Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Mikil vinna í frystihúsum á Dalvík og Hrísey sem vinna fisk fyrir Bretlandsmarkað Eftirspum hefur stóraukist „ÞAÐ er alveg vitlaust að gera, við pökkum eins og við mögulega getum og reynum hvað við getum að anna aukinni eftirspurn," sagði Hjalti Hjaltason, verkstjóri á frystihús KEA á Dalvík, en þar er fiski pakkað í neytendaumbúð- ir fyrir Tesco í Bretlandi. Hjá frystihúsi KEA í Hrísey er það sama upp á teningnum, en þar er fiski pakkað fyrir Marks og Spenser í Bret- landi. Eftir að ótti við riðu í nautgripum kom upp þar í> landi hefur eftirspurn eftir fiski stór- aukist. Magnús Helgason, frystihússtjóri í Hrísey, sagði að unnið yrði alla helgi við pökkun á fiski í neytendaumbúðir sem síðan yrði sendur til Bretlands. „Við höfum fengið mun fleiri fyrir- spurnir en vant er, það er greinilegt að eftir- spurnin er meiri eftir að þessi ótti kom upp vegna kúariðunnar, fiskneyslan hefur aukist,“ sagði Magnús. Ekkert afsláttarverð í gangi Hann sagði að nú væri allur fískur seldur á fullu verði, en fyrr í vetur hefðu ýmsir afslættir verið í gangi. „Nú þurfum við ekki að bjóða upp á afsláttarverð og það er auðvitað mjög gott,“ sagði Magnús. Hann bjóst við að eftir páskahá- tíðina kæmi í ljós hvert framhaldið yrði. „Maður veit aldrei hvort þetta er fár sem gengur fljótt yfir eða hvort þetta hefur varanleg áhrif.“ Pökkunarvélin í frystihúsinu bilaði í gær og var starfsfólk því að pakka í alla fyrrinótt til að hægt væri að anna eftirspurn. Gert hefur verið við vélina, en mikil vinna er samt framund- an í pökkun, unnið verður bæði laugardag og sunnudag frá kl. 4 um morguninn og fram eft- ir degi. Frystihús ÚA á Grenivík Öllu starfsfólki sagt upp störfum ÖLLU starfsfólki frystihúss Útgerð- arfélags Akureyringa á Grenivík, alls um 40 manns, var sagt upp störfum í gær með eins mánaðar fyrirvara. Ástæða uppsagnanna er fyrirsjá- anlegur hráefnisskörtur. Frosti ÞH er um það bil að verða búinn með sinn kvóta og fer væntanlega á út- hafskarfaveiðar og verður allur afli frystur um borð. Líklegt er talið að skortur á hráefni til vinnslunnar verði viðvarandi fram á haust eða þar til nýtt kvótaár gengur í garð, 1. september næstkomandi. Stærsti hluti íbúa Grenivíkur sem starfar í landi hefur unnið í frystihús- inu og er uppsögnin því mikið áfall. „Auðvitað bregður öllum við það að fá uppsagnarbréf, en við verðum að bíða og sjá hvernig málin þróast,“ sagði Asgeir Ingvi Jónsson verkstjóri í frystihúsinu. Unnið verður í frysti- húsinu út aprílmánuð, en uppsagnir taka gildi 1. maí næstkomandi. Fegurðar- drottning Norður- lands valin í kvöld ELLEFU stúlkur taka þátt í Feg- urðarsamkeppni Norðurlands sem fram fer í Sjallanum á Akur- eyri í kvöld, föstudagskvöld. Þær eru Guðrún Björg Unn- steinsdóttir, 20 ára, Auður Geirs- dóttir, 20 ára, Hólmfríður Guðnadóttir, 19 ára, Telma Sig- tryggsdóttir, 21 árs, Sunna Svansdóttir 21 árs, Þórdís Ólafs- dóttir 21 árs, Unnur Friðriks- dóttir 18 ára, Rannveig Vil- hjálmsdóttir 17 ára, Halldóra Helgadóttir 17 ára, Anna María Sigurgísladóttir, 20 ára og Hlín Guðnadóttir 18 ára. Auk þess sem valin verður feg- urðardrottning Norðurlands verður ein stúlknanna útnefnd besta ljósmyndafyrirsætan og þá velja stúlkurnar sjálfar eina úr sínum hópi vinsælustu stúlkuna. Það verður mikið um dýrðir í Sjallanum í kvöld, en auk þess sem stúlkurnar koma fram í kjól- um og sundbolum verða ýmis skemmtiatriði í