Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Anna Margrét Magnúsdóttir beðin um að hætta þátttöku í liði Islands í Kontrapunkti ANNA Margrét Magnúsdóttir, einn fulltrúa íslands í tóndæmakeppninni Kontrapunkti, segist hafa verið „af- skaplega hissa“ þegar Sveinbjörn I. Baldvinsson, dagskrárstjóri hjá Sjónvarpinu, bað hana að víkja úr liðinu 6. mars síðastliðinn. Það hafi komið á óvart að Valdemar Pálsson fyrirliði skyldi ekki reyna að ná sátt- um í kjölfar ágreinings innan hóps- ins um framgöngu í keppninni. Valdemar sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að liðið gæti ekki starfað saman og ekki um annað að ræða en að Anna Margrét viki. Sagði hann þá ákvörðun eiga sér langan aðdraganda og neitaði að tjá sig efnislega um ósætti liðsmanna. Þá sagðist Sveinbjörn ekki hafa treyst sér til þess að blanda sér í deilur liðsmanna og taka afstöðu, það væri ógerningur. Liðsstjóri hefði litið svo á að hópurinn gæti ekki starfað saman og hefði sér borið að bregðast við því. Sveinbjörn sagði ennfremur í sín- um verkahring að sjá tii þess að íslendingar tækju þátt í keppninni og að ekki yrði truflun á útsending- um þáttanna. „Það var ekki mikill tími til stefnu og svo heppilega vildi til að Ríkarður Örn Pálsson gat hlaupið í skarðið í næsta þætti. Ég tilkynnti forráðamönnum keppninn- ar breytingu á liðinu 7. mars og það hafa ekki verið gerðar neinar at- hugasemdir," segir hann loks. Anna Margrét var beðin um að ganga til liðs við hópinn því forráða- menn Kontrapunkts vildu fá konu í stað eins liðsmanna, sem þá voru Valdemar Pálsson og Gylfi Baldurs- son, auk Ríkarðs sem fyrr er getið. „Gylfí hringdi í mig í haust og bar sig nokkuð aumlega. Hafði hann þá leitað til nokkurra kvenna sem neit- uðu að vera með, enda er ekki fýsi- legt að láta hlýða sér yfir tónlistar- söguna fyrir framan milljónir manna eftir aðeins þriggja mánaða undir- búning," segir Anna Margrét. Undirbúningur gekk vel Undirbúningur fyrir þátttöku fór þannig fram að hópurinn hittist um það bil vikulega í vetur og hlustaði á tónlist. Segir Anna Margrét að það hafi gengið vel og verið mjög gaman. Þremenningarnir héldu síð- an til Malmo í Svíþjóð í janúar þar sem fjórir þættir voru teknir upp. „Eftir tvo fyrstu þættina kom ég með ábendingar um það hvernig við gætum bætt frammistöðu liðsins, „Afskaplega hissaá ákvörðuninni“ ANNA Margrét, Gylfi og Valdemar meðan allt lék í Iyndi. að mínu mati. Mér fannst sú mikia þekking sem Valdemar og Gylfi hafa á tónlist ekki skila sér nægi- lega vel. Veiki punkturinn var að mínum dómi sá að við værum hvorki nógu góð í því að koma fram né tjá okkur. Keppnin byggist ---------— mikið á samtölum við þáttastjórnandann, Sixt- en, og mér fannst við hreinlega ekki nógu ______________ markviss í svörum," segir hún. Anna Margrét segir ennfremur að þar sem lítill tími gefist til að tala saman þegar tóndæmin eru leikin þurfi hópurinn að vera sam- stilltur og liðsmenn vakandi hver fyrir öðrum. Framganga liðsins hafi jafnvel verið klaufaleg á köfl- um. „Ég stakk upp á því að sá sem situr í miðjunni væri nokkurs konar IMiðurstaðan á sér langan aðdraganda ritari og skráði hugdettur niður, svo betra væri að halda þeim til haga. Með því móti mætti koma þeim að koll af kolli ef fyrsta uppástungan reyndist ekki rétt, í stað þess að verða hvumsa við. Þeir tóku þessu -------- þokkalega, reiddust ekki beint en voru ekki hressir með það sem ég var að segja." _________ Næsta dag keppti liðið við Dani og fór með sigur af hólmi. „Þá gekk okkur mjög vel. Við tókum öll virkan þátt og áttum okkar augnablik en ég hafði reynd- ar ákveðið fyrir þáttinn að ef ég hefði svar sem ég væri sannfærð um, skyldi ég ekki að láta stoppa mig í því að koma því að,“ segir Anna Margrét. Þegar tökum var lokið á fjórum viðureignum íslenska liðsins, fóru liðsmenn heim og tóku sér mánaðarhlé að sögn Önnu Margrétar. Liðsstjórinn reiddist I millitíðinni voru þættirnir sýndir í ríkissjónvarpinu og segir hún að sér hafi orðið enn betur ljóst