Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 2g. MARZ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Bændur og Bretar LEIKIJST Leikflokkurinn sunnan Skarösheiðar SKJALDHAMRAR eftir Jónas Árnason. Leikstjóri: Bryndís Loftsdóttir. Leikendun Har- aldur Benediktsson, Asta J. Magnús- dóttir, Guðjón Friðjónsson, Einar Karl Birgisson, Sigríður Matthías- dóttir, Þorvaldur Valgarðsson. Frumsýning Félagsheimilinu Hlöð- um á Hvalljarðarströnd 24. mars. LEIKLISTIN er iðkuð í hreppun- um fjórum sunnan Skarðsheiðar af engu minni krafti en víðast ann- ars staðar á byggðu bóli hérlendis. Hvalfjarðarstrandarhreppur, Innri- Akraneshreppur, Leirár- og Mela- hreppur og Skilmannahreppur hafa styrkt starfsemi leikflokksins ár eftir ár þannig að því fer íjarri að íbúamir þar mæni vonaraugum á bjarma kvöldhiminsins yfir Reykja- vík í von um kraftaverk til að hafa ofan af fyrir sér og reyna sig við á andlega sviðinu. Nei, takk, þeir eru fullfærir um það sjálfir, a.m.k. sumir. Og ekki spillir nú að Nor- ræna skólasetrið er staðsett á svæðinu og forráðamenn þar vel- viljaðir. Undanfarin tvö ár hefur leik- hópurinn sett á fjalimar leikrit sem heit^Með vífið í lúkunum og Með hjartáð í buxunum en nú endurspeglast aukin staðfesta í efnisvali því leikritið heitir Skjald- hamrar, en eins og kunnugt er er vitavörðurinn og æðarbóndinn Kormákur þekktur fyrir annað en hringlandahátt og tilfinningaleg gönuhlaup ... nema ef vera skyldi fyrir tilstilli konu, náttúmlega, og breskrar aðalsmeyjar í ofanálag. Áhugaieikararnir gjalda þess allir að hafa ekki fengið nægilega mikla æfingu en það er gömul saga en ekki ný og á við um flest- alla leikhópa. Það er tímafrekt og stundum erfitt að bregða sér í annarra skinn, en þess krefst ein- mitt leiklistin, þótt í áhugamanna- leikhúsum megi stundum hafa allnokkuð og ekki ókvikindislegt gaman af því að sjá einstaklinginn skína í gegn um gervið og opin- bera þannig sjálfan sig. Það hefur ósjaldan vakið dillandi hlátur með- al kunningja eða sveitunga. Þann- ig var það á þessari sýningu. T.d. vék augljóslega eðlislæg háttvísi og jafnaðargeð einstaklingsins Þorvalds Valgarðssonar ekki á sviðinu fyrir hroka, sjálfsánægju og stéttarrembingi majórsins sem Þorvaldur lék. Börn meðal áhorf- enda vom með þetta alveg á hreinu. Þeim fannst gaman að sjá á sviðinu fólk sem þau þekktu. Því má segja að innlifun leikara á þessari sýningu hafi verið í lág- marki og samband þeirra við áhorfendur á öðmm forsendum en í venjulegu leikhúsi. Þó á þetta síst við um Guðjón Friðjónsson sem lék Pétur Daníel Nielsen. Bryndís Loftsdóttir er að byija að fóta sig á hálli braut leik- stjómarlistarinnar. Hún á ugglaust eftir að læra að verða heimtufrek- ari við sitt fólk og þar með betri. Sviðsmyndin, sem hún gerði ásamt ieikumnum, ber vitni um natni. Guðbrandur Gíslason KARLAKÓRINN Þrestir. Karlakórinn Þrestir heldur vortónleika KARLAKÓRINN Þrestir heldur vortónleika sína fimmtudaginn 28. mars kl. 20.30 og laugardaginn 30. mars kl. 17.00 í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Stjórnandi kórsins að þessu sinni er Sólveig S. Einarsdótt- ir og undirleikari Miklós Dalmay. Efnisskráin er uppbyggð á nokk- uð hefðbundinn hátt, samsett af bæði íslenskum og erlendum lögum. Þannig hafa þeir á efnisskránni þjóðleg lög eftir þá Pál ísólfsson, Emil Thoroddsen og Jón Leifs ásamt lögum eftir þá Jón Ásgeirs- son, Sigfús Einarsson, Friðrik Jóns- son og Pálmar Þ. Eyjólfsson svo einhveijir séu nefndir., Af erlendu lögunum má nefna rússneska syrpu og iög eftir Mozart og Verdi. Ein- söng með kórnum syngur einn kór- félaga, Helgi Þórðarson, og eins munu þeir fleiri saman syngja í öðmm lögum. Til að auka