Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTÚDAGUR 29. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐALFUNDUR SEÐLABANKANS Morgunblaðið/Sverrir FRÁ aðalfundi Seðlabankans í gær. (f.v.) Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, Steingrímur Hermannsson, seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, forsætisráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri og Þröstur Olafsson, formaður bankaráðs. Birgir ísleifur Gunnarsson segir ekki nóg að gert í hagræðingu bankanna Aukin hagræðing for- senda bættrar afkomu 123 milljóna króna tap varð á rekstri Seðlabanka Islands á síðasta ári, að því er fram kom á aðalfundi bankans sem haldinn var í gær. Þar kom fram sú skoðun formanns bankaráðs að endurskoða þyrfti löggjöf um bankann. Seðlabankastjóri telur hlutafélagavæð- ingu ríkisbankanna stuðla að aukinni hagræðingu í bankakerfinu. ÞRÁTT fyrir talsverðan bata í af- komu viðskiptabankanna á síðasta ári er arðsemi eigin fjár þeirra enn of lítil og ljóst að ekki verður um verulegar breytingar í afkomu þeirra nema til komi aukin hagræðing, að því er fram kom í máli Birgis ísleifs Gunnarssonar, Seðlabankastjóra, á aðalfundi Seðlabankans í gær. Sagði Birgir jafnframt að enginn vafi léki á því að breyting ríkisbanka í hlutafé- lög gæti orðið til þess að auðveida þá hagræðingu sem nauðsynleg væri. Birgir benti á að hagnaður bank- anna hefði numið 709 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 425 milljónir króna árið 1994. Þá hafi arðsemi eigin fjár verið 4,9% 1995 samanborið við 3% árið þar á undan. Vaxtabilið hafi þrengst, rekstrartekjur lækkað og rekstrar- kostnaður hækkað lítillega. Bætt afkoma hafi öðru fremur skýrst af minna framlagi í afskriftarreikninga sem lækkaði úr 3,9 milljörðum króna árið 1994 í 2,4 milljarða árið 1995. „Sú spurning er mjög áleitin hvernig hægt sé að bæta stöðu bank- anna. Með aukinni samkeppni er vandséð að þeir geti aukið tekjur sínar með auknum vaxtamun eða auknum þjónustutekjum. Vandséð er og hvernig bankarnir geta í harðn- andi samkeppni haldið uppi jafn öflugu og dýru útibúaneti og þeir gera nú. Þá er einnig mjög brýnt að jafna starfsskilyrði íslenskra banka og tryggja að þau séu sambærileg við þau kjör sem erlendir bankar búa við,“ sagði Birgir. Hann ræddi einnig um stöðu spari- sjóðanna og annarra fjármálastofn- ana. Sagði hann að fyrirliggjandi tölur um afkomu stærstu sparisjóð- anna bentu til þess að afkoma þeirra yrði mun betri í ár, og mun betri þeirri afkomu er viðskiptabankarnir hafi notið. „Arðsemi eigin fjár virðist nálægt 10% árið 1995 samanborið við 6,4% árið 1994. Afkomubatinn stafar einkum af verulegri lækkun afskriftaframlaga." Það sama sagði hann eiga við um afkomu flögurra stærstu fjárfesting- arlánasjóðanna. Hagnaður þeirra samkvæmt bráðabirgðatölum væri 636 milljónir króna og hefði arðsemi eigin fjár aukist um nær 2% í 6,3%. Framlag þessara stofnana í af- skriftareikning hefði lækkað úr 710 milljónum í 390 milljónir milli ára. Afkoma ríkissjóðs veldur vonbrigðum í ræðu sinni fór Birgir yfir þróun efnahagsmála á síðasta ári. Sagði hann þau batamerki sem komið hefðu fram í íslensku efnahagslífi árið 1994 hafa styrkst að ýmsu leyti á liðnu ári. Batnandi efnahagur helstu viðskiptaþjóða á undanförnum árum hefði skilað þjóðinni hærra verði fyrir afurðir sínar, en það væri hins vegar nokkuð áhyggjuefni að á síðasta ári hefði dregið úr hagvexti iðnríkjanna. Nú sé talið að hann hafi orðið 2,1% í heild árið 1995 og horfur bendi ekki til aukins hagvaxt- ar á þessu ári. Birgir kom einnig inn á hallarekst- ur hins opinbera. Sagði hann Seðla- bankann hafa á undanförnum árum varað við sífelldum haila ríkissjóðs og tilsvarandi skuldasöfnuin. Á síð- asta ári hafi halli ríkissjóðs numið 8,9 milljörðum króna og aukist um 1,5 milljarða frá árinu 1994. Birgir sagði að meiri halla mætti rekja til kjarasamninga á síðasta ári auk þess sem illa hafi gengið að ná fram fyrirhuguðum sparnaði í heil- brigðismálum. Á hinn bóginn hafi tekjur ríkissjóðs hækkað vegna meiri þjóðarútgjalda og hærra launastigs en gert var ráð fyrir. „Afkoma ríkissjóðs veldur von- brigðum í batnandi árferði. Nauðsyn- legt er að nota grósku í efnahagslíf- inu til að eyða ríkissjóðshallanum. Sagt hefut' verið að ríkissjóður eigi sér fáa vini og víst er að fast er í hann sótt. Hvað sem því líður er það nú eitt mikilvægasta verkefni í ís- lenskum efnahagsmálum að eyða halla ríkissjóðs, og um það þarf að ná sem víðtækastri pólitískri sam- stöðu og þjóðarsátt." Birgir sagði hins vegar að íslenskt efnahagslíf stæði nokkuð vel