Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Opið bréf til þiskups Islands, Olafs Skúlasonar HERRA Olafur Skúlason. A vígsludegi mínum fyrir nær 13 árum af- henti biskup mér prestsembættið _ með þessum orðum: „Ég af- hendi þér hið heilaga prests- og prédikunar- embætti: Að prédika Guðs orð til iðrunar, afturhvarfs og hjálp- ræðis; að veita heilög sakramenti skírnar og kvöldmáltíðar; að hlýða skriftum og boða í Jesú nafni fyrirgefningu syndanna." Mér eru þessi orð minnistæð og stöðugt hef ég haft þau að leiðar- ljósi enda tók ég þau af fullkominni alvöru svo sem biskup ítrekaði við okkur sem þá vígðumst. Mér hafa líka verið hugleikin orð herra Sigur- bjarnar Einarssonar biskups í hirðis- bréfi hans er hann ritar: „ Vér viljum allir halda þetta heit, Flóki Kristinsson reynum að vera því hollir eftir beztu samvizku. Enginn bregður því heiti vilj- andi eða vísvitandi og heldur samt áfram að vera prestur." (Ljós yfir land, bls. 80) Eg hef litið svo á, að prests- dómurinn byggði á trúnaði við vígsluheitið og að brot á því varðaði missi embættisins. Menn hefur frá fyrstu tíð greint á um það hvernig prédikað skuli á hveijum tíma og hver sé hin rétta kenning. Hafa stundum orðið væringar í kirkjunni um þetta atriði, oftar þó ágreiningur um áherslur. Um hitt hafa menn sjaldn- ast deilt, hvað trúnaður væri og hvernig beri að halda hann. Það hefur t.d. ekki verið ágreiningur um það, svo mér sé kunnugt, að undir- staða allrar sálusorgunar í kirkj- Framtíð Staðarfells ÞAÐ var mér sér- stök ánægja að skrifa nýlega undir _ sam- komulag við SÁÁ um framtíð meðferðar- heimilisins að Staðar- felli í Dölum, ásamt þremur öðrum ráð- herrum. Að Staðarfelli rek- ur SÁÁ meðferðar- heimili fyrir áfengis- og vímuefnasjúkiinga og hefur starfsemin þar sannað gildi sitt í áraraðir. Starfsemin hefur notið velvilja nágranna og Dala- Óvissu, segir Ingibjörg Pálmadótt- ir, er eytt um starfsem- ina í Staðarfelli. Ingibjörg Pálmadóttir manna allra sem stað- ið hafa vörð um hana. Með þessu sam- komulagi er óvissu eytt um starfsemina að Staðarfelli og SÁÁ hefur til framtíðar fengið afnot af húsa- kynnum þar. Nú er að hefjast átak til að byggja upp þennan sögufræga stað. SÁÁ mun á næstunni leita til landsmanna um stuðning við löngu tímabært viðhald og endurnýjun á húsa- kosti á staðnum. Eg efa ekki að þjóðin mun taka vel í þá málaleit- an, líkt og hún hefur áður gert í þágu áfengis- og vímuefnameð- ferðar. Höfundur er heilbrigðisráðherra. UlTSAL'A H ViEREHRUN Nú flytjum við búðina og hreinsum til á lager 50 - 90% afsláttur! í dag og á morgun frá kl. 13 - 18 og laugardag frá kl. 12 - 16 ...,k.M. TÓMSTUND Reykjavíkurvegi 68 sími 565 0165 Hafnarfirði Ég fer fram á, segir Flóki Kristinsson, að biskup svari af ábyrgð þessu verki, svo sem embætti hans kallar hann til að svara. unni, þar með talið skriftanna, fæl- ist í þagnarskyldu og trúnaði milli prests og sóknarbarna, eða annarra þeirra sem til prests leita um þau efni. Sá trúnaður felst í því, að prest- ur láti ekki neitt uppi um það sem fram fer á milli hans og skjólstæð- ings í samræðum þeirra, nema með fullri vitund og vilja skjólstæðings- ins. Trúnaðurinn fellst líka í því, að sóknarbarn geti treyst því, að það komist á fund prestsins og síðan af fundi hans aftur án þess að öðrum sé gert heyrinkunnugt. Um þetta ríkir löng hefð sem nær svo langt aftur sem vitað verður, en einnig rituð ákvæði svo sem siðareglur ís- lenskra presta segja til um: „Sál- gæsla byggist á virðingu og trúnað- artrausti og er því sérstaklega við- kvæm og vandmeðfarin..." (gr. 2.4). „Prestur notfærir sér ekki vitneskju eða tengsl sem hann öðlast við starf sitt í ábata- eða hagsmunaskyni" (gr. 2.5). „Prestur er bundinn al- gjörri þagnarskyldu um allt er hann verður áskynja í starfi og leynt skal fara. í sálgæslu og skriftum er prest- ur áheyrandi í Krists stað. Þess sem hann verður þannig áskynja má hann því aldrei láta