Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Siðblindu embættismanna viðhaldið með góðfúslegu leyfi almennings Þingheimur Fyrir nokkrum árum gerðist sá sögulegi atburður í íslandssögunni að nafntogaður Alþýðuflokksmaður og þáverandi stjórnarmaður í helstu áfengisvarnarsamtökum þjóðarinn- ar varð fertugur. Góðvini hans fannst tilefnið vera kjörið til þess að bjóða þessum áhugamanni um áfengisvandann ódýrt brennivín í veisluna. Góðvinurinn, þáverandi ráðherra, notaði samböndin og keypti áfengið á kostnaðarverði og fannst það barasta allt í lagi. Skömmu síðar varð eiginkonan fimmtug og taldi ráðherra það til- efni ekki síðra til sparnaðar en veisla flokksbróðurins og keypti ódýrt áfengi í hófið. Með þessu misnotaði viðkomandi embættismaður að- stöðu sína svo freklega að skilyrðislaus afsögn án aumkunarverðra réttlætinga hefði að- eins gengið upp. En því miður: Leikmenn spila eins gróft og dómarinn leyfir og íslenska þjóð- in virðist heimila þeim leikmönnum, sem hún á að hafa eftirlit með, umtalsverða hörku í sínum leik svo ekki sé meira sagt! Eða hvern- ig stendur á því að ekki var tekið á því þegar ónefndir þing- menn og ráðherrar voru staðnir að því að mæta undir áhrifum áfengis til m.a. fjárlagagerðar og við fleiri Grímur Atlason - Ijós í tilveruna Suðurlandsbraut 52 • 108 Reykjavík (Bláa húsið í Faxafeni) Sími: 588 5250 sambærileg tækifæri? Meinið er það að obb- inn af þingheimi, og stór hluti þjóðarinnar með, er siðblindur. Taktleysið er slíkt að t.d. sama dag og húsa- leigubætur urðu partur af staðgreiðslukerfi skatta skömmtuðu þingmenn sér skatt- fijálsar kostnaðar- greiðslur! Ekki verður vikið að frændsemi og vinarþeli sem lengi hefur verið talið til sjálfsagðra hluta þegar ráða á í feitustu og bestu og jafnvel lakari stöður á vegum hins opinbera. Þar hefur hæfum einstaklingum í mjög mörg- um tilfellum verið ýtt til hliðar fyr- ir mishæfum gæðingum einhverra „ættingj avinasveitunga“. Réttur er settur Á íslandi á réttarkerfið að vera eins og best verður á kosið sam- kvæmt samanburðarfræðum kenndum við OECD. En embættis- menn á þeim vettvangi virðast á stundum eiga erfitt með að greina hið rétta frá hinu ranga. Hæstarétt- ardómari einn sem haldinn var mik- illi söfnunaráráttu sá t.a.m. enga ástæðu til að greiða skatta af áfengistegund einni sem tengdist þessu óvenjulega „frímerkjasafni"! Hann gekk þó heldur lengra en ráðherrann, sem áður hefur verið nefndur, hvað varðar magn í inn- kaupum sínum á áfengi á kostnað- Löngu er kominn tími til, segir Grímur Atlason, að þeir, sem verður á í mess- unni, játi mistök sín. arverði. Magnið varð til þess að honum var gert að láta af embætti sínu sem dómari. Heyrst hefur að rýrnunin á mánaðarlegu umslagi safnarans hafi verið lítil og jafnvel verið heldur meira til skiptanna hver mánaðamót en áður! Gæðing- um á háalofti embættispíramídans verður seint haggað. Á árunum 1974-1979 var rekið fyrir héraðsdómi og síðar hæsta- rétti eitt umfangsmesta sakamál sem sögur fara af hér á íslandi, hin svokölluðu „Guðmundar- og Geirfinnsmál". Ungmenni voru fundin sek og dæmd fyrir að hafa valdið dauða tveggja manna. Gagn- rýni á framgang þess máls hefur farið stigvaxandi í gegn um árin og virðist sem hrikaiegt „réttar- morð“ hafi verið framið. Hver bar og ber raunar enn ábyrgð á að þannig fór? Seinna beið banki mik- ið skipbrot í gárugu strandi skipafé- lags og varð úr mikið vandræðamál fyrir sækjanda, sá hinn sama og sótti Geirfinnsmálið, vegna skyld- leika við málsaðila. Getur verið að sá aðili sé enn þann dag í dag stjórn- andi ákæruvaldsins hjá þjóð vorri? Spyr sá sem ekki veit og svari sá Vcfnaðarvörumarkaöur í Kringlunni 2. hæð á móti pósthúsinu Opnum 1 dag kl. 13.00 heimilis- og vefnaðarvörumarkað um óákveðin tíma, vegna breytinga. Glæsileg verðtilboð Gjörið svo vel að líta inn Opnunartími kl. 13.00-18.30 virka daga. kl. 13.00-16.00 laugardaga. Trefjagifsplötur tii notkunar á veggi, loft og gólf * ELDTRAUSTAR * HLJÓÐEINANGRANDI l MJÖG GOTT SKRÚFUHALD * UMHVEFISVÆNAR PLÖTUR VIÐURKENNDAR AF BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS t». ÞORGRÍMSSON &CO ARMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVlK SÍMI 553 8640 / 568 