Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 26
 26 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996____________________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýtt listahom MYNPLIST Gallcrí Ilornid, II a f n a r s t r æ t i MÁLVERK, LJÓSMYNDIR O.FL. ívar Török og Magdalena M. Hermanns. Opið kl. 14-18 alla daga nema mánud. til 31. mars. Aðgangur ókeypis. UM ÁRABIL var Listhúsið Nýhöfn við Hafnarstrætið fastur viðkomustaður listunnenda á ferðum sínum um borgina. Síðan sá staður hætti starfsemi hefur lítið farið fyrir myndlistinni á þessum slóðum og því ótvírætt fagnaðarefni þegar nýr vett- vangur er opnaður þar fyrir myndlistina. Gallerí Hornið er norðan götunnar (í Hafnarstræti 15) og verður rekið í nánum tengslum við veitingahús með sama nafni, sem er við hliðina. Sambýli kaffihúsa og sýningar- rýmis er vel þekkt hjá okkur, og því má ætla að þessi tegund sam- býlis eigi einnig að geta gengið ágætlega upp. Salurinn er bjartur og býður upp á nokkurt veggpláss, sem ætti að nýtast vel_. Fyrst til að sýna hér eru þau Ivar Török og Magdalena M. Hermanns, en verk þeirra fléttast saman með ákveðnum hætti, þó þau vinni í ólíka miðla. ívar er fæddur í Búdapest og stundaði sitt listnám í Ungveija- landi, en hefur búið að mestu og starfað á íslandi í rúman ald- arfjórðung. Hann hefur verið mikilvirkur á sviði leikmynda- gerðar í gegnum árin, og m.a. starfað fyrir öll helstu leikhús landsins, en auk þess hefur hann unnið að hönnun og kennslu og haldið nokkrar sýningar á list sinni. Magdalena stundaði nám í ljósmyndun í Hollandi og útskrif- aðist þaðan á síðasta ári, og starf- ar nú sjálfstætt sem ljósmyndari. Sýningunni hafa þau gefið yfirskriftina „Svoleiðis sögur“, sem vísar til ákveðinnar dulúðar í viðfangsefninu. Hér getur að líta akrýlmálverk, grímur og ljós- myndir, sem tengjast saman i viðfangsefnum, en þau má helst kenna við ísmeygilega veröld vís- indaskáldsögunnar, þar sem dýr eru menn, eða (sem er næsti bær við) vel þekkta líkingu dæmisög- unnar, sem gerir mann úr dýri. Þetta myndmál er vel þekkt úr myndasögum jafnt sem teiknimyndum, en hefur einnig komið sterkt fram í myndlistinni hin síðari ár, og má þar benda á trémyndir þýska höggmyndar- ans Stepans Balkenhol, sem hafa notið vaxandi athygli undanfar- ið. Málverk ívars byggja á slík- um fígúrum, og eru flest unnin með sterkum litum, og vísa ýmist til vísindaskáldsögunnar, eins og t.d. í „Hættuleg kynni“ (nr. 8) eða listasögunnar „Eldgleypir“ (nr. 1). Stundum eru hér settar fram andstæður, sem skilja eftir spennu í loftinu, án þess að um bein átök sé að ræða. Nokkur málverkanna eru einnig byggð á grímuklæddum persónum, en það er fyrst og fremst í ljósmyndum Magdalenu, sem slíkur hlutverkaleikur nær sér vel á strik. Maðurinn felur sig einatt á bak við grímur í líf- inu, og hér verða grímurnar að tilvísunum í það sem að baki býr. í sumum birtist fáránleikinn (snjómaðurinn ógurlegi í blóma- garði, nr. 16), í öðrum undrum lífsins (nr. 7), og í enn öðrum er spurt hvort gríman sé ef til vill hið eina raunverulega við manninn (nr. 18). Það er aðeins í dansinum við dauðann, sem maðurinn fær ekki lengur hulist, og