Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR RAGNAR G UÐLEIFSSON + Ragnar Guð- leifsson var fæddur 27. október 1905 í Keflavík. Hann lést 15. mars síðastiiðinn í Víði- hlíð i Grindavík. Foreldrar hans voru Guðleifur Guðnason, f. 8. sept. 1870 á Beru- stöðum í Holta- hreppi, Arnessýslu, d. 5. júní 1950 á heimili sínu íshús- stíg 8 í Keflavík, og kona hans Erlends- ína Marín Jónsdóttir, f. 7. nóv. 1880 í Keflavík, d. 17. okt. 1960 í Keflavík. Ragnar var næstelst- ur fimm systkina, en þau voru Jónína Valdís, f. 1902, d. 1920, Guðni, f. 1907, d. 1995, Sigríð- ur, f. 1908, d. 1980 og Mar- grét, f. 1913. Hann var fyrstu ár sín hjá foreldrum sínum á Ishússtig en frá áttunda ári ólst hann upp hjá ömmu sinni Val- dísi Erlendsdóttur og manni hennar Sigurði Bjarnasyni á Vesturgötunni. Ragnar var tvígiftur, fyrri kona hans var Guðbjörg Þórð- ardóttir, f. 27. sept. 1909 að Bollastöðum Hraungerðis- hreppi í Árnessýslu, d. 28. apríl 1939 í Keflavík. Þau voru barn- laus. Foreldrar hennar voru Þórður Helgason og kona hans Gróa Erlendsdóttir. Seinni kona Ragnars er Björg Kristín Sigurðardóttir, f. 15. febr. 1920 í Reykjavík, kennari. Foreldrar hennar voru Sigurður Krist- jánsson og Guðjónína Sæ- mundsdóttir. Barn þeirra er Sigrún, f. 23. mars 1947 í Reykjavík, tungumála- og tón- listarkennari í Garðabæ. Maður hennar er Ágúst Haraldsson Bjarnason, rafmagnsverkfræð- ingur. Börn þeirra eru Helga Björg, Ragnar Þórarinn og María Björg. Sonur Bjargar og fóstursonur Ragnars er Svein- björn Steingrímur Jónsson, f. 9. okt. 1944 í Reykjavík, búsett- ur í Mc. Dounough í Georgíu- fylki í Bandaríkjunum, starfar þar við flugrekstur. Kona hans var (skildu) Sigríður Kalmanns- dóttir, f. 23. ágúst 1932 í Höfn- um. Kjörbörn þeirra eru Linda Rós, gift Haraldi Hjálmarssyni sjómanni í Grindavík og eiga þau 3 börn, og Ragnar Ingi. Ragnar lauk kennaraprófi árið 1933. Hann var kennari við unglingaskólann í Gerðum í Gerðahreppi 1933-1934, við unglingaskólann og iðnskólann í Keflavík 1934-1936, og við Nú er Ragnar Guðleifsson farinn. Leitun er að manni sem hefur unn- ið svo mikið ævistarf og eftir hann liggur. Þegar hann varð sjötugur héldu Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Kaupfélag Suðumesja, Sóknarnefnd Keflavíkur og Bæjar- stjóm Keflavíkur honum samsæti. Þar var hann tilnefndur fyrsti heið- ursborgari Keflavíkur og heiðursfé- lagi verkalýðsfélagsins. Að svo margir aðilar skyldu sameinast um að heiðra Ragnar sýnir að hann var óvenjulegur maður. Hugsjónamaður í þess orðs bestu merkingu. Starfsævi hans markað- ist af dugnaði, heiðarleika, fómfýsi og baráttu fyrir betra lífi meðborg- aranna. Sjálfur ólst hann upp í sárri fátækt og kynntist af eigin raun kjörum þeirra sem lítið áttu undir sér í þjóðfélaginu og því þjóðfélags- lega óréttlæti sem þeir bjuggu við. En hann ólst upp á góðu heimiii hvar hann naut hvatningar til að afla sér menntunar sem hann vissu- lega þráði. Eftir nokkurra ára dag- launavinnu hóf hann nám í Kenn- araskóla íslands og lauk kennara- prófi 1933. barnaskólann í Keflavík 1954-1975. Hann stundaði framhaldsnám í Lýðháskólanum í Askov og kennara- skólanum í Emtrup- borg 1964, og i Lýðháskólanum Ry á Jótlandi 1970. Hann var formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Kefla- víkur árin 1935 til 1970 og fulltrúi á öllum þingum ASI 1936 til 1968, einnig var hann í stjóm Verkamanna- sambands íslands 