Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MININIINGAR FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 47 I I I > > ) ij I V I Í » » Foreldrar mínir, Fríða Ása og Bjarni, byggðu, ásamt ömmu, Öldu- slóð 21, og eftir að hafa dvalið um hríð í Keflavík við ráðskonustörf, kom amma til okkar í nýja húsið og var stoð og stytta mömmu og Helgu sem þá voru önnum kafnar með barnahópana sína. Krakka- grislingarnir höfðu allir komið í heiminn, hver um annan þveran, á rúmum áratug. Hjá okkur Oli, Linda, Gummi og Bidda, hjá Helgu og Gunnlaugi tví- burarnir Mummi og Ingi og svo Gulli, Dóri, Steini og Gúa litla. Amma hafði ofan af fyrir okkur á ýmsan hátt. Hún stóð í stöðugum pönnukökubakstri og eitt af því fyrsta sem hún gerði, þegar við fór- um að sýna einhverja tilburði, var að kenna okkur að spila á spil og gaf hún ekkert eftir, enda eru marg- ir glúrnir spilamenn í ættinni. Einn- ig voru börn Gumma og Sillu, svo og börn Rúna og Dísu tiðir gestir í eldhúskróknum hjá ömmu og gaman var, þegar ættingjarnir komu að sunnan; Bubbi og Rósa með sín börn úr Keflavík og Ási og Lilla með sín úr Njarðvík. Það hefur verið vel hugsað um ömmu í seinni tíð og hafa afkomend- urnir stjanað við hana í hvívetna. Þar fóru fremstar systurnar, mamma og Helga heitin, eiginmenn þeirra og fjölskyldur. Mamma hefur vakað yfir ömmu, kærleiksrík og umhyggjusöm, og sat hún hjá henni við andlátið. Mín börn, Sigrún og Thomas, fóru ekki varhluta af gæðum langömmu sinnar. Þau nutu sam- vista við hana í heimsóknum sínum tii landsins og hún dældi í þau and- Iegu og líkamlegu fóðri. Alsæl sátu þau hjá henni, spiluðu við hana og úðuðu í sig pönnukökum, brúntert- um, súkkulaði með ijóma og svo auðvitað kóki. Sjálf sá ég aldrei sólina fyrir Guðrúnu, ömmu minni. Hún skaut yfir mig skjólshúsi, trekk í trekk, og vafði mig örmum. Ég kveð hana með söknuði og þakklæti, ást og virðingu. Draumfagra líf. eg þakkir færi þér, eg þakka öll þín himinbornu gæði og leifturdjásn og gull, sem gafstu mér, gleðina, starfið, vorsins fögru kvæði. Sumarið líður. Ævin eitt sinn dvín, þá enginn getur minnsta fingri bifað. Um eilífð varir æskugleði min og ást. Eg fagna því að hafa lifað. (Þóroddur Guðmundsson frá Sandi) Guðrún Erla Bjarnadóttir. Elsku amma mín er dáin. Rúm- lega 100 ára kvaddi hún þennan heim með mikilli reisn og yfirvegun. Eg veit að ég á eftir að sakna henn- ar, ekki svo að skilja að mér finnist óréttlátt að hún hafi fengið hvíldina heldur sakna ég þeirra góðu stunda sem við áttum saman en geymi þær jafnframt eins og gull í hjarta mínu. Ég var yngsta barnabarn hennar af mörgum og ég tengdist henni sérstökum böndum. Ég var mjög mikið hjá henni þegar ég var yngri og leið varla sá dagur að ég leit ekki við á Ölduslóðinni. Það var allt- af svo gott að koma þangað hvort heldur var til ömmu á neðri hæðina eða á efri hæðina til hennar Fríðu frænku, dóttur ömmu, sem var henni einstök hjálparhella alia tíð og nú sérstaklega síðustu ár eftir að heilsu ömmu fór að hraka. Ég minnist þess þegar ég var 10 ára gömul að besta vinkona mín missti öinrnu sína. Ég grét með henni og vorkenndi henni mikið. Ég sagði þá jafnframt við mömmu mína að ef hún amma Guðrún myndi deyja frá mér þá gæti