Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ___________ÚRVERIMU_________ Afkomubati hjá sjávar- útvegssviði KEA í fyrra MIKILL afkomubati hefur orðið hjá sjávarútvegssvið KEA síðastl- iðin ár. Hagnaður af reglulegri starfsemi á síðasta ári nam 56 milljónum króna. Útgerðin skilaði nímlega 90 milljóna króna hagn- aði, en um 36 milljóna króna tap varð á vinnslu í landi. 14 milljóna hagnaður var af rekstrinum 1994. Ari Þorsteinsson, forstöðumaður sjávarútvegssviðsins, segir að af- koma í útgerðinni sé viðunandi, en svo sé því miður ekki í landvinnsl- unni. Leita verði allra mögulegra leiða til að auka hagkvæmni vinnslu í landi svo sem með endur- skipulagningu, lækkun kostnaðar, breyttu launakerfi og aukinni tækni. Starfsemi sjávarútvegssviðs KEA er fyrst og fremst Útgerð- arfélag Dalvíkinga og fiskvinnslu- stöð KEA í Hrísey auk þess sem 34% hlutur í Snæfellingi hf. í Snæ- fellsbæ var keyptur í fyrra. Framleiðsla smá- pakkninga aukin í Hrísey Heildarframleiðsla í Hrísey var 1.098 tonn á móti 1.337 tonnum árið 1994, sem er 18% samdrátt- ur. Framleiðsluverðmæti var 386 milljónir á móti 419 milljónum árið Aðalfundur Islenzkra sjávarafurða AÐALFUNDUR íslenzkra sjávarafurða hf. verður haldinn í dag, föstudaginn 28. marz í Súlnasal Hótels Sögu. Fundur- inn hefst kiukkan 9.00 og mun Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsrðaherra ávarpa fundar- gesti í upphafi fundar. Að loknu ávarpi Þorsteins verða venjuleg aðalfundarstörf. Tekjur af reglu- legri starfsemi 56 milljónir króna 1994, sem er 9%o samdráttur. Frystar afurðir voru 980 tonn á móti 1.161 tonn 1994. Talsverð aukning var í sölu og framleiðslu á smápakka, og fékk frystihúsið í Hrísey viðurkenningu íslenskra sjávarafurða fyrir framleiðslu smá- sölupakkningar á Bretlandsmark- að. Samdráttur á Dalvík Heildarframleiðsla á Dalvík var 2.327 tonn, sem er 13% samdrátt- ur frá árinu 1994. Framleiðslu- verðmæti var 611 milljónir á móti 689 milljónum árið 1994, sem er 9% samdáttur. Frystar afurðir eru svipaðar á milli ára, eða um 1.450 tonn. Samdráttur var í sölu og framleiðslu á smápakka þrátt fyrir átak íslenskra sjávarafurða og frystihússins sem talað er um í síðustu ársskýrslu. Framleiðsla á smápökkum árið 1995 var 359 tonn á móti 407 tonnum 1994. Saltfiskframleiðslan var 398 tonn á móti 836 tonnum 1994. 71 tonn af skreið var verkað á Hjalteyri síðasta ár og er það fyrsta skreiðarverkun um árabil. Heildarframleiðsla af skreið og hausum var 404 tonn á móti 357 tonnum árið 1994. Súlnafellið selt Súlnafellið var selt án allra aflaheimilda. Þrátt fyrir það jókst þorskmagn sem tekið er til vinnslu hjá félaginu. í byrjun árs var fiskvinnsla KEA, Grímsey, leigð til fiskmarkaðar Dalvíkur. Keyptur hlutur í Snæfellingi Kaupfélag Eyfirðinga keypti verulegan hlut í Snæfellingi hf. í Ólafsvík á árinu. Eins og segir í samstarfssamningi KEA og Snæ- fellings hf. er meginmarkmið með kaupunum að eignast hlut í arð- bæru sjávarútvegsfyrirtæki í Ól- afsvík og eiga samstarf um veiðar, hráefnisöflun, ráðstöfun á afla- heimildum og vinnslu á sjávar- fangi. Már SH og Garðar II, sem eru skip í eigu Snæfellings hf., hafa landið bolfiski til vinnslu á Dalvík og í Hrísey. Björgvin EA hefur landað frystri iðnaðarrækju til vinnslu í Snæfellingi hf. Rekstrarskilyrði með allra versta móti „Rekstrarskilyrði fiskvinnslu í landinu voru með allra versta móti á árinu 1995,“ segir Ari Þorsteins- son. „Þeir þættir sem höfðu hvað mest áhrif á slæma afkomu vinnsl- unnar voru óhagstæð gengisþróun og langvarandi samdráttur í afla- heimildum. Fljótlega á árinu var ljóst að þessir þættir hefðu veruleg áhrif á afkomu fiskvinnslu KEA. Þess vegna urðu á áherslubreyt- ingar í starfsemi sjávarútvegs- sviðsins á árinu 1995. Hráefnisöfl- un skyldi alfarið í höndum fisk- vinnslunnar með fiskkaupum á mörkuðum, frosnu hráefni og hrá- efnissamningum við óskylda aðila. Á sama tíma skyldi reynt að nýta sér sem best þá möguleika sem útgerðin hefur til að skila já- kvæðri afkomu. Horfur um afkomu landvinnsl- unnar á árinu 1996 eru ekki betri en þær