1965 til 1970. Hann stóð fyrir rekstri pöntun- arfélags Verkalýðs- og sjó- mannafélagsins í Keflavík 1934 til 1937, var deildarstjóri KRON í Keflavík 1937 til 1943 og í stjórn Kaupfélags Suður- nesja 1945 til 1964. Þá var hann í sljórn Félagsbíós í Keflavík í áratugi. Gjaldkeri Sjúkrasam- lags Keflavíkur frá miðju ári 1943 og til ársloka 1946. Hann var einn af stofnendum Alþýðu- flokksfélags Keflavíkur og for- maður hans frá stofnun til 1974, og hreppsnefndarmaður fyrir hann 1938 til 1950 og bæjarfulltrúi 1950 til 1974. Oddviti Keflavíkurhrepps 1946 til 1950, og bæjarstjóri 1950 til 1954, hinn fyrsti er gegndi því starfi. í skattanefnd 1946 til 1954. Fyrsti heiðursborgari Keflavíkurbæjar 1975. Hann átti sæti i stjórn Alþýðuflokks- ins, var varaþingmaður í Reykjaneskjördæmi frá 1959 og sat á Alþingi 1962, 1965, 1966, 1969 og 1970. Einnig átti hann sæti í héraðsnefnd lýð- veldiskosninga í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1944. Hann var í sóknarnefnd Keflavíkur og riU ari hennar frá 1933 til 1986. í stjórn Samvinnutrygginga og líftryggingafélagsins Andvöku 1964 til 1988. Forstöðumaður Lífeyrissjóða verkalýðsfélag- anna á Suðurnesjum 1970 til 1981. Einn af sex stofnendum Málfundafélagsins Faxa 1939 og félagi þar á meðan heilsa hans leyfði, síðan heiðursfé- Iagi, og í ritstjórn tímarits þeirra, Faxa, árin 1940 til 1946 og 1973 til 1987. Þá varð hann félagi nr. 23, árið 1959, í Lions- klúbbi Keflavíkur og Melvin Jones-félagi þar. Hann hlaut Riddarakross fálkaorðunnar árið 1971. Útför Ragnars fer fram frá Keflavíkurkirlqu í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. Eftir að hann kom heim frá námi hlóðust fljótlega á hann "störf að félags- og stjómmálum. Hann tók þátt í að stofna nýtt verkalýðsfélag 1932, eftir að fyrra félagið hafði verið barið niður af harðneskju og ofstopa sem lengi verður minnst í sögu verkalýðshreyfíngarinnar. Til forystu í félaginu valdist bróðir Ragnars, öðlingurinn Guðni Guð- leifsson, sem lést fyrir nokkrum mánuðum. Ragnar sýndi strax að hann var vel til forystu fallinn og var kosinn formaður 1935 og gegndi formennsku síðan í 35 ár, eða til 1970. Hann gerði Verkalýðs-og sjó- mannafélagið að stórveldi í bæjarfé- laginu. Þessi lágvaxni, fíngerði og hægláti maður var virtur af bæði félagsmönnum og viðsemjendum sínum. Hann var yfirburðamaður við samningaborðið. Félagið var ekki einungis sverð og skjöldur í launabaráttunni undir hans stjóm, heldur var því fátt mannlegt óvið- komandi. Það bauð fram í hrepps- nefndarkosningum árið 1934 og aftur 1938 og unnust þá tveir full- trúar og var Ragnar annar þeirra. Hann var í hreppsnefnd og síðar bæjarstjóm til ársins 1974, en frá árinu 1946 var hann kosinn af lista Alþýðuflokksins. Verkalýðsfélagið skipulagði og stóð fyrir garðrækt fyrir félagsmenn svo félagar gætu notið nýrra og ódýrra garðávaxta. Það stofnaði pöntunarfélag svo félagsmenn fengju ódýrari vömr. Pöntunarfé- lagið varð undanfari Kaupfélags Suðurnesja sem líka naut ómældra starfskrafta Ragnars. Verkalýðsfé- lagið beitti sér fyrir stofnun sjúkra- samlags og var Ragnar starfsmaður þess frá öðm starfsári. Félagið byggði samkomuhúsið Félagshús (Félagsbíó), sem síðar varð eitt aðal samkomuhús bæjarins. í formannstíð Ragnars í verka- lýðsfélaginu voru miklir umbrota- tímar á Suðumesjum. Varnarstöðin á Miðnesheiði hafði mikil áhrif á alla uppbyggingu þar. Því var verka- fólki