Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 fAskorun j Hljómlistarmenn skora á forráðamenn og dagskrár- gerðarmenn Ríkisútvarps og Sjónvarps að virða kjara- samninga þá, sem eru í gildi á milli RUV og Félags íslenskra hljómlistarmanna frá 1990. Ekki verður lengur liðið að stofnun, sem auglýsir að greidd áskriftargjöld stuðli að innlendri dagskrárgerð, komi sér hjá að virða þá kjarasamninga sem í gildi eru. Hljómlistarmenn mótmæla þeim aðferðum, sem viðhafðar eru hjá RUV, að óskað er eftir því við hljóm- listarmenn að þeir m.a. undrrskrifi yfirlýsingu þess efnis, að þeir afsali sér launum sínum. Hljómlistar- menn mótmæla þeirri misbeitingu valds sem einstaka dagskrárgerðarmenn RUV taka sér með því að klippa út efni eða neita efni á þeim forsendum einum, að hljómlistarmaður ætlar sér laun samkvæmt þeim kjarasamningum sem stéttarfélag hans hefur gert við stofnunina. Það verður ekki lengur Iiðið og er með öllu óþolandi að þeir einu, sem ekki fá laun vegna vinnu sinnar við dagskrárgerð hjá RUV, séu þeir sem standa fýrir framan hljóðnemann og spila á hljóðfæri eða syngja. Tæknimaðurinn fær laun, förðunardaman fær laun, ræstitæknirinn fær laun, dagskrárgerðarfólkið fær laun, útvarpsstjóri fær laun. Af hverju ekki hljómlistar- maðurinn? RUV auglýsir að greitt áskriftargjald stuðli að inn- lendri dagskrárgerð. Islenskir hljómlistarmenn eiga þar stóran hlut að máli og þeir hafa ekki lengur efni á að niðurgreiða dagskrárgerð Ijósvakamiðla með störfum sínum. Ennfremur greiða þeir áskriftina hjá RUV eins og aðrir landsmenn. Því er þessari spurningu beint til útvarpsstjóra og útvarpsráðs og annarra sem þar starfa: „Er ekki eðlilegt að hljómlistarmenn fái greitt fyrir vinnu sína eins og þið?“ Hljómlistarmenn! Tökum einungis að okkur störf hjá RÚV, ef það er fulltryggt að greitt verði eftir kjarasamningum okkar. Annað er rangt! Stjórn Félags íslenskra hljómlistarmanna. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Tónleikar í Borgarleikhúsi „ÉG vil skila þakklæti mínu fyrir ánægjulega kvöld- stund í Borgarleikhúsinu þar sem fram komu þrir bamakórar sl. þriðjudag. 120 böm komu fram og þau sýndu að þau hafa náð langt í list sinni. Margar vinnustundir liggja að baki tónleikum sem þessum og eiga þau þakkir skildar. En ég er óhress með það að ekki létu sjónvarpsmenn sjá sig til að fjalla um þessa góðu tónleika barnanna. Finnst mér að fjölmiðlar ættu að sýna góðu framtaki sem þessu meiri áhuga, sérstaklega þegar oft em fréttir af vandræðagangi unglinga, þá má fréttast af því góða líka.“ Hildegard Valdason. Hver ber ábyrgð? HVER er ábyrgð þeirra sem eiga að sjá um eftirlit með framleiðslu matvara á vinnustöðum? Hjá Sam- sölubakaríinu, þar sem salmonella kom upp og kostaði skattgreiðendur stórfé, virðist enginn nema fyrirtækið sjálft bera ábyrgð. Þar var þrifnaði ábótavant og mega menn kannski búast við að sömu sögu sé að segja á fleiri stöðum? Eiga ekki nefndir eins og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að bera ein- hveija ábyrgð? Hvernig getur svona lagað skeð þegar