hlýtur að koma fram á eigin forsendum. Hér er vel unnið úr kunnug- legu efni, þar sem er hinn innri maður okkar allra. Verk þeirra Magdalenu og ívars ná vel sam- an og mynda góða heild, sem fer vel í þessu bjarta rými. Hér er rétt að senda aðstand- endum þessa nýja listahorns árn- aðaróskir í tilefni opnunarinnar, með von um að hann nái að festa sig í sessi og að þar verði rekið öflugt myndlistarstarf í framtíð- inni. Eiríkur Þorláksson nát“ ÞRJÚ ílát eftir Sigríði Erlu. LIST OG HÖNNUN L i s t h ú s 3 9 LEIRLIST Sigríður Erla. Opið frá kl. 10-18 rúmhelga daga, kl. 12-18 laugar- daga og kl. 14-18 sunnudaga til 1. apríl. Aðgangur ókeypis. SIGRÍÐUR Erla nefnir fram- kvæmd sína einfaldlega „ílát“ og er það mjög við hæfi, því um er að ræða ýmiss konar brúks- hluti. Sigríður lauk námi úr leir- listadeild MHÍ 1990 og er þetta frumraun hennar um einkasýn- ingu, en áður hefur hún þó tekið þátt í nokkrum samsýningum og þaraf tveimur í útlandinu. Öll ber sýningin vott um hóg- værð og látleysi, sem eru fyrir margt góðir eðliskostir í upphafi ferils, en hins vegar saknar mað- ur einarðlegra átaka til margra átta svo sem fram komu á sýn- ingum ungra hér á árum áður. Af einhveijum ástæðum fara listnemar dagsins fljótlega að fást við mjög afmarkað svið í skólum og halda sig stíft við það, svo sem um persónuein- kenni sé að ræða, sem þó er ekki allskostar rétt. Þannig er það alþekkt að ungir rithöfundar leggja gjarnan land undir fót og ferðist víða, auk þess að þreifa fyrir sér til margra átta á ritvell- inum. Ófáir eru þeir sem lagt hafa fyrir sig myndlistarnám og áhugi mikilsverðra rithöfunda og skálda á sjónmenntum er al- þekktur, svo og náið samband þeirra við myndlistarmenn. Þá virðast sumir ungir mjög hræddir við að missa persónuein- kenni sín við skoðun safna og sýninga og þegar þeir sjá eitt- hvað líkt verkum sínum á mark- aðnum dettur þeim fyrst í hug að hugmyndimar séu teknar frjálsri hendi frá þeim, frekar en að eiga sameiginlega upp- sprettu! Minnir það mig alltaf á dæmisöguna gömlu, um rúss- neska uppfinningamanninn sem um áratugi hafði lokað sig inni í kjallarakompu þar sem hann var að bjástra við uppfinninguna miklu á tveim hjólum. En svo er hún var seint um síðir fullbú- in, og hann fór af stað á hjólinu fullgerðu á leið í þorpið sitt til að kynna uppfinningu sína, sem var úr tré, spanaði fólk fram hjá honum á margföldum hraða og öllu fulkomnari reiðhjólum ef ekki bifreiðum líka! Þetta er einungis snjöll dæmi- saga um að menn eigi aldrei að loka að sér dyrunum, heldur stöðugt að vera að skoða list annarra og opna svið- ið. Trúlega segir hún þeim er les, að list- rýninum finnist mun- ir Sigríðar einhæfir sem er rétt. Hins veg- ar er það í sjálfu sér ekki neinn stóridóm- ur vegna þess að ílát- in eru vel formuð þótt nákvæmnin mætti vera meiri, og löng leið sé til hand- bragðs meistara á borð við Alev Sies- bye, sem einnig vinn- ur á sígildum grunni. Rýnirinn getur og allt eins borið mikið lof á listspíruna fyrir að fylgja mjög sí- gildri hefð hvað mót- un ílátanna snertir, því það er á grunn- formunum sem allt veltur. Jafnvel þótt yfirbragð þeirra sé full þunglamalegt bætir skreyt- ingin