og sjómönnum mikils virði að hafa við stjómvölinn sterkan for- ingja í þeim ólgusjó, sem fýlgdi því mikla umróti. Það er ólíklegt að margir geri sér grein fyrir þeim erfíðleikum sem fylgdu því að vera í forystu verkalýðsfélags í næsta nágrenni við herstöð. Við slíkar aðstæður er verkfallsvopnið ekki eins beitt og við venjulegar kring- umstæður, því ef verkamenn lögðu niður vinnu var ekkert sem gat hamlað því að hermenn tækju upp störfín og ónýttu áhrif verkfalls. Það var því óhægt um vik að taka þátt í verkfallsaðgerðum á landsvísu. Verkafólkið skildi þessar aðstæður. Það treysti sínum foringja til að meta stöðuna. En þegar pólitískar hremmingar í kringum varnarliðið vom hvað mestar réðust pólitískir andstæðingar, þá einkum kommún- istar, að Ragnari og verkalýðsfélag- inu. Þar vom á ferðinni utanríkis- pólitískar ástæður fremur en hags- munir verkamanna, en fríunarorð og grimmilegar árásir höfðu ekki áhrif á Ragnar. Hann hafði fólkið með sér, það varð öllum ljóst sem reyndu að hrekja hann af leið. Full ástæða er til að hugleiða hvernig ástandið hefði verið hér syðra í sam- skiptum Bandaríkjamanna og ís- lendinga, hefði verkafólk ekki notið forystu Ragnars Guðleifssonar. Fyrstu kynni mín af Ragnari era frá því ég var krakki og sjúkrasam- lagið var til húsa í kjallaranum á æskuheimili mínu. Frá þeim tíma er mér minnisstæð góðvild hans og hlýlegt viðmót. Þá var mjög deilt um tilvist almannatrygginga og fylgdust eym bamsins gjarnan með þegar viðskiptamennirnir hækkuðu róminn. Eitt sinn varð ég vitni að því að maður einn reifst og skamm- aðist og bölvaði alþýðutryggingun- um og þá sérstaklega sjúkrasamlag- inu og vildi ekki greiða iðgjaldið. Þetta atvik er mér svo minnisstætt þar sem ég hélt að maðurinn ætlaði að beija Ragnar. Ragnar hélt ró sinni og benti viðkomandi á að e.t.v. yrði hann einhvem tíma veikur og lærði þá að meta samhjálpina. Löngu síðar sagði ég Ragnari frá þessari endurminningu og við rifjuð- um upp að þessi einstaklingur var síðar rúmfastur á sjúkrastofnun í rúman áratug. Síðar lágu leiðir okkar saman upp úr 1960, þegar við urðum samkenn- arar um langt skeið og samstarfs- menn í bæjarstjórn. Hann var vin- sæll o g virtur af nemendum og sam- starfsmönnum í skólanum. í bæjar- stjórn naut hann einnig virðingar og trausts og skipti þá ekki máli hvort hann var í meirihluta eða minnihluta. Á sama tíma hófst líka farsælt samstarf okkar í verkalýðs- félaginu. Þá hafði Ragnar verið for- maður í aldarfjórðung. Hann hafði á þessum tíma séð mörg hugsjóna- mál sín verða að vemleika en var samt óþolinmóður og vildi gera bet- ur. Honum rann til rifja misréttið í lífeyrismálum og hvernig verðbólg- an fór með fjármuni gamla fólksins. Hann gladdist því mjög þegar tókst að semja um lífeyrissjóði verkalýðs- félaganna. Síðustu starfsárin byggði hann upp Lífeyrissjóð Suður- nesja sem framkvæmdastjóri hans. Lífsskoðun Ragnars byggðist á hugsjónum jafnaðarstefnunnar og án efa hefur forysta hans í bæjar- málum átt sinn þátt í hve Alþýðu- flokkurinn á sér sterkar rætur í Keflavík. Hann var mikill trúmaður og lifði í samræmi við kærleikshug- sjón kristninnar. Naut kirkjan starfskrafta hans sem ritara sókn- amefndar í 50 ár. Ragnar náði 90 ára aldri. Síðasti áratugurinn var honum erfíður og hann var farinn að heilsu og kröftum þegar yfír lauk. En hvarvetna í bæ- jarlífi Keflavíkur má sjá spor hans og áhrif. Hann var einn þeirra