uppi án sam- þykkis viðkomandi skjólstæðings" (gr. 4.1). Nú hefur það gerst, að þér hafið tvívegis orðið uppvísir að því, að ijúfa þennan trúnað og farið með vitn- eskju yðar í fjölmiðla um ferðir sókn- arbarna í viðtalstíma minn og gert það í eiginhagsmunaskyni. Jafnframt hafið þér dylgjað um þær trúnaðar- samræður sem fram fóru á milli mín og skjólstæðinga minna, í því skyni að varpa rýrð á þá og gera mig tor- tryggilegan. Til þess að nálgast þess- ar „upplýsingar" hafið þér nýtt yður hið háa embætti yðar og persónulega vináttu eða tengsl yðar við samstarfs- fólk mitt við kirkjuna. Það sem hér er um ræðir eru m.a. ummæli yðar í tímaritsgrein nýlega þar sem þér segist hafa : „...fengið hringingu innan úr Lang- holtskirkju í haust. „Þá var mér sagt að það sæti kona á skrafi við séra Flóka. Og það fylgdi sögunni að þessi kona vildi mér ekki vel. Á þess- um tíma vissi ég ekki hvað hún hét.““ (Séð og heyrt, 1. tbl. 1996) Einnig gáfuð þér samstarfsfólki mínu við Langholtkirkju fyrirmæli um að votta bréflega komu tiltekinn- ar konu í auglýstan viðtalstíma minn. Það bréf var dagsett hinn 5. mars sl. og undirritað af Jóni Stef- ánssyni organista, Margréti Leós- dóttur húsverði kirkjunnar, Sigur- björgu Hjörleifsdóttur starfsmanni Kórs Langholtskirkju og sóknar- nefndar og Guðmundi E. Pálssyni formanni sóknarnefndar. Sem kunn- ugt er, og þér hafið játað, dreifðuð þér þessu bréfí þegar í stað til fjöl- miðla úr faxtæki biskupsstofu. Hagsmunir þjóðfélagsins Kristján Kjartansson AÐ UNDANFORNU hefur margt verið rætt og ritað, sem með ein- um eða öðrum hætti tengist umhverfismál- um og náttúruvernd. Umræðan er þörf og tímabær og alveg sér- staklega þar eð þessi málefni varða grund- vallarhagsmuni þjóðar- innar, ekki aðeins okk- ar sem nú lifum, heldur miklu fremur komandi kynslóða. Skilningur manna á mikilvægi var- færni og virðingar í samskiptum sínum við náttúruna og umhverfið hefur verið fremur daufur hér á landi á liðnum áratugum. Um það vitna vanhugsaðar og illa skipulagðar framkvæmdir sem hið opinbera hef- ur ýmist staðið fyrir eða hvatt til víðs vegar um landið. En nú hefur skammsýni vikið fyrir víðsýni, al- þingi hefur sett lög sem s'egja á auðskiijanlegan hátt fyrir um hvern- ig standa skuli að undirbúningi framkvæmda sem kunna að geta haft áhrif á umhverfið. Hér er vita- skuld um að ræða Lög um mat á umhverfisáhrifum no. 63. 1993 og reglugerð þeim fylgjandi. Þessi lög sem eru í samræmi við skuldbinding- ar okkar á alþjóðavettvangi ættu allir sem láta sig málefni umhverfis- verndar varða að kynna sér vand- lega. í lögunum er almenningi m.a. tryggður réttur til að hafa áhrif á framvindu fyrirhugaðra fram- kvæmda og koma athugasemdum að. Af einhveijum ástæðum hefur gætt tregðu hjá stofnunum ríkisins á framkvæmdasviðinu til að laga starfsemi sína að breyttu starfsum- hverfi, enn sem komið er. Vafasamt gildismat Það vekur athygli um þessar mundir að mikið er litið til aukinnar stóriðju hér á landi sem leiðar til bættra lífs- kjara, aukinnar at- vinnu, aukins hagvaxt- ar og þar af leiðandi betra mannlífs. Allt eru þetta mælanlegir þætt- ir nema mannlífið sem ekki er sjálfgefið að batni við tilkomu stór- iðju. Alveg sérstaklega er eftirtektarverð sú umræða sem nú er fyr- irferðarmikil í fréttum, forráðamenn erlends fyrirtækis eru að hugsa sig um hvort þeir vilji reisa hér á landi gamla málmbræðslu. Aðeins er rætt um „hagsmuni þjóðfélags- ins“ ef af framkvæmdinni verður. Það er alvarleg staðreynd að þegar ráðamenn þjóðarinnar fjaila um stór- iðju hér á landi þá er eins og þeir séu slegnir blindu á hagsmuni þjóð- Ráðamenn eru slegnir blindu, segir Kristján Kjartansson, á hagsmuni þjóðfélagsins sem tengjast hreinu lofti, láði og legi. félagsins af hreinu lofti, láði og legi. Allt verður að víkja fyrir vafasömum ávinningi hinna svoköliuðu „meiri hagsmuna". Er ekki tími til kominn að endurskoða gildismatið? Meiri hagsmunir í