Morgunblaðið - 29.03.1996, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 29.03.1996, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 Gæða húsgögn á sóðu verði MINNINGAR GUÐBJORG JÓNSDÓTTIR Stórglæsilegir hornsófar 2ja+horn+3ja sæta með leðri á slitfleti Litir: Svart - brúnt - grænt - rautt - vínrautt. Verð aðeins kr. 136.000 stgr. Líttu á verðið! (M) Euro raðgr. til allt að 36 mánaða. Visa raðgr. til allt að 18 mánaða. Yalhúsgögn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 581 2275, 568 5375 + Guðbjörg Jóns- dóttir fæddist 28. september 1903 á Stokkseyri. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 23. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ingibjörg Erlends- dóttir, f. 7. ágúst 1872, d. 3. ágúst 1912, og Jón Guð- brandsson, f. 25. ágúst 1872, d. 1. júlí 1929. Eftir lát móð- ur sinnar fór Guð- björg að Syðra-Seli á Stokkseyri til hjónanna Sigríð- ar Jónsdóttur og Júníusar Páls- sonar. Alsystkini hennar voru fjögur og eftir lifa Ingveldur Agústa og Elín Helga. Hálf- systkini hennar voru fimm, af þeim lifa Ragnar og Guðfinna Sigríður. Árið 1926 giftist Guð- björg Gísla Guðmundssyni, f. 6. júlí 1899, d. 21. janúar 1971, frá Þjóðólfshaga í Holtum. Þau eignuðust tvö börn: 1) Ingibjörg Sœtir sófar á óviðjafnanlegu verði HÚSGA GNALA GERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópavogi - simi 564 1475 Opið mán.-fös. 13-18, lau. 11-14. L NYRRA TÆKIFÆRA Vilt þú koma J vöru á markað? Kynnið ykkur samstarfsverkefni VORUÞROUN fðnlánasjóðs, Iðnaðarráðuneytis, Iðflþfóunarsjóðs og 1996. tóntaeknistofnunar til þróunar á mafkaóshæfiim vönim Fyrirtækjum úr öllum starfsgreinum er nú boðið að taka þátt í verkefninu Vöruþróun '96. Þeim verður veitt fjárhagsleg og fagleg aðstoð við vöruþróun þannig að koma megi samkeppnishæfri vöru á markað innan 2ja ára frá upphafi vérkefnisins. Þau fyrirtæki, sem tekið hafa þátt í verkefnunum fram til þessa, hafa náð umtalsverðum árangri í vöruþróun og markaðssókn. Við mat umsókna gilda reglur Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs. Umsóknareyðublöð fást hjá Iðntæknistofnun og atvinnuráðgjöfum á landsbyggðinni og skal skila til Iðntæknistofnunar. Frekari upplýsingar gefa Smári S. Sigurðsson hjá Iðntæknistofnun í síma 587 7000, Kristján Bjöm Garðarsson hjá Iðntæknistofnun Akureyri í síma 463 0957 og atvinnuráðgjafar víðs vegar um landið. IIÐNLÁNASJÓÐUR IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ ^ IÐNÞRÓUNARSJÓÐUR löntæknÍStOÍnun Í1 Júnía, f. 19. des. 1933, gift Sigur- geiri Jónssyni hag- fræðingi. Þau eiga þijú börn: Guð- björg, læknir. Jón Þorvarður, við- skiptafræðingur, giftur Lin Wei fiðluleikara. Gísli, rekstrarhagfræð- ingur. 