Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 27 Ný myndlistarverk í Borgarleikhúsi OPNUÐ hefur verið ný myndlistar- sýning í forsal Borgarleikhússins. Nú eru það tvö verk eftir Öldu Sig- urðardóttur og Ragnhildi Stefáns- dóttur sem koma fyrir augu leikhús- gesta. Verkin voru valin til sýninga að undangenginni hugmyndasam- keppni meðal félaga í Nýlistasafn- inu. í haust var síðan efnt tii hug- myndasamkeppni um myndlist- arverk meðal félaga í Nýlistasafn- inu. Fjöldi tillagna barst, en dóm- nefnd skipuð myndlistarmönnunum Þorvaldi Þorsteinssyni, Ástu Ólafs- dóttur og Guðjóni Ketilssyni valdi sex listamenn til að sýna í leikhús- inu frá janúarlokum fram í apríi. Alda Sigurðardóttir útskrifað- ist úr fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1993. Hún hafði áður lokið hjúkrunarnámi og námi í fatahönnun og starfað við hjúkrun og leikhús. Alda sýnir verkið „Hjartagosar". Um er að ræða tólf fígúrur, hekl- aðar úr rauðum rafmagnsvír sem síðan er lóðaður við þrýstirofa, raf- hlöðu og eina blikkdíóðu. Gestir leikhússins geta tekið virkan þátt í verkinu með þvi að þrýsta á rofa og blikkar þá díóða í hjartastað fíg- úrunnar. Ragnhildur Stefánsdóttir lauk námi frá Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1981 og masters- námi frá Carnegie Mellon Univers- ity, Collage of Fine Art í Pittsburgh í Bandaríkjunum árið 1987. Verk Ragnhildar í forsal Borgar- leikhússins ber heitið „Afstaða“. Verkið fjallar um þau áhrif á mann- inn sem ráðast af afstöðu sólar til jarðar. Nýjar bækur • ÚT ER komin á vegum Tóna og steina ný bók með 13 frumsömdum píanólögum fyrir börn eftir Elías Davíðsson. Bókin nefnist Káta sekkjapípan og er ætluð píanónem- endum á fyrstu tveim árum. Lögin heita Jólabjöllurnar; rólegt lag; start-stop; káta sekkjapípan; brekka; angurværvals (eða Valse de paris); Jerevan syrgir; karl- mannadans; froskurinn; trúðarnir; á leiðinni til Lattlatt; tango triste; 'og meistara Charles dreymir. Bókin er gefin út með dreifingu erlendis í huga, þ.e. með skýringar- textum á ensku, frönsku, þýsku, dönsku, fínnsku og íslensku. Robert Guillemette hannaði bók- inaogteikn- aði kápuna. Bókin fæst hjá Tóna- _ stöðinni, Óð- insgötu 7, Reykjavík og kostar 600 kr. Þetta er þriðja bókin sem Tónarog steinar, einkaforlag Elíasar Davíðssonargefur út, ogsjöunda tónlistarbók Elíasar sem ætluð er ungu fólki. Myndskreyting Roberts Guille- mettes. Islenskur Hamlet gistir menningarborg BANDAMENN frumsýndu Am- lóða sögu í Danmörku í byrjun mánaðarins. í hópnum eru Sveinn Einarsson leikstjóri, Guðni Franzson tónskáld, Elín Edda Árnadóttir búningahönn- uður og Nanna Ólafsdóttir dans- höfundur ásamt leikurunum Jakobi Þór Einarssyni, Stefáni Sturlu Sigurjónssyni, Borgari Garðarssyni, Þórunni Magneu Magnúsdóttur, Ragnheiði Elfu Arnardóttur og Felix Bergssyni. Sýningunni var afburða vel tek- ið. I Frederiksborg Amtsavis skrifar Knud Cornelius: „Stoltar konur og sterkir karlmenn leika þessa Hamlet-útgáfu trú þeirri hugmynd að ekki sé hægt að segja samtímanum neitt án þess að þekkja fortíðina." Henrik Lyding segir í Jyl- landsposten að hér sé á ferð mjög skynræn og holdleg sýn- ing tjáningarríkra leikara: „Það er hrópað, henst fram og aftur og barist í röð fagurra litríkra atriða sem eru blönduð hláturrokum og dýrslegum liljóðum." Gagnrýnandinn segir að Amlóða saga sé glæst gjöf frá Islandi til menningarborg- arinnar Kaupmannahafnar 1996. Nútímalegur og forn Hamlet Nútímalegur og fornnorrænn íslenskur Hamlet handa okkur er fyrirsögn leikdóms eftir Me Lund í Berlingske Tidende. AMLÓÐI þeirra Bandamanna er sagður „glæst gjöf frá íslandi til menningarborgarinnar Kaupmannahafnar 1996.“ Gagnrýnandinn hrífst ekki af blöndu norræns og austræns sem einkum birtist í búningun- um, en líkamlegur leikur nær betur til hans, jafnvel þótt hann sé spunninn á köflum. Eins og fleiri gagnrýnendur tekur Me Lund undir það hve mikilvægt sé að þekkja rætur sínar til að skilja sjálfan sig. í sænskum blöðum er talað um íslenskan Hamlet í líkam- legri útfærslu og öðruvísi Ham- let. Gagnrýnendur lofa mynd- ræna sýningu og áhrifamikla sviðsetningu þar sem renna saman norræn goðafræði, seið- mannaandi, dulúð og líkamlegt samtímaleikhús. Verkinu er lýst sem samblandi af postmódernu leikhúsi, norrænum miðaldafrá- sögnum og tilvitnunum sem sótt- ar eru í aldirnar og byggi að auki á ýmsum heimildum og einnig dansi, ballöðum og rím- um. Reyktur lax og graflax er herramannsmatur. Ljúffengur lax með graflaxsósu gefur fyrirheit um ógleymanlega máltíð. Notaðu því aðeins fyrsta flokks hráefni og bjóddu gestum . , þínum að gœða sér á góðum laxi. Reyktur lax og graflax í bitum og sneiðum. Reyktur lax og graflax í heilum og hálfum flökum. ISLENSK MATVÆLI Graflaxsosa, 250 og 125 ml í nýjum umbúðum Gott í boöi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.