Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 61 FÓLK í FRÉTTUM Stórmynd í bígerð Kvenhetja GUÐMUNDUR Páll Ól- afsson, náttúrufræðingur og rithöfundur, hefui verið búsettur í Stykkis- hólmi síðustu ár ásamt fjölskyldu sinni. Hann sást ekki mikið á ferðinni seinni hluta síðasta árs. Astæðan var sú að hann hélt til í Prentsmiðjunni Odda og fylgdi eftir af- kvæmi sínu, Ströndinni í náttúru íslands, sem unnin var þar að öllu leyti. Fréttaritari Morg- unblaðsins hitti Guð- Wund Pál á götu fyrir skömmu og spurði hann frétta. — Hvernig hafa við- tökur á bókinni þinni Ströndinni verið? „Viðtökurnar hafa ein- faldlega verið mjög góðar og salan prýðileg.“ — Hvað hefur á daga þína drifið á síðustu mán- uðum? „Það er nú ákaflega niargt. Ég var nú að ljúka við bók sem kemur út í sumar hjá Máli og menn- ingu. Bókin er jarðsaga fyrir fjölskylduna og fjallar um hraunið. Reikna ég með að hún verði einnig gefin út á ensku. Þá var opnuð á Akureyri sýning á ljósmyndum mínum og á öllum stóru bókunum um náttúru ís- iands. Þetta er fyrsta alvöru ljós- fnyndasýningin mín. Á sýning- unni eru á fjórða tug stórra ljós- uiynda af náttúru Íslands sem hafa flestar birst í bókunum. Sýn- Morgunblaðið/Ámi Helgason NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN og rithöfund- urinn Guðmundur Páll Ólafsson á förnum vegi í Stykkishólmi. ingin er í listasafninu á Akureyri og verður opin út þennan mánuð og eru allar ljósmyndirnar til sölu. Nýtt verk um náttúru íslands Ég er byrjaður að_ undirbúa nýtt verk um náttúru íslands, en mér finnst svolítið erfitt að ræða það á þessu stigi, svo látum það bíða þangað til þú hittir mig næst. Þá er ég kominn í samband við finnskt kvikmyndafyrirtæki og ætla í samvinnu við það að framleiða stórmynd um vatnaveröld íslands. Mitt hlutverk er að semja söguþráð og texta. Hóp- ur kvikmyndamanna er kominn frá Finnlandi og mun vinna við upptökur í vor og í sumar víða um land og verð ég dálítið bundinn við þetta verkefni fram á haustið." — Er eitthvað fleira sem þú hefur verið að gera? „Já, ýmsu má nú bæta við, sem ég ætla ekki að gera. En rétt er að minnast á gönguklúbb sem við nokkrir kunningjar stofnuðum eftir ára- mótin. Höfum verið reynt að ganga 4-6 kílómetra á dag. Þetta tekur sinn tíma, en borgar sig. Maður kemur eftir gönguna miklu frískari og tilbú- inn að takast á við þau verkefni sem bíða. Þetta á ekki síður við kunningja mína. Það er allt annað að sjá þá. Þú ættir að taka mynd af þeim og sjá breytinguna.“ Og þar með var Guðmundur Páll Ólafsson farinn. heim ► MIRA SORVINO hlaut Oskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki. Hún er afar vinnusöm og dugleg og dreymir um að vinna með Luc Besson, Terry Gilliam og Martin Scorsese. Ferill hennar byrjaði þó ekki vel. Fyrsta prufan sem hún fór í var fyrir, að hennar sögn, hlutverk í hræðilega lélegri c-hryllingsmynd. Mira, sem er 26 ára, hlaut fyrr- nefnd Oskarsverð- laun fyrir túlkun sína á vændiskon- unni Lindu í mynd Woody Allens, „Mighty Aphrodite“. Onnur helstu hlutverk hennar til þessa eru í mynd Robs Weiss, „Amongst Friends", mynd Whits Stillmans, „Barcel- ona“, auk þess sem hún lék lítið hlutverk