boði. Formaður Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri óhress með stöðu mála Ekki enn skipað í framkvæmda- nefnd Landsmóts FORSVARSMENN Hestamannafé- lagsins Léttis á Akureyri eru orðnir langeygir eftir því að stjórn Lands- sambands hestamannafélaga skipi framkvæmdanefnd fyrir Landsmót- ið á Melgerðismelum árið 1998. Sigfús Helgason, formaður Léttis, segir orðið mjög brýnt að nefndin hefji störf sem fyrst, m.a. vegna markaðssetningar á mótinu erlendis og hann vonast til að biðin fari að taka enda. Guðmundur Jónsson, for- maður Landssambands hesta- mannafélaga, segir málið í hálf- gerðri biðstöðu og verði svo fram í miðjan apríl. Guðmundur segir að hestamanna- félögin á Norðurlandi vestra eigi enn eftir að taka ákvörðun um hvort þau taki sæti í framkvæmdanefndinni og í raun sé nægur tími til stefnu. Hann vonast eftir víðtækri samvinnu við framkvæmdina en það sé hlutverk hvers félags fyrir sig að taka ákvörð- : un þar um. Eiga einhver mál óuppgerð tr Sigfús segir að ekki hafi enn ver- ) ið hægt að kalla saman fram- f kvæmdanefnd eins og nauðsynlegt V hafi verið að gera fyrir nokkrum mánuðum. „Hestamannafélögin ' vestan Tröllaskaga virðast eiga ein- hver mál óuppgerð við LH. Þetta i er deila þeirra í milli og við erum ekkert inni í þeirri umræðu. Það hefur verið viðtekin venja, með und- antekningum þó, að öll hestamanna- félögin á Norðurlandi hafi tekið þátt í framkvæmd landsmótsins þegar það hefur farið fram í fjórð- ungnum." Sigfús segir að nú sé um ár síðan tekin var ákvörðun um að halda Landsmótið ’98 á Melgerðismelum og undirbúningsvinnan hefði þurft að vera komin í gang fyrir löngu. „Þessi töf er hreinlega farin að skemma fyrir okkur, bæði varðandi markaðssetningu erlendis og eins í sambandi við það sem rætt var um í upphafi, að skjóta fleiri Ijárhagsleg- um stoðum undir mótið. Við horfum til aðila í ferðamálageiranum í því sambandi en höfum ekkert getað unnið við þetta mál enn sem komið er,“ segir Sigfús. Leigugjaldið það lægsta til þessa Forsvarsmenn hestamannafélaga í Skagafirði, Húnavatnssýslum og á Siglufirði komu saman til fundar fyrir skömmu, m.a. til að ræða ákvörðun stjórnar LH, sem hefur samið við væntanlega mótshaldara um leigugjald á svæðinu. Stjórn LH samdi við Melgerðismela hf. um 24% leigugjald en forsvarsmenn Vind- heimamela í Skagafirði höfðu boðið 10% leigugjald þegar verið var að velja landsmótsstaðina. Sigfús segir rétt að benda á í því sambandi að leigugjaldið á Melgerð- ismelum sé það lægsta sem verið hefur á landsmótum svo lengi sem þau hafa verið haldin og gjaldið á Vindheimamelum hafi verið 28% á síðasta landsmóti þar. „Nú bjóða þeir Vindheimamela á 10% leigu- gjaldi miðað við svæðið eins og það er. Hins vegar er alveg ljóst að Vind- heimamelar eru á engan hátt í stakk búnir til að taka við landsmóti og þar þarf að gera geysilegar miklar endurbætur. Þannig að þegar farm líða stundir er spurningin hvort til- boðið er nú hagstæðara. Við lögðum fram í þessum samningaviðræðum mjög ítarlega áætlun um það hvað við ætlum að hafa á svæðinu. Við erum þarna að fara ótroðnar slóðir og erum fyrstir hestamannafélaga til að leggja fram samning sem seg- ir nákvæmlega til um það hvernig mótssvæðið eigi að vera þegar fram- kvæmdanefndin tekur við því,“ seg- ir Sigfús. Samningur um leigugjald ólöglegur Páll Dagbjartsson, formaður hestamannafélagsins Léttfeta í Skagafirði segir það ekki í verka- hring stjórnar LH að semja um leigu- gjald við mótsaðila, heldur