Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 43 MINNINGAR Ekki átti Bjarga vinkona mín kost á langri skólagöngu á æsku- árum sínum. Barnafræðslu naut hún eins og títt var um alþýðu- börn á morgni þessarar aldar, en aðra skólagöngu hlaut hún ekki, en hún var góður nemandi í skóla lífsins og það nám stundaði hún vel alla ævi. En eitt er víst að góðan skriftarkennara hlýtur hún að hafa haft, því til vitnis bar hin fagra rithönd hennar, sem hún hélt til hins síðasta, enda skrifaði hún niður ýmsan gamlan fróðleik, bæði í bundnu og óbundnu máli, sér til ánægju. Hún var alla ævi mjög fróðleiksfús og Ias mikið. Það var í byijun þessa árs sem ég og Guðrún kona mín heimsótt- um hana á Hrafnistu, þá var hún búin að vera lasin frá því á liðnu hausti og hélt ég að nú myndi ég sjá hruma og aldurhnigna konu liggjandi í rúmi sínu, en það var öðru nær. Þegar við hjónin komum upp á stigapallinn, mætti hún okkur frammi á gangi, þessi fal- lega gamla kona, í rauðri blússu með gullkeðju um hálsinn og var þá að koma úr einhveiju kaffiboð- inu, sem svo oft eru haldin á því ágæta heimili. Hún fagnaði okkur að vanda og var hin hressasta og kátasta meðan við stóðum við. Það var ekki hægt að sjá að þar færi nær 93ja ára gömul kona. Ingi- björg dóttir hannar kom litlu seinna og áttum við fjögur hina skemmtilegustu stund. Þar var rætt um alla heima og geima, um gamla tíma og nýja. Það var sama hvert umræðuefnið var, alltaf vissi Bjarga um hvað málið snerist og lá ekki á skoðunum sínum því, sem um var rætt. Þetta er sú minning um Björgu, sem á þessari kveðjustund er efst í huga mínum. Allar minningarn- ar, sem búa með mér og eru tengd- ar þessari mætu konu, væru næg- ar til að fylla heila bók. En það sem máli skiptir er sú sterka taug, sem tengir fólk saman í lifanda lífi og gleymist ekki þótt einhver hverfi yfir móðuna miklu. Ég og Guðrún koma mín send- um öllum nánum ættingjum Guð- bjargar hugheilar samúðarkveðj- ur. Með þakklæti fyrir allar frá- sagnir þínar um veröld sem var. Far þú í friði kæra vinkona. Blessuð sé minning Guðbjargar Jónsdóttur. Klemenz Jónsson. Vorið 1937 ríkti mikil bjartsýni meðal ungs verkafólks, sem var að hefja búskap í Reykjavík. I óða- önn var verið að flytja inn í nýja verkamannabústaði í Vesturbæn- um. Fólk með lítil efni gat fest sér fallega íbúð á góðum kjörum sem var algjör nýlunda á þessum tím- um. Þar á meðal voru þijár fjöl- skyldur sem fluttu inn á Brávalla- götu 44 og bundust strax tryggða- böndum. Margt vatnið er runnið til sjávar síðan og nú hefur hinn síðasti af þessum þrennum hjónum kvatt lífið og sameinast hinum á ný. Hún Bjarga er dáin barst með símanum á milli okkar systkin- anna. Allir hugsuðu til bernsku- daganna. Hún Bjarga var ekki að fjargviðrast yfir stóra barnahópn- um, sem bjó við hliðina á henni, alls 10 systkini. Alltaf átti hún tií hlýlegt orð eða klapp á kinn handa okkur. Hún var ákveðin kona og vildi hafa reglu á hlutunum. Allir virtu hana mikils og datt ekki í hug annað en að ganga vel um stigahúsið, raða skótauinu, renna sér ekki á handriðinu og í einu og öllu að uppfylla óskir hennar um umgengni. Hún þurfti þó ekki að beita neinni hörku til þess. Hún hafði alltaf einlægan áhuga á því sem allir voru að gera og fylgdist með hverjum og einum þannig að maður fann góðvild hennar og vel- vilja til okkar. Foreldrum okkar reyndist hún alla tíð góð vinkona og áttu móðir okkar og hún mörg sameiginleg áhugamál. Þær voru báðar ættaðar frá Stokkseyri og þekktu því margt sama fólkið. Þó að Bjarga flyttist af Brávallagöt- unni í kringum 1960 höfðu þær alltaf gott samband, hittust eða töluðu saman í síma vikulega. Þær söknuðu þess báðar að vera ekki lengur í nábýli hvor við aðra. Bjarga hafði sínar ákveðnu skoðanir á mönnum og málefnum og lá ekki á þeim. Hún hafði gam- an af því að segja frá og var allt- af hreinskiptin