Morgunblaðið - 28.03.1996, Page 35

Morgunblaðið - 28.03.1996, Page 35
34 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 35 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AUKNAR ÞORSK- VEIÐIHEIMILDIR MOKVEIÐI hefur verið á þorski á grunnslóð og hafa sjómenn kvartað yfir því, að þeir verði að forðast þorskinn vegna lítils kvóta og þess, að hann er uppurinn hjá þeim mörgum. Sjómenn hafa sagt, að „sjórinn sé gulur af mengun". Þessi þorskgengd hefur farið mjög vaxandi síðustu misserin og er sömu sögu að segja umhverfis allt landið. Þetta eru gleðileg tíðindi og þá ekki síður það, að þorskurinn hefur farið stækkandi og er nú algengast að sjá rígaþorsk í afla bátanna. Ekki fer milli mála, að mikil umskipti hafa orðið á miðunum. Ástæðan fyrir þessari breytingu er vafalaust bætt skil- yrði í sjónum, svo og ráðstafanir til að koma í veg fyrir ofveiði. Svæðalokunum hefur verið beitt til að vernda smá- þorsk á uppeldisstöðum hans og möskvar stækkaðir í veið- arfærum. Þegar þetta kemur allt saman er óhætt að full- yrða, að fiskveiðistjórnunin hefur borið árangur. Stærð þorsksins þýðir, að miklu færri fiska þarf í hvert tonn og segja sjómenn algengt, að aðeins 100 þorska þurfi til þess. Þessu hafa hins vegar fylgt fullyrðingar um, að sjómenn hendi smærri þorskinum, þar sem miklu hærra verð fáist fyrir þann stóra. Þá sé þorski einnig hent á veiðum á öðrum tegundum, þar sem báturinn hafi engan þorskkvóta og sektir liggi því við að koma með þorskinn að landi. Sé þetta rétt er óhjákvæmilegt að grípa til að- gerða og t.d. athuga breytingu á reglum um meðafla. Kröfur hafa orðið æ háværari að undanförnu um, að þorskveiðikvótinn verði aukinn strax á vetrarvertíð nú vegna þessarar mjklu þorskgengdar og ekki beðið eftir endurskoðun á aflaheimildum fyrir fiskveiðiárið, sem hefst 1. september n.k. Að sjálfsögðu er skiljanlegt, að sjómenn og útgerðarmenn, svo og starfsfólk fiskvinnslunnar í landi, klæi í lófana við að sjá þennan mikla og fallega þorsk. Fresturinn til að endurskoða aflaheimildir á þessu ári renn- ur út 15. apríl og þess vegna styttist ört tíminn sem er til stefnu. Eðlilegt er, að fiskifræðingar taki tillit til reynslu sjó- manna. En sem fyrr verður að fara varlega, þar sem ekki má með neinum hætti stefna uppbyggingu þorskstofnsins í tvísýnu. Þess vegna er ekki unnt að auka aflaheimildir án þess að fiskifræðingarnir telji það óhætt. Þótt fræði þeirra séu ófullkomin, og deilur standi um aðferðirnar við mælingar á þorskstofninum, þá er ljóst að taka verður allar ákvarðanir á þeim vísindalega grunni sem Hafrann- sóknastofnun hefur byggt upp í áranna rás. SPENNUM BELTIN Á BÖRNIN VÍTAVERT ábyrgðarleysi allt of margra ökumanna er tíundað í lítilli frétt á baksíðu Morgunblaðsins í gær, þar sem greint er frá því að tuttugu og átta af hundraði barna á leið í leikskóla eru laus í bílum. Þetta er niður- staða úr könnun sem Slysavarnafélag íslands, Umferðar- ráð og samtökin „Betri borg fyrir börn“ stóðu fyrir í síð- ustu viku. Könnunin náði til 1.028 barna og af þeim reynd- ust 285 börn vera farþegar í bifreiðum án nokkurs öryggis- búnaðar. Þessi niðurstaða er algjörlega óviðunandi. Augljóst er af niðurstöðum könnunarinnar að notkun öryggisbúnaðar er mismikil eftir byggðarlögum. Þannig er niðurstaðan ökumönnum á Eyrarbakka og í Garði til háborinnar skammar, þar sem yfir níutíu af hundraði barn- anna voru laus í bílunum. Hvað eru ökumenn á þessum stöðum eiginlega að hugsa! Varla um líf og limi barnanna sem