Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 47
1 H- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 47 MINNINGAR ÞURIÐUR DALROS HALLBJÖRNSDÓTTIR ■4- Þuríður Dalrós ■ Hallbjörnsdótt- ir fæddist að Bakka í Tálknafirði 22. febrúar 1905. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 19. mars síðastliðinn. Þuríð- ur var yngsta barn hjónanna Hall- bjarnar Eðvarðs Oddssonar, kenn- ara og sjómanns á Suðureyri og Akra- nesi, f. 29.6. 1867 að Langeyjarnesi á Skarðsströnd, d. 16.6. 1953, og Sigrúnar Sigurð- ardóttur, húsfreyju, f. 28.6. 1861 að Hofstöðum á Barða- strönd, d. 9.2.1937. Börn þeirra hjóna urðu 12, en ellefu þeirra komust á legg. Þau voru: Sig- urður Eðvarð, f. 28.7. 1887, d. 3.7. 1946. Valgerður Friðrika, f. 30.6. 1889, d. 8.3. 1932. Ólaf- ía Sigurrós, f. 27.4. 1891, d. 16.4. 1915. Oddur Valdimar, f. 16.6. 1892, d. 29.8. 1973. Svein- björn Hallbjörn, f. 7.11. 1893, d. 17.3. 1974. Guðrún, f. 3.2. 1896, d. 29.6. 1940. Cæsar Benj- amín Mar, f. 25.5. 1897, d. 28.8. 1978. Páll Hermann, f. 10.9. 1898, d. 15.10. 1981. Sigrún, f. 7.4. 1900, d. 24.5.1992. Yngstar voru tvíburasyst- urnar Kristey og Þuríður, f. 22.2. 1905. Kristey lést 30.7. 1983. Hinn 16. júní 1928 giftist Þuríður Jó- hanni Oddi Jóris- syni, f. 21.2. 1892, d. 20.8. 1968. Jó- hann var lengst af vélsljóri hjá Kveld- úlfi hf., en hjá þeim starfaði hann í nærri hálfa öld. Þu- ríði og Jóhanni varð þriggja barna auðið: 1) Guðmundur, skrifstofustjóri, f. 6.11. 1929, kvæntur Elísabetu Vigfúsdóttur, f. 24.5. 1927, þau eiga 5 börn og 4 barnabörn. 2) Ingvar, framkvæmdarsljóri, f. 26.5. 1931, kvæntur Sigríði Höllu Einarsdóttur, f. 9.10. 1932, þau eiga \ dætur og 11 barnabörn. 3) Ásthildur, hús- freyja, f. ,23.2. 1937, hún var gift Steinþóri Einarssyni, f. 26.5. 1930, þau eiga 3 börn og 5 barnabörn. Fyrir átti Jóhann dótturina Helgu, f. 9.8. 1919. Helga á 1 dóttur, 2 barnabörn og 3 barnabarnabörn. Þuríður verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Komið er að kveðjustund. Við sólarupprás 19. mars sl. kvaddi amma þessa jarðvist. Að baki átti hún langa og farsæla ævigöngu. Sjö ára gömul fluttist hún ásamt fjölskyldu sinni frá Bakka til Suður- eyrar við Súgandafjörð. Þær tví- burasystur luku skólagöngu frá Núpsskóla við Dýrafjörð árið 1922. Lá þá leið þeirra til Reykjavíkur, réðust meðal annars í vist og unnu við framreiðslustörf. Amma lærði einnig kjólasaum en starfaði aldrei við þá iðn. Eyja snéri aftur til Suð- ureyrar þar sem hún bjó til ævi- loka. Sérlega kært var á milli þeirra systra, þær voru eineggja tvíburar, ákaflega líkar í útliti og samrýnd- ar. Amma saknaði Eyju sárt og notaði hvert tækifæri sem gafst til að fara vestur til hennar. Það er óborganleg minning okkar margra, þær sitjandi saman, pískrandi og hlæjandi, alltaf stutt í stríðnina. Amma og afi byggðu sér hús að Stórholti 41 og síðar fluttust þau að Miðtúni 5. Heimili þeirra var sérlega fallegt, smekkvísi ömmu speglaði þar allt og garðurinn henn- ar einstakur. Barnabörnin eiga það- an ljúfar minningar. Árið 1957 veiktist afi og fyrstu árin annaðist amma um hann heima. Svo kom að