auglýsingu í sjónvarpi eru auð- lindir landsins tíundaðar, m.a. hreint loft, vatn og góður fiskur. íslenskar afurðir eru markaðssettara sem hreinar og ómengaðar. ísland hefur í augum erlendra ferðamanna öðlast Ég hef nú um nokkurt skeið beð- ið þess að þér hefðuð samband við mig og gæfuð mér skýringu á þessu athæfi yðar og bæðust afsökunar. Mér er nú orðið ljóst, að sú skýring og afsökun muni ekki verða borin upp af yðar hendi óumbeðið. Ég get ekki litið svo á, að umburðarbréf það sem þér senduð prestum hinn 11. mars sl. sé fullnægjandi í þessu til- liti. í því bréfi báðuð þér prestastétt- ina um að fyrirgefa yður brot yðar og mátti helst skilja að prestum bæri skylda til að fyrirgefa yður, sem væri hið sama og að leysa yður sem biskup og prest undan ábyrgð á þessari gjörð yðar. Þér gátuð þess og í því bréfi, að það væri trúnaðar- mál og báðuð um að það kæmi ekki fyrir augu almennings. Samt genguð þér svo frá hlutunum með því að senda það á faxtæki, að við gátum ekki ábyrgst þann trúnað. í ljósi hins ábyrgðarmikla hlut- verks yðar í kirkjunni og þeirrar köllunar yðar sem biskups, að vera fyrirmynd hennar í öllu líferni með því að hafa gát á sjálfum yður og allri hjörðinni sem yður er trúað fyrir, og í ljósi þess að þér hafið gefið heit yðar fyrir því að gegna biskupsþjónustunni með réttsýni og trúmennsku, þá fer ég þess á leit við yður að þér biðjist opinberlega afsökunar á afbroti yðar. Ég bendi á, að þér skuldið ekki aðeins söfnuði mínum afsökun, heldur einnig um- ræddri konu, mér undirrituðum og kirkjunni allri. Ég bið yður um að skýra það með viðunandi hætti hvernig kirkjan á að geta fyrirgefið yður hið alvarlega trúnaðarbrot yðar og hvernig hún á að geta virt yður áfram sem biskup. Jafnframt fer ég fram á, að þér svarið ábyrgð af þessu verki svo sem embætti yðar kallar yður til að svara. Höfundur er sóknarprestur Lang- hottskirkju. mynd hins hreina og ósnortna lands sem hefur tekist að varðveita mitt í heimi mengunar og umhverfis- spjalla. Það er vilji mikils meirihluta landsmanna að svo verði áfram, á því leikur ekki vafi, það er og vilji íslenskra stjórnvalda sem birtist í alþjóðlegum sáttmálum og skuld- bindingum sem við erum aðilar að og fjalla um umhverfisvernd og að- gerðir til að koma í veg fyrir óþörf spjöll á landi, ræktuðu og óræktuðu, mengun sjávar og andrúmslofts. Þessi góði vilji kemur og fram í ræðu og riti fjöldasamtaka sem ára- tugum saman hafa stuðlað að bættri umgengni okkar við land og um- hverfi. Það eru því hinir minni hags- munir sjáifmiðlægra talsmanna tæknihyggju sem eiga að víkja fyrir meiri hagsmunum þjóðarinnar af hreinu landi og vistvænni atvinnu- starfsemi. Peningasjónarmið, þar sem tilgangurinn helgar meðalið, eru úrelt röksemd til réttlætingar ásókn manna í aukin veraldargæði. Ný sýn Nú undir lok tuttugustu aldar er rétt að horfa til framtíðar og gefa því gaum hvernig við sem nú lifum getum best skilað því umhverfi sem okkur er trúað fyrir til barna okkar, miklu skiptir að vel takist til. Tækn- in með ölium sínum mikla mætti getur bæði tortímt og verndað og því er afar brýnt að þeir sem starfa að skipulagsmálum og hönnun mannvirkja hagi störfum sínum í samræmi við framsýn lagafyrirmæli og alþjóðlegar skuldbindingar. Nú er mál að linni skipuiagsmistökum og hömluleysi tæknihyggju. Hags- munum þjóðfélagsins er best borgið með varfærinni og ábyrgri stefnu sem byggist á virðingu fyrir náttúr- unni eins og við höfum fengið tæki- færi til að skynja hana. Það er vissu- lega nauðsynlegt að gæta aðhalds í kostnaði við framkvæmdir og velja hagkvæmustu leiðirnar þegar þegar við eigum eitthvert val, en þegar um er að tefla hina gríðarlegu hagsmuni sem eru í húfi fyrir okkur Islend- inga, að viðhalda ósnortinni náttúru og vistvænum atvinnuvegum, þá þarf fleira að skoða en kostnaðar- áætlanir og arðsemisútreikninga. Höfundur er guðfræðinemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.