2) Þor- steinn, f. 11. janúar 1943, giftur Sigríði Gunnarsdóttur. Þau eiga fjögur börn. Gisli, BA í sagnfræði. Sambýliskona hans er Þuríður Hrund Hjartardótt- ir. Aðalheiður, hárgreiðslu- nemi. Sambýlismaður hennar er Guðlaugur Jón Gunnarsson og eiga þau eitt barn: Evu Björgu. Gunnar, nemi, og Guð- björg, nemi. Útför Guðbjargar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykja- vík í dag og hefst afhöfnin kl. 10.30. Amma mín, Guðbjörg Jónsdótt- ir, hefur nú kvatt þetta líf eftir skamma andlátsstund. Þrátt fyrir að vera orðin tæplega 93 ára átti hún lengi vel ekki við nein alvar- leg veikindi að stríða. Það var ekki fyrr en í ágúst síðastliðnum sem hún kenndi sér meins og varð að leggjast inn á sjúkrahús. Veik- indin urðu síðan æ tíðari og þau drógu brátt úr henni lífskraftinn. Það var því viss fyrirboði um að amma ætti ekki langt eftir ólifað þegar hún gat ekki heimsótt okk- ur síðastliðið aðfangadagskvöld eins og hún var vön að gera. Það er annars margs að minn- ast í samskiptum okkar ömmu en mér stendur efst í huga sá hlý- leiki sem einkenndi hana alla tíð. Ég minnist þess einnig þegar ég var yngri hve mikil tilhlökkun var að heimsækja hana á Hagamelinn. Hún hafði frá mörgu skemmtilegu að segja og ætíð þótti mér teikni- myndablöðin, sem hún átti, áhugaverð þótt ég væri búinn að lesa þau mörgum sinnum spjald- anna á milli. Þegar hún flutti á elliheimilið Hrafnistu árið 1983 hélt ég áfram að heimsækja hana reglulega og alltaf bauð hún upp á konfekt sem hún vissi að ég var veikur fyrir. En brátt urðu heim- sóknirnar strjálli og þannig var ástatt í nokkur ár. Ekki veit ég hverju er um að kenna en mér dettur helst í hug að unglingsárin hafi á einhvern hátt rofið það sam- band sem var á milli okkar. Það var ekki fyrr en ég var kominn á þrítugsaldur að ég áttaði mig á því að amma væri ekki eilíf. Ég einsetti mér því að heimsækja hana oftar og má segja að ég hafi áttað mig á síðustu stundu því ekki liðu mörg ár þar til hún sagði skilið við þetta líf. Ég þakka ömmu minni þær góðu stundir sem við áttum sam- an. Gísli Þorsteinsson. Fráfall Guðbjargar Jónsdóttur kom ekki á óvart. Undanfarna mánuði fóru kransæðaþrengsli að ágerast. Þetta olli henni mikilli vanlíðan á' köflum. Henni versnaði svo skyndilega rúmum sólarhring áður en hún lést. Annars var hún heilsuhraust lengst af. Guðbjörg og Gísli Guðmunds- son eiginmaður hennar hófu bú- skap sinn árið 1926 og bjuggu fyrstu árin í húsi frændfólks Gísla á Laugavegi 99. Á kreppuárunum eignuðustu þau tveggja herbergja íbúð á Brávallagötu. Þar bjuggu þau í 26 ár, lengst af með börnum sínum Ingibjörgu og Þorsteini, meðan þau voru heima. Þetta þættu nokkur þrengsli um þessar mundir en mörg dæmi voru um miklu fleira fólk í svona litlum íbúðum á þessum árum. Síðar fluttu þau í rúmgóða íbúð ekki langt frá. Gísli var sjómaður mestalla starfsævi sína. Hann var lengi á vertíðarbátum, síðan á togurunum Skallagrími og Reykjaborg en var í landi þegar henni var sökkt árið 1941. Hann var lengi á varðskip- um og endaði sjómennskuferil sinn á skipum Eimskipafélagsins. MORGUNBLAÐIÐ Hann var hinn mesti sómamaður en féll frá árið 1971. Það kom í hlut Guðbjargar eins og margra sjómannskvenna að annast að verulegu leyti uppeldi barnanna og allt sem snéri að heimilisrekstr- inum. Þetta fórst henni vel úr hendi því að hún var mikil at- gerviskona, bjartsýn, glaðlynd og framkvæmdasöm. Þau hjónin komu sér upp litlu húsi eða afdrepi í Hveragerði um 1940 