Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Nutra Sweet Kelco kaupir Þör- ungaverksmiðjuna á Reykhólum Þegar hafist handa við endurbætur ALÞJÓÐAFYRIRTÆKIÐ Nutra Sweet Kelco (NKC) hefur ákveðið að kaupa 67% hlut ríkisins í Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum og er kaupverðið 29 milljónir króna. Samningar þessa efnis verða undirritaðir á Reykhólum í dag í tengslum við aðalfund Þörunga- verksmiðjunnar. Að sögn þeirra Richards K. Searle og Jerry G. Lewis, sem séð hafa um kaupin fyrir Kelco, hyggst fyrirtækið þegar ráðast í endurnýjun á búnaði verk- smiðjunnar með það að mark- miði að auka afköst hennar og hagkvæmni. Þeir segja það ljóst að tals- verðum fjármunum verði varið í þessar endurbætur og sé stefnt að því að þeim verði lokið á þessu ári. Engin áform séu hins vegar uppi um neinar uppsagnir meðal starfsfólks og stjórnendur verði þeir sömu og nú. Síðasti liðurinn í fjárhagslegri endurskipulagningu Síðastliðið ár hefur staðið yfir fjárhagsleg endurskipulagning rekstrar Þörungaverksmiðjunn- ar og fengust meðal annars felldar niður 26 milljónir króna af skuldum fyrirtækisins. Tap af reglulegri starfsemi þess árið 1995 nam 1,1 milljón króna og heildarveltan var 95 milljónir króna. Þeir Searle og Lewis telja kaupverðið þó ekki of hátt því þeir hafa trú á því að rekstur verksmiðjunnar geti skilað hagnaði að loknum þeim endur- bótum sem gerðar verða á henni. Skarphéðinn Steinarsson, deildarstjóri í fjármálaráðuneyt- inu, segir að sala á hlut ríkisins sé síðasti liðurinn í fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækis- ins. Verðið sem fengist hafi fyr- ir fyrirtækið geti talist nokkuð gott miðað við það sem lagt hafi verið í hana auk þess sem styrkari stoðum hafi verið skot- ið undir rekstur hennar með þessum hætti. Aðrir hluthafar í Þörunga- verksmiðjunni eru Byggðastofn- un, með 32% hlutafjár og um 70 smærri hluthafar, með sam- tals 1% hlutafjár. Stúlka slasast alvarlega UNG stúlka slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir bíl á Kringlumýrarbraut á móts við Bústaðaveg um miðjan dag í gær. Stúlkan var að leiða reið- hjól yfir götuna þegar hún varð fyrir bifreið. Ekki fengust upp- lýsingar frá lögreglu um nánari málsatvik, en að sögn hennar dró bifreiðin á eftir sér óskráða vélsleðakerru. Að sögn læknis á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur er stúlkan með alvarlega höfuð- áverka, auk þess sem hún er beinbrotin. Gerð var á henni aðgerð síðdegis í gær að lokinni rannsókn. Ólafur Ragnar Grímsson í kjöri til forsetaembættís ÓLAFUR Ragnar Grímsson alþing- ismaður tilkynnti í gær þá ákvörð- un sína að bjóða sig fram til emb- ættis forseta íslands í kosningun- um sem fram fara í júní næstkom- andi. „í kjölfar mikilla umræðna og umhugsunar sem fram hefur farið hér á heimilinu þá hef ég ákveðið að lýsa því yfir nú að ég gef kost á mér til þess að gegna embætti forseta íslands," sagði Ólafur Ragnar á blaðamannafundi sem hann boðaði til á heimili sínu í gær. Ólafur sagði að í samræmi við þá ákvörðun sína að bjóða sig fram til embættis forseta Islands hefði hann ákveðið að taka ekki sæti á Alþingi þegar það tekur til starfa á ný að loknu páskaleyfi. Laða saman ólík öfl „Ég velti mjög fyrir mér á undanförnum vikum og síðustu dögum er hvort ég gæti átt gæfu til þess eftir mín fyrri störf að laða saman ólík öfl í okkar þjóðfélagi. Það er kannski fyrst og fremst sá mikli stuðningur sem ég hef fundið frá fólki í öllum flokkum og víða að sem hefur sannfært mig um að ég gæti það. Ég hefði ekki gefið kost á mér til þess starfs ef ég hefði ekki haft djúpa sannfæringu fyrir því að með stuðningi þjóðar- innar allrar gætum við sinnt þeim einingarskyldum sem nauðsynlegt er að forseti íslands gegni," sagði Ólafur. Aðspurður um hverju hann vildi fá áorkað ef hann yrði kjörinn for- seti íslands sagði Ólafur Ragnar að það væri ekki einstaklingurinn einn, sem gégnir embætti forseta, sem veldi áherslurnar, heldur birt- ist þjóðin öll í sameiningu ásamt forsetaembættinu bæði sjálfri sér og umheiminum með þau málefni sem íslendingar teldu við hæfi að