því að hann fór til dvalar að Hrafnistu í Reykjavík en amma fluttist í íbúðina sína að Álfheimum 72. Þá hóf hún störf hjá Heildversl- un Péturs Péturssonar hf. og starf- aði þar í góðum starfsanda í 17 ár. Aldur færðist yfir og hún lét af störfum. Hún var aldrei rög við að takast á við breytingar og nú tók hún sig upp, fluttist suður með sjó til að njóta nálægðar við börn sín og barnabörn. Það var yndislegt að fá hana suður og margt var brallað á þeim árum. Amma var skemmti- legur félagi. Oft var setið og spjall- að yfir kaffisopanum hjá henni og nutum við þess að bregða okkur á búðarráp eða Iíta í heimsóknir með henni. Amma var hrein og bein, hafði ákveðnar skoðanir og stóð föst á sínu. Hún var mikill prakkari í sér og brá oft á leik við okkur. Fas hennar og yfirbragð allt var þannig að í návist hennar breyttust strákarnir (okkar menn) í sannkall- aða riddara. Amma dekraði við börnin okkar og á milli þeirra ríkti væntumþykja sem speglar skilning og vináttu sem brúar öll kynslóða- bil. Árið 1987 fluttist hún að Hrafn- istu í Reykjavík þar sem hún dvaldi til æviloka. Amma var aldamótabarn og kynntist meiri þróun en nokkurn gat órað fyrir. Hún var sjómanns- kona, afi oft Iangtímum í burtu en hún sinnti um heimili sitt og börn af miklum myndarbrag. Hún var falleg kona, ávallt smekklega til fara svo eftir var tekið. Veganestið , sem hún fékk í fermingarvottorðið sitt var: „Haltu fast því sem þú hefur, til þess að enginn taki kór- ónu þína.“ Þetta veganesti gaf hún okkur með því að halda vel utan um okkur öll og vera okkur öllum sá gleðigjafi sem yljar í minning- unni. Elsku amma, hvíl þú í friði. Auður, Hildur, Björg og Rósa. Elskuleg móðursystir mín er lát- in. Alltaf erum við jafn óviðbúin og tómleikinn og tilhugsunin um að sjást ekki framar leitar sterkt á hugann. Þegar ég kom síðast í heimsókn til Þuríðar frænku minnar á Dvalarheimilið í Laugarásnum, var hún glöð og bara nokkuð hress og minnið ótrúlega gott. Þuríður var yngsta barn móðurforeldra minna, Sigrúnar Sigurðardóttur og Hallbjörns E. Oddssonar, og var hún tvíburi á móti Kristeyju, sem búsett var á Súgandafirði. Afi og amma bjuggu þá á Bakka í Tálkna- firði, barnahópurinn varð stór, tólf urðu þau og komust öll til fullorð- insára nema Sigmundur sem varð aðeins viku gamall. Alla tíð var mjög gott samband milli systkin- arina og stór er orðinn afkomenda- hópur Hallbjörns og Sigrúnar. Ég man þegar ég heimsótti Þur- iði frænku í fyrsta sinn, þá áttu þau Jóhann heima í Miðtúni 5. Mér fannst allt svo undur fínt á því heimili. Það var talsverður sam- gangur milli okkar Þuríðar frænku, þegar hún starfaði hjá Heildverslun Péturs Péturssonar, þá kom hún oft til mín og við áttum saman góðar stundir. Þuríður var myndar- leg kona eins og líka allur stóri systkinahópurinn, glæsilegt, gott og vandað fólk. Síðasti sprotinn af elsta stofni ættartrésins, sem afi og amma stóðu að, er fallinn. Eftir stöndum við öll hin og reynum að halda minningu þeirra allra í heiðri. Svipur ættarmótanna breytist eftir því sem greinarnar falla, en frænd- ræknin hefur alltaf verið góð og ég vona að svo verði