi. Hann gerir kaup- félagið að stærstu verslun svæðisins og hann stýrir líka sjálfur sjúkra- samlaginu. Ragnar er potturinn og pannan í nær öllum framfarafélög- um bæjarins eins og skógrækt og gróðui-vernd og safnaðarstarfi. Hann var prýðilega ritfær og skrif- aði mikið í Faxa, aðalblað bæjarins. Hvaðan fékk þessi pasturslitli mað- ur þennan kraft? Því er fljótsvarað. Hann fór í kirkju á hveijum sunnu- degi. í Biblíuna sótti hann vit og þekkingu. Ég á persónulega Ragnari mikið að þakka. Kom nánast daglega á heimili þeirra Bjargar þegar bóka- safnið var til húsa á Mánagötunni. Ég votta Björgu, börnum þeirra og öðrum ættingjum mína dýpstu samúð. Hilmar Jónsson. í Spámanninum stendur skrifað: „Til eru þeir sem eiga lítið og gefa það allt. Þetta eru þeir, sem trúa á lífið og nægtir lífsins, og þeirra sjóð- ur verður aldrei tómur.“ Ragnar Guðleifsson gaf allt sem hann átti. Hann gaf byggðarlaginu sínu og fólkinu alla sína starfskrafta í ára- tugi. Ekkert mannlegt var honum óviðkomandi. Hann gaf fátækum, sjúkum og einstæðingum af eignum sínum. „Til eru þeir sem gleðjast þegar þeir gefa og gleðin er laun þeirra,“ þannig var Ragnar. Saga Ragnars er saga fátæks manns sem braust til mennta og mannvirðinga, fyrir eigin dugnað, elju og samviskusemi. Hann mark- aði djúp spor í söguna, sögu bæjar- féiagsins og fólksins sem byggði bæinn. Ragnar var jafnaðarmaður og var jafnaðarstefnan lífsskoðun hans. Alla tíð naut Alþýðuflokkurinn hans starfskrafta. Hann var hugsjóna- maður sem starfaði fyrst og fremst í þágu almennings, hafði það mark- mið eitt að leiðarljósi að gera bæjar- félaginu sínu gagn. Hann var kjörinn í hreppsnefnd Keflavíkur árið 1938, síðan í bæjar- stjórn Keflavíkur. Hann starfaði á þessum vettvangi alls í-36 ár eða til ársins 1974. Hann varð fyrstur til þess að gegna embætti bæjar- stjóra og var fyrsti heiðursborgari Keflavíkur. Hann gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum, bæði innan verkalýðshreyfingarinnar og kirkj- unnar. Öll hans störf einkenndust af trú og ræktarsemi. Hann var frumkvöð- ull að helstu framfaramálum byggð- arlagsins. Hann ruddi brautina fyrir Alþýðuflokkinn og þá sem komu á eftir. Fyrir þá vinnu eru jafnaðar- menn honum ævinlega þakklátir. Hann byggði þann grunn sem við nú byggjum ofan á. Við bæjarfulltrúar Alþýðuflokks- ins minnumst Ragnars Guðleifsson- ar með mikilli virðingu og þökk fyr- ir öll þau störf sem hann innti af hendi til heilla bæjarfélaginu. Megi minningin um jafnaðarmanninn og mannvininn Ragnar Guðleifsson lifa um ókomin ár. Ég sendi aðstandendum Ragnars mínar innilegustu samúðarkveðjur. Anna Margrét Guðmundsdóttir. Ragnar Guðleifsson sem jarð- sunginn er í dag frá Keflavíkur- kirkju, var hinn 27. nóvember 1975 kjörinn fyrsti heiðursborgari Kefla- víkurkaupstaðar. Nafnbótina hlaut hann í tilefni sjötugsafmælis síns sem þakklætis- og virðingarvott samborgara sinna fyrir fórnfús og óeigingjörn störf í þágu byggðar- lagsins um áratuga skeið. Ragnar var fyrsti bæjarstjóri Keflavíkur- kaupstaðar þegar sveitarfélagið öðlaðist kaupstaðarréttindi og gegndi því starfi í eitt kjörtímabil. Hann var kjörinn hreppsnefndar- og bæjarfulltrúi í 36 ár samfleytt, eða lengst allra bæjarfulltrúa í Keflavík. Um 20 ára skeið var hann kjörinn bæjarráðsmaður. Þegar svo langur hluti starfsævi einstaklings er helgaður einum málaflokki eins og Ragnar helgaði bæjarmálum Keflavíkur krafta sína, fer ekki hjá að hann hefur markað sín spor í samtíðina. Bar- áttu- og hugsjónamaður fyrir bættu samfélagi á umbótatímum um miðja öldina, sá hlutina gerast svo hratt og breytingar á högum bæjarfé- lagsins með þeim hætti, að liti hann nokkur ár til baka þá sá hann lítið sjávarþorp með moldargötum og takmörkuðum þægindum, en liti hann til nútíðar þá var öflugur og þróttmikill kaupstaður að myndast