Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Svipmyndir í skólaeldhúsi MÁ GETA nærri að margur nem- andi á kærar minningar úr kennslu- stundum þar þótt ekki væru komin til sögunnar grilltæki og örbylgju- ofnar. Það má segja um eldhústæk- in svipað og sagt var um gjárnar og gjóturnar í Þingvallahrauni: „Þær gætu sagt frá mörgu skrýtnu ef þær fengju mælt.“ Ljósmyndina, sem fylgir þessum línum, tók Magnús Ólafsson, faðir Ólafs konunglegs hirðljósmyndara og Ástu ríkisféhirðis. Hann tók einnig fleiri myndir í eldhúsinu þennan vetur, árið 1913-14. Allmörg ár eru liðin síðan grein- arhöfundur veitti þessari mynd at- hygli meðal margra annarra í vörslu Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Um nöfn sumra stúlknanna var vitað, en önnur ókunn. Ég komst þó fljót- lega að raun um að ein námsmeyj- anna var gamall og góður nágranni úr Vesturbænum, Steinunn Hann- esdóttir, systir Jóhanns Hannesson- ar kristniboða og síðar þjóðgarðs- varðar á Þingvöllum. Steinunn kvaðst minnast méð ánægju margra góðra stunda í Miðbæjarskólanum. Þegar litið er á nemendaskrá Mið- bæjarskólans kemur í ljós að meðal bekkjarfélaga eldhúsmeyjanna eru margar nafnkunnir Reykvíkingar í ýmsum starfsgreinum. Má nefna Óskar Norðmann söngvara og stór- kaupmann, Helga Sivertsen, lengi umboðsmann Háskólahappdrættis. í skólaportinu mátti oft heyra hróp og hvatningarorð frá dugmiklum drengjuin á svipuðu reki. Þar fór margur á gelgjuskeiði, sem síðar átti eftir að koma við sögu í at- hafnalífi bæjarins. Sé svipast um á leiksvæði og hugurinn látinn sveima bæri þar fyrir augu margan er síð- ar setti svip á bæinn og varð stúlk- unum minnisstæður. Má þar nefna Bolla Thoroddsen bæjarverkfræð- ing, Helga Eiríksson bankastjóra, Gunnar Bjarnason skólastjóra Vél- skólans, Þórð Guðbrandsson bif- reiðastjóra Olís, Svein Gunnarsson lækni og Sigurð Ólafsson verkfræð- ing. Það sem einkum varð til þess að hugurinn dvaldist lengi við ljós- mynd þessa af námsmeyjunum var lágvaxna telpan sem stendur við fremsta borðið, næst miðri mynd- inni. Hún er minnst og yngst bekkj- arsystkinanna. Aðeins 10 ára göm- ul á vorprófi árið 1913. Það er stúlk- an nr. 6. á myndinni. Hún heitir Þórhildur Sivertsen. Er dóttir Sig- urðar Sivertsens guðfræðikennara og síðar prófessors og vígslubisk- ups. Systkini hennar eru einnig nemendur Miðbæjarskólans um þessar mundir. Það sem einkum vekur athygli við námsferil Þórhild- ar er þroskasaga hennar á stuttum æviferli. Fyrsta vetur sinn í skólan- upi er hún neðst í sínum bekk. Á öðrum vetri hefir hún tekið þeim framförum í námi að hún hlýtur sæti í flokki þeirra er fá meðalein- kunn. En á þriðja vetri bregður svo í umræðum um nýtingu á húsnæði Miðbæjar- skólans kom fram að einni vistarveru ætti að þyrma og forða frá hnjaski hugsjónavingla, skrifar Pétur Péturs- son. Hér er átt við skólaeldhúsið, sem varðveitir muni og áhöld frá fyrri tíð. við að þá er hún sigurvegari og hlýtur fyrsta sæti. Henni tekst að verða efst í hópi nærfellt 30 nem- enda. En Þórhildi Sivertsen var ekki fyrirhugað langlífi. Hún lést langt innan við tvítugsaldur og gat því ei notið gáfna sinna og námfýsi. Systir Þórhildar, Steinunn, er á annarri mynd, sem tekin er í eld- húsi skólans. Þar