þeim er trúað fyrir. Ökumenn landsins ættu að taka sér til fyrirmyndar öku- menn i Hafnarfirði og á Húsavík, þar sem einungis 2% barna á leið til leikskóla voru án öryggisbúnaðar. Það er að vísu 2% of mikið, en þó óumræðilega miklu betri niður- staða en á ofangreindum stöðum. Það er umhugsunarefni að öryggisgæsiu ökumanna sem aka yngstu börnunum virðist í fáu ábótavant, en við þriggja ára aldur versnar hún til muna. Það þarf ekki mikla þekk- ingu á því hvað gerist við árekstur, útafakstur eða annars konar umferðaróhapp, til þess að gera sér grein fyrir því hversu gjörsamlega óvarin þau börn eru, sem ekki eru spennt í bílbelti, eða þar til gerða öryggisstóla, þegar eitt- hvað ber út af. Verjum yngstu borgarana og spennum beltin á öll börn! VARIMARSTÖÐIIM Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Stefnt að sparnaði með auknu samstarfi Ljósmynd: Bandaríski flotinn KAFBÁTALEITARFLUGVÉLAR varnarliðsins geta nú notað flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri sem varaflugvelli, í stað þess að þurfa að fara til Skotlands. Stefnt er að spamaði í rekstri vamar- stöðvarinnar í Kefla- vík, meðal annars með auknu samstarfi Islendinga og vamar- liðsins. Olafur Þ. Stephensen fjallar um nokkrar spamaðarhugmyndir, sem þegar em komnartilfram- kvæmda eða verið er að skoða. ISAMKOMULAGI íslands og Bandaríkjanna um fram- kvæmd varnarsamnings ríkj- anna, sem var gert opinbert fyrr í vikunni, er ákvæði um að halda áfram að reyna að draga úr kostnaði við rekstur varnarstöðvar- innar á Keflavíkurflugvelli. Nefnd háttsettra embættismanna, sem starfað hefur að þessu verkefni, mun halda áfram störfum. Lokun einnar flugbrautar á Keflavíkur- flugvelli hefur þegar sparað varn- arliðinu stórfé. Þá hefur verið ákveðið að kafbátaleitarflugvélar varnarliðsins geti notað flugvellina á Akureyri og Egiisstöðum sem varaflugvelli. Á meðal hugmynda, sem eru til skoðunar, er að íslend- ingar taki að sér heilsugæzlu varn- arliðsmanna í auknum mæli og að komið verði á sameiginlegu almenn- ingssamgöngukerfi Suðurnesja- manna og varnarliðsins. Frá því að samkomulag um fram- kvæmd varnarsamningsins var undirritað í byijun ársins 1994 hef- ur verið gripið til ýmissa sparnað- ar- og hagræðingaraðgerða í rekstri varnarliðsins, fyrir utan beina fækkun hermanna, flugvéla og tækja. Síðastliðið vor var byijað að bjóða út verklegar framkvæmdir, sem greiddar eru af Mannvirkja- sjóði Atlantshafsbandalagsins. Eitt slíkt verk hefur verið boðið út og framkvæmt og vann verktaki það fyrir verð, sem var tals- vert undir kostnaðaráætl- un. Um leið hófust útböð á kaupum vöru og þjónustu fyrir varnarliðið, til dæm- is st'arfrækslu' hótelbók- unarkerfis, fólksflutningum, útgáfu tímarits, iiolræsahreinsun, búslóð- arflutningum og fleiri þáttum. Út- boðin hafa skilað talsverðum sparn- aði. Til dæmis er talið, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að útboð fólksfiutninga hafi sparað um 50.000 dollara, eða 3,3 milljónir króna. 