6100 sem þykist vita! Löngu er kominn tími á að menn sem verður á í messunni játi sín afglöp og taki afleiðingunum! Kirkjan Síðasti kaflinn í sorgarsögu ís- lenskrar siðblindu er vor æðsti prel- áti; biskupinn yfir Islandi, sem sögur hafa gengið um í mörg ár en loks nú eru gerð skil. Af hveiju það ger- ist fyrst nú er erfitt að segja. Hvort sem það er að þakka svörnum óvin- um hans innan kirkjunnar hinum óhúmorísku og uppskrúfuðu „svart- stökkum“ eða, sem verður að teljast líklegra, að tilviljun ráði tímasetn- ingu og það hlyti að koma að þessu. Það eitt að innan kirkjunnar skuli þrífast klíkuhópur, sem nefnir sig í höfuð stormsveita ítalskra fasista, gefur í sjálfu sér nægjanlegt tilefni til þess að tortryggja hana sem stofnun. En að höfuð hennar, bisk- upinn, skuli vera maður með slíkan orðstír, sem þjóð er nú kunnugt um, en samt hafa verið kosinn hæfastur til að gegna embættinu gerir eina staðreynd deginum ljósari: Ítalía er paradís á jörðu hvað siðferði emb- ættismanna snertir og Island er víti. Svo djúpt erum við sokkin. Nafntogaðir sóknarprestar, orð- aðir við Bessastaði, reyna að þegja málið í hel þegar sært sóknarbarn leitar eftir aðstoð. Biskupinn fer með dylgjur um konur sem orðið hafa fyrir ofbeldi og samtök þeirra pg gerir það á vettvangi fjölmiðla. I áróðursskyni notar hann klisju- kennda sögu af óhamingjusömu barni sem skilur ekkert í hvað allir eru vondir við biskupinn! Blaðafull- trúar, í gervi löglærðra manna, senda fréttatilkynningar til fjöl- miðla, eins og í uppmælingu væru, um hve ótrúverðugir meintir þol- endur séu. Hingað og ekki lengra Nei, það er alveg ljóst að mál er að linni! 'Ef siðblindur biskup heldur fast í þá ákvörðun sína, eins og aðrir spilltir embættismenn hafa löngum gert, að sitja sem fastast verðum við að grípa til aðgerða. Langt er síðan leikurinn varð það fast leikinn að stöðvunarskyldu varð þörf. Er samviska okkar svo slæm að umræður sem ég varð vitni að í heita pottinum á dögunum eigi við okkur?: „Ekki er það nú svo mikið að klappa litlum telpum. Margur maðurinn á undan biskupn- um hefur lent í því og ekki orðið neitt minni maður fyrir vikið.“ Við þurfum ekki á þjóðkirkju að halda sem umber siðblinda þjóna; hvort sem það birtist í stjórnleysi hvata eða dýrkun á svörtum fasist- um Italíu Mússolínis. Segjum okkur úr þjóðkirkjunni og sýnum fram á það að við höfum enn snert af sóma- tilfinningu og réttlætiskennd þrátt fyrir áralanga misnotkun ýmissa einstaklinga og hópa. Kirkjan eins og hún blasir við í dag á fátt skylt við kenningar Krists og blindan er slík að í stað þess að iðrast og leita fyrirgefningar, taka þjónar hennar þann kost að þegja og verða þann- ig ekki fórnað. Stöndum með þol- endum og veitum þeim styrk gegn ofurefli peninga og klíkuskaps. Gefum réttsýninni og siðgæðinu tækifæri: Förum! Höfundur er þroskaþjálfí. •,it4o&rrmtem mmm imdisw-imSiíít ijSDSsiLiMBisrrtœ -1 31 í stöðugri sókn! jfijr Indesit þvottavélin IW 860 er ódýr vönduð vél sem hundruð íslenskra heimila hafa nú þegar góða reynslu af. Vélin er ætluð fyrir þýskan markað, og valin af Bræðrunum Ormsson með tilliti til þess.- SSfí iMÓISIf WÖISIf'IMCi IMISÖIT IRiB8S.il ÍMMSÍT #índesif- IW860 • Vinduhraði 800 sn/mín. • 14 þvottakerfi • Stiglaus hitastillir • Orkunotkun 2,3 kwst • Hæð: 85 cm • Breidd: 60 cm • Dýpt: 60 cm Vérð stgr.: 52.900,- Umboðsmenn um land allt Vesturland: Málningarþjónustan Akranesl, Kf. Borgflrðinga, Borgarnesi.Blómslurvellír, Helllssandi.Guflni Hailgrímeson, Orundarfirði. Vestflrðlr: Geirseyrarbúðin. Palreksflrðl. Ratverk.Bolungarvík.Straumur. ísafitði. Norðurland: Kf. Húnvelninga. Blönduðsl. Skagflrðingabúð, Sauðárkróki. KEA -byggingavörur Lónsbakka Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Pingeyinga, Húsavlk. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Stál. Seyðlsfirði. Verslunin Vlk, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfirðlnga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn Suðurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum.Reyk|anes: Stapafell, Keflavlk. „ ; Rafborg, Grlndavík. __rSi__ BRÆÐURNIR lo f©10RMSSQN Lógmúla 8 • Sími 553 8 8 20 |Q
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.