ég ekki lifað, ég gæti ekki hugsað mér lífið án hennar. Á þessum tíma var amma áttræð og það er nú algengt að fólk lifi ekki mikið lengur en það, en amma var á þessum árum mjög heilsuhraust og lífsglöð kona svo mér fannst hún alls ekki gömul. Amma kenndi mér margt, t.d. að sauma, pijóna, spila á spil og meira að segja að drekka kaffi. Ég hef ekki verið nema níu ára þegar ég var farin að drekka kaffi með kand- ís og spila við hana „rússa“. Amma átti alltaf eitthvert góðgæti til, og hún bakaði bestu pönnukökur sem ég hef smakkað og ég veit að öll barnabörn hennar eru mér sammála í því. Aldrei kom maður að tómum kof- unum hjá henni ömmu. Þegar ég var í Flensborgarskólanum notaði ég hveija hádegisfrímínútur til að fara til hennar og fór ég alltaf södd og vel haldin í skólann aftur eftir hádegi. Ég gisti oft hjá ömmu þeg- ar ég var lítil, hún átti þá gamlan og góðan sjónvarpsstól sem hún sat alltaf í við sjónvarpið en þegar ég gisti dró hún stólinn alveg upp að rúminu sínu og breytti honum með einu handtaki í svefnbekk og bjó svo vel um mig. Á morgnana horfði ég á ömmu með mikilli aðdáun þeg- ar hún var að klæða sig. Hún var alltaf svo fín og í fallegum fötum, svo fléttaði hún síða svarta hárið sitt sem náði niður fyrir mitti. Aldr- ei hafði ég séð svona fallegt og sítt hár. Á þessum tíma átti amma fal- legt gyllt mokka-kaffistell uppi í skáp sem mér þótti mjög fallegt og spurði ég hana oft hvort ég mætti leika mér með það, en hún sagði að það væri ekki hægt að leika sér með slíka hluti en sagði jafnframt að þegar ég yrði 25 ára skyldi hún gefa mér stellið. Árin liðu og ég var löngu búin að gleyma mokka-stell- inu. En þegar ég varð 25 ára kom amma mín í afmælið, þá 95 ára, með brúnan pappakassa og færir mér hann um leið og hún segir „ég var búin að lofa þér þessu, Gúa mín“. Ég hafði ekki hugmynd um hvað væri í kassanum og þegar ég opna hann sé ég fullt af dagblöðum og þar innan um var gyllta mokka- kaffistellið. Mér þykir ákaflega vænt um þetta stell og geymi það mjög vel. Amma var alltaf hjá okkur á að- fangadagskvöld, það var ómissandi að hafa hana þetta kvöld. Hún stytti biðina hjá okkur börnunum með því að spjalla við okkur og taka aðeins í spil, þó svo að hún segðist ekki spila þennan dag, og þegar klukkan sló sex vildi amma fá frið til að hlusta á messuna í útvarpinu og lærðum við þannig einnig að hlusta. Á hveijum sunnudagsmorgni kl. 11 hlýddi hún á messuna í útvarp- inu, fylgdist með öllum sálmum í sálmabók sinni og söng með. Amma var mjög trúrækin og fór oft til kirkju meðan hún hafði heilsu til. Ég veit að það er vel tekið á móti henni nú í himnaríki og hún ánægð yfir því að hafa fengið hvíld og frið til að hitta fólkið sitt og hlýða á guðsorð. Amma var ávallt lífsglöð og hress, fylgdist vel með öllu sem fram fór bæði í sjónvarpi og út- varpi, hívort sem var íþróttir eða pólitík, og hún var einiægur aðdá- andi Ýigdísar Finnbogadóttur for- seta íslands. Hún klippti út allar myndir sem birtust af Vigdísi og safnaði þeim. En fyrir 5 árum veiktist Helga dóttir hennar ömmu (móðir mín) af alvarlegum sjúkdómi sem leiddi hana til dauða. Það var mjög erfiður tími fyrir ömmu. Hún fylltist mikilli sorg og missti alla lífslöngun. Það var