Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
Háskólafyrirlestur
um kvennarannsóknir
DR. JANET Carlisle Bogdan, dós-
ent í félagsfræði við Le Moyne
háskóla í Syracuse í Bandaríkjun-
um, heldur fyrirlestur laugardag-
inn 30. mars í boði Rannsókna-
stofu í kvennafræðum og Náms-
brautar í hjúkrunarfræði við Há-
skóla íslands.
Fyrirlesturinn verður fluttur á
ensku og hefst kl. 14 í stofu 101
í Odda og er öllum opinn. Eftir
fyrirlesturinn verða léttar veiting-
ar í boði Rannsóknastofu í kvenna-
fræðum.
í fyrirlestrinum fjallar dr. Janet
Carlisle Bogdan um það hvernig
fæðing og fæðingarhjálp hafa
lengstum verið algerlega á ábyrgð
kvenna. Þannig var það einnig í
Bandaríkjunum fyrr á tímum og
allt fram undir síðustu aldamót. I
upphafi 20. aldar urðu ljósmæður
hins vegar fyrir aðkasti, þar sem
þeim var lýst sem fáfróðum og
hættulegum og því haldið fram
að þekking kvenna á meðgöngu
og fæðingarhjálp væri ófullnægj-
andi. Janet C. Bogdan mun í fyrir-
lestrinum rekja hvernig þetta
leiddi til þess að bandarískar kon-
ur glötuðu þekkingu sinni á með-
göngu og fæðingarhjálp.
Hallgrímur
og Passíu-
sálmarnir
FÉLAG íslenskra háskólakvenna
og Kvenstúdentafélag Islands
heldur mars-félagsfund sinn nk.
fimmtudagskvöld 28. mars kl.
20.30. Að þessu sinni verður fund-
urinn haldinn í safnaðarheimili
Hallgrímskirkju í Reykjavík.
Nú á föstunni hefur félagið
fengið til liðs við sig Margréti
Eggertsdóttur, bókmenntafræð-
ing, og mun hún halda fyrirlestur
um sálmaskáldið Hallgrím Péturs-
son og nefnist hann: Góð voru þau
umskipti og verður fjallað um
Hallgrím Pétursson, Passíusálm-
ana og föstuna.
Félagið leitast við á þessum
fundi við að stilla upp bókmennt-
um, leiklist og tónlist í minningu
sálmaskáldsins góða. Auk fyrir-
lesturs Margrétar mun lestur leik-
ara fléttast inn í dagskrána og flutt
verður tónlist tengd skáldinu og
Passíusálmunum. Flytjendur tón-
listarinnar verða félagar úr Mót-
ettukór Hallgrímskirkju undir
stjórn Harðar Askelssonar, kantors
kirkjunnar.
Unglingamódel
’96 krýnd i
kvöld
ÚRSLIT í hinni árlegu Unglinga-
módelkeppni á vegum Módel ’79
fara fram í Tunglinu í kvöld,
fimrntudagskvöldið 28. mars.
A annað hundrað keppendur
skráðu sig í keppnina en 26 stelpur
og 10 strákar komust í úrslit og
keppa um unglingamódel ársins ’96.
Allir þátttakendur verða kynntir
ásamt því að taka þátt í tískusýn-
ingu frá Sautján, Spútník og Kjall-
aranum.
Kynnir kvöldsins verður Jóhann
G. Jóhannsson, leikari úr Hárinu,
og um tónlist sjá hljómsveit Emili-
önu Torrini og D.J. Margeir. Húsið
verður opnað kl. 20 og er miðaverð
700 kr.
Málþing um
gæðastjórnun
málþing um gæðastjórnun í
hjúkrun verður haldið fimmtudag-
>nn 28. mars á vegum gæðastjórn-
unamefndar Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga á Grand Hótel
kl. .13-16.30.
Á málþinginu verða kynnt ýmis
gæða- og þróunarverkefni sem
hjúkrunarfræðingar vinna að á
sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum
og hjúkrunarheimilum. Einnig
verða kynntar niðurstöður könnun-
ar um gæðaverkefni í hjúkrun, sem
gerð var í febrúar sl. og greint frá
samstarfsverkefni Evrópuþjóða
um skráningu hjúkrunar (TELE-
NURSE) sem íslendingar eru aðil-
ar að.