og réttsýn í orðum og æði. Hún var ekki allra , en þeim sem hún tók reyndist hún traustur og góður vinur í hví- vetna. Dugnaði hennar og kjarki var viðbrugðið. Á efri árum lét hún ekki alvarleg veikindi aftra sér frá að njóta þess sem lífið hafði að bjóða henni og tók þátt í félagslífi á Hrafnistu, þar sem hún bjó síðustu árin, af fullum krafti. Hún hélt upp á níræðisaf- mælið sitt með stórri veislu þar sem ríkti mikil gleði og þar dans- aði hún eins og ung stúlka. Við systkinin kveðjum hana með söknuði og þökk fyrir góðar samverustundir og biðjum henni allrar blessunar á nýjum vettvangi þar sem henni hefur verið vel fagnað. Við sendum börnum henn- ar og öðrum nánustu ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Systkinin „hinumegin“. „Snjallrœði“ - hvað erþað ? Snjallræði er samkeppni sem ætluð er til þess að örva nýsköpun og frumkvæði í íslensku atvinnulífi. Iðnlánasjóður, Iðnaðrráðuneytið, Iðnþróunarsjóður og Iðntæknistofnun vilja með samkeppninni styrkja og efla þá einstaklinga í íslensku atvinnulífi sem hafa yfir markaðshæfum nýjungum að ráða, ásamt því að hvetja til þróunar og markaðssetningar nýrra afurða. Snjallræði er því vettvangur fyrir góðar hugmyndir þar sem áhersla er lögð á frumkvæði einstaklingsins til nýsköpunar. Aðstandendur samkeppninnar eru sannfærðir um að þörfin er brýn og að ekki sé skortur á nýjum hugmyndum hérlendis. Snjallar hugmyndir ! Hverjir geta tekið þátt í keppninni ? Leitað er eftir hugmyndum að ákveðnum afurðum á sviði iðnaðar. Möguleikamir ættu því að vera óteljandi. Einstak- lingar sem búa yfir áhugaverðum markaðshæfum hugmyndum geta tekið þátt í samkeppninni. For- svarsmönnum íslenskra iðnfyrirtækja, framhalds- skóla og skóla á háskólastigi er sérstaklega bent á að hvetja starfsmenn sína og nemendur til þátttöku í samkeppninni. Hver er ávinningurinn ? Samkeppnin fer fram í tveimur áföngum. 1 fyrri áfanga | verða valdar allt að átta hugmyndir og þær | verðlaunaðar. Verðlaunin felast í fjárhagsaðstoð við ^ að kanna hvort hugmyndirnar séu hagkvæmar til | framleiðslu. s Hagkvæmnisathugunin á að fara fram innan hálfs árs ij frá veitingu verðlaunanna. Heildarkostnaðurinn má < vera allt að 800.000,- krónur. Verðlaunin nema 75% af kostnaði, þ.e. hámark 600.000,- krónur. í seinni umferð samkeppninnar verða valdar allt að fjórar hugmyndir af þeim sem hlutu viðurkenningu í fyrstu umferð. Verðlaunin í þessum áfanga nema 50% af kostnaði við fullnaðarþróun og frumgerðarsmíð, þó að hámarki 1.500.000,- krónur. Fjallað um allar hugmyndir og fullur trúnaður. Hugmyndir sem berast í Snjallræði verða teknar til umfjöllunar og metnar af stjórn verkefnisins. f stjórn sitja fulltrúar Iðnlánasjóðs, Iðnaðarráðu- neytisins, Iðnþróunarsjóðs, Samtaka iðnaðarins og Iðntæknistofnunar. Þeir aðilar sem meta hugmyndimar em bundnir trúnaði og undirrita trúnaðaryfirlýsingu því til staðfestingar. Frekari upplýsingar og þátttökueyðublöð. Upplýsingar um samkeppnina Snjallræði'96 og þær leikreglur sem gilda, ásamt þátttökueyðublaði fást hjá verkefnisstjóra, Björgvini Njáli Ingólfssyni, Nýsköpunar- og framleiðnideild Iðntæknistofnunar, Keldnaholti, sími 587 7000. Umsóknarfrestur er til 3. maí 1996 Sláðu til, þú gœtir veriðsá snjalli! <f|> IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ IÐNÞRÓUNARSJÓÐUR n Birting afmælis- og minningíirgrehm Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjalds- laust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi í númer 5691181. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfílegri lengd en lengd annarra greina um sama ein- stakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blað- inu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinar- höfundar eru beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tviverknað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.