sérstök stund síðasta kvöldið sem móðir mín lifði, þá orðin mjög veik. Ég vildi hlífa ömmu, sem þá var rúmlega 96 ára, við að koma og sjá dóttur sína svona sjúka, en faðir minn og bræður sögðu að við yrðum að láta hana vita að móðir okkar ætti stutt eftir ólifað. Amma var látin vita og hún vildi ákveðin koma til að vera hjá dóttur sinni. Þetta var stund sem ég aldrei gleymi, að sjá ömmu svo aldraða sitja og halda í hönd dóttur sinnar, lesa allar þær bænir sem hún kunni, og þær voru margar. Það var mik- ill styrkur fyrir okkur öll að hafa ömmu hjá okkur þetta kvöld. Móðir okkar dó þessa nótt og eftir það fór heilsu ömmu að hraka. Hún hélt þó ætíð heimili með aðstoð Fríðu dóttur sinnar, en síðastliðið ár hefur hún dvalist á Hrafnistu í Hafnarfirði þar . sem vel var hugsað um hana. Hún hefur nú kvatt þennan heim elsku amma, svo falleg og fín. Minn- ingin mun ætíð lifa um einstaklega ljúfa og góða ömmu. Guðrún Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. RAGNHEIÐUR BALD VINSDÓTTIR + Ragnheiður Baldvinsdóttir fæddist á Brekku- stíg 14b í Reykjavík 8. mars 1945, á heimili Brynjólfs Bjarnasonar ráð- herra og Hallfríðar Jónasdóttur móð- ursystur sinnar. Hún lést á heimili sínu 23. mars sl. Foreldrar hennar voru Baldvin Jó- hannesson frá Dunk í Hörðudal, f. 12.9. 1900, d. 28.12.1954, og Ósk Jónasdóttir, fædd á Hraunsmúla í Kolbeins- staðahreppi, 2.5. 1902, d. í júni 1979. Baldvin og Ósk voru bændur á Lambastöðum á Mýr- um. Ragnheiður var yngst þriggja dætra þeirra. Systur hennar eru, Elín, f. 8.6. 1926, sem býr í Borgarnesi, og Anna, f. 3.1. 1934, búsett á Lamba- stöðum. Ragnheiður giftist Nirði Snæland trésmið, f. 15.7. 1944, fyrrverandi eiginmanni sínum árið 1966. Synir þeirra eru: 1) Baldur Snæland gæða- eftirlitsmaður, f. 30.6. 1964. Kona hans er Dag- mar Sigurðardóttir lögfræðingur, f. 27.1. 1967. Þeirra sonur er Sigurður Logj, f. 2.12. 1988. 2) Óskar Þór Snæ- land hagfræðingur, f. 4.10. 1965. Kona hans er Karen Rebsdorf, nemi í félagsráðgjöf, f. 23.10. 1968. Þeirra synir eru: Kristján, f. 28.7. 1990, Ás- björn, f. 28.7. 1990, og Friðrik Þór, f. 22.11. 1995. 3) Baldvin Snæ- land, gullsmiður, f. 9.10. 1969. Eiginkona hans er Vigdís Braga Gísladóttir skristofu- maður, f. 8.6. 1973. Ragnheiður lauk landsprófi frá Miðskólan- um í Borgarnesi árið 1961. Eft- ir það fór hún í vist til Dan- merkur í eitt ár. Hún starfaði m.a. á Hótel Holti í nokkur ár en síðast vann hún við umönnun á Skálatúnsheimiiinu. Útför Ragneiðar fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskuleg tengdamóðir mín, Ragnheiður Baldvinsdóttir, er nú látin, aðeins 51 árs að aldri eftir langa og stranga baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ragnheiði, eða Rögnu eins og hún var alltaf kölluð, kynntist ég árið 1987 er leiðir okkar Baldurs sonar hennar lágu saman. Var mér þá strax tekið opnum örmum á heimili tengdaforeldra minna, Rögnu og Njarðar á Brekkutanga 1 í Mosfellsbæ. Fljótlega kynnt- umst við Ragna vel og urðum góð- ar vinkonur. Nánast um hveija helgi komum við í heimsókn á Brekkutangann og bjuggum þar um tima eftir að sonur okkar, Sig- urður Logi, fæddist. Þá gætti Ragna hans fyrir okkur á meðan ég var í prófum og á ég henni það