í „Good- Fellas“. Hana dreymir að leika kvenhetjur bókmennta- sögunnar, hugsanlega í verkum Shakespeares. En hún er einnig gefin fyrir léttúðina. „Mér þætti gaman að leika í bjánalegum myndum endrum og sinnum. Myndirnar „Animal House“, „Spinal Tap“ og „Porky’s“ eru í uppá- haldi hjá mér,“ segir hún og viðurkennir síðan með semingi að hún sé með gráðu í kínversku frá Harvard. ÚTS ÖLUSTAÐl R: Reykjavík: Árbæjarapótek, Hraunbæ 102b; Brá, Laugavegi 66; Gjafa- og snyrtivörubúðin, Sigahlíð 45-47; Gullbrá, Nóatuni 17, Grafarvogsapótek, Hverafold 5; Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Álfheimum 74; Hagkaup Krinalunni, Hagkaup Skeifunni; Háaleitisapótek, Háaleitisbraut 68; Hygea, Kringlunni; Hygea, Austurstræti; Laugarnesapótek, Kirkjuteigi 21; Laugavegsapótek, Laugavegi 16; Rakarastofa Austurbæjar, Laugavegi 178. Landið: Amaró, Akureyri; Apótek isafiarðar, ísafirði; Apótek Ólafsvíkur, ólafsvík; Apótek Stykkishólms, Stykkishólmi; Bjarg, Akranesi; Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi; Kaupfélag Skagfirðinga.Sauðárkróki. Hafnarapótek, Höfn; Hagkaup Akureyri; Miðbær, Vestmannaeyjum; Rangárapótek, Hellu og Hvolsvelli; Smart, Keflavík; Selfossapótek, Selfossi; Stjörnuapótek, Akureyri. DRAKKAK NOIR GLÆSILEGT TILBOÐ Kaupauki - Fallegur gjafakassi með 50 ml ilmglasi. 75 ml balm að verðmæti kr. 1.650 fylgir með í kaupunum. TÁKMÁRKAÐ MÁGN Ráðstefna um lífríki hafsins og fiskveiðar íslendinga verður haldin í Borgartúni 6, Reykjavík 29. mars 1996 9.30: 10.00: 10.20: 10.50: 11.20: 11.50: 12.15: 13.00: 13.30: 14.10: 14.45: 15.15: 15.35: 16.10: 17.00: 17.10: Dagskrá: Lokaskráning þátttakenda. Ráðstefnan sett. Dr. Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar Háskóla íslands. Hafið umhverfis Island. Dr. Unnsteinn Stefánsson, prófessor emeritus, Háskóla íslands. Fæðukeðjan í hafinu. Dr. Ólafur Ástþórsson, sjávarlíffræðingur, Hafrannsóknastofnun. Nytjastofnar á fslandsmiðum. Dr. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur, Hafrannsóknastofnun. Hagkvæm nýting fiskistofna. Dr. Gunnar Stefánsson, tölfræðingur, Hafrannsóknastofnun. Hádegisverður Veiðarfæri og veiðiaðferðir. Einar Hreinsson, sjávarútvegsfræðingur, Netagerð Vestfjarða. Umhverfisáhrif veiðarfæra. Guðni Þorsteinsson, fiskifræðingur, Hafrannsóknastofnun. Áhrif mismunandi veiðarfæra á gæði aflans. Dr. Grímur Valdimarsson forstjóri Rannsókanrstofnunar fiskiðnaðarins. Hagkvæmni mismunandi veiðiaðferða. Dr. Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur, Þjóðhagsstofnun. Kaffi. Fískur, framtíð og þjóðarbúskapurinn. Pórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Fyrirspurnir og umræður. Ráðstefnuslit. Pétur Stefánsson, formaður Verkfræðingafélags íslands. Móttaka sjávarútvegsráðherra. Ráðstef nustjórar: Pétur Stefánsson, formaður Verkfræðingafélags íslands og Páll Á. Jónsson, formaður Tæknifræðingafélags íslands. Umræðustjóri: Dr. Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar Háskóla íslands. Skráning í símum 568 8503 og 568 8505. Sjávarútvegsstofnun Háskóla Islands, Verkfræðingafélag íslands og Tæknifræðingafélag Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.