Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996, MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sýslumaður í Hafnarfirði tók haffærisskírteini togarans Anyksciat í fyrrakvöld Skipveijar með ísaxir Morgunblaðið/Þorkell LÖGREGLUÞJÓNAR fara framhjá skipverjum um borð í Anyksciat í fyrrinótt. Sog hf. hefur lagt um 60 milljónir kr. í tækja- búnað og viðgerðir á lit- háíska togaranum Anyksciat. Þrátt fyrir það kannast eigandi skipsins ekki við að Sog hf. hafi skipið á leigu. Guðjón Guðmundsson skoðar ágreining sem risið hefur um leigu á togaranum til íslands. SÝSLUMAÐURINN í Hafnarfirði tók svokallað mælibréf litháíska togarans Anyksciat, sem liggur við festar í Hafnarfjarðarhöfn, í sína vörslu í fyrrakvöld vegna skulda. Togarinn hefur því ekki haffæris- skírteini og kemst hvergi. í fyrra- kvöld tók fyrirtækið IceMac flökun- arvél úr skipinu með aðstoð fjöl- menns lögregluliðs. Fyrirtækið Friðrik A. Jónsson hf., er að meta það hvort það fari sömu leið og IceMac og fjarlægi höfuðlínusónar úr skipinu, tæki sem kostar um þrjár milljónir króna. Mælibréf er nokkurs konar skoð- unarvottorð sem hvert skip verður að hafa um borð og er það nánast réttlaust án þess. Guðmundur Soph- usson sýslumaður í Hafnarfirði sagði að embættið hefði óskað eftir mælibréfi skipsins síðastliðinn mánudag, en þá neitaði skipstjórinn að láta það af hendi. Skuldir vegna togarans eru einkum hafnargjöld og afgreiðslugjöld sýslumannsemb- ættisins. Þær nema um eða yfir einni milljón kr. Ögmundur Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Friðriks A. Jónssonar hf., segir að hugsanlega verði kaup- samningi um höfuðlínusónar, sem fyrirtækið gerði við Sog hf., rift. Samningurinn er með eignarréttar- fyrirvara. „Skipið kemst ekki langt svo það verður ekki farið í þetta á næstunni," sagði Ögmundur í gær. Með ísaxir og sleggjur að vopni Guðmundur sagði að við lögreglu- aðgerðina í fyrrakvöld hefðu skip- veijar verið með ísaxir, sleggjur og önnur barefli. „Við getum þó ekki fullyrt að þeir hafí ætlað að nota þetta gegn lögreglunni eða þeim sem ætluðu að ná í flökunarvélina. Alt- ént þótti okkur ástæða til þess að vera vel undir það búnir að fara í skipið. Lögreglumenn voru með kylf- ur og skildi. Allir voru þeir með hjálma á höfði,“ sagði Guðmundur. Reynir Amgrímsson, fram- kvæmdastjóri IceMac, segir að skip- stjóri Anyksciat hafí viljað fresta þessari aðgerð. „Það tók sjö manns ekki nema einn og hálfan tíma að taka vélina í sundur og skipveijam- ir hefðu þess vegna getað gert hið sama og látið hana hverfa. Við verð- um að gæta okkar réttar,“ sagði Reynir. Samstarf Sogs og IceMac Fullt samstarf var á milli Sogs hf. og IceMac um þessa aðgerð. Sog hf. hafði greitt um 200 þúsund kr. af flökunarvélinni, sem kostar um fjórar milljónir kr. Vélin hafði verið um borð í skipinu frá því í desember. Gísli Jónsson, stjórnar- formaður Sogs hf. sagði að aðgerð- in í fyrrakvöld hefði verið á vegum Sogs hf. „Við vorum búnir að gera tvær tilraunir til þess að ná vélinni í land áður en skipstjórinn neitaði að af- henda hana. Við misstum því tvisv- ar sinnum af sölu á vélinni. Núna gátum við selt hana á góðu verði og það var ákveðið í samráði við IceMac að fara þessa leið. IceMac er að sjálfsögðu að tryggja sína hagsmuni því véiin var í skuld. Okkar mál verða gerð upp á núlli,“ sagði Gísli. Gísli sagði að afskiptum Sogs hf. af Anyksciat væri ekki lokið. „Búnaðarbankinn í Litháen hefur lýst því yfír að hann ætli að taka af okkur skipið. Þrátt fyrir þetta segist hann ekkert kannast við Sog hf. en segir jafnframt að fyrirtækið skuldi þeim 250.000 dollara. „Við