um langan aldur. Ég mun alltaf minnast Þuríð- ar móðursystur minnar með hlýju, og þakka henni samfylgdina og ástúðina við mig og mímfoörn. Börn- um hennar, barnabörnum og öllum aðstandendum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur og bið Guð að blessa minningu hennar. Brosir minning blíð og fögur bernskunnar frá fyrstu tíð, ávallt hjartans ástúð þína okkur gafstú fyrr og síð. Heimaranninn hlýja og bjarta höndin blessuð prýddi þín, yfir unnum ævistörfum auðna góðrar konu skín. (Höf. ók.) Guðrún S. Guðmundsdóttir. Ástkær amma okkar er látin. Þó hún væri orðin vel fullorðin fannst okkur alltaf eins og hún yrði lengur á meðal okkar. Amma var falleg kona, fíngerð og glæsileg til fara. Hún bjó fjölskyldu sinni fallegt heimili og var annáluð fyrir smekk- vísi. Lífsganga hennar var farsæl. Hún var sjálfstæð kona, greind og bjó yfir ríkulegri kímnigáfu. Amma var skemmtileg heim að sækja og góður gestgjafi. Hún hélt vel utan um sína fjölskyldu og fylgdist með okkur öllum af kostgæfni. Alltaf mundi hún eftir afmælum og öðrum tyllidögum í lífi fjölskyldunnar. Opnum örmum tók hún þeim sem okkur tengdust og sýndi þeim engu minni hlýju, velvild og áhuga en sínum eigin barnabörnum. Langömmubörnum sínum fylgdi hún eftir af áhuga og var ávallt að gauka einhveiju að þeim rétt eins og að okkur hinum. Þó hún hafi verið komin á tíræðisaldur var hún alltaf jafn vel til höfð og vel að sér í dægurmálum líðandi stund- ar. Hún hélt reisn sinni og kímni- gáfu fram á síðustu daga. Skarð er fyrir skildi, en minning- arnar margar og ljúfar. Elsku amma: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Vignir, Jóhann, Ásthildur, Ingvar og Helga. ég að þú gerir það ekki síður þar sem þú ert núna, áhyggjulaus og sæl komin til afa, Eyju og allra hinna hjá guði. Elsku amma mín, þakka þér fyr- ir allt, guð blessi þig og varðveiti. Þín Þuríður. Drottinn gef þú dánum ró, og hinum líkn sem lifa. Elsku amma, stundin kom, stundin sem ég var búin að kvíða svo fyrir, kveðjustundin sem er svo óumflýjanleg. Én ég veit að þú varst hvíldinni svo fegin og hafðir sjálf orð á því morguninn sem þú veikt- ist, enda ævi þín orðin löng og bein- in lúin. Elsku amma mín, þín er sárt saknað því þú varst mér svo mikið, ekki bara besta amma í heimi, heldur líka besta vinkona. Ég hugsaði líka oft hvort það gætu verið til margar ömmur eins og þú sem maður hafði þörf fyrir að heyra í helst á hveijum degi, því oftar en ekki stóð ég mig að því að slá á þráðinn til þín ef mig langaði að heyra í einhveijum því þú varst svo yndisleg og skemmtileg. Minning- arnar um þig munum við varðveita og segja börnunum okkar og barna- börnum, frá henni ömmu - langömmu Þuru, sem var svo fal- leg, glæsileg, skemmtileg og um- fram allt yndisleg manneskja. Já, minningarnar eru ótal margar og minnumst við systkinin og frænd- systkinin oft á gömlu dagana í Njarðvík, góðu tilfinningarnar þeg- ar amma sást koma gangandi upp götuna með rauðu töskuna komin frá Reykjavík með rútunni til að gista yfir helgina, það var svo mik- il stemmning sem við öll munum svo vel, því þú varst svo mikil ammma. Þú fékkst