Morgunblaðið - 29.03.1996, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 55
FRETTIR
Morgunblaðið/Gunnlaugur
NOKKRAR stúlknanna að búa sig undir myndatöku
hjá Helenu Jónsdóttur.
Fegurðardísir
kynntar á Borginni
Yfirlýsing frá
stjórn Nýherja
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi yfirlýsing frá
Nýherja:
„í fréttatíma Stöðvar 2 í gær-
kvöldi birtist frétt um Nýherja
og starfslok Gunnars M. Hans-
sonar forstjóra. Af fréttinni hefði
mátt ráða að starfslokin mætti
að einhveiju leyti rekja til sam-
keppni á tövlumarkaði og erfið-
leika í rekstri Stöðvar 3. Því fer
fjarri.
Gunnar M. Hánsson hefur
verið forstjóri Nýherja frá stofn-
un árið 1992 og undir forystu
hans hefur fyrirtækið verið leið-
andi á sviði tölvu-, skrifstofu-
og tæknibúnaðar hér á landi.
Gunnar var áður forstjóri IBM á
íslandi og stýrði því fyrirtæki
með góðum árangri þar til Ný-
herji var stofnaður og rekstur
IBM féll inn í nýja fyrirtækið.
Umskiptin úr tölvufyrirtæki í
alhliða tæknifyrirtæki eru mikið
verk og Gunnar er aðalhöfundur
að nýja fyrirtækinu, þessi um-
skipti voru nauðsynleg ef fyrir-
tækið vildi áfram vera í farar-
broddi.
A undanförnum fjórum árum
hefur hlutafé í Nýheija skilað
eigendum nálægt 30% ársávöxt-
un að jafnaði þegar tekið er til-
lit til arðgreiðslna og gengis á
hlutafjármarkaði. Vandfundin
mun fjárfesting sem skilað hefði
hiuthöfum betri jafnaðarávöxtun
á þessu tímabili.
Gunnar M. Hansson tilkynnti
stjórn það að hann hygðist láta
af störfum á yfirstandandi ári
vegna persónulegra ástæðna.
Þessi tíðindi komu stjórn mjög á
óvart, en hún varð að sjálfsögðu
að virða ásetning Gunnars. Að
samkomulagi hefur orðið að
hann gegni starfi áfram fram
eftir ári. Gunnar hefur reynst
dugmikill forstjóri og mikill
keppnismaður og það er fjarri
lagi að gefa í skyn að hann hopi
af hólmi við samkeppni.
Sá hluthafi sem hóf máls á
því á hluthafafundi að ákvarðan-
ir við stjórnun félagsins hefðu
ekki verið í samræmi við sam-
þykktir og útboðslýsingu á hluta-
bréfum síðastliðið sumar mun
hafa keypt sín hlutabréf nokkr-
um dögum fyrir aðalfundinn. Það
er undarlegt að hann skyldi
hætta fimm þúsund krónum í
fyrirtæki sem hann taldi svo við-
sjái’vert. Tilgangurinn virðist
hafa verið sá einn að setja á
svið „frétt“ til þess að ófrægja
Nýheija og Gunnar M. Hansson
forstjóra með ósmekklegum
hætti.
Fyrir hönd stjórnar,
Benedikt Jóhannesson
(sign.) stjórnarformaður Ný-
heija.“
Söfnun fyrir Staðarfell
Rauði krossinn með
átak í skyndihjálp
Nýjum
ökumönn-
um boðið
RAUÐI kross Íslands býður öll-
um þeim sem öðlast almenn
ökuréttindi á þessu ári á nám-
skeið í skyndihjálp án endur-
gjalds.
Hundruð nýrra ökumanna
um land allt hafa nú þegar
fengið boð félagsins um þátt-
töku í námskeiði ásamt bækl-
ingi þar sem fjallað er um nokk-
ur grunnatriði í skyndihjálp.
Bæklingnum fylgir ávísun fyrir
námskeiðsgjaldi allt að 4.000
kr. og gildir hún í eitt ár frá
útgáfudegi. Verkefnið er unnið
í samvinnu við Umferðarráð.
Dagur stjórn-
málafræði
STJÓRN Félags stjórnmála-
fræðinga stendur fyrir svoköll-
uðum Degi stjórnmálafræðinn-
ar laugardaginn 30. mars.
Tilefnið er tvíþætt. Annars
vegar fyrirhuguð uppstokkun á
námi í stjórnmálafræði við HÍ
og hins vegar aðalfundur fé-
lagsins. Fundurinn verður hald-
inn í Litlu-Brekku (bak við
Lækjarbrekku) og hefst með
umræðum um námið í stjórn-
málafræði kl. 14.30. Áætlað er
að aðalfundurinn heflist ekki
síðar en kl. 16.30.