í höndum hans og annarra samtíð- arbæjarfulltrúa í Keflavík. Ragnar var í fylkingarbijósti og leiðtogi Alýðuflokksins í Keflavík og stofn- andi hans. Ásamt forystumönnum annarra stjórnmálaflokka lagði hann grunninn að samstarfi sveitar- félaga á Suðumesjum og átti þátt í að koma í höfn mörgum baráttu- málum sem til framfara horfðu í málefnum Suðurnesjamanna. En enginn maður er farsæll leið- togi og forystumaður í stjórnmála- flokki og í bæjarmálum um áratuga skeið, nema eiga traust heimili og góðan maka að bakhjarli. Eigin- kona Ragnars, frú Björg Sigurðar-. dóttir, sem lifir mann sinn hefur tekið þátt af ósérhlífni og elju í að auka veg og virðingu bæjarfélags- ins með því að opna heimili sitt í tíma og ótíma fyrir gestum og gangandi, ásamt því að þola allt það ónæði er störfum manns henn- ar fylgdi. Ef að líkum lætur hefur frú Björg verið sá ráðgjafi sem Ragnar leitaði til urh úrlausn erf- iðra mála þegar í önnur skjól var fokið. Eiginkonu og öðrum ættingjum er vottuð dýpsta samúð við fráfall Ragnars og þeim beðinn styrkur og blessun í framtíðinni. Að leiðarlokum kveður bæjar- stjórn Reykjanesbæjar heiðursborg- arann Ragnar Guðleifsson og minn- ist hans um ókomna framtíð sem merkisbera framfara og alls þess er til heilla og hamingju horfir fyr- ir bæjarbúa og bæjarfélagið. Bæjarstjórinn í Reykja- nesbæ, Ellert Eiríksson. t Elsku litli drengurinn okkar og bróðir, ÞRÖSTUR JÓNSSON, lést í Landspítalanum 21. mars. Útförin hefur farið fram f kyrrþey. Jón Viðar Guðjónsson, Carola Ida Köhler, Andrea Ida Jónsdóttir, Arnar Jónsson. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR GUÐLAUGSDÓTTIR frá Bjarmalandi, Skagaströnd, lést í Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 25. mars sl. Jarðarförin ferfram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd laugardaginn 30. mars kl. 14.00. Áslaug Hrólfsdóttir, Lúther Pálsson, Hrólfur Friðriksson, Elín Bára Lúthersdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNA MARGRÉT SVEINSDÓTTIR, Hamraborg 16, Kópavogi, lést á heimili sínu 16. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Eirikur Bjarnason, Sveinþór Eiriksson, Eygló Sævarsdóttir, Jóhann Ásberg Eiriksson, Hrönn Pétursdóttir, Snorri Eiríksson, Kristín Ólafsdóttir, Jón Eiríkur Eiríksson, Anna Lísa Geirsdóttir og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Stafholtsveggjum, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 24. mars. Sólveig Árnadóttir, Ágústa Árnadóttir, Davíð Árnason, Guðjón Árnason, Guðmundur Árnason, Jón Elís Sæmundsson, Hlynur Þórðarson, Guðmundína Jóhannsdóttir, Ingibjörg Hargrave, Margrét Ingadóttir, Magga Hrönn Arnadóttir, Jón Emilsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Sumarrós Árnadóttir, Páll Sigurðsson, Reynir Árnason, Guðbjörg Ólafsdóttir, Rúnar Árnason, Erla Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, GUÐRÚN ÁSBJÖRNSDÓTTIR, Ölduslóð 21, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju föstudaginn 29. mars kl. 13.30. Guðbjörn Herbert Guðmundsson, Guðmundur Ársæll Guðmundsson, Fríða Ása Guðmundsdóttir, Ásbjörn Guðmundsson, Guðmundur Rúnar Guðmundsson. t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR M. JÓHANNESDÓTTIR, áðurtil heimilis í Álftröð 5, Kópavogi, sem lést 22. mars sl., verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstu- daginn 29. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sunnuhlíðarsamtökin í Kópavogi. Fyrir hönd ástvina hennar, Sverrir Jónsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Jóhannes G. Jónsson, Sigrún Sigurðardóttir, Jóna E. Jónsdóttir, Önundur Jónsson, Gróa Stefánsdóttir, Guðrún H. Jónsdóttir, Baldvin J. Erlingsson, Sigrún Sigurðardóttir, Halldóra Jónsdóttir, Edvard Sverrisson, Kristín Jónsdóttir, Jón S. Ólason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.