Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HLJÓMSVEITIN Unun. Ununfærtilboð um milljóna útgáfusamning HLJÓMSVEITIN Unun hefur fengið tilboð frá ýmsum breskum hljómplötuútgáfum um útgáfu undarfarnar vikur. í vikunni fór hljómsveitin til Bretlands á veg- um einnar útgáfunnar, Polydor, sem vill gera við hljómsveitina samning um útgáfu á fimm breið- skifum á næstu árum. Hljóm- sveitarmenn veijast allra frétta af því hve miklir fjármunir eru í boði, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur hljóm- sveitinni borist tilboð upp á tug- milljónir króna. Unun kom til landsins í gær- kveldi eftir að hafa farið utan á vegum Polydor. Hljómsveitin fór utan á þriðjudag og lék á hálf- tíma kynningartónleikum fyrir fyrirtækið á miðvikudag. Samn- ingaumleitanir hafa staðið all- lengi en skriður komst á samn- ingana þegar Unun lék í Lundún- um í janúar. Sem stendur eru mestar líkur á því að Unun semji við Polydor en önnur fyrirtæki hafa líka lýst áhuga sínum ogjafnvel gert hljómsveitinni milljónatilboð. Að sögn Þórs Eldons eru margir endar lausir og hljómsveitin hef- ur ekki gert upp við sig hvaða útgáfu hún vill ganga á hönd. Þess má geta að Unun leikur á Músíktilraunum Tónabæjar í kvöld og leggja nokkrir útsend- arar breskra útgáfufyrirtækja leið sína hingað til lands til að sjá hana spiia. Hoppaði úr sér stressið Unun lék í tónleikasalnum „Powerhaus“ og náði upp tals- verðri stemmningu á meðal áhorfenda, að sögn Ólafs Elías- sonar, fréttaritara Morgunblaðs- ins í Lundúnum. Flestir sem fréttamaður tók tali á tónleikun- um voru mjög jákvæðir og spáðu hljómsveitinni velgengni á bresk- um markaði. „Ég var virkilega undrandi," sagði einn „ég vissi ekki á hveiju ég ætti von en þetta er alveg pottþétt sveit og söngkonan hef- ur bæði góða rödd og skemmti- legan persónuleika." Annar sagði í samtali við fréttaritara: „Ég veit að það hlýtur að vera ósanngjarnt en auðvitað ber maður þessa sveit saman við Sykurmolana og Björk en ég er ekki viss um að sá samanburður sé þeim í óhag.“ Heiða Eiríksdóttir söngkona sagðist hafa verið talsvert stress- uð fyrir tónleikana þar sem hún vissi fyrir að það yrðu mikilvæg- ir aðilar í salnum: „Þetta var ofsalega gaman,“ sagði hún „ég bjóst við að verða mjög stressuð á sviðinu en mér tókst að hoppa það úr mér og við vorum bara kát yfir þessu.“ FRÉTTIR Erlendar heimsóknir tíðari í janúar og febrúar Flugfarþ egiun fjölg- aði um 7% milli ára ERLENDIR flugfarþegar sem komu til landsins í janúar og febrúar eru 7% fleiri en á sama tíma í fyrra að sögn Steins Lárussonar forstöðu- manns ferðaþjónustudeildar Flug- leiða og er vonast til að svipuð aukn- ing verði í mars. I ár komu rúmlega 14.000 erlend- ir farþegar til landsins í janúar og febrúar að sögn Steins og 12.600 i apríl og 13.600 í maí í fyrra. „Bókanir hafa verið hægari á apríl og maí en koma hraðar inn nú. Sumarið lítur ágætlega út en það á eftir að koma í ljós á næstu vikum hvort þessum bókunum fylgja ein- staklingar. Salan virðist til dæmis vera tregari fyrir sumarið í Þýska- landi en hún var í fyrra. Sagan seg- ir líka að ef vetrarmánuðir eru kald- ir í Evrópu, horfir fólk minna til norðurs." „Ráðstefnugestir sem sóttu ís- land heim í fyrra voru 9.579 eftir því sem næst verður kornist," segir Jóhanna Tómasdóttir framkvæmda- stjóri Ráðstefnuskrifstofu íslands. „Það verður mjög mikið af ráð- stefnugestum hér í júní. Þá er mik- ið bókað á hótelum um helgar í apríl og maí, en það er sennilega