eftir að hafa séð þá að árangur liðsins væri ekki í réttu hlutfalli við kunn- áttu. Þetta hafi hún nefnt við Gylfa og Valdemar á næsta fundi liðsins og fært rök fyrir máli Sínu. „Ég sagði til dæmis að fyrir hefði komið í fjórða þættinum, á móti Svíum, að ég hefði komið með rökstudda tillögu sem Valdemar bar á móti. Mitt svar var hins vegar rétt og ég sagði við þá að siíkt mætti ekki gerast, við mættum alls ekki við því ofan á annað. Þá reiddist Valdemar og bar upp á mig að vera alltaf að tala um að þeir völtuðu yfir mig, sem ekki er rétt því ég ræddi þessar hugmynd- ir bara á tveimur fundurn." Anna Margrét segir þvínæst að daginn eftir fundinn hafi Valdemar haft samband við sig og verið mikið niðri fyrir. „Hann sagði að ég hefði farið út yfir öll mörk og að ég hefði ekkert leyfi til að segja formanni liðsins hvernig hann ætti að haga sér í keppninni. Mér fannst þetta útúrsnúningur og sagðist standa við fyrri gagnrýni. Viku síðar hringir Sveinbjörn og segir mér að Valdemar treysti sér ekki til að vinna með mér. Hann treysti sér ekki til að taka að sér hlutverk dómara og sjái engan kost annan en að biðja mig um að hætta, sem ég gerði athugasemdalaust." Segir Anna Margrét það hafa komið sér á óvart að Valdemar skyldi ekki kalla þau Gylfa til sín og reyna að leysa ágreininginn. „Símtalið frá Sveinbirni kom algerlega flatt uppá mig. Það var ekkert vandamál fyrir mig að vinna áfram með Valdemar. íslenska liðið hefur unnið einn leik í fyrri keppni og gert eitt jafntefli og mér fannst einfaldlega að við mættum taka okkur á. Það á bara eftir að taka upp einn þátt, það er undanúrslitin á móti Dönum, því ég reikna síður með að við munum vinna. Annars tvo. Valdemar og Gylfi hafa báðir lýst því yfir að þeir muni hætta eftir þessa keppni og mér finnst þátttöku okkar fylgja ábyrgð. Ákvörðun Valdemars er dæmi um það þegar menn láta skap- ið hlaupa með sig í gönur í stað þess að hlýða rödd skynseminnar," segir Anna Margrét að lokum. Kristján Ragnarsson um viðbrögð ráðherra við ályktun LIU Stærsti hluti flotans ekki getað bætt sér skerðinguna „ÞAÐ kemur mér mjög á óvart að sjávarútvegs- ráðherra skuli leyfa sér að segja að málið snúist um hagsmuni stórútgerðar gegn trillum," sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, í samtali við Morgunblað- ið. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir viðbrögð stórútgerðarinnar bamaleg og það sé undarlegt orðaval að útvegs- menn hafi sýnt fyllstu ábyrgð við uppbyggingu þorskstofnsins. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið í gær um ályktun LÍÚ vegna samnings stjórnvalda við Landssam- band smábátaeigenda, að það ætti fremur að vera stórútgerðinni keppikefli að skapa frið um fískveiðar. Hann sæi ekki að hún bætti stöðu sína með því að vera í endalausum stríðsátökum við minni báta og trillukarla. Kristján Ragnarsson bendir á að innan LÍÚ eru 240 bátar undir hundrað rúmlestum, 183 bátar yfir hundrað lestum og 109 togarar. „Ég ætla að ráðherra sé að vísa til togaraútgerðar, þegar hann talar um stórútgerð, en allra öflug- ustu ,skip getað náð í viðbótarafla utan lögsögu, með ærnum tilkostnaði og áhættu,“ sagði hann. „Hinn hluti flotans hefur þurft að sæta 60% niður- skurði á aflaheimildum á örfáum árum, á við gífurlega erfiðleika að stríða og margir hafa gef- Formaður LS segir viðbrögð stórútgerðar- innar barnaleg ist upp. Nú horfa menn upp á að við sömu bryggju eru menn annars vegar að landa úr vertíðarbáti, sem hafði 200 tonna kvóta en hefur nú 80 tonn og hins vegar er svo landað úr krókabáti, sem getur veitt nánast án takmarkana. Mér finnst ráðherra fara mjög villur vegar þegar hann ívilnar smábátum á kostnað hefð- bundnu vertíðarbátanna og talar svo um átök stórútgerðar við trillur. Hann þyrfti ekki að fara nema í kjördæmið sitt, til dæmis Vestmannaeyjar eða Þorlákshöfn, til að sjá að þar er venjubundin útgerð, sem geldur verka hans þegar hann eykur rétt smábátanna á kostnað annarra." Kristján sagði að LÍÚ hefði tekið þann kostinn