að miklu leyti að þakka að ég gat haldið áfram námi. Það voru mikil forréttindi fyrir mig að kynnast Rögnu og eiga hana að. Áf henni lærði ég margt sem verður mér ómetanlegt það sem eftir er ævinnar. Þrátt fyrir að hún hafi orðið að hætta námi eftir landspróf, var hún ein fróð- asta kona sem ég hef þekkt. Hún las mikið og hafði gott minni, enda hafði hún ávallt svör á reiðum höndum þegar spurningar af ýmsu tagi vöknuðu. Skipti þá engu hvort spurt var um sögu, landafræði eða bókmenntir og listir. Hún hafði einnig góðatilfinningu fyrir tungu- málum og talaði m.a. lýtalausa dönsku. Þá var einnig gott að geta leitað til hennar varðandi allt sem sneri að heimilishaldi og handa- vinnu. Hún saumaði og pijónaði og var frábær kokkur enda var sagt um hana að hún kynni ekki að búa til vondan mat. Þessara kosta hennar naut einnig heimils- fólk á Skálatúni þar sem hún starf- aði við heimilshald og umönnun og veit ég að þar var hennar sárt saknað er hún varð sjúkdóms síns vegna að láta af störfum. Heimili Rögnu var einstaklega fallegt og hver einasti hlutur bar vott um umhyggjusemi hennar og smekkvísi. Hvert smáatriði var út- hugsað og allir munir áttu sína sérstöku sögu. Hlýleiki hennar og gestrisni gerðu það að verkum að manni leið alltaf vel á heimili þeirra hjóna og hlakkaði alltaf til að koma aftur. Ragna var sannkallað náttúru- barn. Hún hafði yndi af garðyrkju og blómarækt og naut sín best í göntutúrum úti í náttúrunni þar sem hún kunni skil á flestum blóma- og fuglategundum. Þessa góðu til- finningu fyrir öllu lifandi í kringum sig hafði hún öðlast á æskuheimili sínu, Lambastöðum á Mýrum. Þar ólst hún upp ásamt dætrum Elínar systur sinnar, Sigríði Steinunni, Osk og Dóru en tvær eldri systurn- ar voru á svipuðu reki og Ragna og tengdust þær sterkum vináttu- böndum sem héldust alla tíð. Það var einstakt að fylgjast með því hvað þær báru mikla umhyggju hver fyrir annarri og áttu margt sameiginlegt. Það var því mikið áfall fyrir Rögnu þegar Ósk féll frá í blóma lífsins á síðastsa ári. Fjölskyldan var Ragnheiði það mikilvægasta í lífinu. Synir hennar fengu gott uppeldi og ömmustrák- arnir áttu stóran sess í hjarta henn- ara. Hún var alltaf að hugsa um hvort þá vanhagaði um eitthvað og var ávallt á undan foreldrunum að gæta að því. Hún pijónaði handa þeim fallegar lopapeysur og saum- aði jóladagatöl sem vom hreinustu listaverk. Sparifötin hafði hún yfir- leitt keypt á þá fyrir jólin en sú hátíð var Rögnu mjög hugleikin. Það var ævintýri líkast að koma til hennar á jólunum því hún lagði svo mikið upp úr að gera þau skemmti- leg og eftirminnileg. Nú þegar Ragna er farin frá okkur, trúum við því að hún sé komin til betri staðar þar sem hún getur haldið áfram að láta gott af sér leiða. í fjölskyldunni hefur myndast skarð sem engin leið er að fylla en minningin um elsku Rögnu okkar mun veita okkur styrk í framtíðinni. Eftir andlát Rögnu fannst opin ljóðabók á borði hennar og þar var m.a. að finna eftirfarandi ljóðlínur sem túlka má sem skilaboð til ást- vina hennar. Fagra vor með blóm við barm, bjartar hljóðar nætur! Græddu sár, og svæfðu harrn. Send þeim bros er grætur. (Erla) Dagmar Sigurðardóttir. Ragna, eins og við nefnduin hana jaínan, háði