Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Erubörnin okkar svefnvana? FYRIR nokkru átti ég leið í stóra verslunarmiðstöð hér í bæ, þetta var rétt fyrir lokun og fátt um manninn enda klukkan að verða 21. í stað þess venjulega kliðs sem mynast á svona stöðum, bergmálaði barnsgrátur um húsið, móðir ein armæðufull mjög reyndi allt sem hún gat til þess að sefa örþreytt barnið sitt, sem mót- mælti því svo kröftug- lega að þurfa að sitja í hnipri í innkaupa- körfu síðla kvölds. Við þessa sjón spruttu upp í huga mér fleiri svip- aðar myndir þar sem örvæntingafullur barnsgrátur í baráttu við svefninn barst til eyrna í kvöldkyrrð- inni. Uppeldi grundvall- ast á samskiptum full- orðinna og barna, það er sú hjálp sem barni er veitt til þess að þroskast líkam- lega og andlega og í uppeldinu felst einnig aðlögun að samfélag- inu og gildismati þess. í aldanna rás hefur eðli mannsins í sjálfu sér lítið sem ekkert breyst. Það eru samfélagsþættir, lífssýn, lífs- máti og skilyrði sem leiða til breyt- inga í áhersluþáttum uppeldis. Aðgerðarleysi í mjög stuttu máli felst uppeldi í því að undirbúa einstaklinginn til að takast á við það sem lífið ber í skauti sér og hæfni til að vinna úr þeim vandamálum sem verða á vegi hans án þess að missa jafn- vægið. Undanfarna áratugi hafa orðið miklar breytingar í okkar þjóðfé- lagi sem hafa leitt til gífurlegs álags á fjölskylduna og breytingar á fjölskyldumynstri. Þetta hefur orðið til þess að mörg börn í dag njóta ekki þeirrar handleiðslu sem okkur ber siðferðilega skylda að veita. Sem dæmi mætti nefna langan vinnudag foreldra og því lítinn tíma aflögu til samskipta innan ijöiskyldunnar, þessar að- stæður geta leitt til ráðaleysis og afskiptaleysis uppalenda og börn- unum leyfist óheft sjónvarpsgláp, óhófleg tölvuleikjanotkun og ótak- markaðar vökustundir. Við Islend- ingar eru fljótir að tileinka okkur ýmsar venjur og hefðir frá öðrum löndum. En yfir höfuð erum við sein að temja okkur góða siði eins og það að virða lögfestan útivistar- tíma barna eða fastan ákveðinn svefntíma. Þess vegna má velta fyrir sér eftirfarandi spurningum. Eru íslensk börn of þreytt? Fá þau að vaka of lengi miðað við hvað þjóðin vaknar snemma? Helstu einkenni svefnleysis hjá börnum Svefn hefur í aldaraðir verið talin allra meina bót og ekki að ástæðulausu. Það er stundum erf- itt að þekkja einkenni svefnleysis hjá börnum á leikskólaaldri vegna þess að hegðun svefnvana barna virkar oft þveröfugt við það sem hinn fullorðni upplifir sem þreytu. Barnið getur orðið mjög upprifið og virkar jafnvel ofvirkt um tíma og það getur gengið treglega að koma þreyttu barni í svefn. Svefn- þörf er að vísu einstaklingsbundin en góður mælikvarði á það hvort barnið fái nægilegan svefn er hvernig það vaknar á morgnanna. Eigi það erfit tmeð að vakna er ágætt ráð að lengja svefntímann um 1 klst í 1-2 vikur og sjá hvort ekki verður breyting á. Ónnur ein- kenni svefnskorts hjá yngri börn- um eru þau að barnið verður van- sælt, vælið, það gæti sýnt árásar- hneigð, reiði af litlu tilefni, eirðar- leysi og það myndast mikil vöðva- spenna. Hjá eldri bömum verður vart við við einbeitinga- rörðugleika, skapofsa, almenna óánægju og vanlíðan. Það er al- mennt viðurkennt að hjá öllum sem eru svefnþurfi minnkar úthald og frammis- staða í nákvæmnis- verkefnum. Sú virkni sem á sér stað í svefni Á grundvelli heila- rita gefur skilgreining fimm stig svefns, sem flokkast í REM og NREM. í daglegu tali kallast þetta kviksvefn og móksvefn, nægir hér að fjalla um þessar tvær meginteg- undir svefns. Þegar ungbarn sefur er margt að gerast, það vex og dafnar meira í svefni en í vöku og sú virkni sem á sér stað í svefni ungbarnsins Eru íslensk börn þreytt og svefnvana, spyr Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir, í þessari grein um aðbúnað og uppeldi barna. heldur áfram allt fram á unglings- árin í minnkandi mæli en er þó jafn mikilvæg. Kviksvefn er sú tegund svefns sem telst