þinn skerf af mótlæti í lífinu og þurftir að bera þungan kross, en það gerðir þú af slikri reisn og yfirvegun sem þér einni var lagið, og nú ertu komin þangað sem öll svörin fást, svörin við spurn- ingunum erfiðu sem við veltum svo oft fyrir okkur. Eins og þú fylgdist alltaf vel með okkur öllum í gegnum árin, þá veit Látin er í Reykjavík móðursystir mín, Þuríður Dalrós, eða Þura frænka eins og við nefndum hana öll. Hún var tvíburi við móður mína, Kristeyju, en þær voru fæddar að Bakka í Tálknafirði 22. febrúar 1905. í minningunni frá æsku minni er Þura fallega frænkan úr Reykja- vík sem var alveg eins og mamma, enda voru þær eineggja tvíburar og ákaflega líkar og samrýndar. Mamma bjó á Suðureyri við Súg- andafjörð en Þura frænka í Reykja- vík og samverustundirnar því ekki margar. En þegar þær hittust áttu þær svo skemmtilega daga saman að unun. var að vera nálægt þeim og mega taka þátt í gleði þeirra. Þær tvíburasysturnar voru alltaf miklir vinir og reyndist Þura mömmu ákaflega vel þegar hún veiktist og þurfti að dveljast lang- dvölum í Reykjavík. Eftir að mamma var komin í hjólastól gerð- ist það oft að börnin í þorpinu heima komu hlaupandi heim til sín með þær fréttir að Eyja væri farin að ganga sjálf en þá var Þura komin í heimsókn og ekki gott fyrir ókunn- uga að sjá hver var hvor. Móðir mín, Kristey, lést 30. júlí 1983. Jóhann, maður Þuru, var vél- stjóri hjá Kveldúlfi og oft kom hann færandi hendi með útlent sælgæti sem ekki var oft á boðstólum í þorp- inu okkar en ákaflega vel þegið af okkur börnunum. Ég veit að Þura var hvíldinni feg- in og hafði hún oft orð á því að hún væri tilbúin þegar kallið kæmi. Trú hennar á framhaldslíf og algóðan Guð var sterk og þráði hún orðið endurfundi við látna ástvini. Hún vildi ljúka sínu ævikvöldi eins og segir í ljóðlínum Steingríms Arason- ar: Hve sælt er að sofna að kveldi og sólfagran kveðja dag. Við bjarma af árdagsins-eldi og yndislegt sólarlag. Ég held hún hafi ekki getað kom- ist nær því. Það var mikil gæfa að Þura skyldi halda sinni andlegu reisn til hinstu stundar og var ekki hægt að merkja það að hún væri neitt farin að tapa sér. Fylgdist hún vel með öllu sem var að gerast í þjóðmálum þrátt fyrir háan aldur. Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær. Nú mátt þú vina höfði halla, við herrans bijóst er hvíldin vær. í sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. öldinni og var mikill uppgangur í byggðarlaginu á fyrstu áratugum aldarinnar. Varð súgfirskri byggð mikil liðveisla í þessari dugmiklu og myndarlegu fjölskyldu, sem tók .margskonar virkan þátt í félagsst og atvinnulífi staðarins. Með árun- um flutti þó mestur hluti fjölskyld- unnar burtu, en móðir mín festi ráð sitt á Suðureyri og bjó hér alla ævi. Þuríður giftist í Reykjavík Jó- hanni Jónssyni vélstjóra og bjó þar mestalla tíð siðan. Þau eignuðust 3 börn, Guðmund, Ingvar og Ást- hildi, öll mikið myndar- og mann- kostafólk. Jóhann lést árið 1968. Ekki ætla ég að rekja hér ævifer- il Þuru frænku, en minnast heídur þess hvernig hún kom mér fyrir sjónir. Frá barnæsku minnist ég hennar þegar hún kom