Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Breyting á starfsháttum embættis byggingafulltrúa Skilið á milli faglegra og pólitískra ákvarðana BREYTINGAR verða gerðar á af- greiðslum embættis byggingafull- trúa á Akureyri, en gengið var frá nýrri samþykkt fyrir embættið á síðasta bæjarstjórnarfundi. Um er að ræða tilraun til fjögurra ára sem Akureyrarbær gerir sem reynslu- sveitarfélag. Litið er svo á að með samþykkt- inni sé stigið stórf skref í þá átt að skilja á milli faglegra og póli- tískra ákvarðana sem gæti orðið til eftirbreytni á fleiri sviðum. Breytingin felst í því að skipta verkum milli bygginganefndarinn- ar og embættisins. Á sama tíma er réttur umsækjenda um lýðræð- islega meðferð gætt með áfrýjun- arrétti til aðila sem kjörinn er af bæjarstjórn, þ.e. bygginganefndar. Nefndin mun nú hafa meiri tíma og ráðrúm til að huga að stefnu- mótandi málum sem snerta bygg- ingarmál og einnig til að sinna ágreiningsmálum. Það er því um talsverðan ávinning að ræða fyrir stjórnsýslu Akureyrarbæjar og er litið til verkefnisins með það í huga, auk þess sem þjónusta við viðskiptavini byggingarfulltrúa er bætt. Aukinn afgreiðsluhraði Embætti byggingafulltrúa mun afgreiða allar umsóknir um bygg- ingaleyfi sem uppfylla skilyrði laga og reglugerða án þess að bíða stað- festingar bygginganefndar. Það hefur í för með sér aukinn af- greiðsluhraða sem væntanlega kemur þeim sem í framkvæmdum standa vel. Hlutverk bygginganefndar breytist á þann hátt að hún verður áfrýjunarnefnd, umsækjendur um byggingarleyfi geta ávallt áfrýjað úrskurði embættisins til nefndar- innar sætti þeir sig ekki við niður- stöðu þess. Nefndin mun áfram sinna verkefnum eins og úthlutun lóða, gerð byggingaskilmála og gerð tillagna um nöfn gatna, torga og bæjarhluta. Þess er vænst að breytingin taki gildi um miðjan apríl. Morgunblaðið/Kristján Fráveituframkvæmdir á áætlun ÞEIR unnu af kappi við að leggja yfirfallslögn frá nýrri skolpdælu- stöð á Torfunefsbryggju i sól- skininu Pétur Halldórsson, Rand- ver Karlesson, Eyþór Guðmunds- son, Gunnþór Hákonarson og bíl- stjórarnir Viðar Pálmason og Ari Jónsson. Á meðan á framkvæmd- um stendur er einungis hægt að nota aðra akrein Glerárgötunnar til norðurs. Gunnar Jóhannesson verk- fræðingur hjá Akureyrarbæ sagði að fráveituframkvæmdir væru á áætlun, skolpdælustöðin yrði afhent 30. apríl næstkom- andi og siðan yrðu lagnir lagðar i vor. 5TRFRFENN KVH flzimuth ndvr lausn^ 6VH0H0NPHS Með KVH Azimuth®fæst frábær stefnu- nákvæmni og þannig næst besti árangur út úr sjálfstýringunni Hinn nýji KVH Azimuth°gyro kompáshefur hlotið viðurkenningu Bandaríska flotans KVH Azimuth®gyro kompás er tilvalinn kostur fyrir smærri skip og báta KVH Azimuthegyro kompás er kjörinn varakompás fyrir stærri ski" !<IVJHJ ÖVlhdJ ÖVlfcdJ KlVÍHl KlViHI KlVihU KjVIHI KIVIHJ Wá mii ml Hvannavöllum 14 b 600Akureyri Sími462 7222 S Fax 462 7690 E-maH haf@ismennt. is FERÐAFÉLAG AKUREYRAR Laust er skálavarðarstarf í Laugafelli á sumri komandi. Varsla er í júlí og ágúst. Einnig er laus 75% staða á skrif- stofu félagsins í júní-júlí og ágúst. Umsækjendur um þessi störf þurfa að hafa góða tungumálakunnáttu og þekkingu á íslenskri náttúru. Umsóknarfrestur er til 10. apríl nk. Umsóknir skulu sendast til Ferðafélags Akureyrar, þósthólf 48, 602 Akureyri. Upplýsingar hjá Ragnhildi, sími 462-5798, og Ingvari, sími 462-7866 eftir kl. 19.00 dagiega. Stjórn FFA. ÁRÍÐANDI TILKYNNING! Þeir sem ætla að gista í skálum Ferðafélags Akureyrar, Bræðrafelli, Þorsteinsskála, Dreka, Dyngjufelli, Laugafelii og Lamba, á timabilinu mars til júní 1996, skulu panta gistingu hjá Ferðafélagi Akureyrar. Þeir sem hafa pantað og hafa kvittun fyrir gistingu, sitja fyrir. Stjórn FFA. Þýskur togari með fullfermi Morgunblaðið/Kristján Aflaverðmætið um 80 milljónir króna ÞÝSKI togarinn Eridanus, sem er í eigu Mecklenburger