nauðsyn- legur fyrir vöxt, viðhald og efna- skipti í taugakerfínu, eitt af því sem á sér stað er „mýelínsering“ þ.e. fituhúð sem myndast utan um taugafrumur. Þetta er afar mikil- væg einangrun fyrir taugakerfið sem stuðlar að aukinni virkni og hraða á_ flutningi taugaboða til heilans. í móksvefni eru það hins vegar viðhald líkamsveíja og aukin framleiðsla vaxtarhormóns sem eiga sér stað. Svefnþörf Rannsóknir á svefni sem unnar eru á íslandi sýna að ungbörn fram að tveggja ára aldri sofna einu sinni til tvisvar á dag. Sýnt er að 2-3 ára börn þurfa að sofa 12-13 klst. á nóttu, 3-5 ára 11-12 klst., 5-3 ára 10-11 klst., 14-18 ára 9-10 klst. og að lokum 19-30 ára 8-10 klst. Svefnþörf minnkar að meðaltali um 15 mín- útur á sólarhring þar tii á gelgju- skeiði. í umræðunni um bætta heilsu er Iögð til grundvallar efling á fræðslu um hollustu og fjölbreytni í fæðuvali sam'hliða nægilegri hreyfingu, er það gott og vel en ég tel brýna þörf á að bæta inn í umræðuna mikilvægi nægs svefns hjá bæði börnum og fullorðnum til þess að viðhalda andlegri og líkamlegri heilsu og til þess að geta með jafnaðargeði tekist á við lífið. Höfundur cr leikskólakennari. Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir „Bókmenntakenningar síðari alda“ og umfjöllun gagnrýnanda RITDÓMUR um „Bókmenntakenning- ar síðari alda“ eftir Áma Sigurjónsson, sem birtist í Morgun- blainu 28. febrúar sl. vottar greinilega nauðsyn þessa fræði- rits um kenningar og bókmenntasögu. Höf- undur ritdómsins, Þröstur Helgason, er bókmenntafræðingur frá Háskóla íslands. Ritdómur hans sýnir að ritdómarinn þarfn- ast frekari upplýsinga um almenna grund- vallarþekkingu í sögu bókmennta- kenninga og bókmenntasögu. Rit Árna Siguijónssonar er efnismikið og vandlega unnið og kostir þess eru hversu höfundinum hefur tekist að koma til skila grein- argóðum fróðleik í ekki lengra máli. Rit Árna spannar sextándu, sautjándu, átjándu og nítjándu öld og er í senn bókmenntasaga og kenningasaga og snertir um leið heimspekikenningar og stjórnmál. Kafíamir um upplýsingartímabil- ið, franskar, þýskar og enskar bók- menntir og bókmenntakenningar á 18.-19. öld eru ein- staklega vel unnir og þýðingarmestu efnis- atriðum komið vel til skila. Jafnframt fjallar höfundurinn um áhrif evrópskra stefna í ís- lenskum bókmenntum og tengir með því ís- lenskar bókmenntir samtímanum. Höfund- ur ritsins hefur til að bera þekkingu og skilning á viðfangsefn- inu og þann áhuga, sem gerir rit hans mjög læsilegt, skemmtilegt. í ritdómi Þrastar Helgasonar er mörgu fundið til foráttu, margt af ásteytingarefni ritdómara hefði hann getað sleppt, með því að lesa betur rit Árna eða þá kynnt sér sambærileg rit er- lend, t.d. um upplýsingarstefnuna á Frakklandi. Ritdómari skrifar: „Nægir í því samhengi að nefna upplýsinguna sem nemur ekki land hér fyrr en um miðja átjándu öld, eða að minnsta kosti 50 árum eft- ir að hún lítur dagsins ljós á megin- landi Evrópu, og ríkir hér allt fram- undir miðja nítjándu öld...“ „Aufklárung" þýtt með upplýs- Rit Árna Sigurjónsson-. ar er efnismikið og vandlega unnið, segir Siglaugur Brynleifs- son, í svari við ritdómi. ing tekur að móta bókmenntir og menningarlíf Evrópuþjóðanna um miðja 18. öld, með ritum Voltaire og Diderot á Frakklandi ásamt frönsku encycklopædsitunum, á Þýskalandi Kant. Rit þessara manna og áhrif þeirra berast fljót- lega til höfuðborgar íslands, Kaup- mannahafnar, og svo út hingað. Það liðu engin 50 ár þar til áhrif- anna tekur að gæta hér á landi. Einnig virðist ritdómari gleyma rómantíkinni. Ritdómari telur sig taka upp hanskann fyrir Kant og ófullnægj- andi umfjöllun Árna um áhrif hans. Hér er ritdómari á villustíg. Kants er getið um 30 sinnum í ritinu og, ekki þijár blaðsíður eins og ritdóm- ari telur. Að krefjast „fullnægjandi umfjöllunar" um áhrif Kants á mótun upplýsingarstefnunnar virð- Siglaugur Brynleifsson Enginn á að silja óvarinn í bíl, allra síst börn SLYSUM á börnum í bílum hefur fjölgað