er einnig Friede Briem, sem er enn á lífi og hin fróð- asta til frásagnar. Þær bekkjarsyst- ur Friede og Steinunn giftust góð- um vinum og skólabræðrum, lög- fræðingum, seny um var kveðið í ljóði. Þeir voru Ásgeir Guðmunds- son í Nesi og Gústaf A. Jónasson ráðuneytisstjóri frá Sólheimatungu. Um þá var kveðið „Geiri í Nesi, Gretar Ó. Fells og Gústi frá Sól- heimatungu." Annars væri við hæfi að minnast á kveðskap Gústafs Jónassonar og snilld hans í þýðing- um. Er ekki Tóta litla tindilfætt og þýðing og staðfæring Gústafs ein- stakt dæmi um frábæra stælingu á revýuljóðinu „Lille Lise, let pá tá“? Á sömu mund og þær stallsystur Friede Briem og Steinunn Sivertsen MATREIÐSLA í Barnaskólanum, Fríkirkjuvegi 1. Kennari Soffía Jónsdóttir. Sitjandi f.v. Steinunn Sivertsen og Soffía Haralds. Standandi f.v. Lára Sigurðardóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Valgerður Ólafsdóttir, Elín Sigurðardóttir, Kara Briem, Bryndís Ólafsdóttir, Friede Pálsdóttir Briem og Bryndís Einarsdóttir. sjást er einnig Soffía Haraldsdóttir er síðar varð eiginkona Sveins for- stjóra í Völundi. Sonur hennar Har- aldur var lengi framkvæmdastjóri Morgunblaðins. Á myndinni er einig Kara Briem er síðar varð eiginkona Helga Skúlasonar augnlæknis. Matreiðslukennari var þá Soffía Jónsdóttir (Þórarinssonar fræðslu- málastjóra). Hún varð eiginkona Eggerts Claessens bankastjóra ís- landsbanka og hæstaréttarlög- manns. Hún var föðursystir Þórðar Ásgeirssonar fiskistofustjóra og amma séra Soffíu Láru Guðmunds- dóttur. Höfundur er fyrrverandi þulur. í ELDHÚSINU og af hópnun má þekkja: Nr. 1. Sigríður Eiríksdóttir, 3. Ástríður Guðmundsdóttir. 4. Guðrún, föðumafn óþekkt. 6. Þórhildur Sivertsen. 8. Filippía Guðjónsdóttir. 9. Aðalheiður Al- bertsdóttir. 10. Steinunn Hannesdóttir. 11. Jósefína, föðurnafn óþekkt. 12. Lára Þorsteinsdóttir. OZOIM fyrir vandláta - á frábæru verði Utsala — úlpuveisla! Allt að 70% afsl. af úlpum + 5% stgr.afsl. Skíðaúlpur Skólaúlpur Léttar gönguúlpur Sími 553 5320 & 568 8860 Ármúla 40 ■ Reykjavík Verslunin □ ZOIM er hágæða skíða- og útivistarfatnaður OZOIM er eíngongu framleiddur úr vatnsheldum efnum, gæddum miklum „útöndunar“eiginleikum 10-33% afsláttur + 5% stgr.afsl. Minningargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 m'inn- ingargreinar um 235 einstakl- inga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. I jan- úar sl. var pappírskostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaða- pappír um allan heim á undan- förnum misserum. Dagblöð víða um lönd hafa brugðizt við mikl- um v.erðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar fjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgun- blaðið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minningar- greinum og almennum aðsend- um greinum. Ritstjórn Morgun- blaðsins væntir þess, að lesend- ur sýni þessu skilning enda er um hófsama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd ann- arra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minningargreina og væntir Morgunblaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist ein- ungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- Iengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.