Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Sjö munk- um rænt í Alsír SJÖ frönskum þagnarheitis- munkum úr reglu trappista var rænt úr klaustri í Alsír í gær og eru bókstafstrúarmenn úr röðum múslimskra skæruliða grunaðir um verknaðinn. í kjölfar þessa atburðar hafa frönsk stjórnvöld ítrekað þau tilmæli við franska borg- ara í Alsír að yfirgefa landið. Þegar var hafm leit að munk- unum, en engar kröfur hafa borist frá mannræningjunum. Róstur í Líbýu OPINBERA líbýska fréttastof- an JANA greindi frá því í gær að öryggissveitir hefðu lent í átökum við eiturlyfjasmyglara í norðausturhluta Líbýu. Ferðamenn, sem sneru aftur frá Líbýu til Egypta- lands á þriðjudag, sögðu að komið hefði til mannsk- æðra átaka milli stjórn- arher- manna og pólitískra fanga, sem hefðu sloppið úr fangelsi í Benghazi. Vegum hefði verið lokað á svæðinu í fimm daga meðan á aðgerðum stóð, en margir fangar, sem hefðu flúið til fjalla, hefðu komist undan. Að minnsta kosti 23 hefðu lát- ið lífið. Gaddafi Líbýuleiðtogi Morðingi Yitzhaks Rabins dæmdur í lífstíðarfangelsi Tel Aviv. Reuter. YIGAL Amir, 25 ára námsmaður og heittrúað- ur gyðingur, var í gær dæmdur í lífstíðarfang- elsi eftir að hafa verið fundinn sekur um morð- ið á Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels. „Hann er einskis verðugur nema meðaumk- unar því hann hefur glatað öllu sem ber vott um mannúð," sagði Edmond Levy, forseti rétt- arins, þegar hann kvað upp dóminn. Levy sagði að Amir hefði elt Rabin mánuð- um saman „af ásettu ráði og með furðulegri ró“ og síðan ráðið hann af dögum á útifundi í Tel Aviv 4. nóvember. Rétturinn hafnaði stað- hæfingum Amirs um að hann hefði aðeins ætlað að lama Rabin til að hindra að hann friðmæltist við araba. Amir var einnig dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að særa lífvörð Rabins. Iðraðist einskis og hlýddi á dómsuppkvaðninguna svipbrigðalaus Þegar Amir ávarpaði réttinn kvaðst hann einskis iðrast og sakaði dómarana um „sýndar- réttarhöld". „Allt sem ég gerði var i þágu ísra- elsku þjóðarinnar, lögmáls gyðinga og lands Israela,“ sagði hann. Amir stóð og sýndi engin svipbrigði þegar dómurinn var kveðinn upp. Hann settist síðan niður, lagði fingur milli augnanna og laut höfði, þungur á brún. Móðir hans grét og las sálma aftast í dómssalnum. Ekkja Rabins, Leah, virtist taka dómnum með ró og kvaðst ekki bera hefndarhug til Amirs. Hún lét hins vegar í Ijós óánægju með það sem hún kallaði „þurran tón“ í ræðu for- seta réttarins. „A bak við rimlana og innan múra fangelsis- ins verður „merki Kains" stimplað á enni hins ákærða,“ sagði Oded Mudrik, einn af þremur dómurum í málinu. Ætla að áfrýja Verjendur Amirs höfðu óskað eftir því að hann yrði dæmdur fyrir manndráp, sem varðar allt að 20 ára fangelsisvist. Þeir sögðust ætla að áfrýja dómnum til hæstaréttar og til þess fengu þeir 45 daga frest. Jonathan Ray Goldberg, veijandi Amirs, sagði eftir dómsuppkvaðninguna að einhver annar kynni að hafa myrt Rabin. „Mögulegt er að sanna að púðurskotum hafi verið skotið úr byssu Yigals Amirs og að hann sé sak- laus,“ sagði veijandinn. „Rabin varð ekki fyrir byssukúlu," sagði hann. „Hann komst í bílinn af eigin rammleik.