fá- gætu hugsjónamanna sem fyrst og fremst hugsuðu um að vinna fyrir aðra.Beijast á málefnalegum gmnd- velli án tillits til persónulegs ávinn- ings. Björg Sigurðardóttir, eftirlif- andi eiginkona Ragnars, var honUm ailtaf stoð og stytta. Hún átti ríkan þátt í hve mörgu Ragnar kom í verk. Hafðu þökk fyrir, Björg. Persónulega á ég Ragnari mikið að þakka. Það má segja að hann hafí verið einskon- ar pólitískur fóstri minn. Ég naut leiðbeininga hans og góðvildar í rík- um mæli og bar til hans ómældan hlýhug og virðingu. Innilegar samúð- arkveðjur sendum við fjölskylda mín til Bjargar, Sveinbjöms og Sigrúnar og fjölskyldna þeirra. Karl Steinar Guðnason. Við andlát vinar rifjast upp kynn- in frá fyrri tíð. Þá koma þau glöggt fram í hugann og skýrast, þó að sambandið háfí um skeið ef til vill eitthvað legið í láginni. Þetta er reynsla flestra. Góð og jákvæð kynni hverfa ekki, þótt árin líði. Ragnar Guðleifsson var orðinn aldraður maður. Hann lifði langa og farsæla ævi svo að segja á sama staðnum. Slíkt er mikil hamingja. Þeir sem slíks verða aðnjótandi geta helgað krafta sína sama byggðar- laginu og fest vel rætur, ef svo má að orði kveða. Ragnar var fæddur í Keflavík. Hann lauk kennaraprófí frá Kenn- araskóla íslands og stundaði kennslu við barnaskólann í Keflavík . um þijá áratugi. En Ragnar sinnti fleira en barnakennslu. Hann var félagsmálamaður mikill og kom víða við á þeim vettvangi. Hann var for- maður verkalýðsfélagsins á staðn- um um langt árabil. Hann var einn af stofnendum Málfundafélagsins Faxa, sem lengi hefur gefíð út sam- ’ nefnt rit. Annars ætla ég mér ekki að rekja starfssögu Ragnars á opin- beram vettvangi, enda mun það gert á öðmm stað. Hveiju máli, sem hann tók að sér, var vel borgið. Hann rasaði ekki um ráð fram, enda íhugull og staðfastur vel. Ragnar var fyrsti bæjárstjóri Keflavíkur. Á sjötugsafmælinu, 27. október 1975, var hann kjörinn heið- ursborgari kaupstaðarins, og það mjög að verðleikum. Þá hlaut hann riddarakross Fálkaorðunnar 17. júní 1971. Margir telja slíkt hégóma, en þama var um verðugan mann að ræða. Kynni okkar Ragnars urðu, er við sátum námskeið í Askov hoj- skole á Jótlandi í júlímánuði 1974. Kona Ragnars, Björg Sigurðardótt- ir, var þar með honum. Kynni min við. þessi ágætu hjón urðu allnáin og mjög ánægjuleg. í Askov hafa margir íslenskir kennarar og fleiri stundað nám sér til mikils gagns og gleði. Þarna dmkkum við, sem þama voram, víst um tveir tugir, í okkur mikinn fróðleik og áhrif, sem við geymum öll til æviloka. Ragnar og Björg voru einkar samrýnd hjón og menntasækin. Eftir námsdvölina í Áskov lá leið okkar margra úr hópnum til Kaup- mannahafnar, þeirra á meðal Ragn- ars og Bjargar. Þar framlengdist dvöl okkar um hálfan mánuð og þar með kynnin. Kennari okkar á Kenn- araháskólanum var frk. Ragna Lor- entzen, mag. art. Hún fór í ferðalög með hópinn og lét sér mjög annt um okkur, enda mikill íslandsvinur. Ragnar og Björg létu sig ekki vanta í hópinn, og var hann þó elstur af okkur, reyndar ekki nema tæplega sextugur. A skólanum orti ég ljóð til Rögnu, sem flutt var á heimili hennar í Soborg og síðar við loka- hóf. Ljóð þetta skrautritaði Ragnar og myndskreytti fagurlega. Þykir mér vænt um það, og varðveiti að sjálfsögðu. Allir íslendingarnir á námskeiðinu fengu þetta listaverk Ragnars í hendur, svo og stór hópur annarra Norðurlandabúa, sem þarna stundaði nám á sama tíma, meira