vegna fleiri innlendra gesta. Mér sýnist hins vegar að fjöldi gesta á ráðstefnur á þessu ári verði svipaður og í fyrra og kannski ívið minni, eða 9.263, en vonandi á þessi tala eftir að fara hækkandi," segir Jó- hanna. Árið 1994 sóttu 8.710 gest- ir ráðstefnur hérlendis að hennar sögn. Ákveðin fylgni Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir ákveðna fylgni milli söiu ís- landsferða á mörkuðum ferðaþjón- ustunnar og veðurfars á viðkomandi slóðum. „Ég bendi á það líka að á undanförnum árum hefur bókunar- tímabilið verið að færast nær ferða- mannatímabilinu sjálfu. Ég geri ráð fyrir miðað við þær uplýsingar sem liggja fyrir að sumarið verði hlið- stætt því sem var í fyrra en það eigum við ekki að sætta okkur við.“ Hann bendir á að sætaframboð til landsins hafi aukist og þá sé meira gistirými í boði og fleira til afþreyingar. „Við megum ekki við öðru en eðlilegri aukningu næstu árin til að standa undir aukinni fjár- festingu. Árangur hefur náðst í því að ná hingað gestum utan háanna- tíma en það breytir ekki því að við þurfum að fá fleiri gesti yfir sumar- tímann." Magnús segir að miða eigi við 6% aukningu árlega, að minnsta kosti, til að halda í við áætlanir samkeppnislanda. „ Arnar HTJ-1 kominn Morgunblaðið/Sverrir ÓSKAR Þórðarson framkvæmdastjóri og Árni Sigurðsson skipstjóri við nýja togarann. Fer í breytingar fyrir 150 milljónir og verður tilbúinn á veiðar í byrjun maí ARNAR HU-1 kom til landsins í gærmorgun og liggur við Ægisgarð. Skagstrendingur hf. festi kaup á togaranum í lok síðasta árs á 450 milljónir króna. Skipinu verður breytt á næstunni fyrir um 150 milljónir, en búist er við að Arnar HU verði tilbúinn á veiðar í byijun maí. Togar- inn kemur í stað annars samnefnds togara Skagstrendings sem var seld- ur til Grænlands í október síðastliðn- um. Arnar HU-1 var keyptur af Nept- une Pacific co. Ltd. frá Rússlandi og hefur verið notáður í Kyrrahafi síðustu árin. Hann var smíðaður fyr- ir Færeyinga í Noregi árið 1986. Skipið þúsund tonna frystitogari, 60 metra langur og 13 metrar á breidd. „Við endurbætum hann verulega,“ segir Óskar Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Skagstrendings hf. Hann segir að þess vegna hafi togar- inn fyrst farið til Reykjavíkur. Þar verði sett í hann nýtt vinnsludekk af Landssmiðjunni og Skipasmíða- stöð Þorgeirs og Ellerts á Ákranesi. Allur flokkunar- og tölvubúnaður verði frá Marel. Einnig verði settur færslubúnaður við frystitæki og í lest af Klaka hf. Stefnt á karfaveiðar í vor „Togarinn verður tilbúinn til veiða í maí og fer þá á úthafskarfa ef það stendur ennþá opið,“ segir Óskar. „Við treystum á að veiðar þar verði fijálsar á þessu ári fyrst samið var svona seint. Við höfum gert ýmsar ráðstafanir með það í huga að fara á þessar veiðar, m.a. fjárfest í veið- arfærum, og vonum að ekki verði lokað á okkur.“ Að því loknu segir Óskar að hug- myndin sé að senda Arnar HU-1 á veiðar í Smugunni. Það sé þó óvissa um hvenær það verði, en líklega verði það í júlí eða ágúst. Arnar HU-1 verður með kvóta togarans sem seld- ur var til Grænlands, en í fyrra var það stærsti kvóti einstaks skips í flot- anum, eða 3.500 þorskígildi. „Við seldum Arnar í fyrra og þetta er lokapunkturinn í því ferli,“ segir Óskar. „Nú erum við búnir að stokka upp skipastólinn og lækka skuldir um 500 milljónir." Kærunefnd jafnréttismála kveður upp úrskurð vegna yfirmanns reiknistofu hjá Pósti og Síma Ekki lagabrot KÆRUNEFND jafnréttismála