sé það samkvæmt reglum hlutverk fram- kvæmdanefndarinnar. Sú nefnd eigi að sjá um allar ijárskuldbindingar og taki fjárhagslega ábyrgð á mót- inu. Því sé samningurinn um leigu- gjaldið ólöglegur að þeirra mati. „Hlutverk stjórnar LH er að skipa framkvæmdanefndina og ég veit ekki til þess að við höfum verið að tefja þá vinnu> Venjan hefur verið sú að stjórn LH hefur í upphafi haft sam- band við öll félögin á svæðinu, áður en farið er að ráðskast með hlutina fram og aftur. Það hefur ekki verið gert nú. Páll segist ekki geta svarað því hvort hestamannafélögin á Norður- landi vestra taki þátt í starfi fram- kvæmdanefndar. Það fari eftir því hvort félögin verði rekstraraðili að mótinu eða ekki og þeirri spurningu hafi ekki verið svarað. Þá sé það almennra félagsfunda að taka ákvörðun um slíkt. Allt sem mælir á móti Melgerðismelum „Stjórn LH tók þá ákvörðun að halda mótið á Melgerðismelum og því verður ekki breytt héðan af, hversu heimskuleg sem sú ákvörðun var. Það er allt sem mælir á móti því að halda mótið á Melgerðismelum og það er ekki séð fyrir endann á því hvaða afleiðingar það hefur í framtíðinni. Aðstaðan á Vindheima- melum er öll fyrir hendi og því væri hægt að halda þar landsmót strax á morgun,“ segir Páll. Mannlíf í Deiglunni ÞRIÐJA ljósmyndasýning Áhugaljósmyndaraklúbbs Akureyrar, ÁLKA, verður opnuð í Deiglunni í Grófargili á morgun, laugardag kl. 13. Alls taka 19 klúbbfélagar þátt í sýningunni, en mynd- irnar eru 40, bæði svart/hvít- ar og litmyndir, en yfirskrift sýningarinnar er Mannlíf. Þar getur að líta ólíkar myndir af ýmsu tagi, en þær eiga það eitt sameiginlegt að sýna fólk í leik og starfi, í hvers- dagsamstri og á tyllidögum. Sýningin verður opin dag- lega frá kl. 13 til 18 og stend- ur hún til föstudagsins 5. apríl næstkomandi. Aðgang- ur er ókeypis. Eygló sýnir í Galleríi+ GALLERÍI+ í Brekkugötu 14 hefur sýningu á verkum Ey- glóar Harðardóttur á morg- un, laugardaginn 30. mars kl. 14. Sýningin stendur í þijár vikur og lýkur henni sunnu- daginn 14. apríl. Gallerí+ er opið frá kl. 14 til 18 um helg- ar, en er lokað á virkum dög- um. Opið verður laugardag- inn fyrir páska og síðan ann- að í páskum, en lokað er á pálmasunnudag. Eygló er Reykvíkingur, hún stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og framhaldsnám í Hollandi. Hún hefur haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýn- ingum. Verkin eru unnin beint á veggi gallerísins og notar Eygló m.a. ljósmyndir og lím- bönd og teflir saman hvers- dagslegum fyrirbærum þar sem eitt leiðir af öðru. Margrét sýn- ir í Galleríi Allrahanda MARGRÉT Birgisdóttir opn- ar sýningu á grafíkverkum í Gallerí Allrahanda í Grófarg- ili á morgun, laugardaginn 30. mars kl. 15. Margrét er fædd í Reykja- vík 1954 og lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1976. Hún stund- aði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla íslands. Hún hefur tekið þátt i Ijölda sam- sýninga og haldið þrjár einka- sýningar í Reykjavík og í Þýskalandi; Engin boðskort verða send út en allir velkomnir að vera við opnun sýningarinnar. Laufás- prestakall FERMIN G ARFRÆ ÐSLA í Grenivíkurskóla á sunnudag, 31. mars, kl. 11. Guðsþjón- usta í Grenivíkurkirkju á sunnudag kl. 14. Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðskirkju á sunnudagskvöld kl. 21. Samvera fermingarbarna og foreldra þeirra í Laufáskirkju mánudagskvöldið 1. apríl kl. 21.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.