“ Levy sagði þessar staðhæfingar í andstöðu við framburð allra vitnanna í málinu. Vitni sögðu að einhver hefði hrópað „púðurskot, púðurskot" þegar þrír skothvellir hefðu heyrst. Tvær kúlur lentu á Rabin og ein á hendi lífvarð- arins. Levy sagði að rannsókn sérfræðinga hefði leitt í ljós að kúlunum hefði verið skotið úr byssu sem lögreglumenn tóku af Amir þegar þeir handtóku hann nokkrum sekúndum eftir morðið. Stjórnin sögð valda blóðbaði Dómarinn gagnrýndi einnig tilraunir Amirs til að réttlæta morðið með því að vísa í lög- mál gyðinga. Amir hafði sagt að Rabin verð- skuldaði dauða þar sem lögmál gyðinga heimil- uðu þeim að ráðast á þá sem stofna lífi þeirra í hættu. „Allt valdið er í höndum stjórnarinnar," sagði Amir þegar hann ávarpaði réttinn. „Hún mis- beitti þessu valdi í þijú ár. Litli maðurinn gat aðeins mótmælt og hækkað róminn, en jafnvel það var bannað síðustu árin. Af þessum sökum átti ég einskis annars úrkosti en að grípa til þessa ráðs, jafnvel þótt það gengi gegn skapgerð minni, vegna þess að skaðinn, sem þjóð Israels hefur orðið fyrir, er óbætanlegur og við sjáum þegar afleiðing- arnar á götunum,“ sagði Amir og vísaði til mannskæðra sprengjutilræða heittrúaðra múslima í ísrael. „Allt sem stjórnin hefur gert á síðustu þremur árum verður til þess að göt- urnar fljóta í blóði.“ Reuter FAÐIR Yigals Amirs, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Yitzhak Rabin, var niðurlútur eftir dómsuppkvaðn- inguna, eins og sést á efri myndinni. Móðir Amirs grét og las sálma í réttarsalnum en Amir, sem er á myndinni til vinstri, sýndi engin svipbrigði þegar dómurinn var kveðinn upp. Ár frá gildistöku Schengen-samkomulagsins Frakkar segja Scheng- en ófullnægjandi skref París, Brussel. Reuter. MICHEL Barnier, Evrópumálaráð- herra Frakklands, segir að Scheng- en-vegabréfasamkomulagið sé að- eins ófullnægjandi skref í átt til þess að tryggja innra öryggi og koma á raunverulegu ferðafrelsi á milli aðild- arríkja Evrópusambandsins og að það sé ekki fullnægjandi. Schengen- samningurinn hefur nú verið í gildi í eitt ár og Frakkar framfylgja hon- um enn ekki að öllu leyti vegna ótta við fíkniefnasmyglara og hryðju- verkamenn. Enn sem komið er taka aðeins sjö ríki Evrópusambandsins þátt í Schengen-samstarfinu. Öll hin, að Bretlandi og Irlandi undanskildum, stefna hins vegar að þátttöku á næstu árum. Búizt er við að' EFTA- ríkin Island og Noregur fái áheyrnar- aðild að samstarfinu 1. maí næst- komandi. Málin verði leyst á vettvangi ESB Barnier sagði í umræðum á franska þinginu í fyrradag að Schengen væri aðeins skref í þá átt að tryggja innra öryggi, sem væri forsenda þess að hægt væri að gefa ferðalög á milli aðildarríkja ESB al- gerlega frjáls og hætta eftirliti á landamærum. Ráðherrann sagði að lausnir á málum á borð við fíkniefnasmygl, samstarf í dómsmálum og baráttuna gegn hryðjuverkum, gætu aðeins EVRÓPA^ fundizt á vettvangi Evrópusam- bandsins sjálfs. Hann stakk þess vegna upp á að á ríkjaráðstefnu ESB, sem hefst í lok vikunnar, yrði endurbættri útgáfu Schengen-samn- ingsins bætt í Maastricht-sáttmál- ann. Bretland hefur ætíð hafnað því að afnema eftirlit á eigin landamær- um og ekki viljað treysta öðrum ríkj- um ESB til að gæta ytri landamæra sambandsins nógu vel til að tryggja að glæpa-, hryðjuverka- og flótta- menn komist ekki til Bretlands með ólöglegum hætti. Barnier viður- kenndi að það myndi taka tíma að fá bandalagsríki Frakklands til að fallast á það að Schengen-samning- urinn yrði útvíkkaður til allra ríkja ESB. Eftirlit gagnvart Spáni og