1 nýja samkomulaginu, sem gengið var frá í síðustu viku, er gert ráð fyrir að útboð verði tekin upp vegna framkvæmda, sem Bandaríkjamenn greiða sjálfir og einkaréttur íslenzkra aðalverktaka og Keflavíkurverktaka verði þannig afnuminn. Auk þess á kostnaðar- iækkunarnefndin að halda áfram störfum. Lokun flugbrautar hefur sparað 260 milljónir í nefndinni sitja fulltrúar varnar- liðsins og íslenzka ríkisins. Nýr kraftur komst í störf nefndarinnar síðastliðið haust, er Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra breytti skipan hennar þannig að í hana voru settir hátt settir embættis- menn utanríkisráðuneytisins. Hilm- ar Hilmarsson, aðstoðarmaður ráð- herrans, er formaður nefndarinnar. Með kostnaðarlækkunarnefndinni starfa svo ýmsar undirnefndir, sem fást við skoðun og útfærslu ein- stakra hugmynda. Nefndin hefur komið saman sex sinnum frá því í ágúst, síðast nú í þessari viku. Sú sparnaðaraðgerð, sem kostn- aðarlækkunarnefndin hefur komið í framkvæmd og skilað hefur mest- um sparnaði, er lokun einnar flug- brautar á Keflavíkurflugvelli. Hefði brautinni ekki verið lokað, heféi þurft að ráðast í dýrar viðhalds- framkvæmdir á henni. Talið er að lokun hennar hafi þegar sparað um fjórar milljónir dollara, eða nálægt 260 milljónum króna. Auk þess sparast 500 til 600 þúsund dollarar á ári í rekstrarkostnað, eða 30-40 milljónir króna. Ónnur sparnaðaraðgerð, sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra átti frumkvæðið að, er að Orion P-3 kaf- bátaleitarflugvélar varn- arliðsins fá nú að nota Egilsstaðaflugvöll og Akureyrarflugvöll sem varaflugvelli, lokist Keflavíkurflugvöllur af einhverjum orsökum. Vélarnar hafa til þessa þurft að snúa til Skotlands, hafi flugvöllurinn lokazt. Einhver elds- neytiskostnaður sparast með þess- ari breytingu, en hún skilar þó fyrst og fremst meira öryggi í kafbáta- leitarfluginu. Enn hefur ekki komið til þess að Orion-vélarnar hafí þurft að nota varaflugvellina vegna veð- urs, en þær hafa æft þar aðflug og lendingu. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins hefur engu þurft að breyta í starfsemi flugvallanna til þess að hægt sé að taka á móti flug- vélunum þar hvenær sem er. Kostnaðarlækkunarnefndin hef- ur unnið að útfærslu útboða þjón- ustu- og vörukaupasamninga varn- arliðsins. Þeirri vinnu er ekki lokið og telja viðmælendur Morgunblaðs- ins að útboðin verði ekki komin að fuilu til framkvæmda fyrr en á ár- inu 1998. Hugmyndir um aukið samstarf í heilsugæzlu Fleiri sparnaðarhugmyndir eru til skoðunar og er athugun þeirra mislangt á veg komin. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur sú hugmynd komið fram í sparn- aðarnefndinni að íslenzka heil- brigðiskerfið taki yfir rekstur sjúkrahúss varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli, eða þá að varnarliðs- menn sæki í auknum mæli heil- brigðisþjónustu til sjúkrahúsanna í Reykjavík. Talið er að þetta gæti sparað háar fjárhæðir, þar sem ís- lendingar álíta sig geta rekið heil- brigðisþjónustuna með lægri til- kostnaði en Bandaríkjamenn gera nú. Embættismenn úr heilbrigð- isráðuneytinu hafa unnið með kostnaðarlækkunarnefndinni að út- færslu hugmyndarinnar. Hins vegar er ekki einfalt að hrinda þessum áformum í fram- kvæmd og mörg ljón eru á vegin- um. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er til dæmis erfitt að samræma hugmyndina reglum Bandaríkjahers um heilbrigðisþjón- ustu. Jafnframt hefur það sjónarmið komið fram af hálfu varnarliðs- ins að alvöruhersjúkra- hús verði að vera á Kefla- víkurflugvelli, ef til hern- aðarátaka kemur. Hug- myndin hefur þó ekki verið lögð til hiiðar og var rædd á fundi kostnað- arlækkunarnefndarinnar síðastlið- inn þriðjudag. Sameiginlegar almennings- samgöngur á Suðurnesjum? Önnur hugmynd, sem gæti bæði orðið til sparnaðar og til þess að auka lífsgæði varnarliðsmanna og fjölskyldna þeirra — áherzla varnarliðsins á að gera íbúum ýarn- arstöðvarinnar vistina sem bærileg- asta kostar mikið fé — er að kbmið verði á sameiginlegu