Basar o g
kaffisala
VORBASAR verður haldinn í
Dagdvöl Sunnuhlíðar laugar-
daginn 30. mars kl. 14.
Seldir verða ýmsir munir
unnir af fólki í Dagdvöl og einn-
ig heimabakaðar kökur og luk-
kupokar. Kaffisala verður í
þjónustukjarna og heimabakað
meðlæti á boðstólum.
Allur ágóði rennur til styrkt-
ar starfsemi Dagdvalar þar sem
eldra fólk dvelur daglangt og
nýtur ýmissar þjónustu.
Aðalfundur
BHM
AÐALFUNDUR Bandalags há-
skólamanna 1996 verður hald-
inn dagana 29. og 30. mars að
Grand Hótel Reykjavík. Ein-
kunnarorð fundarins eru:
Menntun, samstaða, réttindi.
Á fundinum verður ijallað
um ráðningarréttindi, lífeyris-
réttindi og samningsrétt félags-
manna og lögð fram drög að
heildstæðri stefnuskrá fyrir
bandalagið.
Ásta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir alþingismaður flytur er-
indi um stöðu velferðarkerfisins
á íslandi en einnig verða flutt
erindi um endurmenntun há-
skólamanna, jafnréttismál,
flutning grunnskólans og gerð
kjarasamninga.
Á aðalfundi sitja 103 kjörnir
fulltrúar 25 aðildarfélaga
Bandalags háskólamanna.
Grandadagur
GRANDI HF. heldur í dag,
föstudaginn 29. mars, sinn ár-
lega Grandadag sem haldinn
er undir yfírskriftinni: Fiskur -
já takk. Reiknað er með því að
um 2 þúsund grunnskólanemar
og kennarar heimsæki Gr-anda
auk eldri borgara og 20 fegurð-
• ardrottninga.
Sett hefur verið upp sögusýn-
ing í matsal að Norðurgarði.
Gestum verður kynnt nútíma
fiskvinnsla, boðið að smakka á
fiskréttum og loks hefur verið
komið upp fiskasafni þar sem
meðal annars má líta ýmsa
kynjafiska.
HIN árlega fegurðarsamkeppni
Reykjavíkur verður haldin á
Hótel Islandi föstudaginn 12.
apríl nk.
Stúlkurnar sem taka þátt í
keppninni hafa að undanförnu
verið á æfingum undir stjórn
Helenar Jónsdóttur. í kvöld,
föstudag, verða stúlkurnar
kynntar á sérstöku kynningar-
100 ÁR verða liðin 1. apríl 1996 síð-
an ullarverksmiðjan á Álafossi var
stofnuð. Af því tilefni vill ÍSTEX hf.
sem tók við 95 ára samfelldum
rekstri Álafoss árið 1991 vekja at-
hygli á starfseminni og merkilegri
sögu ullariðnaðar í Mosfellsbæ.
Opið hús verður hjá ÍSTEX í Mos-
fellsbæ laugardaginn 30. mars kl.
13-17 þar sem starfsmenn sýna
spunaverksmiðjuna og framleiðslu á
ullarbandi Auk þess hefur sérstök
sýning verið sett upp.
Sérstak kynningarrit um ullariðn-
að í Mosfellsbæ fyrr og nú er gefið
út í tilefni sýningarinnar.
Hönnunarsamkeppni um hand-
kvöldi á Hótel Borg. Þar munu
þær koma fram og gestir verða
fræddir um undirbúning keppn-
innar. Sýndur verður fatnaður
frá Filippíu Elísdóttur og frum-
saminn dans eftir Helenu Jóns-
dóttur.
Kvöldið hefst með fordrykk
klukkan 19 en síðan verður boðið
upp á þriggja rétta máltíð.
prjón hefur staðið yfír undanfarna
mánuði og hefur þátttaka verið mjög
góð því um 370 handpijónaðar flíkur
hafa verið sendar inn. Síðustu vikur
hafa flíkurnar verið skoðaðar og
myndaðar og mun dómnefnd á næstu
dögum úrskurða um þijár bestu hug-
myndirnar sem verðlaunaðar verða
sérstaklega. 1 verðlaun eru 120.000
kr. fyrir fyrsta sætið, 100.000 kr.
fyrir annað og 80.000 kr. fyrir þriðja
sæti. Auk þess er ráðgert að keyptar
verða a.m.k. 20 hugmyndir á 25.000
kr. hver þeirra.