voru 1995. Erlendar verð- lækkanir eru í farvatninu. Ljóst er að stjórnvöld ætla ekki að grípa inn í og leiðrétta gengi. Talverður árangur hefur náðst í vinnslunni hvað varðar nýtingu og verðlagn- ingu hráefnis og verðmætasam- setningu afurða. Töluverðar vonir eru bundnar við þá stefnumótunar- vinnu sem átt hefur sér stað innan allra deilda kaupfélagsins til þess að hún geti leitt til bættrar afkomu sjávarútvegsins í heild sinni,“ segir Ari Þorsteinsson. Ekta teppi á verði qervimottu! Sölusýning! •fo > t </ HÓTEL REYKJAVÍK SIGTÚNI Höfum fengiö ENN eina sendingu af stökum teppum frá Pakistan, íran og Afghanistan á einstöku veröi. Verðdæmi: Afghönsk Balutch ca. 0,80x 1,30 frá 7.900,- írönsk Afshar ca. 1,5 x 2,0 frá 32.600,- Pakistönsk Jaldar ca. 1,0x1,5 frá 7.800,- f dag 29.3 frá kl. 12-20 og frá kl. 11—19 á hverjum degi fram að skírdegi, einnig laugardag og sunnudag. Muniö! Bestu stykkin fara fyrst! VISA RAÐGREHJSLUR Austurlenska Teppasalan hf. Reuter ÍSRAELSKAR öryggissveitir handtóku í gærmorgun yfir 200 Palestínumenn, grunaða um aðild að hryðjuverkum, á Vestur- bakkanum og var samstarf við lögreglu Arafats um yfirstjórn aðgerðanna. Einnig var kannað hvort háskólanemar frá Gaza hefðu komist með ólöglegum hætti yfir á Vesturbakkann og lýstu talsmenn Palestinumanna óánægju með að Israelarnir hefðu beitt óþarfa hörku við námsmennina. Á myndinni sést ísraelskur hermaður gæta fanga eftir áhlaupið í gær. Nýr flokkur stofnaður á Gaza-svæðinu Styðja málstað Hamasen hafna ofbeldi STOFNAÐUR hefur verið á Gaza- svæðinu nýr flokkur múhameðs- trúarmanna sem fylgir helstu stefnumálum Hamas-samtakanna en hafnar því að ofbeldi sé beitt til að fylgja þeim eftir. Flokkurinn, sem nefnist ísl- amski endurreisnarflokkurinn, var stofnaður með aðstoð Yassers Ara- fats, forseta sjálfsstjórnarsvæða Palestínumanna, en hann hefur ákaft hvatt til þess að andstæðing- ar friðarsámninga við Israela myndi lýðræðisleg stjórnmálasam- tök er starfi fyrir opnum tjöldum. Hamas og leiðtogar herskárra múhameðstrúarmanna hafa sætt vaxandi þrýstingi eftir sprengju- herferð þá sem samtökin stóðu fyrir í ísrael og kostaði um 60 manns lífið. Þrátt fyrir áköf áköll ríkja heims hefur Arafat hikað við að láta til skarar skríða gegn Ham- as sem sinna margvíslegri félags- legri starfsemi á hernámssvæðum ísraela. Nýr vettvangur Fréttaskýrendur telja að stofnun flokksins nýja megi ekki síst rekja til ótta þeirra leiðtoga Palestínu- manna sem andvígir eru ofbeldis- verkum Hamas við að þeir verði látnir gjalda fyrir illvirkin og settir bak við lás og slá. Þá er þetta og talin merkileg tilraun af hálfu Ar- fats til að skapa nýjan farveg fyr- ir stjórnmálaumræðu á meðal Pal- estínumanna á sama tíma og gefið er til kynna að takmarkanir á umsvifum Hamas feli ekki í sér allsherjar herferð gegn starfsemi andstæðinga stefnu hans. Með þessu móti sýni Arafat og ísraelsk- um stjórnvöldum fram á að sú stefna hans að einangra vopnaða ofbeldismenn og höfða þess í stað til hófsamari afla, sé líkleg til að bera árangur. Formaður flokksins er Issmail Abu Shanab, verkfræðingur að mennt en hann hefur verið í fang- elsi í ísrael frá árinu 1989. Flestir aðrir helstu leiðtogar flokksins hafa setið í fangelsi fyrir þátttöku í aðgerðum Hamas-samtakanna. Tvær konur eru í 19 manna stjórn flokksins. Hin altæka múhameðstrú Líkt og Hamas hafnar flokkur- inn samningum Israela og Palest- ínumanna með þeim rökum að þar sé ekki sanngirni gætt. Palestína sé „íslamskt, arabískt og palest- ínskt“ landsvæði og höfuðborg þess Jerúsalem. Múhameðstrú veiti og svör við öllum vandamálum manna. I stefnuskránni er hins vegar tekið skýrt fram að flokkurinn við- urkenni önnur trúarbrögð og aðrar stjórnmálaskoðanir og hafni því að ólöglegum aðferðum sé beitt til að fylgja eftir helstu stefnumálum hans. Fullvíst þykir að flokkurinn taki þátt í sveitarstjórnarkosningunum í sumar eða haust og þá þykir lík- legt að Arafat fái flokknum full- trúa í framkvæmdanefnd sinni. Heimild: The New York Times.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.