að segja H.C. Branner skáld, sem var gestur okkar í lokahófínu. Fannst öllum mikið til handverks Ragnars koma. Hann var sem sagt mjög drátthagur. Minnisstætt er, þegar Ragnar ók með okkur hjón frá heimili sínu út á Garðsskaga, bauðst til þess. Hann sá ekki eftir því að gera okkur þenn- an greiða. Litli fólksvagninn hans var þægilegt farartæki. Og maður- inn, sem sat undir stýri, var þægi- legur í viðmóti og alþýðlegur. Þegar Ragnar varð sextugur, 27. október 1965, átti ég heima í Þykkvabæ í Rangárþingi. Sendi ég honum þá svohljóðandi heillaskeyti: „Sittu heill með sextíu ár.“ Því mið- ur afiagaðist skeytið smávegis í meðförum og barst Ragnari þannig i hendur: „Sittu heill í sextíu ár.“ .En þetta skildist allt saman. Góður félagi og vinur er genginn. Minningarnar um hann eru einungis ljúfar. Þetta er ekki nein ævisaga, fremur smávegis uppriijun liðinna stunda, sem geymast í huganum, engu síður þótt yinur vor sé horfinn af hinu jarðneska sviði. Með innilegum samúðarkveðjum til aðstandenda Ragnars Guðleifs- sonar. Auðunn Bragi Sveinsson. Hann var bezti vinur föður míns og var aldrei kallaður annað en Ragnar í Keflavík á mínu bernsku- heimiii. Þeir voru samheijar í Al- þýðuflokknum og Alþýðusamband- inu. Það var því mikill samgangur milli heimilanna. Ég minnist Ragnars einkum frá 6. og 7. áratugnum, enda kom ærið oft fyrir á þingtíma Alþýðusam- bandsins, að Ragnar dvaldi heima hjá okkur, einkum ef þinghald stóð fram á nótt, enda fannst Ragnari óhentugt _að fara sífellt milli staða daglega. í þann tíma ráku foreldrar mínir fjölritunarstofu, þar sem flest ef ekki öll þinggögn Alþýðusam- bandsins voru prentuð, auk þess sem faðir minn var þá framkvæmda- stjóri Alþýðusambandsins og hafði í nógu að snúast. Þá kom leiðveizla Ragnars sér vel. Þegar farið var í ökutúra á sunnu- dögum, þá var oftar en ekki ekið suður í Keflavík til að heimsækja Ragnar og Björgu. Alltaf var okkur tekið tveim höndum, hvort sem við gerðum boð á undan okkur eða ekki. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Ég minnist þess úr þessum heim- sóknum okkar til þeirra, að Ragnar tók stundum fram skuggamynda- vél, sem hann hafði yfir að ráða, og sýndi okkur myndir úr ferðalög- um, sem þau Björg höfðu farið í, eða Ragnar hafði farið í í boði verka- lýðshreyfingarinnar, og sagði okkur þá ferðasöguna um leið. Þar var hann í essinu sínu. Eg hygg líka, að það hafí verið þess vegna, sem faðir minn valdi hann til að vera leiðsögumann ásamt sér, þegar ráðstefnugestir á verká- lýðsráðstefnu fulltrúaráðs Verka- lýðsfélaganna að Laugarvatni í upp- hafí 7. áratugarins fylltu tvær rútur á ferðalagi um Árnessýslu. Ragnar var listamaður í eðli sínu. Þess bám skrautrituð og skreytt jólakort og skeyti, sem okkur bár- ust við ýmis'tækifæri, ljósan vott, svo aðdáun vakti. Hann var líka einstaklega barn- góður og átti auðvelt með að laða að sér ungt fólk og umgangast það. Það áttu þau raunar sammerkt, Björg og hann, eins og svo margt annað. Því fékk ég að kynnast, og hversu gott lag Ragnar hafði á börn- um og unglingum. Um leið og ég kveð þennan aldna heiðursmann og heimilisvin að leið- arlokum, vil ég þakka honum góð og göfug kynni, einstaka tryggð og vináttu gegnum árin og bið honum blessunar Guðs í nýjum heimkynn- um. Björgu og öðmm aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning um mætan mann. Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.