að vígi gagnvart öðrum Evrópuþjóðum og því til vitnisburðar væri sú staðreynd að ísiand uppfyllti nú öll skilyrðin sem sett væru í Maastricht-sam- komulaginu fyrir sameiginlegu pen- ingakerfi í Evrópu. Aðeins eitt Evr- ópusambandsríki uppfyllti öll skilyrð- in í dag en það væri Lúxemborg. Ný gengisvog gefur góða raun Birgir sagði að helsta markmið Seðlabankans í peningamálum væri stöðug verðiag og þeirri stefnu fylgdi það miliimarkmið að stöðugleiki ríkti í gengismálum. Á þessu hefði ekki orðið nein breyting en hins vegar hefði orðið nokkur breyting á stefnu hennar í september. í fyrsta lagi hefði gengisvog verið breytt, mynt- um í henni verið fjölgað í 16 og vægi þeirra miðað við hlutfall í vöru- og þjónustuviðskiptum við ísland. Hin breytingin hafi falist í því að vikmörk gengisins hafi verið víkkuð í 6% til hvorrar áttar, í stað 2,25% áður. „Breytingunni í september var vel tekið, og hún raskaði á engan hátt jafnvægi á gjaldeyrismarkaði og hafði því ekki áhrif á gengi krón- unnar. Gengið nú er aðeins 0,1% lægra en í byijun september." Birgir sagði að endurgreiðslur fyr- irtækja og sveitarfélaga á erlendum lánum og aukin ásókn þeirra á inn- lendan lánsfjármarkað í kjölfarið hefði þrýst langtímavöxtum nokkuð upp. Það væri hins vegar ijóst að sú hækkun hefði orðið enn meiri, hefði ríkið ekki tekið ný lán sín að mestu á erlendum mörkuðum. Þá hefðu lækkanir bankans á Þröstur Ólafsson, formaður bankaráðs Seðlabankans Efnahagsmarkmið bankans of óljós ENDURSKOÐA þarf gildandi lög um Seðlabanka íslands, m.a. með það að markmiði að skýra betur stöðu bankans gagnvart ríkisstjóm á hverj- um tíma og einfalda markmið hans. Þetta kom fram í ræðu Þrastar Olafs- sonar, formanns bankaráðs, á aðai- fundi bankans í gær. Þröstur sagði að í dag væri efna- hagsleg markmiðssetning bankans óljós, svo að ekki væri fastar að orði kveðið. „Ef gera á þá kröfu til Seðla- bankans að hann sé öflugt og mark- visst stjórntæki á fjármála- og geng- ismörkuðum, þá verður hann að vita hvaða markmið löggjafinn vill að hann hafi að leiðarljósi. Jafnframt þarf að kveða skýrar á um stöðu bankans gagnvart ríkis- stjórn á hveijum tíma. Það getur ekki gengið að nauðsynlegar leiðrétt- ingar á fjármálamörkuðum þurfi að bíða mánuðum eða jafnvel misserum saman vegna þess að illa standi á fyrir ríkisstjórn. Ríkisstjórnum og stjórnarstefnu þeirra er enginn greiði gerður með því að skekkja gangverk hagkerfisins tii lengri tíma, jafnvel þótt leiðréttingin geti verið óþægileg í bráð. Það er forsenda farsællar hagstjórnar að geca rétt af rangvís- andi stefnu strax í upphafi." Þessu til viðbótar segir Þröstur að laga þurfi tvö atriði í núgildandi lögum. Breyta þurfi ákvæðum um verkaskiptingu milli bankaráðs og bankastjórnar og gera þau skýrari og markvissari. Jafnframt sé rétt að huga að breytingu á skipan banka- stjórnar og æðstu embættismanna bankans. Þröstur sagði að nauðsynlegt væri að taka þessa endurskoðun upp í tengslum við frekari lagasetningu um eftirlitshlutverk bankans. Sagði hann að aðeins væri fjallað að tak- mörkuðu leyti um þetta hlutverk í Seðlabankalögunum sjálfum og væri það óheppiiegt fyrirkomuiag. Úr þessu þyrfti að bæta og skýra betur valdsvið bankans sem eftirlitsstofn- unar. Afkoma Seðlabaukans óhagstæð Þröstur ræddi um afkomu Seðla- bankans á síðasta ári og sagði hana hafa verið óhagstæða. Hagnaður fyr- ir skatta hafi verið 681 milljón króna en bankinn hafi hins vegar greitt 805 milljónir í skatta á síðasta ári og því hafi tap orðið af rekstri hans upp á 123 milljónir króna. 128 milljóna króna hagnaður hafi hins vegar orð- ið af rekstri bankans í hitteðfyrra. Þröstur sagði að meginástæða þessa rekstrartaps væri fyrst og fremst sú að hreinn vaxtamunur hefði lækkað um 700 milljónir á miili ára. Tekjur Seðlabankans á síð- asta ári námu 3,5 milljörðum en höfðu verið 4,1 milljarður árið 1994. Rekstrarkostnaður var 651 milljón og jókst um 1,5% á árinu en stöðu- gildi í bankanum voru 133 í árslok og hefur þeim fækkað um 14 á síð- ustu 5 árum. Eigið fé var tæpir 14 milljarðar og var eiginfjárhlutfall bankans 22,7%. „Starfsemi bankans verður ekki, eins og hjá fyrirtækjum og viðskiptabönkum, metin af af- komutölum fyrst og fremst, því af- koma hans ræðst af mörgu öðru en innri rekstri," sagði Þröstur. „Starf- semi hans verður einkum metin af því, hvernig honum tekst að sinna hlutverki sínu og koma markmiðum sínum í framkvæmd. Það losar okkur þó ekki undan þeirri skyldu að fylgj- ast grannt með rekstri hans og af- komu og leita leiða til sparnaðar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.