að reyna að skýra fyrir fólki hvernig málið væri vaxið. Á meðan LÍÚ hefði tekið ábyrga afstöðu til uppbyggingar þorskstofnsins og tekið undir með fiskifræðingum um nauðsyn þess að tak- marka veiðar vegna framtíðarafla, þá hefðu tals- menn smábátaeigenda atyrt ríkisstjórn, Alþingi og vísindamenn fyrir þá fjarstæðu að leyfa ekki meiri fiskveiðar. „Mér' hugnast ekki að slík fram- koma falli mönnum best í geð. LÍÚ ætlar ekki að taka upp slíka hætti,“ sagði Kristján. Veiddu langt umfram ráðgjöf „Mér er nú fremur skemmt en hitt, að sjá barnaleg viðbrögð stórútgerðarinnar og mér þyk- ir ályktun LÍÚ bera vott um að þar hafi menn lítt sést fyrir í orðavali," sagði Arthur Bogasonj formaður Landssambands smábátaeigenda. „I ályktuninni segir meðal annars að útvegsmenn hafi sýnt fyllstu ábyrgð og aðgætni við uppbygg- ingu þorskstofnsins. Þetta segja sömu menn og veiddu 1,1 milljón tonna af þorski á tímabilinu 1977-1991 umfram það sem fiskifræðingar ráð- lögðu. Þar voru ábyrgðarfullu og aðgætnu menn- irnir á ferðinni. Það er því álíka mikið að marka þetta bull og margt annað sem frá þeim hefur komið.“ Arthur sagði að smábátaeigendur fengju ekki stærri hlut af afla en þeir nauðsynlega þyrftu. „Við höfum ekki getað ruðst á alþjóðleg haf- svæði eða bætt okkur upp tekjuskerðingu í kvóta- bundnum tegundum innan lögsögunnar með því að fara í aðrar sem eru ekki kvótabundnar. Þetta hefur stórútgerðarliðið getað gert. Þeir verða bara að sætta sig við að auðlindirnar eru til að allir geti lifað af þeim, en ekki bara þeir. Þeir eiga þær ekki.“ Niðurrif ratsjárskerma fyrir varnarliðið Bauð eina milljón FJÖLMÖRG tilboð bárust í nið- urrif á ratsjárskermum á Keflavíkurflugvelli fyrir varn- arliðið. Að sögn Alfreðs Þor- steinssonar, forstjóra Sölu varnarliðseigna, voru tilboðin mjög mismunandi, allt frá því að tilboðsgjafar vildu fá 55 milljónir kr. í sinn hlut fyrir verkið en einn tilboðsgjafi bauðst til þess að greiða eina milljón kr. fyrir að fá verkið. Alfreð segir að þeir sem bjóði meðgjöf hyggist nýta efn- ið til endursölu. Samningavið- ræður standa yfir við fyrirtæk- ið Runa hf. í Mosfellsbæ sem bauð eina milljón kr. fyrir að fá verkið. Undirverktaki Runa er Hringrás hf. Efnið ætlar Runi að selja til brotajárn- svinnslu. Alfreð sagði að mjög líklega yrði gengið frá samningum við þessa aðila á næstu dögum. Verktími er eitt til eitt og hálft ár. Um er að ræða fjóra rat- sjárskerma sem hver um sig vegur um 250 tonn. Sá týndi gaf sig fram Flateyri. Morgxinblaðið. BÁTAÆFING björgunarsveit- anna á Flateyri, Hnífsdal og Þingeyri var haldin á Flateyri um síðustu helgi. Tilkynnt var að þrír menn á báti hefðu orðið fyrir slysi á sjó úti og líklegt talið að þeir hefðu farið í sjóinn. Tveir fund- ust látnir en sá þriðji fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Tal- ið var að hann hefði komist í land og voru því fjörur gengn- ar. Þannig gekk æfingin fyrir sig. En eitthvað gekk illa að finna þennan í landi og á end- anum fór svo að hann sá sig tilneyddan að gefa sig fram áður en hann fengi snert af ofkælingu við að bíða eftir að björgunarsveitarmaðurinn næst honum sæi hann. Eftir þessa æfingu var ákveðið að menn færu og leituðu sér að- stoðar augnsérfræðings. Ferjubryggja í Holti endurbyggð LÆGSTA tiiboð í endurbygg- ingu ferjubryggju í Holti í Önundarfirði er 11,5 milljónir kr. sem eru 81% af kostnaðar- áætlun Vita- og hafnamála- stofnunar. Lægstbjóðandi er Guðlaugur Einarsson ehf. Verkið er fólgið í því að endurbyggja fremri hluta bryggjunnar í Holti en hún er um 100 metra löng og upphaf- lega byggð árið 1958. Bryggj- an gegndi veigamiklu hlutverki í samgöngum við Flateyri fyrst eftir að snjóflóðin féllu í októ- ber, á meðan vegurinn til þorpsins var ófær. Kom þá í ljós að viðgerða var þörf. Verk- inu á að vera lokið fyrir 31. júlí næstkomandi. Kostnaðaráætlun verkkaupa var 14,2 milljónir kr. Tilboð lægstbjóðanda var það eina sem var undir þeirri áætlun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.