almennings- samgöngukerfi varnarstöðvarinnar og nærliggjandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þessi hugmynd hefur verið skoðuð að frumkvæði varnar- liðsins, sem í fyrstu vildi hagræða í fólksflutningum til, frá og innan varnarsvæðanna. Útboð fólksflutn- inga er liður í þeirri viðleitni. Varnarliðið hefur rekið eigið strætisvagnakerfi og einnig hafa fólksflutningar á vegum verktaka og þjónustufyrirtækja á Keflavíkur- flugvelli verið umtalsverðir. Suður- nesjabær hyggst hefja rekstur eigin strætisvagnakerfis næsta sumar og hafa komið fram hugmyndir um að koma upp sameiginlegu almenn- ingssamgöngukerfi bæjarins og varnarliðsins, hugsanlega með þátt- töku fleiri sveitarfélaga á Suður- nesjum. Úmræður um þessa hugmynd eru skammt á veg komnar. Hún er hins vegar dæmi um að sumar sparnaðaraðgerðir geta komið bæði varnarliðinu og Islendingum til góða. Sama má segja um hugmynd- ir um að reisa nýja sorpeyðingar- stöð í samvinnu varnarliðsins og Suðurnesjamanna. Aðlögunartími lengdur með jákvæðri afstöðu? íslenzk stjórnvöld hafa lagt mikla áherzlu á að sýna sjálf frum- kvæði að sparnaði í varnarstöðinni og að taka hugmyndum Banda- ríkjamanna vel. I utanríkisráðu- neytinu töldu menn til dæmis að slík afstaða gæti stuðlað að því að auðveldara yrði að semja við Bandaríkja- menn um aðlögunartíma fyrir Islenzka aðalverk- taka og Keflavíkurverk- taka að afnámi einka- réttar þeirra á varnarframkvæmd- um. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fóru Bandaríkin þó aldrei fram á að einkarétturinn yrði afnuminn þegar í stað. Ein ástæðan er sú, að breyta þarf út- boðsreglum til samræmis við það, sem tíðkast á íslandi, til þess að önnur verktakafyrirtæki geti boðið í framkvæmdir á varnarsvæðun- um. Aðalverktakar og Keflavíkur- verktakar hafa til þessa starfað eftir reglum, sem að mestu leyti eru sniðnar eftir venjum Banda- ríkjamanna. Sparnaður getur komið báðum til góða Útboð kaupa á vöru og þjón- ustu hafa sparað mikið ÞRAUTSEIGJA Bobs Doles bar loks árangur í gær er hann hlaut yfir 60% at- kvæða í forkosningum repúblikana í Kaliforníu og tryggði sér öruggan meirihluta fulltrúa á landsfundinum sem kýs forsetaefni í San Diego í ágúst. Öldungadeild- arþingmaðurinn og stríðshetjan frá Kansas reyndi árangurslaust að verða frambjóðandi 1980 og aftur 1988 en að þessu sinni naut hann eindregins stuðnings flokksvélar repúblikana. í nóvember kemur í ljós hvort hinn 72 ára gamli Dole býr yfir nægilegum krafti og seiglu til að steypa 49 ára gömlum forset- anum, Bill Clinton, af stalli. „Ég er orðinn svo öruggur um mig að ég ætla að lýsa því yfir núna að ég verð frambjóðandi repúblik- ana,“ sagði Dole er úrslitin voru ljós í Kaliforníu á þriðjudagskvöld. „Ég tel að þjóðin sé nú á krossgötum. Það hillir undir ný Bandaríki,“ bætti hann við. Vandi Doles er sá að hvorki.kjós- endur né stjórnmálaskýrendur eiga auðvelt með að koma á auga nýja- brumið í skoðunum hans og lausnum. Hann fær atkvæðin í forkosningunum en hrifning fólks er takmörkuð. Sjálf- um vefst honum tunga um tönn og andríkið er lítið þegar hann svarar spurningum um helstu markmið sín nái hann kjöri og taki við völdum í Hvíta húsinu. Dole er leiðtogi meirihlutans í öld- ungadeildinni og hefur setið á þingi áratugum saman. Honum hefur geng- ið erfiðlega að beijast gegn lýðskrumi hins mælska Pats Buchanans sem höfðar af mikilli lagni til vaxandi ótta almennings við snögg umskipti og heim í geijun. Atvinnuleysi, glæpafár, aukin samkeppni