í félagi við systur Guðbjarg- ar, Ingveldi, og mann hennar, Guðmund Gíslason. Þetta voru einungis tvö herbergi og var ekk- ert rafmagn. Þarna voru systurnar með börn sín flest sumur í mörg ár og áttu þaðan góðar minningar. Guðbjörg var alla tíð í Fríkirkju- söfnuðinum og var áhugasöm um safnaðarstarf á margan hátt og starfaði lengi í kvenfélaginu. Þá var hún mikil hannyrðakona, pijónaði mikið alla ævi og um árabil voru skotthúfur hennar þekktar en þær jnjónaði hún með- al annars fyrir Islenskan heimilis- iðnað. Kynni okkar Guðbjargar og fjölskyldu hennar hófust um það leyti sem Ingibjörg dóttir hennar og Sigurgeir bróðir minn gengu í hjónaband. Hjá Guðbjörgu var gestrisnin alltaf í fyrirrúmi og glatt var á hjalla. Öllum sem kynntust henni varð strax ljóst hreinlyndi hennar. Hún myndaði sér ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum þannig að alltaf var ljóst hver sannfæring hennar var. Eftir að Gísli lést bjó hún ein í íbúð sinni nokkur ár en frá 1983 dvaldist hún á Hrafnistu í Reykja- vík þar sem hún undi hag sínum vel og naut félagsskapar heimilis- manna því hún var í eðli sínu fé- lagslynd. Þegar undan tók að halla annaðist starfsfólkið hana með nærfærni og alúð. Guðbjörg var orðin háöldruð þegar hún lést og hafði gengið frá sínum málum fyrir löngu. Hún kvaddi þennan heim sátt við lífið. Eftir lifa góðar minningar meðal ættingja og vina. Ólafur Þ. Jónsson. Þegar ég kveð þá mætu konu, Guðbjörgu Jónsdóttur, koma fram í hugann margar góðar minningar frá liðnum dögum. Fyrst og fremst eru þær ljúfar og skemmtilegar. Bjarga, eins og hún var jafnan nefnd meðal kunningja sinna, var á margan hátt mjög sérstæð kona. Hún var gædd ágætis greind frá náttúrunnar hendi og hafði næst- um óbrigðult minni, sem hún hélt undra vel þótt árin færðust yfir. Hún hafði mikla frásagnarhæfi- leika, þar sem gamansemin naut sín til fullnustu, því hún var ríkur þáttur í eðlisfari hennar. Var því oft mikið hlegið þar sem hún var stödd í góðravinahópi. Ég hafði jafnan mikla ánægju af frásögnum hennar, ekki síst frá fyrri árum. Minni hennar var ótrúlegt og lýs- ingar hennar á mönnum og mál- efnum verða mér ógleymanlegar. Hún gat jafnan séð það spaugilega við atburði og kryddaði frásagnir sínar oftast með mikilli kímni, þótt tilfinning hennar fyrir alvöru lífs- ins væri sjaldnast langt undan. Það kom berlega í Ijós um leið og frétt- ist að einhver ætti við örðugleika að stríða, enda var rík samkennd hennar með bágum kjörum alþýðu- fólks alltaf ofarlega í huga henn- ar. Á langri ævi hafði hún kynnst svo mörgum, sem þjáðust og áttu bágt. Hún var trygglynd svo af bar og mikill vinur vina sinna. Þá hafði hún sterka guðstrú allt frá barnæsku og ræktaði hana allt sitt líf af kostgæfni. Bjarga var nett, lagleg, kvik á fæti og glæsileg innanum annað fólk, enda allajafnan vel og smekk- lega klædd og hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Það var ekki of- sögum sagt að það hafi sópað að henni hvar sem hún fór og hélt hún reisn sinni alveg fram á síð- asta dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.