Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 31 TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS 60 ÁRA - VIÐ höfum með okkur náið samstarf, lítum á þetta verkefni sem eins konar teymisvinnu, það að byggja upp árangursríkt starf Tryggingastofnunar og sjáum fyr- ir okkur ýmislegt sem betur má fara í skipulagi hennar og rekstri. Stofnunin hefur gengið gegnum ákveðnar þrengingar sem nú eru að baki og við viljum að hún verði fyrst og fremst þjónustu- og þekk- ingarstofnun en ekki gamaldags afgreiðslustofnun, segja þeir Bolli Héðinsson formaður Tryggingar- áðs og Benedikt Jóhannesson varaformaður. Tæpt ár er síðan þeir tóku við þessum embættum í ráðinu en báðir hafa þeir setið þar í nokkur ár. Báðir sóttu þeir menntun sína til Bandaríkjanna. Bolli hefur próf í rekstrarhagfræði og Benedikt í tryggingastærð- fræði. Með þeim í tryggingaráði eru nú Margrét S. Einarsdóttir, Guðrún Helgadóttir og Petrína Baldursdóttir. - Líkt og margar aðrar ríkis- stofnanir tel ég að Trygginga- stofnun sé um of njörvuð niður í lagaramma og -hún ætti að vera frjálsari í starfi sínu og fá meira svigrúm til að laga reksturinn að því sem kröfur tímans gera ráð fyrir hverju sinni, segir Bolli og undir það tekur Benedikt: - Stofn- unin heyrir undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og menn ná ekki breytingum í gegn nema með velvild ráðuneytisins og oft koma óskir frá ráðuneytinu og jafnframt tilbúnar tillögur um hveiju skal breyta. Ég hygg að sé meiri ábyrgð lögð á herðar Tryggingastofnunar geti hún ekki síður fundið þær lausnir sem þarf að finna í hinum ýmsu málum. Úrskurðum áfrýjað Tryggingaráð heldur fundi sína að jafnaði hálfsmánaðarlega en hlutverk þess er yfirstjórn Trygg- ingastofnunarinnar. Þá fjallar ráð- ið um mál sem einstaklingar áfrýja til þess ef þeir til dæmis una ekki úrskurði tryggingalækna um ör- orkumat og hefur ráðið lögfræðing sér til ráðuneytis í þeim máium. Slík mál eru tekin fyrir á öðrum hveijum fundi og er fjöldi þeirra allt að 300 á ári. En hver eru helstu mál er varða sjálfa yfir- stjómina? - Valdsvið tryggingaráðs og ráðuneytis þarf að skerpa að okk- ar mati því stundum eru mörkin ofurlítið óljós. Ráðuneytinu ber að setja reglugerð samkvæmt lögum um þau málefni sem koma til kasta Tryggingastofnunar en við teljum að ýmsu leyti heppilegra að trygg- ingaráð komi meira við sögu þegar reglugerðir eru settar. Allar meiri háttar ákvarðanir um stefnumál í almannatryggingum eru hins veg- ar pólitískar og hlutverk trygg- Mikilvægt að nýta vel fjármagnið sem fer í tryggingamál nýta mætti í stefnumörkun og við skulum ekki gleyma því að trygg- ingamálin eru milli fimmtungs og fjórðungs af fjárlögum ríkisins og því skiptir talsverðu máli að þetta fjármagn sé nýtt skynsamlega. Þeir Bolli og Benedikt segja að ekki hafi unnist tími til að vinna neitt með þessar upplýsingar og hefur tryggingaráð átt viðræður við fulltrúa Háskóla íslands með það í huga að hefja samstarf: - Tryggingamál snerta allt mannlífið og við sjáum fyrir okkur að ýmsar deildir Háskólans geti lagt okkur lið í að rannsaka og þróa almannatryggingakerfið. Þar geta nánast allar deildir Háskólans komið við sogu, læknadeild sem sinnir kennslu læknanema, nema í hjúkrunarfræði og sjúkraþjálfun, lagadeildin þar sem rammi trygg- ingakerfisins byggist á lagasetn- ingu, viðskipta- og hagfræðideild þar sem hér eru miklir fjármunir í húfi og félagsvísindadeiíd sem tekur á ýmsum greinum er varða samfélagsþjónustuna, og telja þeir tvímenningar að nú sé nánast í höfn samstarfssamningur við Há- skólann um þessi mál. Örorkulífeyrir tvöfaldast Ýmsar breytingar hafa orðið á Morgunblaðið/Ásdís FORMAÐUR tryggingaráðs er Bolli Héðinsson (t.h.) og varafor- maður er Benedikt Jóhannesson. ingaráðs er að fylgja þeim ákvörð- unum eftir í framkvæmd. Forstjóri sér um allan daglegan rekstur og ráðið á að leggja meginlínur í starfinu en segja má að okkur hætti stundum til að fjalla um óþarflega mikil smáatriði sem for- stjóri o g samstarfsmenn hans ættu að leysa. Við höfum hins vegar áhuga á því að skoða alla starfsemi Trygg- ingastofnunar í víðara samhengi og nýta betur allan þann fróðleik sem hér hefur safnast saman um örorkumál, þróun í almannatrygg- ingum og iífeyrismálum. Daglegu málin hafa tekið of mikinn tíma og ekki gefist tími til að öðlast yfirsýn og skoða þá þróun sem verið hefur í þessúm málum. Við erum sannfærðir um að þar gæti komið margt forvitnilegt upp sem starfsemi Tryggingastofnunar rík- isins á liðnum árum og er ein hin stærsta sú að hún fær nú fjár- magn til starfsemi sinnar á fjár- lögum en ekki með iðgjöldum. - Þetta hefur þýtt ákveðnar breytingar á starfsháttum. Meðal þess sem gert hefur verið á undan- förnum árum er að semja við sjálf- stætt starfandi lækna um afslátt á greiðslu fyrir unnin læknisverk og nú síðast þak á þau. Þar er hins vegar tekið tillit til breytilegr- ar aldurssamsetningar og samið um slíkt þak á hveiju ári svo að stofnunin er ekki alveg bundin. Sú breyting hefur orðið á heil- brigðisþjónustunni að mörg lækn- isverk eru nú unnin á stofum en áður þurftu sjúklingar að leggjast inn á spítala og því hafa útgjöldin að vissu marki færst frá spítölum til Tryggingastofnunar. í hvaða mæli það er vitum við hins vegar ekki en þetta er mál sem þyrfti að skoða og það eru þess konar breytingar og vitneskja sem við teljum að þurfi líka að safna upp- lýsingum um. Þá hefur útgjaldaliður eins og örorkulífeyrir nánast tvöfaldast á einum áratug og við þurfum við skoða vandlega ástæður þess. Er það versnandi efnahagsástand með atvinnuleysi sem leiðir til verra heilsufars, eru það fleiri sem sækja í þennan farveg sem hafa kannski veigrað sér við því til þessa, eru þeir fleiri sem eiga rétt á slíkum bótum en verið hefur og þannig getum við endalaust spurt og komið með tilgátur. Þetta þarf að skoða betur. Einnig má skoða betur samhengi lífeyrisgreiðslna og lífeyris úr almennu lífeyrissjóð- unum. Tryggingastofnun er í raun stærsti lífeyrissjóður landsins, flestir fá grunnlífeyri og margir tekjutryggingu og aðrar auka- greiðslur sem hafa aukist á síð- ustu árum en nú bendir ýmislegt til þess að með því að fólk fær hærri lífeyri frá öðrum sjóðum geti þessi útgjöld Tryggingastofn- unar minnkað. Að lokum nefna þeir Bolli og Benedikt að brýnt sé að bæta starfsaðstöðu Tryggingastofnun- arinnar: - Þrengsli eru mikil og starfsmenn sitja nánast hver ofan á öðrum og þurfa heilbrigðis- og íjármálaráðuneytin að skoða hvernig leysa á þann vanda. Á síðustu árum hefur mikil vinna verið lögð í að bæta kjör starfs- manna sem dregist höfðu nokkuð afturúr öðrum ríkisstarfsmönnum. Tryggingastofnun hefur alltaf haft á að skipa góðu starfsfólki sem á þar langan starfsaldur og með batnandi starfsaðstöðu og batnandi kjörum erum við bjartsýn á að okkur takist að gera góða stofnun enn betri. Scetirsófar á óviðjafnanlegu verði HÚSGA GNALA GERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópavogi - sími 564 1475 Opið mán.-fös. 13-18, lau. 11-14. Vindhanar á sumarbústaðinn Frábært verð - aðeins kr. 4.900.- Sendingarkostnaður bætist við vöruverð Pöntunarsími 567 5484 B.G.Á. HEILDVERSLUN MAJORCA 25 dagar ■ Brottför: pr. mann. 25. apríl Verð miðað við tvo í stúdíó íbúð á Pil Lari Playa. Innifalið: Flug, gisting og flugv.skattar. FERÐIR Faxafeni 5 108 Reykjavík. Sími: 568 2277 Fax: 568 2274
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.