Arlegur páska-
basar Hringsins
KVENFÉLAGIÐ Hringurinn verð-
ur með sinn árlega páskabasar í
Kringlunni föstudaginn 29. mars
og laugardaginn 30. mars.
Opinn fundur
um forsjármál
barna
HEIMDALLUR, félag ungra sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, heldur
opinn fund um forsjármál barna á
Sólon íslandus kl. 20.30 í kvöld,
fimmtudagskvöldið 28. mars.
Umræðuefnið verður m.a.: Staða
forsjárlausra foreldra, réttur barns-
ins til umgengni við báða foreldra,
staða föður og móður, afgreiðsla
forsjármála hjá yfirvöldum o.fl.
Frummælendur verða: María
Erla Marelsdóttir, lögfæðingur á
Barnaverndarstofu, Stefán Eiríks-
son, lögfræðingur í dómsmálaráðu-
neytinu, og Pétur Gunnlaugsson,
formaður Fjölskylduverndar. Fund-
arstjóri er Sigurbjörg Ásta Jóns-
dóttir, laganemi.
Að loknum framsöguerindum
taka við almennar umræður og fyr-
irspurnir. Fundurinn er opinn öllum
og er aðgangur ókeypis.
Lýst eftir mun-
um og ljós-
myndum
BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar mun
í vor standa fyrir sýningu í sýning-
arsalnum Smiðjunni að Strandgötu
50 er tengist eftirstríðsárunum.
Á Byggðasafni er lítið til af
munum frá þessum árum og því
auglýsir safnið eftir þeim. Sýningin
verður aðallega byggð upp á eftir-
töldum málaflokkum: Iþróttum,
skemmtunum, tónlist, kvikmynd-
um, bílum, tísku og börnum.
Safnið óskar eftir munum og ljós-
myndum til láns eða eignar er tengj-
ast tímabilinu og fyrrnefndum
málaflokkum. Ekki er nauðsynlegt
að hlutirnir tengist Hafnarfirði
beint en ljósmyndirnar verða að
vera frá Hafnarfirði.
Allar nánari upplýsingar og svör
veita Björn Pétursson og Steinunn
Þorsteinsdóttir hjá Byggðasafni
Ilafnarfjarðar.
FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 55
FRÉTTIR
Þroskahjálp
Sérbýli fatl-
aðra sýnt
almenningi
SIGURLIÐ síðasta árs í hópi 16 ára og eldri.
Nemenda- og styrktar-
sýning á Hótel Islandi
NEMENDA- og styrktarsýning
Dansskóla Jóns Péturs og Köru
verður haldin á Hótel íslandi laug-
ardaginn 30. mars nk. Þar munu
allir nemendur í barna- og ungl-
ingahópum skólans ásamt nokkr-
um fullorðinshópum koma fram
með sýnishorn af því sem þeir
hafa lært í vetur. Húsið opnar kl.
12 og hefst sýningin kl. 13.
Strax að lokinni sýningu kl. 14
hefst liðakeppni á milli dansskóla
og hefur nokkrum dansskólum
verið boðið til leiks. Þar munu flest
af sterkustu danspörum íslands
eigast við á dansgólfinu. Keppt
verður í tveimur aldursflokkum,
15 ára og yngri og 16 ára og eldri.
Hvert lið samanstendur af fjórum
danspörum, tveimur í suður-amer-
ískum dönsum og tveimur pörum
í standard dönsum. Fimm dómarar
dæma keppnina.
Miðar á sýninguna verða seldir
á Hótel íslandi 30. mars og hefst
miðsala kl. 12. Verð fyrir 11 ára
og yngri 200 kr. og fyrir 12 ára
og eldri 400 kr.
Allur ágóði af sýningunni renn-
ur til nemenda skólans sem halda
til danskeppna í Englandi í apríl
og maí nk.
LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp
hafa á undanfömum ámm haft
heimild frá Húsnæðisstofnun ríkis-
ins til að kaupa og byggja íbúðir
sem samtökin hafa síðan leigt fötl-
uðum. Tilgangur samtakanna með
þessu hefur frá upphafi verið fyrst
og fremst sá að stuðla að nýjung-
um í búsetumálum fatlaðra. Sam-
tökin hafa markað sér þá stefnu
í húsnæðismálum að heimili fatl-
aðra skuli vera svipað að gerð og
stærð og önnur heimili og að íbúð-
arhúsnæði fyrir fatlaða eigi að
uppfylla lágmarkskröfur um
einkarými auk viðbótarrýmis
vegna fötlunar.
Húsbyggingasjóður samtak-
anna hefur nú lokið byggingu á 5
íbúða raðhúsi að Starengi 118 í
Reykjavík. íbúðir þessar era hver
um sig 60 fm. í enda raðhússins
er síðan gert ráð fyrir starfs-
mannaaðstöðu. Húsnæði þetta er
allt hið vandaðasta og þarna mun
fötluðum vera gefinn kostur á að
búa við sambærilegar aðstæður
og aðrir, jafnframt sem tekið er
tillit til sérþarfa þeirra og aðstöðu
fyrir starfsfólk.
Húsið er teiknað hjá teiknistof-
unni K.Í.M. og byggingaverktaki
var Markús hf.
Starengi 118 verður til sýnis
fyrir almenning laugardaginn 30.
mars frá kl. 13-17.
Bolir gegn fíkniefnum
á Shell-stöðvunum
NEMENDUR í Myndlista- og handíðaskólanum
hafa hannað boli fyrir unga fólkið, þar sem þem-
að er baráttan gegn fíkniefnum. Bolirnir verða
til sölu á Shell-stöðvunum og rennur ágóði af
sölunni óskiptur til stuðnings Jafningjafræðslu
framhaldsskólanna.
Jafningjafræðslan er átak sem Félag fram-
haldsskóla hefur hrundið af stað í samstarfi við
menntamálaráðuneytið og miðar að því að vekja
ungt fólk til umhugsunar um þá áhættu sem fylg-
ir neyslu fíkniefna.
Hjá Skeljungi hf. var ákveðið að styrkja fram-
haldsskólanema í þessari baráttu gegn fíkniefn-
um. Að höfðu samráði við Félag framhaldskóla
var ákveðið að framleiða boli með áprentuðum
skilaboðum Jafningjafræðslunnar. Bolirnir eru
skreyttir með myndum sem nemendur í Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands gerðu sérstaklega
fyrir Jafningjafræðslu framhaldsskólanna og fór
áprentun þeirra fram hjá fyrirtækinu Merkis-
NÝJU bolunum hefur nú verið dreift á Shell-
stöðvarnar. Fulltrúar jafningjafræðslunnar, þeir
Atli Þór Albertsson, Magnús Arnason og Gunnar
Ómarsson, voru viðstaddir þegar sala á bolunum
hófst í Shell-stöðinni í Suðurfelli í Breiðholti.
mönnum í Reykjavík. Fjórar mismunandi gerðir
af bolum hafa verið framleiddar og verða þeir
seldir á Shell-stöðvunum. Bolirnir kosta 790 krón-
ur og eins og áður sagði rennur allur ágóði af
sölu þeirra til Jafningjafræðslu framhaldsskól-
anna.
■ SÝNING á feldskinnsjökkum
frá Eggerti Jóhannssyni, feld-
skera, peysum úr versluninni ís-
lenskum heimilisiðnaði,
hönnuður Ásdís Birgisdóttir, og
frá Foldu, hönnuður Eva Vil-
helmsdóttir, verður haldin
fimmtudagskvöldið 28. mars í
Norræna húsinu í tilefni af nor-
rænni heimiliðnaðarsýningu sem
nú stendur yfir.
Fimmtudaginn 4. apríl, skírdag,
kl. 16, mun handverksfólk vera að
störfum og íslenskir þjóðbúningar
verða sýndir.
Nú flytjum vlð búðina og hreinsum til á lager
50 - 90% afsláttur!
í dag og á morgun frá kl. 13 - 18
og laugardag frá kl. 12 - 16
TÓMSTUND
Reykjavíkurvegi 68 sími 565 0165
Hafnarfirði