Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 45 AÐSENPAR GREINAR Hverra er ábyrgðin? AÐ UNDANFÖRNU hafa „for- varnir“ verið mikið í umræðunni í þjóðfélaginu. Hefur fíkniefnaneysla unglinga aðallega vakið upp þá um- ræðu. Hugtak þetta skýtur upp koll- inum annað veifið, sérstaklega þegar tilvist okkar er ógnað með jafn sjálfs- eyðandi efnum og fíkniefni eru. Umræðan hefur einkennst af því, að mér virðist, að reynt er að forða þeim aðilum undan í umræðunni sem eru kjarni málsins, en það eru foreldrar. Fyrst- ir allra bera þeir ábyrgð á þroskaferlinu allt frá ungbarni til fullorðins þroskaðs einstaklings. Foreldrið er fyrsta og stöðug forvörn barnsins í gegnum lífið. Fyrsta uppgötvun barnsins á umheiminum er með hjálp móður- brjóstsins. Næring, hlýja og snerting frá gefandi móðurbijóstinu kennir barninu að á umheiminn er hægt að treysta, heimurinn er góður. Þannig er hægt að tala um upphaf forvarna og jafnvel þær mikilvægustu. Barnið skynjar umheiminn í gegnum foreldr- ið og á lífsskeiðinu vitnar einstakl- ingurinn í, og hefur á tilfinningunni, meðvitað eða dulið innra með sér Samfélagsleg ábyrgð og foreldrahlutverkið, segir Elín Elísabet Hall- dórsdóttir, hlaupa samhliða allt æviskeið barnsins. hvernig viðbrögð foreldra voru við ýmsar aðstæður. Fyrsta ár barnsins er eitt það mikilvægasta á þroskaferli þess þeg- ar talað er um barnið út frá sálfræði- legu sjónarhorni eða sem félagsleg- an- og líffræðilegan einstakling. Þroski barns gengur í gegnum skeið eða tímabil, hvert tímabil hefur ákveðin einkenni. Þarfir barnsins eru mismunandi eftir því hvar á þroska- skeiðinu/tímabilinu barnið er. En grundvallarþörfin hjá barninu er allt- af sú sama, en hún er: andleg og líkamleg næring, hlýja og snerting, ásamt góðum ytri aðstæðum. Að barnið þroskist með því hugarfari og við þau skilyrði, að það hafi rétti- lega á tilfinningunni að það sé mikil- vægur einstaklingur. Ef barnið, og síðarmeir unglingur, vex upp við slík skilyrði hefur dómgreind unglingsins fengið að þroskast við bestu og ákjós- anlegustu skilyrði. Unglingurinn get- ur því lagt út á lífsbrautina og greint á milli réttra og rangra athafna og leiða í lífinu. Ef brestur verður á að tillitssöm tengsl geti myndast á milli foreldra og barns höfum við þegar lagt grunn að tilfinningavanda barnsins. Ef foreldrinu hefur ekki tekist að spegla sig í lífsgleði barns- ins og fullnægja frumþörfum þess er lagður grunnur að neikvæðri til- finningalegri reynslu barnsins. Með reynslu fer barnið út í heiminn og túlkar hann, góðan, vondan, falleg- an, ljótan, réttlátan eða ósanngjarn- an. Fjölmargar sálfræðilegar rann- sóknir á ungbörnum hafa verið birtar síðustu ár sem benda á að s.k. snemmskemmdir verði flestar til á fyrstu þremur árum barnsins og verður barnið að lifa við afleiðingarn- ar það sem eftir er. Til að forvarnir , foreldris geti komist til skila, þarf foreldrið að gera sér grein fyrir því að barnið er ekki til fyrir foreldrið heldur foreldrið fyrir barnið. Því án foreldris verður ekkert barn að full- burða einstaklingi. Foreldrahlutverkið er líklega eitt erfiðasta verkefni sem nokkur ein- staklingur þarf að glíma við. Ekki er hægt að leika hlutverk foreldris, hlutverkið verður að byggjast á ósvikinni tilfinningu fyrir því að vilja takast á við að gera bamið að full- burða einstaklingi. Að vera meðvit- aður/uð um hvað þarf svo að vel takist til, t.d. að hlutverkið er mjög tímafrekt lengi framan af ævi barns og foreldris. Foreldra- . hlutverkið kallar á það að foreldri skoði sinn eigin uppvöxt, íhugi samband sitt og tengsl við eigið foreldri og aðra. Óll verðum við foreldrar með einu eða öðru móti og það er eina hlutverkið sem flestum okkar er ætlað til við- halds og þróunar mann- kynsins. Innan samfé- lags- og félagsvísinda hafa rannsóknir marg- sinnis bent