Morgunblaðið - 28.03.1996, Side 1

Morgunblaðið - 28.03.1996, Side 1
96 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 74. TBL. 84. ARG. FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Evrópusambandið setur alþjóðlegt bann en býður breskum bændum hjálp Breskir bændur þrýsta á um slátrun 850.000 gripa Brussel, London, París. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambands- ins tók í gær af allan vafa um að hún hefði lagt bann við öllum útflutningi bresks nauta- kjöts hvert á land sem er vegna þess að mönn- um gæti stafað hætta af neyslu þess. Stjórnin kvaðst hins vegar reiðubúin til að styrkja bresk- an nautgripaiðnað með bótagreiðslum til að halda kjötmarkaðnum stöðugum og auðvelda Bretum að reyna að komast fyrir kúariðu í eitt skipti fyrir öll. Bretar sögðust harma að sett hefði verið bann og ætla að reyna að fá því hrundið. „Þessar aðgerðir . . . banna allan útflutn- ing lifandi nautgripa, nautakjöts og afurða úr nautakjöti frá Bretlandi til annarra Evrópu- sambandsríkja og annarra ríkja heims,“ sagði í yfirlýsingu framkvæmdastjórnarinnar. Bann- ið tekur ekki til mjólkur og mjólkurafurða og verður endurskoðað eftir sex vikur. Frakkar skoruðu í gær á ESB að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að hrun yrði á kjötmörkuðum og mæltist Jacques Chirac forseti til þess að Bretum yrði hjálpað neydd- ust þeir til að slátra nautgripum í stórum stíl. Kaupa ekki breskt lambakjöt Óttast er að kúariða geti borist í menn og valdið Creutzfeldt-Jakob-heilahrörnun, en ekki hafa verið færðar sönnur á að samband sé þar á milli. „Sú staðreynd að ekki hefur verið sann- að að um engin tengsl sé að ræða knýr okkur til aðgerða," sagði Franz Fischler, sem fer með landbúnaðarmál í framkvæmdastjórninni. A Italíu fer óttinn við hættuna af riðusmiti vaxandi og ýmsir innflytjendur hafa lýst yfir því að þeir séu hættir að flytja inn lambakjöt, þótt stjórnvöld hafi ekki lagt bann við slíkum innflutningi. Talið er að á Bretlandi hafi riða borist úr kindum í nautgripi með dýrafóðri. Hollendingar sögðu í gær að ákveðið hefði verið að slátra 64 þúsund breskum káifum þar í landi. Ákvörðunar beðið Bresk stjórnvöld höfðu sagst ætla að láta ákvörðun um það hvort gripið yrði til slátrunar bíða þar til yfirlýsing ESB lægi fyrir. í gær- kvöldi hafði sú ákvörðun ekki verið tekin þrátt fyrir mikinn þiýsting frá bændum, sem segja að slátra þurfi allt að 850 þúsund nautgripum til að öðlast traust þeirra þjóða, sem bannað hafa innflutning bresks nautakjöts. írar kváðust í gær vera farnir að finna fyr- ir áhrifum kúafársins. Utflutningsbannið nær til Norður-írlands en ekki írlands og írum er mjög í mun að írsku og bresku kjöti verði ekki ruglað saman. Nýtt þing á Spáni Hillir undir nýja stjórn Madrid. Reuter. NÝKJÖRIÐ þing á Spáni kom sam- an í gær og bendir flest til, að Katalóníuflokkurinn muni styðja stjórnarmyndun Þjóðarflokksins, sem bar sigur úr býtum í kosning- unum og batt þar með enda á 13 ára valdatíma Sósíalistaflokks- Aznar ms. „Þeir, sem velktust í vafa um, að Þjóðar- flokkurinn hefði sigrað, ættu nú að hætta slíkum efasemdum,“ sagði Jose Maria Aznar, leiðtogi Þjóðarflokksins, en flokkinn skort- ir 20 þingsæti upp á meirihluta á þingi. Katalóníuflokkurinn, sem studdi lengst af ríkisstjórn sósíalista á síðasta kjörtímabili, hefur 16 þing- menn en Aznar virðist áuk þess hafa tiyggt sér stuðning nokkurra svæðisbundinna smáflokka. Eitt fegursta tungumálið Katalóníuflokkurinn er miklu nær Þjóðarflokknum en Sósíalista- flokknum í efnahagsmálum en Þjóðarflokksmenn hafa aldrei vilj- að gera katalónskunni, sem er eins konar blanda spænsku og frönsku, mjög