það upp, og á stundum svo um munar eins og hvað nr. 14 snertir, sem er gott dæmi um þýðingu hugmyndaríks skreyti- flæðis á brúkshlut. Bragi Ásgeirsson Höfundasmiðja Leikfélagsins Spurning um orðalag SJÖTTA sýning Höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur verður í Borgarleikhusinu laugardaginn 30. marz kl. 16. Sýndur verður einþáttungurinn Spurning um orðalag_ eftir Braga Ólafsson. Þetta er fyrsta leikrit Braga sem sett er á svið en fyrir skömmu var hljóðritað verðlauna- leikrit hans, Sumardagurinn fyrsti, sem verður sent út á vegum Ríkis- útvarpsins í næsta mánuði. í kynningu segir: „Spurning um orðalag greinir frá um það bil klukkustund í lífi tveggja vina sem venja komur sínar á lítinn bar í Reykjavík. Annar þeirra, sem er smásagnahöfundur, hefur fengið það verkefni í hendurnar að búa til auglýsingatexta fyrir gamlan félaga sem rekur auglýsingastofu. Þegar leikritið hefst er sá síðar- nefndi væntanlegur á barinn til að sækja textann, en vegna þess að textinn er ekki að fullu mótaður af hálfu smásagnahöfundarins, reynir vinur hans, sem er verkefna- lítill blaðamaður, að koma honum til hjálpar." Leikarar í sýningunni eru Ari Matthíasson, Árni Pétur Guðjóns- son, Bryndís Petra Bragadóttir, Kjartan Guðjónsson og María Ell- ingsen. Leikstjóri er Valgeir Skag- fjörð. -----» ♦ ♦---- Ljósmynda- sýnin g í Gallerí Geysi UÓSMYNDASÝNING ljósmynda- félagsins RGATM verður opnuð á laugardag kl. 16 í Gallerí Geysi, Hinu húsinu, við Ingólfstorg. Ljósmyndafélagið RGATM er áhugamannahópur þar sem flestir stunda nám í ljósmyndun, en aðrir eru viðriðnir félagsskapinn að ein- hveijum hætti. Myndirnar á sýn- inguni eru allt frá mannamyndum til landslagsmynda. Gallerí Geysir er opið alla virka daga milli kl. 9 og 23 og um helg- ar milli kl. 12 og 18. Sýningin stendur yfir til sunnudagsins 28. janúar. Lokatúr í Las Vegas KVTKMYNPIR Rcgnboginn Á FÖRUM FRÁ LAS VEGAS („LEAVING LAS VEGAS“) ★ ★ •kV.2 iÆÍksljóri Mike Figgis. Handritshöf- undur Mike Figgis, byggt á sögu Johns O’Brians. Kvikmyndatöku- stjóri Declan Quinn. Tónlist Mike Figgis. Aðalleikendur Nicolas Cage, Elisabeth Shue, Julian Sands. Bandarísk. Lumiere/UA 1995. SJÁLFSEYÐINGARH V ÖTIN er tekin við stjórninni í lífi Bens Sandersons (Nicolas Cage). Áhorf- endur fylgjast með því á upphafs- mínútunum hvernig taumlaus drykkjuskapur leggur feril hans endanlega í rúst sem handritshöf- undur í Hollywood. Sanderson stingur á sig því sem hann á í reiðufé en brennir aðrar eigur sín- ar, tekur stefnuna á Las Vegas. Þar hyggst hann drekka sig í hel og reiknar með að rubba því af á svo sem fjórum, fimm vikum. Sera (Elisabeth Shue), ung og fögur lúxusmella, verður á vegi hans og viti menn; með þeim skapast náin tengsl. En Sanderson hefur meiri þörf fyrir brennivín en ást. Ekki leikur vafi á að Á förum frá Las Vegas - sem gerð var fyrir smápening, með engum stór- stjörnum, af leikstjóra sem gert hafði næst á undan tvær ömurleg- ar myndir (Liebestraum, Mr. Jones) og eina sem hvorki var fugl né fískur (The Browning Versiorí), er ein af bestu myndum sem gerð hefur verið um áfengis- sýki og sjálfseyðingarhvöt, skipar sér í flokk með sígildum verkum