langa baráttu við óvæginn sjúkdóm. Henni var lagið að bera hann þannig að okkur fannst hún lengst af á batavegi. Það fór þó á annan veg og nú kveðj- um við vinkonu sem við eigum mik- ið að þakka, margar góðar sam- verustundir og sambúð, um tíma, bæði í Svíþjóð og í Reykjavík. Rögnu var einkar lagið að vera í hlutverki veitandans, hún var gott dæmi um sannindi þess að sælla er að gefa en þiggja. Ragna var gjarnan að gefa og hún gaf með þeirri ljúfmennsku sem ekki krefst endurgjalds. í Brekkutanganum var alltaf veisla, kæmi maður einn, í skyndiheimsókn, var að vörum spori hlaðið borð. Síðan voru lands- og heimsmálin rædd, svona meira á vinstri nótunum, og loks kvaddi maður, léttari í lund en þyngri í spori. Öll samvera okkar var byggð á hlýhug og vináttu sem aldrei bar skugga á. Við áttum líka því láni að fagna, að með bömum okkar er góður vinskapur. Samverustund- irnar voru líka margar og langar, auðvitað ekki síst þann tíma sem við bjuggum saman í Svíþjóð og Reykjavík. Ferðalög og útivist voru ánægja Rögnu og að slá saman ferðalagi og skoðun merkra staða og munatr var hennar besta skemmtun. Margs er að minnast frá sameiginlegum skemmtiferðum, hvort sem var á baðströnd í Svíþjóð eða Tívolí í Kaupmannahöfn. Síðasta ferð okk- ar saman var um Landmannalaug- ar, í Eldgjá og um Suðurland. Þá ferð fórum við á húsbílum í stór- kostlegu veðri. Dugnaður Rögnu í gönguferðum og áhugi á gróðri og umhverfi smitaði út frá sér, eins og vant var og gerði ferðina ógleymanlega. Okkur er orða vant, að þakka Rögnu þann hlýhug, gestrisni og höfðingsskap sem hún ávallt sýndi okkur. Við þökkum henni áratuga vináttu og kveðjum hana með sökn- ' uði. Sonum hennar, tengdadætrum og barnabörnum, ættingjum og öðrum aðstandendum vottum við samúð okkar og biðjum þess að minningin um hana lækni öll sár. Guð blessi okkar kæru vinkonu Ragnheiði Baldvinsdóttur. Jóna og Kristinn Snæland. Kveðja frá saumaklúbbnum Sem loftbára risi við hörpuhljóm og hverfl í eilífðargeiminn skal þverra hver kraftur og kulna hvert blóm þau komu til þess í heiminn. En þó á sér vonir hvert lífsins ljós er lúta skal dauðans veldi, og moldin sig hylur með rós við rós er roðna í sólareldi. Oss er svo léttgengt um æskunnar stig í ylgeislum himinsins náðar, og fyrir oss breiða brautimar sig svo bjartar og rósum stráðar. Vér leikum oss, bömin við lánið valt, og lútum þó dauðans veldi, því áður en varir er atlt orðið kalt og ævinnar dagur að kveldi. (Einar Ben.) Kæra vinkona hefur kvatt eftir hetjulega baráttu. Við þökkum henni allar stundirnar og það sem hún gaf okkur. Sendum öllum henn- ar ástvinum samúðarkveðjur. Hvíl í friði. Dóra, Helga, Rósa, Margrét I., Dýrunn, Erla, Margrét G. Það er erfitt að missa góðan vin, það var Ragna. Við hjónin viljum þakka henni og Nedda fyrir margar góðar stundir sem við áttum með þeim í áratugi. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, livað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er ailt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Vald.Briem.) Við sendum öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Megi Guð gefa ykkur öllum styrk á þess- um erfiðu tímum. Dóra og Jón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.