við erlendar fram- leiðsluvörur og angist vegna hruns gamalgróinna samfélagsgilda, allt er þetta vatn á myllu Buchanans. Þótt Dole sé nú búinn af hrista Buchanan af sér fer ekki hjá því að hann verði að svara spurningum kjós- enda um þessi brýnu vandamál, þær eiga sér víðtækari hljómgrunn en kjör- fylgi Buchanans bendir til. Verulegar líkur eru einnig á að auðkýfingurinri Ross Perot bjóði sig fram í haust fyrir nýjan Umbótaflokk sinn og rær hann að mestu á sömu mið einangrunarstefnu og afturhvarfs og Buchanan. Árið 1992 fékk Perot um 19% atkvæða og töldu repúblikan- ar að hann hefði með framboði sínu tekið nægilegt fylgi af George Bush til að tryggja Clinton sigur. Dole hef- ur hamrað á þessu við Perot en ekki haft erindi sem erfiði. Dálkahöfundurinn William Safire sagði nýlega í The New York Times að svo gæti farið að fjórði maðurinn, neytendafrömuðurinn Ralph Nader, byði sig fram og þá sennilega á vegum flokks Græningja. Gæti Nader, sem Leitin að boðskap Nú er orðið ljóst að demókratinn Bill Clinton o g repúblikaninn Bob Dole munu keppa um ----------------------j,- forsetaembættið í Bandaríkjunum. I grein Krislgáns Jónssonar segir að skoðanirkeppi- nautanna séu svipaðar en kjósendahópamir um margt ólíkir er landsþekktur maður og nýtur mikillar virðingar á vinstri vængn- um, velgt Clinton undir uggum en forsetinn hefur haft verulega yfir- burði í skoðanakönnunum að undan- förnu fram yfir Dole. Ekki myndi það skaða Dole að hann gæti þá dregið úr áhrifum Perots og grafið undan Clinton með því að krefjast þess fyrir kappræður í sjónvarpi að allir fjórir frambjóðendurnir yrðu þátttakendur. Loks má ekki gleyma þvf að hafi Dole öflugt varaforsetaefni sér við hlið getur hann lagað stöð- una mjög síðustu mánuðina. Kynslóðabil Munurinn á persónuleika og stíl frambjóðendanna tveggja er mikill og augljós, kynslóðabilið er sláandi. Báð- ir eiga mennirnir atkvæðamiklar kon- ur en Elizabeth Dole, sem er fyrrver- andi ráðherra og nú forseti Rauða krossins bandaríska, hefur lýst því yfir að hún muni ekki taka þátt í stjórnunarstörfum manns síns. Þykir ljóst að fordæmi Hillary Rodham Clin- ton, sem ætlað var að skipuleggja endurskoðun heilbrigðismála en varð að láta undan síga, þyki nú víti til varnaðar. Hillary Clinton hefur mjög verið bendluð við Whitewater-íjársvikamál- ið, er enn vofir yfir forsetahjónunum en hyggist repúblikanar notfæra sér málið er ekki víst að þeir ríði feitum hesti frá þeirri viðureign. Fjölmiðlar eru þegar byijaðir að fara í saumana á Ijármálum Dole og eiginkonu hans og gefa í skyn að þau hafi misnotað aðstöðu sína. Þess má geta að Dole hefur árum saman verið talinn mjög hallur undir hags- muni stórfyrirtækja, einkum í land- búnaði og hefur oft notfært sér hvers kyns þjónustu, t.d. einkaþotur, sem þau hafa boðið honum. Var reynt að nota þetta gegn Dole í forkosningun- um en virtist ekki valda honum mikl- um vanda, hvað sem síðar verður. Aðstoðarmenn Dole segja að ald- urinn sé honum engin hindrun og hann hafi reynsluna og þroskann fram yfir Clinton. Dole sé stríðs- hetjan sem hafi iagt allt í sölurnar fyrir ættjörðina. Clinton kom sér undan herþjónustu í Víetnam. Forsetinn hefur einstaka þekkingu á stjórnmálum og setur sig betur inn í málin en innanbúðarmenn í Wash- ington þekkja dæmi um hjá öðrum forsetum. Hann er hins vegar svo málglaður að mörgum þykir nóg um, byijar aðra hveija setningu á orðinu ég og virðist stundum álíta að búið sé að leysa flókin mál þegar búið sé að ræða þau