Þýzkalandi afnumið Frakkland hefur enn ekki hætt vegabréfaeftirliti á landamærum sín- um. Nú tilkynnti Barnier hins vegar að eftirliti á landamærunum að Spáni og Þýzkalandi yrði hætt, þar sem samkomulag hefði náðst við bæði ríkin um „færanlegt landamæraeftir- lit“, þ.e. að skoða megi skilríki ferða- manna annars staðar en á landamær- um. Stefnt væri að því að gera sams konar samninga við Italíu, sem enn tekur ekki þátt í Schengen, Belgíu og Lúxemborg. Frakkar leggja sér- staka áherzlu á að semja við tvö síð- astnefndu ríkin, þar sem þeir halda því fram að fíkniefni, sem keypt eru í Hollandi, berist til Frakklands í gegnum þau. Jafnframt standa Frakkar í samnin'gaviðræðum við hollenzk stjórnvöld um að þau taki harðar á sölu fíkniefna en verið hefur. Belgar reiðir Johan Vande Lanotte, innanríkis- málaráðherra Belgíu, brást reiður við yfirlýsingum Bamiers og sagði að eftirlitið, sem Frakkar halda enn uppi á belgísku landamærunum, dygði engan veginn til að hindra fíkniefnasmygl. Ráðherrann sagði lapdamæravörzlu Frakka handónýta. „Eg hef sjálfur farið yfir landamærin þrisvar sinnum, án þess að vera í ríkisbifreið minni ... en ég var aldrei stöðvaður. Ef þeir hleypa mér í gegn í gallabuxum og stuttermabol, býst ég við að þeir hleypi mörgum öðr- um,“ sagði Vande Lanotte. Hann sagði að Frakkland hefði ekki staðið sig við uppbyggingu lög- reglusamstarfs milli ríkjanna og hefði hindrað belgíska lögreglumenn í að handtaka grunaða glæpamenn Frakklandsmegin landamæranna. Hvíslazt á um EMU FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Frakklands og Þýzkalands, Theo Waigel og Jean Arthuis, hvíslast á við lok fundar síns í borginni Laval í Frakklandi. Báðum var mikið í mun að staðfesta vilja og getu ríkjanna til þess að upp- fylla skilyrði fyrir þátttöku í Efnahags- og myntbandalagi, EMU, á næsta ári. Ráðherrarnir samþykktu að stefna að gerð tveggja „stöðugleikasáttmála". Annar á að tryggja að ríki, sem ganga í EMU, brjóti ekki reglur Maastricht-sáttmálans um há- markshalla á fjárlögum. Hinn á að tryggja að ESB-ríki, sem ekki ganga strax í EMU, falli ekki í þá freistni að fella gengi gjald- miðla sinna til þess að standa betur gagnvart EMU. Fæstir vitaaf ríkjaráð- stefnunni • AÐEINS um 15% íbúa ríkja ESB vita að endurskoðun stofn- sáttmála þess hefst í lok vikunn- ar. Þetta kemur fram í skoðana- könnun á vegum framkvæmda- stjórnar ESB. Danir voru bezt upplýstir um ríkjaráðstefnuna og höfðu 37% heyrt að hún ætti að hefjast á næstunni. í Belgíu, þar sem flestar stofnanir ESB eru staðsettar, vissu hins vegar að- eins 9% aðspurðra að endurskoð- unin væri á döfinni. Er spurt var á hvað ríkisstjórnir ESB-ríkj- anna ættu að leggja áherzlu á ráðstefnunni, sagði 41% að trygging friðar væri mikilvæg- ust, en 17% töldu baráttuna gegn atvinnuleysi brýnasta. 81% ESB- borgara telur að sambandið eigi að hafa sameiginlega varnar- málastefnu. • JAPAN og ESB hafa náð sam- komulagi um innflutningskvóta fyrir japanska bila til ESB-ríkja á þessu ári. Kvótinn verður 1.066.000 bílar, í stað 1.071.000 í fyrra. Þá notuðu Japanir ekki allan kvótann; ekki nema 792.058 japanskir bílar voru fluttir inn. Japanskir bilaframleiðendur hafa á undanförnum árum tekið þá stefnu að auka framleiðslu bílaverksmiðja, sem þeir eiga í Evrópurikjum og eru ekki háðar innflutningskvótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.