Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 68
OPIN KERFII IF. Sími: 567 1000 ,HpVectrapc AS/400 Mikið úrval ^ viðskiptahugbúnaðar MORGUNBLABID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.1S / AKUREYRJ: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ágreiningur um eignarhald á flökunarvél í litháískum togara Flökunarvél sótt með aðstoð lögreglu STARFSMENN IceMac hf. fengu í gærkvöldi aðstoð frá lögreglunni í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi til að sækja fiskvinnsluvél í togar- ann Anyksciat frá Litháen, sem liggur við festar í Hafnarfjarðar- höfn. Nærri 30 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni. Ekki kom tii átaka. Skipveijar á togaranum höfðu neit- að að afhenda vélina og komið í veg fyrir að starfsmenn IceMac kæmust um borð. Deilan stóð um flökunarvél sem IceMac seldi fyrirtækinu Sogi hf. í Þorlákshöfn, sem mun hafa haft skipið á leigu, og var salan gerð með eignarréttarfyrirvara. Verð- mæti vélarinnar með tilheyrandi varahlutum er um fjórar milljónir króna. Sog hf. stóð ekki í skilum með greiðslur og þess vegna óskuðu forráðamenn IceMac eftir því að fá vélina afhenta. Skipstjórinn á litháíska togaran- um neitaði hins vegar að afhenda flökunarvélina og fengu stjórnendur IceMac þá dómsúrskurð frá sýslu- manninum á Selfossi um að þeir mættu taka vélina. Fengu ekki að fara um borð Þegar starfsmenn IceMac ætluðu að taka flökunarvélina siðdegis í gær neitaði skipstjóri Anyksciat að hleypa þeim um borð. Einir 18 skip- veijar tóku sér stöðu við landgang- inn og meinuðu starfsmönnunum að stíga um borð. Þeir óskuðu þá eftir aðstoð sýslumannsins í Hafn- arfirði, sem mætti á staðinn ásamt lögréglumönnum. Skipstjórinn bar fyrir sig að hann hefði skýr fyrirmæli frá Búnaðar- bankanum í Litháen um að hann mætti ekki afhenda vélina. Um kl. 23 í gærkvöldi tók sýslumaður ákvörðun um að óska eftir aðstoð frá lögreglunni í Kópavogi og Reykjavík. 25 lögreglumenn komu til aðstoðar á sjö lögreglubílum, en fyrir voru íjórir lögreglumenn úr Hafnarfirði. Þeir fóru um borð í togarann og eftir nokkuð málþóf náðist samkomulagi við skipveija um að leyfa starfsmönnum IceMac að flarlægja vélina. ■ íslendingar funda/6 TÆPLEGA 30 lögreglumenn fóru um borð í togarann og leyfðu skipverjarnir þá að flökunarvélin yrði tekin. Morgunblaðið/Þorkell Rúmlega 300 á biðlista áVogi RÚMLEGA 300 manns eru á biðlista. eftir plássi á sjúkra- stöðinni Vogi og hefur starfs- fólk á stundum tekið við hátt á annað hundrað símtölum á dag, að sögn Þórarins Tyrf- ingssonar yfirlæknis. Þórarinn segir jafnframt að undanfarið hafi ekki verið hægt að sinna umsóknum frá fólki sem ekki hafi farið í meðferð áður og séu 30-40 slíkar í bið. „Við höfum venjulega getað annað þessu fólki á innan við viku,“ segir hann. Hlutfall þeirra sem eru að koma í fyrsta sinn er 30-40% að jafnaði, um 40% hafa kom- ið á Vog áður, kannski 1-4 sinnum, og 20-25% eru endur- komufólk, sem svo er nefnt, eða fólk sem oft hefur sætt meðferð, segir Þórarinn. Um 30% þeirra sem sækja um inn- lögn eru konur og 70% karl- menn. Ekki kynnst slíkum fjölda áður „Venjan er sú að það komi dálítil skorpa eftir áramótin en að þessu sinni hefur okkur ekki