Morgunblaðið - 29.03.1996, Síða 30

Morgunblaðið - 29.03.1996, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS 60 ÁRA Karl Steinar Guðnason forsljóri Morgunblaðið/Sverrir FORSTJÓRI Tryggingastofn- unar ríkisins er Karl Steinar Guðnason. á tveimur sviðum. Annars vegar sér hún um samninga við erlenda aðila vegna læknismeðferðar sem ekki er unnt að veita hérlendis, t.d. líffæraskipta, og greiðir hún hluta af kostnaði við starf sendi- ráðsprestanra sem veita sjúkling- um og aðstandendum þeirra mikil- væga aðstoð. Hins vegar er með tilkomu EES samninganna og bú- ferlaflutninga manna milli landa orðið mun meira um samskipti milli Evrópulanda vegna læknis- hjálpar og tryggingamála og hefur stofnunin á að skipa lögfræðingum sem annast þennan málaflokk sem Karl Steinar segir að oft geti reynst snúinn. Að lokum er Karl Steinar spurð- ur um húsnæðismál en ljóst er þegar gengið er um ganga og sali Tryggingastofnunar ríkisins að þar er þröng á þingi og starfs- menn orðnir aðþrengdir, m.a. vegna sífellt meira rýmis sem pappírar og skjöl taka. Sér for- stjórinn fram á nýtt og betra hús- næði á næstunni? - Það er vissulega á verkefna- skránni að stofnunin fái viðunandi húsnæði til að geta þjónað við- skiptavinum sínum almenniiega. Aðgengið hér er nánast niðurlægj- andi fyrir aldraða og fatlaða, bíla- stæði afar fá og langt frá því að vera fullnægjandi. Þar fyrir utan fer starf stofnunarinnar nú fram á fiórum stöðum á höfuðborgar- svæðinu og því brýnt að leysa húsnæðisvandann. Eg vonast til að af því geti orðið í mjög náinni framtíð. Við eigum nokkurt fjár- magn til að leggja upp með og höfum vissulega sterka von um árangur. Stofnunin verði hlý- leg og framsækin og veiti góða þjónustu SEXTÍU ár eru um þessar mundir liðin frá því Ti-yggingastofnun ríkisins tók til starfa en lög um alþýðutryggingar tóku gildi 1. febrúar 1996 og komu til fram- kvæmda 1. apríl sama ár. Má teija lögin mikilvægasta framfaraspor í félagsmálum fyrr og síðar en á þeim hafa almannatryggingar síð- an byggst með nauðsynlegum breytingum og viðbótum. Stofnun- in tók til starfa í framhaldi af setn- ingu laganna og starfaði í fjórum deildum. Nú eru þær orðnar 12 og starfsmenn 190, þar af 50 hjá 25 umboðsmönnum víðs vegar um landið. Á síðasta ári voru heildarút- gjöld Tryggingastofnunar rúmlega 31 milljarður króna og ráðstafaði hún 23,8% af fjárlögum ríkisins. Lætur nærri að svo til hvert ein- asta mannsbarn njóti á einhvern hátt þjónustu stofnunarinnar með hlutdeild hennar í læknishjálp í einhverri mynd. - Lög um almannatryggingar verða aldrei fullsamin því þjóðfé- lagsbreytingar og kröfur sam- tímans kalla á sífeilda endurskoðun og hefur nýlega verið skipuð nefnd til að endurskoða núverandi lög. Ég vona að þeim fylgi góðar úr- bætur og ég hef frá því ég tók við starfi forstjóra stofnunarinnar lagt áherslu á að gera hana viðskipta- vinavænni, að afgreiðsla og þjón- usta verði sem greiðust og að hún verði bæði hlýleg og framsækin, segir Karl Steinar Guðnason en hann'tók við starfi forstjóra í októ- ber 1993. - Við skulum muna að almannatryggingar eru ekki bara