í þaula frá öllum hliðum. Hann hlustar af athygli á annað fólk og fortöluhæfileikar hans í návígi eru óumdeildir. Dole er oft fámáll og virðist fremur feiminn, talar oft um sjálfan sig í þriðju persónu í ræðum og er illa við að ræða um einkamál sín. Fullyrt er að honum líði best á skrifstofu sinni í þinghúsinu á fundi með fáeinum pólitískum kunnáttumönnum sem hann á gott sálufélag við. Aðstoðarmenn Dole fá hann sjaldan til að tjá sig opinberlega um stríðið og dæmalausa þrautseigjuna sem hann sýndi er hann var að ná sér af lífshættulegum sárum og vinna bug á lömun. Hann getur verið afar orð- heppinn en ræðustíll hans þykir mjög þurrlegur og hrifur ekki fólk. Dole verður að beita mikilli jafn- vægislist næstu mánuði vegna stöðu sinnar sem talsmaður meirihlutans í öldungadeildinni en hann þykir efn- staklega laginn við að koma málum í gegn og sætta sjónarmiðin. Hann vill sem ábyrgur leiðtogi sjá til þess að togstreita þings og forseta um fjár- lög lami ekki stjórnkerfið og frum- kvæði eina risaveldisins á alþjóðavett- vangi. Samtímis verður hann að halda sínum hlut svo vel að hann lendi efíirt stöðugt í skugga Clintons. Dole verður að fá kjósendur til að trúa því að ástæða sé til að treysta honum betur en Clinton til að sýna festu en jafnframt frumkvæði. Hann verður að efla þá ímynd að munur sé á boðskapnum, hversu miklir tals- menn málamiðlana sem þeir báðir séu í reynd. Svo gæti þó farið að repúblik- anar gæfu þetta upp á bátinn en legðu megináherslu á eiginleika mannanna tveggja sem í framboði eru, ekki skoð- anir þeirra. Repúblikanar náðu langþráðu tak- marki 1994 er þeir hrepptu meiri- hluta í báðum þingdeildum og kynntu þá róttæka áætlun um endurbætur. Atkvæðamikill forseti fulltrúadeild- arinnar, Newt Gingrich, knúði marg- ar tillögur um niðurskurð og minni ríkisafskipti í gegn. í breska tímarit- inu The Economist er hins vegar rak- ið hvernig Dole, sem vitað var að hafði litla trú að hugmyndunum, hef- ur tekist að útvatna margar þeirra þar sem hann telur ólíklegt að kjós- endur þoli í reynd svo mikla rót- tækni, einkum á sviði heilbrigðis- og félagsmáia. Uppstokkunin mikla, sem repúblikanar bóðuðu, hefur varla verið nefnd í prófkjörsbaráttunni. Stefnumálum stolið Dole og Clinton gera sér báðir ljóst að flestir Bandaríkjamenn eru lítt hrifnir af því að þurfa að herða mitti- sólina, þeir afsala sér ekki hljóða- laust opinberum bótum og niður- greiðslum sem þeir telja sig eiga rétt á. Á hinn bóginn er ljóst af stórsigri repúblikana 1994 að flestir kjósendur vilja minni ríkisafskipti og óttast aukinn fjárlagahalla. Fjárlagatillögur Clintons bera þess merki að hann hefur meðtekið boðin, hann lofar minni halla og heitir að lækka skatta. Repúblikanar saka forsetann um að stela stefnumálum andstæðinga sinna. Þingmaðurinn frá Kansas hefur jafnan þótt óræður, er sagður haga seglum eftir vindi á sama hátt og hentistefnumaðurinn Clinton. En þótt frambjóðendurnir tveir leiti nú báðir inn á miðjuna og hafi svipaðar skoð- anir er ekki þar með sagt að stjórnar- stefna þeirra verði að öllu leyti hin sama. Kjósendahóparnir eru óiíkir, þrýstihóparnir sem hafa áhrif á Clin- ton forseta eru af öðrum toga en þeir sem myndu reyna að róa í Dole forseta. Reutfir BOB Dole fagnar prófkjörssigri í sambandsríkjunum Kaliforníu, Nevada og Washington með stuðningsmönnum sínum á þriðjudagskvöld. Keppinauturinn Pat Buchanan fékk innan við fimmtung atkvæða í Kaliforníu. f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.