okkur á end- urtekningar í uppeldis- venjum og viðhorfum sem eiga sér stöðugt stað hjá manneskjunni. Uppeldisvenjur og viðhorf sem ganga frá einum ættlið til annars. Gerðar hafa verið kannanir á þroskafrávik- um barna í þeim tilgangi að mæla bæði einkenni þroskafrávika og pró- sentuhlutfall barna með þroskafrá- vik. Við getum gefíð okkur að 10% barna í dag séu með einhver þroska- frávik. Samtímis getum við gefið okkur að 10% allra unglinga í land- inu eigi á hættu að ánetjast áfengi og fíkniefnum. Forvarnimar sem nefndar voru hér að framan eru bestu og ákjósan- legustu forvarnir sem völ er á. Nú mátt þú, lesandi góður, ekki halda að allri samfélagslegri ábyrgð sé varpað fyrir róða. Samfélagsleg ábyrgð og foreldrahlutverkið hlaupa samhliða allt æviskeið barnsins og upp að fullorðinsárum. Ábyrgðin ýmist þyngist eða léttist á viðkom- andi aðilum eftir því á hvaða þroska- skeiði barnið er. Samfélaginu er skylt að veita börnum uppvaxtarskilyrði af bestu og ákjósanlegustu gerð. Kostnaðurinn skal greiddur úr okkar sameiginlegu sjóðum eða ríkissjóði. Hver er þá hin samfélagslega ábyrgð og í hvaða formi getur hún lýst sér í samfélaginu gagnvart börn- um og foreldrum? I eiginlegri merk- ingu byijar samfélagsleg ábyrgð á barni fyrir fæðingu. Fylgst er með móður á meðgöngu barnsins og við fæðingu tekur við áþreifanlegri ábyrgð samfélagsins. Með slíkri ábyrgð höfum við komið upp góðum forvörnum gegn ýmsum sjúkdómum. í nágrannalöndum okk- ar er veitt samskonar samfélagsleg foi'vörn og getið er um hér að fram- an, nema hvað sálfræðileg þjónusta við einstaklinga er hluti hennar. Mæður/feður eiga þar aðgang að sálfræðilegri þjónustu á meðgöngu- tíma barnsins. Foreldrar sem koma til ungbarnaeftirlitsins hafa einnig aðgang að sálfræðilegri þjónustu. Sömuleiðis er hægt að fá viðtal við sálfræðing á næstu heilsugæslustöð. Skólakerfinu hér á landi er þröng- ur stakkur skorinn varðandi sál- fræðilega þjónustu. Tilfinningalegir erfiðleikar hafa oft á tíðum ekki uppgötvast fyrr en barn byijar í skóla. Að fyrirbyggja vanheilsu í fjöl- skyldu með því að veita henni greið- an aðgang að sálfræðilegri þjónustu í námunda við heimili hennar er hag- kvæmt fyrir þjóðina og samfélag okkar. Út frá uppeldislegu sjónarmiði er stytting vinnudagsins og lenging fæðingarorlofsins í heilt ár góð leið til árangurs. Álag og streita sem skapast vegna margra vinnustunda og of stutts fæðingarorlofs kostar þjóðarbúið vafalaust milljarða á ári hveiju. Höfundur er sálfræðingvr og vinnur á Fræðsluskrifstofu Rcykjavíkur. Elín Elísabet Halldórsdóttir Gildir 26/3-03/4 MKT0\-V1!ISL1 Gildir 26/3-03/4 TILltOl) Kaupir þú innrömmun færðu kartonið frítt LSIJ<i\SK mnxDusT Gott úrval SPEGLAll m/grá-tónuðu , m/brún-tónuðu spegilgleri TILBOfl Kaupir þú tilbúna rammal færðu kartonið frítt Súper-gler Gler sem ekki glampar á RAMMA INNROMMUN MIÐSTOÐIN Sigtúni 10 (Sóltún), sími 511 1616 VHNUBtASÝNMG Opið fimmtudag og föstudag frá kl. 8-18. Laugardag frá kl. 10-16. Ennfremur kynnum við allar gerðir af EFFER bílkrönum Komið og skoðið IVECO bílana, sem nú fara sigurför i IVECO (•EFFERj Smiðsbúð 2 - P.O. Box 193-212 Garðabær Sími 565 6580 - Fax 565 7980 IVECO EuroTech Tíu hjóla bíll með EATON hálfsjálfsklptingu. Draumabíll flutningabílstjórans. Sjón er sögu ríkari og líttu á verðið, það er forvitnilegt! IVECO EuroCargo Luxus sendiferða- eða vörubíll. Bíll, sem setur nýja viðmiðun í þessum flokki. Ótrúlegur sýningarafsláttur á þessum bíl, hlöðnum aukahlutum! IVECO Daily 4X4 Bíllinn sem björgunarsveitir kaupa. Sæti fyrir allt að 12 farþega, bíll með endalausa notkunarmöguleika! IVECO Daily Háþekjusendibíll, fæst í fjölmörgum stærðum. Einn þeirra hentar þér örugglega. Nú bjóðum við þennan frábæra vinnuhest á verði sem enginn stenst!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.