hlutfallslega meira en slysum á gangandi börnum. Ef miðað er við meðaltal síðustu fimm ára slasast ár- lega 85 börn á aldrin- um frá fæðingu til 14 ára sem farþegar í bíl- um hér á landi sam- kvæmt lögregluskýrsl- um, en 36 böm slasast sem gangandi vegfar- endur. Þetta eru háar tölur þegar haft er í huga að með því að nota öryggisbúnað er hægt að koma í veg fyrir mörg þessara slysa og draga úr alvarleg- um áverkum í öðrum. Öllum er skylt að nota öryggisbúnað í bíl og umferðarlögin kveða á um að ökumaður sé ábyrgur fyrir því að farþegi yngri en 15 ára noti örygg- is- og verndarbúnað. Samt sem áður sýna kannanir að 10% barna eru án öryggisbúnaðar og í mörg- um tilvikum er öryggisbúnaður ekki rétt notaður og gerir þá lítið gagn. Áróðursvika 25.-30. mars Slysavarnafélags íslands, Um- ferðarráð og verkefnið „Betri borg fyrir börn“ standa að átaki fyrir bættri notkun öryggisbúnaðar vik- una 25. til 30. mars. Af því tilefni verður gerð könnun á notkun ör- yggisbúnaðar bama víðs vegar um landið. Ennfremur verður gert yfír- lit um öryggisbúnað á markaði hér á landi í samvinnu við innflytjendur. Brýnt að fara eftir leiðbeiningum Notkun öryggisbúnaðar fyrir börn hefur mikið verið rannsökuð erlendis. I Svíþjóð kom í ljós að um helmingur alls búnaðar var ekki rétt notaður. Annaðhvort vegna þess að fólk hafði ekki fengið rétt- ar leiðbeiningar eða vegna þess að það kynnti sér þær ekki. Starfsmenn bifreiða- skoðunarstöðva hér á landi hafa líka séð dæmi um mjög slæm- an frágang á öryggis- ' búnaði fyrir börn. Miklar líkur eru því á að ástandið sé svipað hér á landi og í Svíþjóð. Hvaða öryggisbúnað á að nota fyrir börn? Fyrsta árið vex barnið svo hratt að öryggisbúnaður sem hentar ný- fæddu barni á ekki við þegar það er tveggja til þriggja ára, foreldrar þurfa því að breyta um öryggis- búnað eftir því sem barnið stækk- ar. Öryggisbúnaði fyrir börn má skipta í fimm flokka eftir þyngd barna: Um 10% barna, segir Margrét Sæmunds- dóttir, eru án öryggis- búnaðar í bílum. 1. Ungbarnabílstóll sem snýr baki í akstursstefnu eða barna- vagnskarfa er réttur búnaður fyrstu mánuðina eða þar til barnið er 10 kg að þyngd. 2. Barnabílstóll sem snýr baki í akstursstefnu er næsta stig og eru þeir miðaðir við að barnið sé 9-18 kg að þyngd. 3. Barnabílstóll sem snýr baki í aksturstefnu eða fram. Þeir stólar eru miðaðir við að barnið sé 15-25 kg að þyngd. 4. Bílpúði og bílbelti. Öryggis- búnaður fyrir börn frá 22-36 kg að þyngd. 5. Venjuleg þriggja festu bíl- belti. Umferðarráð hefur á undan- förnum árum verið með markvissa fræðslu um öryggisbúnað fyrir börn. í verkefnum umferðarskól- ans Ungir vegfarendur er fjallað á margvíslegan hátt um nauðsyn þess að nota öryggisbúnað fyrir börn. Leikskólakennarar, og heil- sugæsluhjúkrunarfræðingar taka þessi mál einnig fyrir reglulega. Lögreglumenn sem sinna umferð- arfræðslu í skólum, leggja einnig áherslu á að ræða um öryggisbún- að í bílum við nemendur grunn- skóla. Algengnstu mistökin Nýlega gaf Umferðarráð út bækling um öryggisbúnað fyrir börn í bílum. Markmiðið er að benda á hvað hentar hveiju aldurs- stigi og hvernig á að nota búnað- inn. Algengustu mistökin sem fólk gerir eru eftirfarandi: Barnið er stundum í barnabílstól og stundum ekki. Öryggisbúnaðurinn er notaður öðruvísi en leiðbeiningar segja til um. Barnið er fest í barnabílstólinn en það gleymist að festa stólinn í bílinn. Barn fer of ungt úr barnabílstól á bílpúða. Barn er látið nota bílbelti fyrir fullorðna of snemma og án hjálpar- búnaðar svo sem bílpúða. Barnið er án bílbelta. I könnunum sem lögregla gerir ár hvert víðs vegar um landið fyr- ir Umferðarráð á notkun öryggis- búnaðar hefur komið í ljós að um 10% barna eru án öryggisbúnaðar í bílum, þessi börn eru í mikilii hættu á að slasast. Enginn á að sitja óvarinn í bíl, allra síst börn, velferð þeirra er okkar ábyrgð. Höfundur er fræðslufulltrúi l\j& Vmfcrðarráði. Margrét Sæmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.