Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 56
>6 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Tommi og Jenni Smáfólk YE5,5IR, MR. PRINCIPAL.. MY TEACHER. SENT ME TO 5EE VOU.. Já, herra skólastjóri.kenn- arinn minn sendi mig til þín. 5HETHINK5 I VE BEEN C0L0RIN6IN A C0L0RIN6 BOOKIN5TEAP OF P0IN6 MY RE6ULAR Ia/ORK.. no,sir..mv P0INT OUT TO HIM D06 C0L0REP O HOU) NEATLY I 5TAY TH05E PICTURE5 I IN5IPE THE LINE5., s 1 co \ c 7 1 \ c ? 1 < 3-27 / . \ Hún heldur að ég hafi Nei, herra, Bentu honum á hve mér verið að lita í litabók í hundurinn minn tekst vel að halda mig inn- staðinn fyrir að vinna litaði þessar an línanna. verkefnin mín. myndir. BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Lestur Passíusálmanna Frá Halldóri Blöndal: ÞAÐ er vandi að lesa Passíusálm- ana vel. Einkanlega kemur það í ljós, þegar frá líður, að hvert okk- ar á sinn uppáhaldslesara og verð- ur þá samanburðurinn erfiður, þegar við hann er jafnað. Mörg- um þykir ofan í kaupið tilheyra, að þeir séu lesn- ir með sérstöku hljómfalli eða seim, sem sé í ætt við trúarleg- an innileik og helgi sálmanna. Eg hlakkaði til að heyra Gísla Jónsson lesa Passíusálmana. Hann þekkir efni þeirra út í hörgul, enda þóttu fyr- irlestrar hans um Hallgrím Pét- ursson í Háskólanum á Akureyri fyrir nokkrum árum snilldarverk. Gísli býr yfir þjóðlegri frásagnar- gáfu, sem hrífur hlustandann með sér og ber vott um skáldlegt inn- sæi hans. Honum er það gefið að flytja dýran skáldskap sem mælt mál, en halda þó hrynjandi ljóðs- ins. Réttar áherslur skerpa skiln- ing þess, sem hlustar. Þess vegna hef ég hugsað oftar en ekki: Svona á að flytja ljóð og engan veginn öðruvísi. Jesús vill, að þín kenning klár kröptug sé, hrein og opinskár, lík hvellum lúðurshljómi. Launsmjaðran öll og hræsnin hál hindrar Guðs dýrð, en villir sál, straffast með ströngum dómi. Vel sé þér, Gísli, að þú gafst kost á því að lesa Passíusálmana. Þér bregst ekki bogalistin frekar en endranær. HALLDÓR BLÖNDAL, samgönguráðherra. Sönn ást getur beðið Frá Pauline Sch. Thorsteinsson: ALLAR götur frá sjöunda ára- tugnum hefur „kynlífsbyltingin“ haft áhrif, smátt og smátt, á menningarlegt, menntunar- og þjóðfélagslegt umhverfi okkar. Samt sem áður hefur þessi sjálf- skipaða kynlífsfrelsun ekki gefið meiri kærleik í samfélag okkar. Á sama tíma og ýmis boð og bönn falla og börnum er kennt allt það sem þau vildu aldrei vita um kyn- Iíf þá vantar meira og meira ör- læti og einlægni í mannleg sam- skipti. Mörg hjón sem gengu í gegnum kynlífsfrelsun hafa ein- kenni erfiðleika á eðlilegum tjá- skiptum. Hvað kynlíf snertir, þá er það ljóst að það er notað óspart í dag í allri útgáfu, sérstaklega hjá fjölmiðlum. Séu höfð í huga hin miklu hughrif sem kynorkan gefur, er skiljanlegt að kynlíf án hafta geti verið uppáhalds heim- speki þeirra sem hafa eitthvað að selja. Nú þegar fjórðungur aldar er liðinn eftir að þessi kynlífsfrelsun hófst er kominn tími til að skoða aðra valkosti. Það er unga fólkið í dag sem hefur valdið til að velja aðrar leiðir en sú kynslóð sem á undan hefur gengið. Við verðum að átta okkur á því að frelsi í kyn- lífi getur ekki verið til staðar nema full ábyrgðartilfmning komi til, - grundvöllur siðferðis. Alnæmi undirstrikar þetta meira í dag, en nokkru sinni áður. Því miður hafa minnihlutahópar oft ráðið ferðinni í umræðunni og gert það nánast að trúarbrögðum að allur efi og gagnrýni á hedonisma séu fordómar. Við ætlum opinskátt að ræða leyndardóminn sem byggir upp „kynlífsfrelsun" fimmtudaginn 28. mars kl. 20.00 í MÍR-salnum v/Vatnsstíg. Fyrirlesturinn er öll- um opinn. Aðgangur 300 kr., fyrir meðlimi 100 kr. PAULINE SCH. THORSTEINSSON, Kaplaskjólsvegi 53, Reykjavík. Kannast einhver við vísurnar? Frá Maríu Jóhannsdóttur: „Þó messu hlýddi ég aldrei á ekki skyldi ég gráta þá ef hesti sæti ég hraustum á í hofmanns söðli þínum prédikun mundi ég ei passa uppá með presti í sínum með presti I skrúða sínum. Eðalmaður anza vann: „Úrskurð vildi ég heyra þann, hvort breyzt hefir vel við boðskap hann, þá blessaður varst af presti?" Anzar hinn: „Ég ekk'i fann. Aumt það nesti, aumt leizt mér það nesti.“ Þessar vísur eru í Iöngum kvæðabálki sem birtist í blaði fyr- ir a.m.k. 50 árum, líklega Fálkan- um. Kannist einhver við vísurnar er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband. MARÍA JÓHANNSDÓTTIR Naustum 2,602 pósthólf 517 Akureyri. Sími: 462-6580 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.