Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 21 ERLENT Afnám í áföngum? Moskvu. Reuter. SAKSÓKNARI Rússlands sagði í gær að ekki væri hægt að afnema dauðarefsingu nema í áföngum vegna stóraukinnar tíðni glæpa og „hryðjuvei'ka". Evrópuráðið setti það sem skilyrði fyrir aðild Rússa að dauðarefsing yrði afnumin í Rúss- landi eins og öðrum aðildarríkjum en veitti þriggja ára aðlögunartíma. Aðildin var samþykkt þrátt fyrir miklar efasemdir vegna mannrétt- indabrota stjórnvalda í Moskvu, eink- um í Tsjetsjníju, en margir töldu víst að gengi Rússland í ráðið yrði auð- veldara að þrýsta á um umbætur. Saksóknarinn', Júrí Skúratov, sagðist sjálfur vera hlynntur afnámi dauðarefsingar en málið væri mjög flókið og erfitt í framkvæmd í Rúss- landi. „Ef við efndum til þjóðarat- kvæðis og spyrðum alla borgarana er ég viss um að meirihlutinn yrði á móti afnámi," sagði Skúratov. Hann sagði að sérfræðingar teldu að byggja yrði nýtt fangelsi árlega ef hætt yrði að taka glæpamenn af lífi. JURA Vandaðir ítalskir skór. Vatnsvarðir með Sympatex, öndunarfilmu.fjöðrun í sóla, mjög léttir og sérlega þaegilegir skór í styttri og lengri gönguferðir! Litur: Grænn, brúnn og Ijósbrúnn, rúskinn og leður (ein litasamsetning). Þyngd: 840 gr. I TAlÆSí) $ 9.900 SEGLAGERÐiN ÆGIR E/jaslóð 7 Reykjavik S.5I I 2200 Mégane RENAULT FER Á KOSTUM NÝR 5 dyra bíll frá Renault. Ríkulega búinn, m.a. vökva- og veltistýri, fjarstýrðar samlæsingar, útvarp og segulband með fjarstýringu og 6 hátalarar. Verð frá 1.298.000 kr. MÉGANE ÖRYGGI: Sérstök styrking f gólfi og toppi, tveir styrktarbitar í hurðum. Bílbeltastrekkjarar ásamt höggdeyfum á beltum í framsætum sem minnka líkur á áverkum og þrjú þriggja punkta belti í aftursætum. Þið akið örugglega á Méqanel OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-17 ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 553 1236 Dauðarefsing í Rússlandi Jeltsín með tillögur á sunnudag um frið í Tsjetsjníju Verkfalli mótmælt Rússar reyna að ná sem mestu landi Reuter REIÐIR verslunarmenn í Marseille við ráðhús borgarinnar mótmæla verkfalli starfsmanna í opinberum samgöngufyrirtækjum í gær. Verk- fallið hefur staðið í 10 daga og valdið miklum truflunum á viðskiptum en starfsmenninrir krefjast þess að hrundið verði í framkvæmd ákvæðum samninga sem gerðir voru í janúar til að binda enda á víðtæka vinnustöðvun í Frakklandi. Á spjaldinu er sagt að verslunar- mönnum sé haldið í gíslingu verkfallsmanna og beðið um hjálp. Moskvu. Reuter. RÚSSNESKT herlið réðst gegn að- skilnaðarsinnum í Tsjetsjníju á þrem- ur vígstöðvum í gær. Virðist það vaka fyrir Rússum að ná sem mestu landsvæði á sitt vald áður en Borís Jeltsín, forseti Rússlands, kynnir nýja friðaráætlun á sunnudag. Talsmaður varnarmálaráðuneytis- ins í Moskvu sagði, að flugvélum og stórskotaliði hefði verið beitt í árás- unum í Suður-, Suðaustur- og Suð- vestur-Tsjetsjníju. í síðastnefnda landshlutanum er borgin Bamut, sem áður var bækistöð sovéska kjarn- orkuheraflans, og hafa Rússar haldið uppi árásum á hana í meira en ár án þess að ná henni á sitt vald. Hafa tsjetsjensku skæruliðarnir hafa komið sér vel fyrir í loftvarna- byrgjum stöðvarinnar, sem er helsta vígi þeirra á láglendinu, og í fjöllun- um mega þeir heita einráðir. Með sókninni nú virðist stefnt að því að hrekja skæruliða til fjalla og burt frá þeim héruðum, sem olíu- leiðslur liggja um, og frá höfuðborg- inni, Grosní. Embættismenn í Moskvu og tsjetsjenskir samstarfs- menn Rússa segja, að sókninni muni ljúka þegar Jeltsín leggi fram frið- aráætlunina. Talið er, að í friðartillögunum muni felast, að rússneska herliðið verði flutt burt að litlu leyti og kom- ið á fót svokölluðum „friðarsvæðum" í landinu. Fráleitt þykir þó, að tsjetsj- ensku aðskilnaðarsinnarnir muni fallast á þær og þeir hafa raunar hótað að svara þeim með hernaði eða hermdarverkum í Rússlandi og víðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.