Hochseefisch- erei, dótturfyrirtækis ÚA, kom til Akureyrar í vikunni með fullfermi, eða um 320 tonn af frystum flökum eftir tæplega tveggja mánaða túr. Um 80% aflans eru þorskur ogtil viðbótar ufsi og ýsa og er aflaverð- mæti togarans um 80 milljónir króna. Eridanus var við veiðar í norskri landhelgi en gert er ráð fyrir að togarinn haldi á karfaveiðar á Reykjaneshrygg nk. laugardag, að sögn Bjartmars Péturssonar, fram- leiðslustjóra MHF. Þar eru fyrir fjögur önnur skip MHF á karfaveið- um. í gær lauk vinnu við endurbæt- ur og viðhald á sjötta togara félags- ins, Dorado, hjá Slippstöðinni Odda hf. og var ráðgert að togarinn héldi til veiða á Reykjaneshrygg í gær- kvöld. í vetur hefur verið unnið við umfangsmiklar endurbætur og við- hald á fjórum togurum MHF hjá Slippstöðinni Odda og var Dorado sá fjórði í röðinni. Skipin hafa tekið hreint ótrúlegum breytingum und- anfarna mánuði og eru nú hin glæsilegustu að sjá. Bjartmar segir að þær breytingar sem voru gerðar hafi komið vel út og skipin reynst vel. Heims- mynd stjarnvís- indanna HEIMSMYND stjarnvísind- anna: Sannleikur eða skáld- skapur?, er heiti á fyrirlestri dr. Einars H. Guðmundssonar dósents í stjarneðlisfræði sem hann flytur í stofu 24 í húsi Háskólans á Akureyri við Þing- vallastræti næstkomandi laugardag, 30. mars, en hann hefst kl. 13.15. í erindinu verður drepið á ýmsa þætti heimsmyndarinnar og hugað að forsendum hennar með það fyiir augum að kanna hversu traust undirstaðan er. Þá verður rætt um gerð heims- líkana í heimsfræði, um náttúru- lögmálin og hlutverk þeirra í heimsfræði, sjóndeildina og þau takmörk sem hún setur kenn- ingasmiðum og þær vísbending- ar sem fundist hafa um þróun veraldarinnar í heild sinni. Einar lauk doktorsprófi í stjarneðlisfræði frá Háskólan- um. í Kaupmannahöfn, hann varð sérfræðingur á eðlisfræði- stofu Raunvísindastofnunar 1982 og skipaður dósent í stjarneðlisfræði við eðlisfræði- skor HÍ 1991, fyrsti skipaði kennarinn í stjarnvísindum við háskólann. Kári Arnór Kárason um hugsanlegt framboð sitt til forseta ASÍ Gæti orðið til að efna til óþarfa átaka KÁRI Arnór Kárason, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norður- lands, segir að miðað við núverandi stöðu mála gæti framboð hans til forseta Alþýðusambands íslands allt eins orðið til þess að efna til óþarfa átaka innan hreyfingarinn- ar. Hann geti því að óbreyttu ekki gefið kost á sér. „Það hefur afskaplega lítil um- ræða farið fram á milli forystu- manna hreyfingarinnar um hvort hægt sé að finna sameiginlega lausn á forystumálum hreyfingar- innar, sem víðtæk sátt væri um. Ef menn vilja hins vegar fara (inn- byrðisátök þá er ég ekki hluti af þeim.“ Starfið framundan skiptir mestu máli Kári Arnór segir ekki aðalmálið að fara inn á ASÍ-þing og vinna þar kosningu, heldur sé það starfið framundan sem máli skipti. „Þetta snýst ekki bara um starf forseta, heldur einnig um varaforseta, mið- stjórn og aðra í forystu sambands- ins. Mér finnst að þeir sem hafa skorað á mig að gefa kost á mér ættu fremur að kanna um hvaða leið gæti náðst sem víðtækust sátt, slíkt er vænlegra en að vera í opin- berum áskorunum á einstaka menn. Við þær aðstæður sem nú ríkja get ég því ekki gefið kost á mér, til þess þarf breiðari samstaða að nást,“ segir Kári Arnór. Um þelmingur félagsmanna inn- an ASÍ er úr röðum Verkamanna- sambandsins og hafa aðilar í þeim armi lagt að Kára Arnóri að gefa kost á sér í embætti forseta. Sú hugmynd hefur hins vegar fengið lítinn hljómgrunn innan raða for- ystumanna verslunarfólks, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Þá hefur Benedikt Davíðsson, for- seti ASÍ, enn ekki gefið út afdrátt- arlausa yfirlýsingu um að hann gefi ekki kost á sór áfram í emb- ættið. Þing Alþýðusambands Íb- lands fer fram í Kópavogi 20.-24. maí nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.