reiknilíkan og tölur heldur spurn- ing um viðhorf og eftir því sem við gerum stofnunina viðskipta- vænni og allt bótakerfíð einfaldara því meiri líkur er á að í hugum fólks verði þessar tryggingar styrkari. Reynt að draga úr skriffinnsku -Við höfum verið að fara yfir ýmsa þætti starfsins til að gera þá skilvirkari og í því sambandi get ég nefnt að við viljum lengja gildistíma vottorða til þess að fólk þurfí ekki stöðugt að vera að hlaupa vegna þeirra og þannig erum við að stefna að því að minnka skriffínnsku og þó að það hafí kannski ekki tekist eins hratt og ég hefði viljað þá er það allt í áttina. Tryggingastofnun ríkisins starf- ar nú í allmörgum deildum og eru tvær deildir stærstar, þ.e. sjúkra- og slysatryggingadeild og lífeyris- deildin með samtals um 70 starfs- menn og í læknadeild starfa 17 manns. Aðrar deildir eru m.a. al- þjóðadeild, tryggingatannlækna- deild, bókhald, hagdeild, fræðslu- og útgáfudeild, hjálpartækjamið- stöðin og tölvudeild en í tölvumálum hafa einmitt orðið mikil umskipti á síðustu árum segir forstjórinn: - Fyrsti tölvufræðingurinn var ráðinn tii stofnunarinnar fljótlega eftir að ég tók við og nú starfa ijórir í tölvudeild sem bæði sér um að skrifa sumt af nauðsynlegum forritum og þjóna öllum tölvu- rekstri stofnunarinnar. Við feng- um kerfi fyrir lífeyristryggingarn- ar hjá Skýrr sem er flókið og við- amikið kerfí en starfsmenn okkar eru m.a. að hanna kerfi fyrir læknadeild, slysa- og sjúkratrygg- ingadeild og nú er verið að taka í notkun skráningarkerfi vegna lyfjaeftirlits og þannig mætti áfram teija. Þá réðist hingað fyrsti félags- ráðgjafinn í fyrra en þar hafði ég meðal annars í huga að hann tæki sérstaklega að sér þá foreldra sem eignast hafa fötluð börn og þurfa SIGURÐUR Thorlacius tryggingayfirlæknir spjallar við einn starfsmanninn i læknadeildinni. VÍÐA er orðin þröng á þingi hjá Tryggingastofnun en starfsem- in fer nú fram á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. að leita eftir margháttuðum stuðn- ingi. Þar er um mikinn frumskóg að ræða og það er alveg nauðsyn- legt að við aðstoðum þetta fólk við að leysa sinn vanda með þeim meðulum sem við höfum yfir að ráða og númer eitt er að veita því hlýja og góða þjónustu. Aukin samskipti við útlönd Starf Tryggingastofnunar teyg- ir sig einnig út fyrir landsteinana Stefnt að 80% endur- nýtingu hjálpartækja UMSVIF í hvers kyns nýjum hjálpar- tækjum og þjónustu við þau eru um 550 milljónir króna árlega og talið er að um fjórðungur þjóðarinnar þurfi á slíkum tækjum að halda til að vera færari um að taka eðlilegan þátt i daglegu samfé- lagi. Hjálpartækjamiðstöð Trygginga- stofnunar ríkisins sem gerð var að sjálf- stæðri deild fyrir ári sér m.a. um endur- nýtingu á tækjum sem til þess eru fallin og er hún nú yfir 50% og er stefnt að enn meiri endurnýtingu sem sparar umtalsverðar fjárhæðir. Björk Pálsdótt- ir forstöðumaður hjálparstækjamið- stöðvarinna rekur hér á eftir helstu þættina í starfseminni. - Hér eru 11 stöðugildi og við erum þrír iðjuþjálfarnir, síðan tækni- og við- gerðarmenn og fulltrúar. Hjá okkur fer fram bæði víðtæk