fjöl- breytni tónleikanna höfum við boðið fimm söngnemum að syngja nokkur lög. Tónleikarnir verða síðan endur- teknir í Digraneskirkju fimmtudag- inn 11. apríl kl. 20.30. Þann 13. apríl ætlar kórinn síðan að heimsækja Stykkishólm og syngja kl. 16.00 og Logaland í Borgarfirði sama dag ki. 21.00. Morgunblaðið/Ásdís CAPUT-hópurinn ásamt nokkrum fylgifiskum. Kraftmikil íslensk tónlist CAPUT-hópurinn lék nýlega í Kaupmannahöfn á 3. tónlist- arbíenalnum í Den anden opera. Stjórnandi var Guðmundur Óli Gunnarsson. Caput flutti norræn verk, meðal þeirra íslensk, Elju eftir Áskel Másson og Árhring eftir Hauk Tómasson. í tónlistar- gagnrýni eftir Jan Jakoby er talað um „marrandi kraft“ og hrífandi nýja íslenska tónlist. Árhringur er að dómi gagnrýn- andans einmitt dæmi um kraft- inn í islenskri tónlist. Hann líkir verkinu við fljót sem brýst fram og renni aðeins stöku sinnum í lygnari vötn án þess að hlu- standinn taki eftir því. Um Elju segir að verkið sé frásagnar- kenndara og blandaðra en Ár- hringur með í senn tilhneigingu til að spegla hið háleita og djúpa og einnig kalla fram lagræna söngstúfa. Þótt ólíkir séu eigi þeir Áskell og Haukur það sam- eiginlegt að litstigi þeirra sé skær og krafturinn marrandi - langt frá hinum blíðu dönsku tónum. Anders Beyer skrifar í In- formation að ástæða sé til að kynna fyrir Dönum hinn nánast óþekkta Caput-hóp því að þar sé um að ræða einkar góðan hóp tónlistarmanna. Hann segir að ekki sé orðum aukið að full- yrða að Caput sé í forystu með- al nýrra íslenskra tónlistarhópa og sé einnig í norrænu sam- hengi í fremstu röð. í sama streng taka tónlistar- gagnrýnendur fleiri danskra blaða. Strengleikar ísafjarðarkirkja Kór- og hljómsveitar- tónleikar KÓR- og hljómsveitartónleikar verða haldnir í Isafjarðarkirkju næstkomandi pálmasunnudag, 31. mars, kl. 14. Fram koma Bamakór Tónlistarskóla ísafjarðar, kór ísa- fjarðarkirkju, félagar úr kirkjukór Bolungarvíkur og kór Suðureyrar- kirkju, Sunnukórinn og Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna _ ásamt hljóðfæraleikurum frá Isafirði. Bjamey Ingibjörg Gunnlaugsdóttir syngur einsöng og Hulda Braga- dóttir leikur einleik á orgel. Stjórn- andi á tónleikunum er Ingvar Jónas- son. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Schubert, Mozart, Bach, Hand- eí, Franck, Mascagni og Jónas Tóm- asson. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna var stofnuð haustið 1990 og starfar í Reykjavík. Að þessu sinni leika um tuttugu manns með sveitinni. Ingvar Jónasson var einn af stofn- endum sveitarinnar. Einleikari tón- leikanna, Hulda Bragadóttir, er org- anleikari í ísafjarðarkirkju. Ein- söngvarinn, Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, er Isfirðingur og stundar nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík. TÓNLIST Scltjarnarncskirkja STRENGJATÓNLEIKAR Verk eftir Madetoja, Bach, Rautava- ara og Hafliða Hallgrímsson. Óm Magnússon, pianó; Kammersveit Sel- tjamamess u. stj. Sigursveins K. Magnússonar. Seltjamameskirkju, sunnudaginn 24. marz kl. 20.30. ENGRI var nesjamennsku til að dreifa sl. sunnudagskvöld, þeg- ar 16 manna strengjasveit mætti til leiks vestur í Seltjarnarnes- kirkju. Né heldur var lítið og lágt yfir hljómi kirkjunnar, og mega andlegir sem veraldlegir guðshús- ráðendur að sönnu vera stoltir af þessum frábæra kammertónlei- kastað. Viðfangsefni kvöldsins voru valin af kostgæfni og voru sem klæðskerasaumuð fyrir safa- ríka strengjasveit í góðum sal. Fyrst var Elegie Op. 4 nr. 1 eftir Sibeliusarnemandann Leevi Mad- etoja, harmþungið lítið verk en hreint í lund og vel skrifað. Þegar í byijun kom fram, að hér voru engir viðvaningar á ferð, því leikur og