erum eins og saklausir áhorfendur að þessu máli sem snýst um ágreining milli Jura Liutas og eiganda skipsins. Við getum hins vegar skotið málinu fyrir Verslun- ardómstólinn í London ef ágreining- ur verður milli okkar og Jura Liut- as. Slíkur ágreiningur er þó alls ekki fyrir hendi. Samningur okkar við Jura Liutas er gerður á alþjóð- lega staðlaðan pappír um verslunar- skip með viðauka sem passar fyrir fiskiskip,“ sagði Gísli. Hefur lagt 60 milljónir í skipið Sog hf. hefur fjármagnað tækja- búnað sem er um borð í Anyksciat. Frá því skipið kom í desember 1994 og þar til það fór í sína fyrstu veiði- ferð lagði Sog hf. í það um 60 milljónir kr., í viðhald, tæki og veið- arfæri. Framtíð Sogs er ekki björt ef skipið fer héðan, að sögn Gísla. „Það gefur augaleið að ef skipið fer og enginn rekstur er lendir fyrir- tækið í greiðsluerfíðleikum. Það velt- ur því allt á því að við komum skip- inu aftur til veiða sem fyrst. Eg ætla rétt að vona að málið leysist á einni eða tveimur vikum og við fáum að fara með skipið til veiða eins og við ætluðum okkur," sagði Gísli. Engin svör frá Litháen Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kom skeyti frá Búnaðar- bankanum í Litháen í fyrrakvöld til talsmanns bankans hér á landi, Rimantas Bendorius, um að um- boðssamningi við Skipavarahluti hf. hefði verið rift og Gára hf. hefði tekið við. Við lögregluaðgerðirnar í fyrrakvöld var viðstaddur fulltrúi frá skipamiðluninni Gáru hf., en það fyrirtæki er umboðsaðili litháíska togarans Migelbaga, sem hefur leg- ið í Hafnarfjarðarhöfn og er í eigu Bendorius. Kári Valvesson hjá Gáru segir að fyrirtækið hafi ekki verið um- boðsfyrirtæki togarans í fyrrakvöld. „Að vísu var kallað á okkur því sýslumaðurinn hafði heyrt að við værum umboðsmenn skipsins en það vorum við alla vega ekki í gær. En hvað gerist í framtíðinni veit ég ekki. Gára greiðir ekki skuldir Anyksciat nema peningar berist frá eiganda skipsins," sagði Kári. Sigurður Grétarsson hjá Út- hafsafurðum, sem var með togar- ann Vydunas á leigu, ræddi við Alfreð Steinar Rafnsson, einn ís- lensku skipveijanna fjögurra um borð í Vydunas, í gær. Sigurður sagði að íslendingarnir ættu eftir að ganga frá einhveijum formsatr- iðum enn áður en málum þeirra yrði lokið í Litháen. Morgunblaðið hefur ítrekað reynt að fá viðhorf Vaclovas Litvanis, stjórnarformanns Búnaðarbankans í Litháen, til þessa máls en hann hefur ekki svarað fyrirspurnum. Ekki hefur heldur náðst í talsmenn Jura Liutas Sem framleigði Anyksc- iat til Sogs hf. Að hasla sér völl TÓNLIST Iláskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Bizet, Mascagni, Sibelius, Mozart og Tsjaíkovski. Ein- leikari: Peter Máté. Stjórnandi: Guðni Emiisson. Fimmtudagurinn 28. mars 1996 ÞAÐ eru stór tíðindi er ungur hljómsveitarstjóri kveður sér hljóðs og ekki síst vegna þess að fáir ís- lendingar hafa fetað þann torsótta veg, sem þeir þurfa að rata, er ætla sér að verða hljómsveitarstjór- ar, að vera verkstjórar yfir 60 sér- menntuðum tónlistarmanneskjum og hafa á valdi sínu þá óskilgreindu galdra, er öll góð list býr yfir. Það er ekki fýsilegt fyrir íslending að hasla sér völl hér heima sem hljóm- sveitarstjóri, því segja má að vinnu- staðurinn sé aðeins einn og það er sjálf Sinfóníuhljómsveit íslands. Þrátt fyrir lítið olnbogarými hafa nokkrir ungir tónlistarmenn leitað sér menntunar erlendis og er Guðni Emilsson einn þeirra en hann starf- ar sem hljómsveitarstjóri við Sinf- óníuhljómsveit æskunnar við há- skólann í Tiibingen. Tónleikarnir hófust á forleiknum að óperunni Carmen eftir Bizet og þar á eftir fýlgdi Intermezzo úr óperunni Cavalleria