ráðgjöf um notkun hjálpartækja og mat á umsóknum. Hér hefur því byggst upp mikil þekking og reynsla á sviði hjálpartækja og notkun þeirra og við gerum okkur sérstakt far um að fylgjast með nýjungum og taka þær upp eftir því sem aðstæður leyfa. Allar umsóknir frá skjólstæðingum Tryggingastofnunar um hjálpartæki eru afgreiddar hér en til okkar berast kringum 11 til 12 þúsund umsóknir á ári. Björk er spurð nánar um ráðgjöf um notkun hjálpartækjanna: - Þessi deild Tryggingastofnunar þjónar fyrst og fremst einstaklingum, þeim sem af ein- hverjum ástæðum leita til hennar vegna á hjálpartækja. Þessi ráðgjöf fer oft fram á spítölum og meðferðarstofnun- tækjamiðstöðinni. Hér heldur Björk Pálsdóttir deildarsljóri á griptöng. um áður en sjúklingar útskrifast. Við veitum einnig starfsmönnum þessara stofnana ráðgjöf og erum í samstarfi við til dæmis Grensásdeild, Reykjalund og Kristnes í Eyjafirði svo dæmi séu nefnd. Síðan er mikið um að fólk komi til okkar beint hingað, bæði sjúklingar og aðstandendur þeirra og höfum við ágæta aðstöðu hér til að leiðbeina fólki. Við stefnum að því að veita góða og alhliða þjónustu varðandi alla notkun á hjálpartækjum og benda á og fræða um möguleika slíkra tækja. Björk skiptir hjálpartækjum í fjóra flokka: í fyrsta flokknum eru ýmis tæki og áhöld sem notuð eru til lengri eða skemmri tíma, síðan koma einnota tæki, þá bæklunartæki svo sem spelkur og gervilimir og síðast meðferðar- og þjálf- unartæki. Segir Björk að fjárfrekasti flokkurinn séu spelkur og gervilimir en kostnaður við þann flokk er um 200 milljónir króna árlega. Reynt er með útboðum að ná hagkvæmum samningum vegna kaupa á nýjum tækjum og þjón- ustu og þannig tókst til dæmis að ná 27 milljóna króna lækkun á bæklunar- tækjunum áárinu 1995. Starfsmenn Hjálpartækjamiðstöðvarinnar annast sjálfir eftirlit og viðhald með tækjunum, þvo þau og sótthreinsa eftir útlán, fara yfir þau og lagfæra og stundum þarf að sérsmíða tæki eða viðbót við tæki. f mörgum tilvikum eru tækin mjög dýr, t.d. hjólastólar. Venjulegir stólar geta kostað 150 til 300 þúsund krónar og rafmagnshjólastólar eru mun dýrari og allt uppí um tvær milljónir króna. Hröð þróun vegna tölvutækni - Við teljum því mjög mikilvægt og hagkvæmt að endurnýta þessi tæki og erum komin í yfir 50% endurnýtingu sem tejja má gott eftir aðeins tíu ára starfsemi. Víða á Norðurlöndum er nýt- ingin komin í 70 til 80% og stefnum við að því að ná henni á næstu árum, segir Björk ennfremur. Er mikil þróun í hjálpartælyum? - Já, það er óhætt að segja það, sér- staklega öllu sem varðar raftækni og tölvubúnað. Þar erum við að tala um hluti eins og búnað til tjáskipta sem eykur hæfni og virkni fólks til að tjá sig og á þessu sviði hafa orðið gífurleg- ar breytingar og hröð þróun. Við fylgj- umst með allri slíkri þróun, sækjum upplýsingar til Norðurlandanna sem við eigum mikið samstarf við á öllu þessum sviðum, einnig til annarra Evrópulanda og höfum nýlega tengst upplýsinga- banka Evrópusambandsins um hvaðeina er tengist hagsmunum fatlaðra í þessum efnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.