hefur komist að því að samgönguráðuneyt- ið hafi ekki brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla með ráðningu karl- manns í stöðu forstöðumanns reikni- stofu Pósts- og símamálastofnunar. Kona, ein þriggja annarra umsækj- enda um stöðuna, óskaði eftir því að kærunefndin kannaði og tæki afstöðu til þess hvort ráðningin bryti í bága við lögin. Erindið var borið fram 16. nóvember í fyrra. í erindi sínu til kærunefndar vísar konan til þeirrar óskráðu megin- reglu, sem hún segir gilda innan stofnunarinnar, um að við val á umsækjendum í stöður yfirverk- fræðinga sé horft til starfsaldurs viðkomandi verkfræðings hjá stofn- uninni. Hún hafi lengstan starfsald- ur umsækjenda hjá stofnuninni. Við þessa ráðningu hafi í fyrsta lagi veríð tekið við umsókn eftir að um- sóknarfrestur hafi runnið út og í öðru lagi verið brugðið út af gild- andi venjum og ráðinn umsækjandi sem aldrei hafi starfað innan stofn- unarinnar. Hún bendir einnig á að samkvæmt jafnréttisáætlun Pósts- og síma- málastofnunar sé það yfirlýst stefna að auka hlut kvenna í stjórnunar- stöðum. Konur séu þar fáar eins og skipurit stofnunarinnar beri með sér. Varðandi hæfni þeirra beggja bendir hún á að menntun hennar og karlsins sé sú sama og hún fái ekki séð að hann hafi einhveija sér- staka hæfileika umfram hana til að gegna þessu starfi. I auglýsingu um stöðuna sé m.a. gerð krafa um mikla þekkingu á vinnslu í stórtölvusamskiptum og hafi hún sjö ára reynslu á því sviði. Þar sem miklar og hraðar breytingar eigi sér stað í tölvuheiminum telji hún ekki að reynsla umfram það skipti máli. Áf hálfu samgönguráðuneytisins er áhersla lögð á að karlinn hafi allt frá árinu 1986 unnið sem verk- efnisstjóri við verkefni á sviði reikn- ingagerðar og notendaupplýsinga fyrir Póst- og símamálastofnun. Hann hafi stýrt undirbúningsvinnu og stofnun reiknistofunnar og unnið fyrir hana síðan. Hann þekki þetta starf því mjög vel og það hafi verið mat umsagnar- aðila hjá Póst- og símamálastofnun að hann væri hæfastur umsækjenda. Kærandi hafi unnið sitt starf mjög vel en það sé allt annars eðlis en starf yfirmanns reiknistofu, enda tilheyri það fjarskiptasviði en reikni- stofan heyri undir umsýslusvið. Bæði vel hæf í niðurstöðu kærunefndar kemur fram að bæði verði að teljast vel hæf til að gegna starfinu. Þá komi til álita hvort karlinn hafi einhveija sérstaka hæfileika umfram konuna sem réttlæti að hann sé ráðinn þrátt fyrir að verulega halli á konur í stjórnunarstöðum hjá Pósti- og símamálastofnun og hún hafi lýst því markmiði sínu að þeim skuli fjölga. Samkvæmt gögnum málsins hafi starfsferill karlsins um árabil verið samofinn starfsemi reiknistofunnar. Frá árinu 1986 hafi hann unnið sem verkefnisstjóri við verkefni á sviði reikningagerðar og notendaupplýs- inga fyrir Póst- og símamálastofnun. Hann hafi haft umsjón með endur- skipulagningu á tölvuvinnslu þessa þáttar og tekið þannig þátt í undir- búningi stofnunar reiknistofunnar. Karlinn hafí unnið fyrir reiknistof- una sem sérfræðingur síðan. Hann gjörþekki því starfsemi hennar. Starfsferill konunnar sé hins vegar á öðru sviði. Kærunefndin fellst því með vísan til framangreinds á að karlinn hafi sérstaka hæfni til að gegna stöðu yfirmanns reiknistofu Pósts- og símamálastofnunar. Nefndin tekur fram að þótt heimilt sé að taka við umsókn eftir að umsóknarfrestur rennur út hefði verið heppilegra að auglýsa stöðuna að nýju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.