Morgunblaðið - 28.03.1996, Síða 27

Morgunblaðið - 28.03.1996, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 27 Ný myndlistarverk í Borgarleikhúsi OPNUÐ hefur verið ný myndlistar- sýning í forsal Borgarleikhússins. Nú eru það tvö verk eftir Öldu Sig- urðardóttur og Ragnhildi Stefáns- dóttur sem koma fyrir augu leikhús- gesta. Verkin voru valin til sýninga að undangenginni hugmyndasam- keppni meðal félaga í Nýlistasafn- inu. í haust var síðan efnt tii hug- myndasamkeppni um myndlist- arverk meðal félaga í Nýlistasafn- inu. Fjöldi tillagna barst, en dóm- nefnd skipuð myndlistarmönnunum Þorvaldi Þorsteinssyni, Ástu Ólafs- dóttur og Guðjóni Ketilssyni valdi sex listamenn til að sýna í leikhús- inu frá janúarlokum fram í apríi. Alda Sigurðardóttir útskrifað- ist úr fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1993. Hún hafði áður lokið hjúkrunarnámi og námi í fatahönnun og starfað við hjúkrun og leikhús. Alda sýnir verkið „Hjartagosar". Um er að ræða tólf fígúrur, hekl- aðar úr rauðum rafmagnsvír sem síðan er lóðaður við þrýstirofa, raf- hlöðu og eina blikkdíóðu. Gestir leikhússins geta tekið virkan þátt í verkinu með þvi að þrýsta á rofa og blikkar þá díóða í hjartastað fíg- úrunnar. Ragnhildur Stefánsdóttir lauk námi frá Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1981 og masters- námi frá Carnegie Mellon Univers- ity, Collage of Fine Art í Pittsburgh í Bandaríkjunum árið 1987. Verk Ragnhildar í forsal Borgar- leikhússins ber heitið „Afstaða“. Verkið fjallar um þau áhrif á mann- inn sem ráðast af afstöðu sólar til jarðar. Nýjar bækur • ÚT ER komin á vegum Tóna og steina ný bók með 13 frumsömdum píanólögum fyrir börn eftir Elías Davíðsson. Bókin nefnist Káta sekkjapípan og er ætluð píanónem- endum á fyrstu tveim árum. Lögin heita Jólabjöllurnar; rólegt lag; start-stop; káta sekkjapípan; brekka; angurværvals (eða Valse de paris); Jerevan syrgir; karl- mannadans; froskurinn; trúðarnir; á leiðinni til Lattlatt; tango triste; 'og meistara Charles dreymir. Bókin er gefin út með dreifingu erlendis í huga, þ.e. með skýringar- textum á ensku, frönsku, þýsku, dönsku, fínnsku og íslensku. Robert Guillemette hannaði bók- inaogteikn- aði kápuna. Bókin fæst hjá Tóna- _ stöðinni, Óð- insgötu 7, Reykjavík og kostar 600 kr. Þetta er þriðja bókin sem Tónarog steinar, einkaforlag Elíasar Davíðssonargefur út, ogsjöunda tónlistarbók Elíasar sem ætluð er ungu fólki. Myndskreyting Roberts Guille- mettes. Islenskur Hamlet gistir menningarborg BANDAMENN frumsýndu Am- lóða sögu í Danmörku í byrjun mánaðarins. í hópnum eru Sveinn Einarsson leikstjóri, Guðni Franzson tónskáld, Elín Edda Árnadóttir búningahönn- uður og Nanna Ólafsdóttir dans- höfundur ásamt leikurunum Jakobi Þór Einarssyni, Stefáni Sturlu Sigurjónssyni, Borgari Garðarssyni, Þórunni Magneu Magnúsdóttur, Ragnheiði Elfu Arnardóttur og Felix Bergssyni. Sýningunni var afburða vel tek- ið. I Frederiksborg Amtsavis skrifar Knud Cornelius: „Stoltar konur og sterkir karlmenn leika þessa Hamlet-útgáfu trú þeirri hugmynd að ekki sé hægt að segja samtímanum neitt án þess að þekkja fortíðina." Henrik Lyding segir í Jyl- landsposten að hér sé á ferð mjög skynræn og holdleg sýn- ing tjáningarríkra leikara: „Það er hrópað, henst fram og aftur og barist í röð fagurra litríkra atriða sem eru blönduð hláturrokum og dýrslegum liljóðum." Gagnrýnandinn segir að Amlóða saga sé glæst gjöf frá Islandi til menningarborg- arinnar Kaupmannahafnar 1996. Nútímalegur og forn Hamlet Nútímalegur og fornnorrænn íslenskur Hamlet handa okkur er fyrirsögn leikdóms eftir Me Lund í Berlingske Tidende. AMLÓÐI þeirra Bandamanna er sagður „glæst gjöf frá íslandi til menningarborgarinnar Kaupmannahafnar 1996.“ Gagnrýnandinn hrífst ekki af blöndu norræns og austræns sem einkum birtist í búningun- um, en líkamlegur leikur nær betur til hans, jafnvel þótt hann sé spunninn á köflum. Eins og fleiri gagnrýnendur tekur Me Lund undir það hve mikilvægt sé að þekkja rætur sínar til að skilja sjálfan sig. í sænskum blöðum er talað um íslenskan Hamlet í líkam- legri útfærslu og öðruvísi Ham- let. Gagnrýnendur lofa mynd- ræna sýningu og áhrifamikla sviðsetningu þar sem renna saman norræn goðafræði, seið- mannaandi, dulúð og líkamlegt samtímaleikhús. Verkinu er lýst sem samblandi af postmódernu leikhúsi, norrænum miðaldafrá- sögnum og tilvitnunum sem sótt- ar eru í aldirnar og byggi að auki á ýmsum heimildum og einnig dansi, ballöðum og rím- um. Reyktur lax og graflax er herramannsmatur. Ljúffengur lax með graflaxsósu gefur fyrirheit um ógleymanlega máltíð. Notaðu því aðeins fyrsta flokks hráefni og bjóddu gestum . , þínum að gœða sér á góðum laxi. Reyktur lax og graflax í bitum og sneiðum. Reyktur lax og graflax í heilum og hálfum flökum. ISLENSK MATVÆLI Graflaxsosa, 250 og 125 ml í nýjum umbúðum Gott í boöi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.