hendingamótun voru úthugsuð, styrkbreytingar hnitmiðaðar og heildarhljómur þéttur og glæsileg- ur. „Proff sánd“ (eins og sagt er á hljóðversíslenzku), sem stappaði nærri silfraða Nimbus-hljóminum af Ensku strengjasveitinni hans Williams Boughtons. Örn Magnússon píanóleikari, bróðir stjórnandans, stjórnaði kammersveitinni frá hljómborðinu að fornum sið í píanókonsert Bachs í A-dúr BWV 1055, og tókst það ágætlega, því ekki var að sjá og heyra, að sveitin ætti í vand- ræðum með samtaka innkomur, né heldur að hún kæfði víravirki píanósins á milli túttíkafla, þó að hún sýndi örlitla tilhneigingu til að flýta í Larghetto-miðkaflanum. í tónleikaskrá var verkið sagt umritun úr fiðlukonsert, eins og flestir sembalkonsertar Bachs, og kann þar að koma til ný þekking, því Grove (útg. 1980, vitnandi í Neue Bach Ausgabe) segir það umskrifað úr konsert fyrir ást- aróbó. Verkið var vel og skörulega fiutt, nema hvað kirkjan var að- eins of ómmikil fyrir hraðasta slaghörpuflúrið, a.m.k. heyrt aftan úr sal til vinstri. Tvær ósviknar strengjasveitar- perlur voru á boðstólum eftir hlé. Divertimento Einojuhanis Rautavaaras (f. 1928) var samið á námsárum hins kornunga Finna vestan hafs hjá Áaroni Copland 1947, oger óhætt að kalla snilldar- stykki, jafnvel þótt ekki sé miðað við aldur- höfundar. Þó að verkið sé svolítið íhaldssamt fyrir sinn tíma - tónamálið ber keim af fransk-enskum serenöðustíl milli- stríðsáranna, að ógleymdum Dag Wirén og Bartók - þá ber það flest einkenni sígildleikans. Rautavaara gerðist síðan mun framsæknari; því miður, liggur manni við að segja, eftir að hafa hlustað á þetta „skólaverk". Seltirningar og Sigursveinn K. Magnússon leyfðu hljómadýrð Di- vertimentosins að njóta sín út í æsar með sérlega útfærðri dýnam- ík, og í lokaatriði kvöldsins, tveim þáttum úr svítuverki Hafliða Hall- grímssonar frá 1987, Dagdraumar og Tölustafir, var ekki síður gert, því innlifuð spilamennskan afhjúp- aði hér sýnishorn af gimsteini, sem ætti að eiga upplagt erindi á geisladisk, ef afgangurinn nær upp í fyrirheit forsmekksins. Sigursveinn og kammersveitin máluðu í sameiningu áhrifamikla mynd af dulúðinni í fyrri þættin- um, Ljósið kemur langt og mjótt, með fínlegum tónalitum, og and- stæða fífutýrunnar mjóu muldraði mjúkt og mæðulega úr dýpri strengjum í upphafi þess síðari, Sálmur við klett. Einkennandi fyr- ir þáttinn var lítið hrynfrum í lombardískum rytma, „scottish snap“ eins og brezkir kalla, sem gætir m.a. í ungverskum þjóðlög- um og íslenzkum barnagælum. Enn var leikið með ómenguðum bravúr, og er ekki ofsagt, að þætt- irnir tveir úr verki Hafliða hafí myndað tignarlegt niðurlag á sér- lega vel heppnuðum tónleikum. Hlustendur hefðu ábyggilega flestir kosið að fá meira að heyra án tafar. Af hveiju látið var sitja við þessa tvo þætti að sinni, var ekki tilgreint nánar í tónleikja- skrá, en af niðurlagsorðum henn- ar, ósk um að kammersveitinni auðnist að flytja verkið í heild „áður en langt um líður“, mætti þó gruna, að fremur hafi ráðið magn en gæði, ef hafður er í huga „divisi“-ritháttur Hafliða, sem gerir stundum ráð fyrir fjölda und- irradda innan hverrar strengja- raddar. Ef rétt er til getið, mun fram- haldið m.ö.o. spurning um aukinn mannskap. Eftir leikni flytjanda að dæma virðist að minnsta kosti næsta ólíklegt, að Kammersveit Seltjarnarness ráði ekki nú þegar við tæknikröfur tónskáldsins, og ef verkið skyldi enn liggja óskráð hjá garði í hljómandi mynd, þætti manni liggja beinast við, að KS skellti því sjálf á geisladisk. Þeim Seltirningum er greinilega fátt að vanbúnaði - nema þá ef vera kynni mannfæðin. Ríkarður Ö. Pálsson,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.