flytja. „Ég hugsa að ásamt því að sinna störfum hér heima í samræmi við þær venjur og hefðir sem skapast hafa þá muni ég reyna að tryggja það að sess íslendinga í síbreytileg- um heimi verði í senn áhrifaríkur og efnisríkur," sagði hann. Ólafur Ragnar Grímsson er fæddur á ísafirði 1943, sonur hjón- anna Gríms Kristgeirssonar hár- skera og Svanhildar Hjartar. Hann er með doktorspróf í stjórnmála- fræði og var prófessor við Háskóla íslands í 18 ár. Hann var alþingis- maður frá 1978 til 1983 og aftur frá 1991. Hann var fjármálaráð- herra 1988-1991 og formaður Al- þýðubandalagsins 1987 til 1995. Ólafur hefur tekið þátt í marg- víslegu alþjóðlegu samstarfi og hefur hann hlotið og tekið við al- þjóðlegum verðlaunum og viður- kenningum fyrir störf sín á þeim vettvangi. Morgunblaðið/Svemr OLAFUR Ragnar Grímsson ásamt Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur eiginkonu sinni og dætrunum Guðrúnu Tinnu og Svanhildi Döllu þegar hann tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta íslands. Hæstiréttur Sýkna í máli vegna uppsagnar þungaðrar konu HÆSTIRÉTTUR sneri í gær við dómi Héraðsdóms Norðurlands og sýknaði Dagsprent á Akureyri af kröfum blaðakonu, sem sagt hafði verið upp starfi meðan hún var þunguð. Af hálfu blaðsins var því haldið fram að uppsögnin ætti rætur að rekja til erfiðrar fjár- hagsstöðu blaðsins en ekki til þungunar konunnar. Hæstiréttur telur að gild rök hafi verið færð fyrir að svo hafi verið. í héraðsdómi hafði Dagsprent verið dæmt til að greiða konunni, sem rak skrifstofu Dags á Sauðár- króki, 391 þúsund krónur. Héraðs- dómari taldi að ekki yrði séð að fyrirhuguð taka konunnar á fæð- ingarorlofi hafi skipt sköpum varð- andi rekstrarafkomu blaðsins þannig að það hafi ekki verið sú gilda ástæða í skilningi laga sem réttlætt geti uppsögn hennar, og annars blaðamanns, eftir að vinnu- veitanda hennar varð þungun hennar Ijós. í dómi Hæstaréttar er niður- staðan hins vegar sú að fjárhag Dagsprents hafi verið svo komið síðari hluta árs 1993, þegar kon- unni var sagt upp, að brýn nauð- syn hafi verið að hagræða til hins ýtrasta í rekstrinum. Ekki sé ástæða til að draga í efa að nær- tæk og eðlileg ráðstöfun í því efni hafi verið að leggja niður útibúið á Sauðárkróki. „Þykir áfrýjandi með þessu hafa sýnt fram á svo veigamikið tilefni fyrir uppsögn stefndu að á það beri að fallast að fullnægt hafi verið áskilnaði 1. mgr. 7. gr. laga nr'. 57/1987 um fæðingarorlof. Skiptir ekki máli þótt þessi ráð- stöfun hafi engan veginn skipt sköpum um rekstrarafkomu [Dagsprents] í heild,“ segir í dómi Hæstaréttar. Ennfremur segir að þar sem viðhlítandi rök skorti fyrir því að þessar gildu ástæður hafi ekki valdið uppsögninni heldur þungun konunnar, verði ekki talið að brot- ið hafi verið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt I kvenna og karla. Dagsprent var því sýknað. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Blass svarað innan fimm daga SAMSKIPTALEYSI í ráðuneyti samgöngumála er meginorsök þess að Israelsmaðurinn Emanuel Blass sem lenti í hrakningum á Vatnajökli í ágúst, hefurekki feng- ið svar ráðuneytis við erindi sínu, að sögn Ármanns Kr. Ólafssonar aðstoðarmanns ráðherra. Rúmir fimm mánuðir eru síðan Blass sendi erindi sitt til ráðuneytisins. Ármann segir að niðurstaða ráðuneytisins hafi legið fyrir í byij- un janúar, en þá hafi Rannveig Hjaltadóttir deildarstjóri sem fór með málið farið í barnsburðarleyfi. „Við leyfið virðist málið ekki hafa verið sent þeim sem fer með málið nú. Ráðherra var búinn að gefa fyrirskipun um að erindinu yrði svarað, þannig að í raun er um eitthvert samskiptaleysi að ræða. Að minnsta kosti stendur ekki á svari að öðru leyti,“ segir Ármann. Málið er nú í höndum Jósefs Þorgeirssonar deildarsérfræðings og er þess að vænta að svar ráðu- neytis verði sent Blass innan fimm daga. Jósef hefur unnið að frekari gagnasöfnun vegna málsins frá því í byijun febrúar, að sögn Ár- manns. Niðurstaða ráðuneytjsins er trúnaðarmál, að sögn Ármanns, þangað til Blass er búinn að fá svarið í hendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.