Heilbrigðiseftirlitið, sem þiggur laun fyrir störf sín, er starfandi? Gyða Jóhannsdóttir. Athugasemd VÍKVERJI skrifaði laug- ardaginn 23. mars sl. um kynningarblað sem Kjara- kaup hf. gefur út. Þar fínn- ur Víkveiji réttilega ýmis- legt aðfinnsluvert við staf- setningu hjá Kjarakaup- um. En Víkveiji virðist gleyma sér vegna áhuga á aðfinnslum á stafsetning- unni hjá Kjarakaupum því sjálfur slettir hann síðast í grein sinni og notar þetta margþvælda orð „kollega“ sem er nærri búið að út- rýma hinu ágæta íslenska orði starfsbróðir eða starfsfélagi. Á.E.V. Tapað/fundið Kona beðin að hafa samband KONAN sem hringdi í mig og sagðist hafa fundið seðlaveskið mitt með öku- skírteini og fleiri persónu- skilríkjum í herbergi dóttur sinnar er beðin að hafa samband, eins og hún lof- aði, og skila veskinu. Sím- inn er 567-3663. Lilja Dögg Jónsdóttir. BLÁTT Voltage Jazz-reið- hjól fannst nálægt Bú- staðakirkju. Upplýsingar í síma 588-0093. Gæludýr Papagena er týnd! HÚN býr í Flúðaseli, en tók sér far sem laumufarþegi í skotti bíls hjá nágranna sem svo varð að skipta um dekk í nágrenni Rauða- vatns. Þar stökk hún burtu og ratar ekki heim. Þetta var á laugardaginn var. Hún var ekki merkt. Papagena er grá með gul- um lit í bland, en með hvíta bringu og lappir. Hún er gæf og leitar líklega í hús. Fólk í nágrenni Rauða- vatns eða í Seláshverfi, sem hugsanlega hefur orð- ið hennar vart, er vinsam- lega beðið um að láta okk- ur vita í síma 567-0330. Bróðir minn er týndur! KOLSVARTUR köttur með græna hálsól hvarf frá heimili sínu, Hraunteigi 14, sunnudaginn 25. mars sl. Kötturinn heitir Núlli og er nýfluttur í hverfið og ratar kannski ekki heim til sín eða hefur lokast inni einhvers staðar. Systir hans Dúlla og eigendur hans sakna hans sárt. Vin- samlegast látið okkur vita af ferðum hans ef þú hefur séð köttinn. Fundarlaun fást fyrir þann sem finnur Núlla. Meðfylgjandi mynd er af systkinunum Núlla og Dúllu og ekki þarf að taka fram að Núlli er sá svarti á myndinni. Síminn heima hjá Núlla er 588-3881. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp í skák- keppni framhaldsskóla, sem haldin var í febrúar. Guðmundur Daðason (1.945), Menntaskólanum á Akureyri, var með hvítt og átti leik, en Arnar E. Gunnarsson (2.130), Menntaskólanum við Hamrahlíð, hafði svart. Síðustu leikir voru 26. He6-h6!! og 26. - Bd6-f4. Bæði drottning og hrókur hvíts standa í uppnámi en hann hafði séð þetta fyrir: 27. Hxh7+! - Kxh7 28. Be4+ - Kh6 29. De6+ - Hf6 30. Dh3+ - Kg5 31. Dh4 mát. Menntaskólinn í Reykjavík sigraði á mót- inu með 141/? vinning, MA varð í öðru sæti með 13'A v. og MH í því þriðja með 12'A v. Skemmtikvöld skák- áhugamanna fer fram í kvöld, eftir nokkurt hlé, í húsakynnum Skáksam- bands Islands, Faxafeni 12. Björn Þorsteinsson, fyrrum Islandsmeistari, sýnir skák, auk þess verður vikið að málefnum FIDE og loks tefld hrað- skák í riðlum. Hvítur leikur og vinnur Ást er ... að koma henni á óvart. TM Rog. U.S. P*t. OH — all righta raaerved (c) 1996 Lo* Angeles T.mes Syndcate Yíkverji skrifar... VÍKVERJI furðar