Álafosskórinn selur kaffi og ný-
bakaðar vöfflur.
SÁÁ mun í dag, föstudaginn 29.
mars, standa að söfnun á Rás 2 til
að byggja upp meðferðarstarfíð á
Staðarfelli í Dölum. Söfnunin nefnist:
Stöndum með Staðarfelli og er tekið
á móti framlögum í síma 5-687-123.
Söfnunin fer af stað í framhaldi
af því að síðastliðinn þriðjudag var
gengið frá samningum milli SÁÁ og
ríkisins um ótímabundna framtíð
meðferðardeildar SÁÁ að Staðarfelli.
í fréttatilkynningu segir m.a. að
Tuttugu stúlk-
ur í Elite-keppni
STÚLKURNAR, sem eru í úr-
slitum í Elite- ljósmyndafyrir-
sætukeppninni, koma frain á
Café Óperu í kvöld, föstudags-
kvöldið 29. mars. Þar fer fram
kynning á keppninni sjálfri og
keppendum sem koma fram á
tískusýningu.
Að þessu sinni tóku á annað
hundrað stúlkur þátt í keppn-
inni en tuttugu voru valdar til
þess að taka þátt, í úrslitakeppn-
inni hér á landi sem fram fer á
Hótel Islandi miðvikudaginn 3.
apríl. Sigurvegari þá tekur þátt
í alþjóðakeppni sem fram fer
næsta liaust í Monte Carlo.
mikil þörf sé á að byggja upp Stað- ;
arfell. Ovenju mikið hafi verið af *
ungu fólki á Staðarfelli undanfarna >
mánuði. Meirihluti sjúklinga er undir
25 ára aldri og eru flestir þeirra í
fyrsta sinn í meðferð. Þessi fjölgun
unga fólksins kemur í framhaldi af
amfetamínfaraldri sem hefur gengið
yfir síðustu misseri. Þennan faraldur
má að stórum hluta rekja til þess
að unga fólkið fer að neyta amfetam-
íns eftir að hafa prófað E-pilluna.
Langur laug-
ardagur á
morgun
LANGUR laugardagur verður á
Laugavegi og nágrenni 30. mars og
verða verslanir opnar frá kl. 10-17. ,
Að þessu sinni verður lögð áhersla ,
á páskana með Páskaeggjaleik Nóa- .
Síríus.
Viðskiptavinir eiga þess kost að (
taka þátt í Páskaeggjaleik þeirrar '
verslunar sem þeir versla við og geta
átt von á að hreppa páskaegg frá
Nóa-Siríus í lok dagsins. Jafnframt
bregða Strumparnir sér á leik um
svæðið.
Hitt Húsið verður í samstarfi við
menntamálaráðuneytið, íþróttir fyrir
alla, Heilsueflingu, Mátt og Félag
framhaldsskólakennara með ratleik
um miðbæ Reykjavíkur þennan laug-
ardag og hefst hann á Ingólfstorgi
kl. 13.30. Þetta framtak er í sam-
bandi við þemamánuð tengdum heil-
brigðu líferni í Hinu húsinu 16. mars
til 10. apríl. Reynt er með þessu
móti að höfða til ungs fólks með
nýstárlegum hætti og fá þaö til að
spreyta sig og hafa gaman af um
leið, segir í fréttatilkynningu.
Kaupmenn verða með páskatilboð
og afslætti þennan dag og frítt er í
bílastæðahúsum á laugardögum.
/^i/dfms/zeöíf/ver/hir
JSt rí tií/totkvmkfirí £/.1820
fáffiiréttuo mríftidfrrí
Sfcoíflbni
nylUDAPAPTANIR í SlMA 5&244SS
Breskir seljend-
ur á kompudög-
um í Kolaportinu
KOLAPORTIÐ efnir til sérstakra
kompudaga um helgina og býður þá
seljendum notaðra muna sérstakan
afslátt af básaverði. Er efnt til slíkra
daga öðru hveiju til að hvetja sem
flesta til þátttöku, en svokallað
kompudót er vinsælt á markaðstorg-
inu og aldrei nóg af slíkum varn-
ingi, að sögn forráðamanna Kola-
portsins.
Það er hins vegar nýjung að bresk-
ir seljendur verði meðal seljenda
kompudóts um helgina, en þeir bjóða
einnig upp á ýmsar nýjar vörur á
hagstæðu verði. Á kompudögum um
helgina bjóðast seljendum sölubás á
1.800 kr. í stað 2.800 kr. og er Kola-
portið opið laugardaga og sunnudaga.
Ullariðnaður á Álafossi
í Mosfellsbæ 100 ára