rusticana, eftir Pietro Mascagni og í þriðja við- fangsefninu, 3. þættinum úr Kar- elia-svítunni, eftir Sibelius, var ekki annað að sjá en Guðni Emilsson kynni hið besta að stjórna hljóm- sveit, því þessi einföldu og vinsælu PETER Máté píanóleikari og stjórnandinn Guðni Emilsson verk voru fallega og líflega flutt. Efnisskrá tónleikanna er valin eftir því hvaða verk voru oftast nefnd í könnun, sem gerð var í fyrra, en það liggur í hlutarins eðli, að vinsæl smáverk verða oft- ast nefnd, svo að slík könnun getur verið villandi, sérstaklega er stærri viðfangsefnin dreifast á marga titla. Hvað sem þessu líður munu reyndir tónleikagestir varla leggja mikla áherslu á að heyra hæga þáttinn í píanókonsert nr 21, eftir Mozart, þó að hann sé hin fegursta tónsmíð. Þessi þáttur var mjög vel fluttur bæði af einleikaranum Peter Máté og hljómsveit en það var fyrst með Rómeó og Júlíu eftir Tsjaí- kovskí, sem reyndi á hljómsveitar- stjórn Guðna Emilssonar og það var auðheyrt, sérstaklega í átaks- köflum verksins að Guðni hefur meiningar um það hvernig verkið skuli flutt. í hægum inngangi verksins og niðurlagi vantaði að hann næði að magna upp stemmn- ingu og var flutningurinn í þessum hluta verksins aðeins áferðarfalleg- ur en alltof hlutlaus og blátt áfram leikinn. Andlát ÁSGRÍM- UR HALL- DÓRSSON Hornafirði. Morgiinblaðið. LÁTINN er Ásgrímur Halldórsson, heiðursborgari á Hornafirði, 71 árs að aldri. Ásgrímur var í forystusveit þeirra athafnamanna sem lögðu grunninn að vexti og viðgangi Hornafjarðar. Hann var í 11 ár í hreppsnefnd Hafnar og nokkur ár sem oddviti. Ásgrímur var kaupfélagsstjóri KASK frá 1953-1975. Framkvæmd- arstjóri Fiskimjölsverksmiðju Horna- fjarðar frá upphafi til 1975, um tíma framkvæmdastjóri Skipatryggingar Austfjarða og stofnaði fískvinnslu og útgerðafélagið Skinney hf á Höfn. Eftirlifandi eiginkona Ásgríms er Guðrún Ingólfsdóttir og eiga þau 5 uppkomin börn, Ingólf skipstjóra og útgerðarmann á Höfn, Halldór utan- ríkisráðherra, Önnu Guðnýju skrif- stofumann, Elínu leikskólakennara, og Katrínu garðyrkjufræðing. --------------♦ ♦ ♦------- Togararall Niðurstaða í fyrsta lagi í næstu viku „EG kalla okkur góða ef við klárum að vinna úr mælingum togararallsins í næstu viku, en svo mikið er víst að engar upplýsingar er að hafa fyr- ir þann tíma,“ sagði Jakob Jakobs- son, forstjóri Hafrannsóknarstofnun- ar, í gær Togararalli Hafrannsóknarstofn- unar er lokið og niðurstöðu mælinga á fiskstofnum að vænta fljótlega. Jakob sagði að á síðasta ári hefðu verið gefnar út bráðabirgðaniður- stöður, en margir verið ósáttir þegar endanlegar niðurstöður rímuðu ekki við þær að fullu. Því ætlaði Hafrann- sóknarstofnun ekki að fara þá leið núna, heldur vinna strax úr upplýs- ingum til fulls. í LArlesiennne-svítunni, en flutt- ir voru þættir 1. og 2., óx Guðna ásmegin og náði hann oft að magna upp sterk tilþrif, sérstaklega í hin- um kontrapunktíska Farandole- þætti úr seinni svítunni. Peter Máté lék 1. þáttinn í píanókonsert nr.l eftir Tsjaíkovskí og eins og þegar hann lék hann síðast var flutningur hans glæsilegur en nokkuð hrárri að þessu sinni. Máté er frábær píanóleikari og hefði ver- ið glæsilegt að hafa hann með í Ameríkuferðina. Tónleikunum lauk með Finlandíu eftir Sibelíus og þar gat að heyra ágæta motun Guðna á þessu vin- sæla verki og eftir því sem dæmt verður af einum tónleikum er Guðni efnilegur stjórnandi og verður fróð- legt að fylgjast með þroska hans sem listamanns og sjá og heyra hann takast á við viðfangsefni, er hann sjálfur velur sér og veit sig best kunna. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.