í heimsókn til Suðureyrar, sem einstaklega góðrar konu, sem alltaf kom fær- andi hendi og var hvarvetna mikill gleðigjafi. Minnist ég þess hve mjög þær tvíburasystur voru samrýndar og hvert sumar sem hún kom í heimsókn var móður minni mikið gleði- og fagnaðarefni. Var ótrúlegt hvað þær höfðu oft margt að spjalla og hvað þær gátu hlegið og skemmt sér vel saman. Eftir að móðir mín lamaðist á fótum 37 ára gömul varð hún meira ein og bundin hjóla- stól. Því fylltist hún ætíð fögnuði þegar Þura systir hennar ætlaði að koma vestur, og beið hún þessara heimgókna með tilhlökkun. Þegar börnin mín stækkuðu lærðu þau öll fljótt að meta þessar heimsóknir og kölluðu hana jafnan Þuru ömmu' og gjafmildi hennar þekktu þau einnig vel. Margs er hægt að minn- ast að leiðarlokum þegar þessi góða kona er kvödd hinstu kveðju. Núna þegar lokið er langri vegferð þinni langar mig að kveðja þig elsku frænka mín ég minningamar geymi þær vaka í vitundinni og varðveiti þær allar og hugsa hlýtt til þín. (E.S.) Ég sendi börnum, barriabörnum, tengdabörnum og aðstandendum öllum mínar jnnilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu þessarar góðu konu. Eðvarð Sturluson. (H.J.) Innilegar samúðarkveðjur sendi ég ástvinum hennar öllum. Veri hún Guði falin. Sigrún Sturludóttir. Að morgni 19. mars sl. andaðist á Hrafnistu í Reykjavík Þuríður Hallbjömsdóttir frænka mín. Hún var tvíburasystir móður minnar og sem börn voru þær svo likar í útliti að foreldrar þeirra urðu að auðkenna þær til aðgreiningar. Svo líkar voru þær langt fram eftir aldri að þeir sem þekktu móður mína, og vissu að hún var lömuð og bundin við hjólastól, héldu að hún væri orðin fullfrísk og farin að ganga hiklaust og örugglega um götur Suðureyrar þegar þeir sáu til ferða Þuríðar. Þær systur, Kristey móðir mín og Þuríður, voru yngstar 12 systk- ina, barna Hallbjarnar Oddssonar og Sigrúnar Sigurðardóttur, sem nú eru öll látin. Vorið 1912 fluttu Hallbjörn og Sigrún frá Tálknafirði til Suðureyrar með 11 börn sín, 6 stúlkur og 5 pilta. Tveir elstu synir þeirra hjóna voru fluttir áður og orðnir formenn á vélbátum. Lætur nærri að byggð á Suðureyri fylgi Fyrir okkur langömmubörnin lifír minningin um þessa góðu og glæsi- legu konu i hjörtum okkar sem virð- ing fyrir lífinu og tilverunni í kring um okkur. Þrátt fyrir háan aldur gaf hún okkur tíma og sýndi hvetju okkar áhuga. Hún kunni góð skil á högum okkar og var dugleg að spyijast fyrir um þá. Ég minnist sérstaklega sem barn, heimsókna til langömmu. Er ég sat inni í stofu með fangið fullt af sætabrauði undir stóra pálmatrénu og fylgdist fullur aðdáunar með gangi stóru stofuklukkunnar sem hún átti og hélt svo mikið upp á. Við eigum ljúfar minningar um heimsóknir til ömmu Þuru, þar sem hún rabbaði við okkur um heima og geima og ekki brást að í skápn- um hennar leyndist konfektmoli eða sætabrauð. Lífsandi langömmu lifir í okkur. Minningin er hlý og notaleg er við kveðjum ömmu Þuru hinstu kveðju. F.h. langömmubarnanna, Ingvar Eyfjörð. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formá- lanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.