eins og Glötuð helgi - Lost Week- end og Dagar víns og rósa - Days of Wine and Roses. Þegar kemur að alvarlegum málefnum gripur Hollywood oftar en ekki til silki- hanskanna svo úr verða auð- gleymdar vellur eins og Clean and Sober og If a Man Loves a Wo- man, svo getið sé tveggja, nýlegra Hollywood-tilrauna til að fjalla um ofdrykkjuvandamálið. Það er í eðli sínu efni mjög niðurdrepandi, ekki ætti að bæta úr skák að umhverf- ið er dekksta hlið Las Vegas og aðalpersónurnar bytta á brenni- vínstúr til heljar, mellan hans, bófar og annað láglífislið. En Figg- is er ekki á þeim buxunum að hefja grátsöng né væmnisvíl, hann skellir okkur bara inn í brenni- vínstúrinn og segir svona er þetta í rauninni. Hann og hans fólk er trúverðugt. Það er ekki verið að fegra neitt í þessari heimildar- myndarlegu umljöllun, ekki heldur verið að velta manni upp úr raun- um brennivínsberserkja og gleði- kvenna. Ein ástæðan fyrir því hversu framvindan er eðlileg og sannfærandi er ugglaust sú að Figgis byggir handrit sitt á sögu eftir rithöfund sem drakk sig í hel (lauk þeim áfanga um þær mund- ir sem tökur hófust). Hjarta myndarinnar er þó ekki brennivínið, sem er frekar eilífur bakgrunnurinn, heldur hið ein- staka samband sem verður á milli Seru og Sandersons. Hún er ein- manna, auðsærð og varnarlaus persóna sem laðast að fyllibytt- unni þar sem hún finnur að á bak við brennivínsfnykinn og vaxandi sljóleikann býr góðmenni með vandað hjartalag. Þau sjá í gegn- um fingur sér hvað gallana viðvík- ur, hæfa hvort öðru eins og kjaft- ur skel. Slík sambúð endar ekki öðruvísi en með ósköpum. Sera og Sanderson eru vel skrif- uð, krassandi hlutverk og spretta fram ljóslifandi í frábærri túlkun. Sanderson er kjörinn fyrir Cage, sem á í erfiðleikum með að leika „venjúlega“ borgara en á því betra með að túlka jaðarmenn á barmi geðbilunar. Hér er hann í essinu sínu og á margar minnisstæðar senur. Ekki síst er hann brennir fortíðina að baki sér, eftir að hann tekur ákvörðun um að ekki verði aftur snúið. Mikil snilli (og áhætta) er það hjá Figgis að velja Elisa- beth Shue, sem ekkert hafði áður leikið annað en lítilfjörleg glans- píuhlutverk, í vandmeðfarið hlut- verk mellunnar. Shue segir takk fyrir sig og sannar, líkt og Stone í Spilavítinu, að hún er annað og meira en snoppufríðleikinn. Túlk- un hennar stenst fyllilega saman- burð við Lee Remick í Dögum víns og rósa, er hægt að hrósa henni meir? Aðrar persónur koma tæp- ast til sögu, hins vegar hefur Figg- is verið að gamna sér við að setja kunnar persónur og leikara úr skemmtibransanum í smáhlut- verk. Ef þið takið vel eftir þá bregður fyrir þeim Julian Lennon, Ed Lauter, Bob Rafelson, Valeriu Golino, og sjálfsagt mörgum fleir- um. Tilgangurinn er óljós. Þá of- notar hann lagið hans Stings, og sína eigin tónlist, þó margt megi gott um hana segja. Shue kemur yndislega á óvart, líkt og Figgis og reyndar öll mynd- in. Á förum frá Las Vegas er djörf mynd og blaðurlaus í umfjöllun sinni um vængbrotið fólk og drykkjusýki. Hittir í mark án þess að flagga þurfi vasaklútum eða höggum rigni neðan beltis. Sæbjörn Valdimarsson I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.