tekist að taka kúfinn af. Ég hef aldrei kynnst svona fjölda áður og okkur hefur jafnvel tekist að hafa nokkurn veginn undan á tímabilum vegna þess hve starfsemin er umfangsmik- il,“ segir hann. Þórarinn segir skýringuna þá að fleiri leiti sér meðferðar í fyrsta sinn og að þeir séu jafnframt yngri, eða 20-25 ára. „Ástæðan er fyrst og fremst aukin amfetamínneysla sem keyrir fólk hratt út en síðan er það aukin umfjöllun um fíkniefnavandann." Meðalaldur skjólstæðinga á síðasta ári var 36 ár. Þá segir Þórarinn að gripið hafi verið til þess ráðs að taka við fleira fólki á göngudeild á kvöldin og einnig hafi fleirum verið bætt við á Staðarfelli. Þar dvelja að jafnaði 30 manns en eru hátt í 40 nú. Laun í verslun hér og í Danmörku 4-33% hærri ráðstöfun- artekjur RÁÐSTÖFUNARTEKJUR manns sem starfar við verslun og þjónustu í Danmörku eru 4-33% hærri en verslunarmanns hér á landi ef miðað er við heildarlaun og munurinn er ennþá meiri, eða 18-44%, ef ein- -göngu er miðað við dagvinnulaun. Þetta kemur fram í samanburði sem Edda Rós Karlsdóttir hagfræð- ingur hefur gert á launum hér og í Danmörku fyrir VR. Ennfremur kemur fram að launakostnaður vegna unninnar vinnustundar er frá 70% til rúmlega 100% hærri í Dan- mörku en á íslandi. Ráðstöfunartekjur/10 Samstarf íslands o g Bandaríkjanna um sparnað hjá varnarliðinu Varavellir fyrir Orion-vélar á Akureyri og Egilsstöðum ORION P-3 kafbátaleitarflugvélar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafa fengið heimild til að nota flug- vellina á Akureyri og Egilsstöðum sem varaflugvelli, í stað þess að þurfa að lenda í Skotlandi ef Kefla- víkurflugvöllur lokast. Þetta er liður í samstarfi Bandaríkjanna og Is- lands um að lækka rekstrarkostnað varnarliðsins. Orion-vélarnar hafa enn ekki þurft að nota varaflugvellina í neyð- artilvikum, en hafa æft aðflug og lendingu á báðum stöðum. Þetta fyrirkomulag á bæði að draga úr Rætt um aukið samstarf í heilsugæzlu og sameiginlegar almenningssamgöngur eldsneytiskostnaði og auka öryggi í kafbátaleitarflugi varnarliðsins. Á meðal hugmynda, sem ræddar hafa verið í kostnaðarlækkunar- nefnd íslands og Bandaríkjanna, sem skipuð er hátt settum embættis- mönnum, er að íslendingar taki við rekstri sjúkrahúss varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli eða að varnar- liðsmenn sæki heilsugæzlu í auknum mæli til sjúkrahúsa í Reykjavík. Jafnframt er nú rætt um að koma á fót sameiginlegu kerfi almenn- ingssamgangna fyrir varnarstöðina og Suðurnesjabæ og hugsanlega fleiri sveitarfélög á Suðurnesjum. Talið er að lokun einnar flug- brautar á Keflavíkurflugvelli hafi þegar sparað um 260 milljónir króna og muni lækka rekstrar- kostnað flugvallarins um 30-40 milljónir á ári. Útboð á kaupum vöru og þjón- ustu fyrir varnarliðið stuðla einnig að sparnaði, þannig er talið að með útboði á fólksflutningum hafi 3,3 milljónir króna sparazt. í nýju samkomulagi íslands og Bandaríkjanna um framkvæmd varnarsamnings ríkjanna er gert ráð fyrir að kostnaðarlækkunar- nefndin starfi áfram og leiða verði leitað til að spara enn frekar í rekstri varnarliðsins en tekizt hefur fram til þessa. ■ Stefnt að sparnaði/34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.