hátt undir höfði. í kosninga- baráttunni gerðu þeir oft hróp að Jordi Pujol, leiðtoga Katalóníu- flokksins, og kröfðust þess að hann talaði spænsku. I viðræðunum við Katalóníuflokkinn lýsti þó Aznar yfir að katalónskan væri eitt feg- ursta tungumál sem talað væri á jarðríki. Drottningarheimsókn Reuter ELÍSABET Bretlandsdrottning kom í opinbera heimsókn til Tékklands í gær og tók Vaclav Ha- vel, forseti landsins, á móti henni við opinbera athöfn í Pragkastala. Gekk Elisabet síðar yfir Karlsbrúna þar sem borgarbúar fögnuðu henni með breskum fánum. Drottning kom til Tékklands frá Póllandi en þar varpaði það nokkrum skugga á heimsóknina, að í ræðu hennar í pólska þinginu var hvergi minnst á þjáningar gyðinga í síðari heimsstyrjöld. Hafði það fallið burt fyrir mistök. Reuter YIGAL Amir þurrkar augun í réttarsalnum áður en fangels- isdómur yfir honum var kveð- inn upp. Morðingi Rabins iðr- ast einskis Tel Aviv. Reuter. YIGAL Amir, 25 ára námsmaður og heittrúaður gyðingur, kvaðst í gær einskis iðrast eftir að hafa ver- ið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Yitzhak Rabin, forsætis- ráðherra Israels. Harin sakaði dóm- arana um „sýndarréttarhöld". „Ísraelsríki er skrímsli," hrópaði Amir þegar lögreglumenn leiddu hann út úr þéttskipuðum réttarsaln- um. Áður hafði harin ávarpað dóm- arana og sagt að stjórn ísraels hefði með því að friðmælast við araba valdið ísraelsku þjóðinni óbætanleg- um skaða. „Allt sem stjórnin hefur gert á síðustu þremur árum verður til þess að göturnar fljóta í blóði.“ „Refsingin er í mínum huga létt- væg miðað við glæpinn sem hann framdi, en ég veit þó ekki hvernig hægt væri að þyngja hana,“ sagði eftirmaður Rabins, Shimon Peres. Amir sýndi engin svipbrigði þegar fangelsisdómurinn var kveðinn upp. Hann brosti til skyldmenna sinna og geispaði nokkrum sinnum þegar forseti réttarins las upp útdrætti úr 79 síðna úrskurði dómaranna. Haft var eftir bróður hans að hann hygð- ist skrifa bók um morðtilræðið. ■ Dæmdur í lífstíðarfangelsi/22 Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, á fundi Samveldis sjálfstæðra ríkja Stækkun NATO er ógnun við öryggi Samveldisins Moskvu. Reuter. PAVEL Gratsjov, vamarmálaráð- herra Rússlands, sagði í gær á fundi varnarmálaráðherra Samveldis sjálfstæðra ríkja,- að stækkun Atl- antshafsbandalagsins (NATO) ógn- aði öryggi samveldisríkjanna meira en nokkuð annað og því bæri þeim að samræma afstöðu sína gegn stækkunaráformunum. Gratsjov sagði í setningarræðu, að nú væri að hefjast nýtt skeið nánara samstarfs í samveldisríkjun- um en á morgun, föstudag, er ráð- gert að fulltrúar ríkjanna 12 undir- riti samkomulag þar að lútandi. Hann skírskotaði þó til þess að einstökum ríkjum samveldisins stafaði hætta af innanlandsófriði og sameiginlega stæði þeim ógn af áformum NATO að taka ríki í Mið- og Austur-Evrópu í sínar raðir. Gratsjov hvatti, að sögn Interfax- og Itar-Tass-fréttastofunnar, sam- veldisríkin til samræmdrar baráttu gegn útvíkkunaráformum NATO en ræddi ekki nánar hvernig það skyldi gert. Áform NATO ítrekuð Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, ítrekaði í viðtali við franska útvarpsstöð í París í gær, að áform bandalagsins um stækkun til aust- urs gætu aldrei gengið til baka. Rússneskir leiðtogar hafa haldið því fram að stækkun NATO allt austur að rússnesku landamærunum ógn- aði öiyggi Rússlands. Borís Jeltsín forseti virtist þó brydda upp á mál- amiðlun á mánudag í Ósló er hann sagðist geta hugsað sér að ný ríki fengju fulla aðild að pólitísku sam- starfi NATO-ríkjanna en tækju ekki þátt í hemaðarsamstarfinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.