sig á hve fólk getur verið ginnkeypt fyrir ýmsum auglýsingabrögðum. Sjálfur verður hann í besta falli ergilegur þegar sölufólk tilkynnir honum að nú séu sérstök tilboð í gangi og kaup- andinn fái ýmsa óþarfa fylgihluti „ókeypis" með vörunni. Tvö nýleg dæmi getur Víkverji nefnt af þessu. Vinkona hans keypti sér ilmvatn í snyrtivöruverslun fýrir skömmu og afgreiðslukonan tilkynnti stolt að ilmvatni af þessari tegund fylgdi lítill spegill. Vinkonan afþakk- aði pent og sagðist ekkert hafa með slíkan spegil að gera, enda vildi hún ekki borga hærra verð fyrir ilmvatn- ið. Afgreiðslukonan varð hvumsa við, en fullvissaði vinkonuna um að verð- ið á ilmvatninu hefði ekkert hækkað, spegillinn væri algjörlega ókeypis bónus. Vinkonan leit svo á, að ef framleiðandinn tæki upp á því að láta aukahluti fylgja vöru sinni, hlyti það að kosta hann eitthvað og sá kostnaður myndi skila sér í hærra vöruverði, en þar sem það var af- greiðslukonunni greinilega mikið hjartans mál að dreifa speglunum hvarf hún á braut með einn slíkan í töskunni. EGAR vinkona Víkveija var að rekja þessa sögu fyrir hon- um gat hann bætt um betur. Fjöl- skylda Víkveija drekkur nefnilega ákveðna tegund af ávaxtasafa og hefur gert lengi. Undanfarið hefur ekki verið hægt að kaupa þessa tegund í verslun Víkveija nema fá um leið stóra glerkönnu, sem tekur a.m.k. 1V2 lítra af vökva. Það fylg- ir að sjálfsögðu sögunni í verslun- inni að safinn hafi ekkert hækkað og kannan sé því ókeypis. Víkveiji, sem núna á fimm glerkönnur og sér fram á að þurfa að farga þeim eftir viðurkenndum leiðum, getur ekki stillt sig um að velta því fyrir sér hvort ekki væri hægt að hafa safann ódýrari, en sleppa óumbeðn- um fylgihlutum með honum. xxx KUNNINGI Víkveija hefúr oft undrast ofríki íþróttaefnis í svokölluðum ljósvakamiðlum og stutt yfirlit yfir dagskrá sjónvarps- stöðvanna Ijögurra staðfesti vægi þeirra þar. Lausleg talning sýndi fram á að íþróttaefni, nýtt eða end- ursýnt, hertekur að minnsta kosti ríflega 34 klukkustundir á viku af útsendingartíma stöðvanna. Er þessi tími varlega áætlaður, auk þess sem þarna er ekki reiknað með löngum innskotum um íþróttir af ýmsu tagi í fréttatímum stöðvanna. Þótt kunningi Víkveija geti vel unnt íþróttaáhugamönnum að glápa úr augun á þetta efni, finnst honum nærri sér höggvið þegar íþróttaút- sendingar raska annarri dagskrá sjónvarps. Út yfir allan þjófabálk tók hins vegar seinasta sunnudag, þegar breskur fótboltaleikur sem átti að hefjast um klukkan hálfþijú dróst von úr viti með þeim afleiðing- um að dagskrá Sjónvarpsins rask- aðist verulega. Stundin okkar, sem er mörgum börnum heilög, enda fátt um inn- lenda dagskrárgerð fyrir þann ald- ursflokk, hófst ekki fyrr en eftir klukkan 19 fyrir vikið. í augum barns getur klukkustund verið löng að líða. Kunningja Víkveija fannst hart að börnin þyrftu að líða fyrir lang- dregið boltaspark þetta og bar upp kvörtun sína við starfsmann Sjón- varpsins, sem sagði allar símalínur stofnunarinnar rauðglóandi af sömu sökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.