Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hagnaður SIF í fyrra varð 169 niilljónir kr. Páska- kalkúnninn tilbúinn NEYSLA á kalkún um páskahátíðina hefur færst í vöxt á seinustu árum, en hún er þó enn miklu minni en um jólin. A Reykjum í Mosfells- sveit hefur verið ræktaður kal- kúnn síðan árið 1946. Fram- leiðslan hefur aukist umtals- vert á allra síðustu árum og er ársframleiðslan nú 40-50 tonn. Jón Magnús Jónsson, bóndi á Reykjum, heldur hér á full- orðnum kalkún. Það tekur 12-16 vikur að ala kalkún í slát- urstærð. Jón Magnús sagði að kalkúnarækt væri nokkuð við- kvæm og nauðsynlegt væri að gæta nákvæmni við ræktunina. Hann sagði að áhugi neytenda á þessari matvöru væri að auk- ast. Salan væri mikil fyrir jólin, en einnig væru mörg veitinga- hús með kalkún á matseðlinum. Morgunblaðið/Ásdís HAGNAÐUR af rekstri SÍF hf. á síðasta ári var um 169 milljónir króna eftir skatta. Það er aukning um 5 milljónir króna frá fyrra ári, þrátt fyrir samdrátt í útflutningi. Rekstur dótturfélaganna gekk einn- ig vel og skiluðu þau hagnaði. Gunnar Orn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, segist ánægður með útkomuna, enda hafi hún verið betri en búizt hafði verið við. Skilaverð hækkaði Hagnaður af reglulegri starfsemi SÍF, að meðtöldum hagnaði dóttur- fyrirtækja, var 219 milljónir króna á móti 196 milljónum árið 1994. Skattar ársins voru um 50 milljón- ir, en 32 milljónir árið áður. Eigið fé jókst úr 681 milljón króna í 827. Veltufjárhlutfall hækkaði úr 1,16 í 1,19 og innra virði hlutafjár fór úr 1,43 í 1,76. Arðsemi eiginfjár var 20,46% en var 24,08 árið 1994. Skilaverð til fram- leiðenda SÍF það hæsta í fimm ár Gunnar Örn segir að þrátt fyrir niðurskurð á aflakvótum og mikla samkeppni hafi reksturinn gengið vel og skilaverð til framleiðenda hafi hækkað um eitt prósentustig milli ára. Hafi það ekki verið hærra síðustu fimm árin hjá SÍF. Hann býst við því að árið í ár verði erfið- ara en það síðasta, vegna aukinnar samkeppni. Útflutningur SÍF á síðasta ári varð rúmlega 26.000 tonn, sem er um 3.000 tonna samdráttur frá árinu áður. Rekstrartekjur voru rúmlega 7 milljarðar króna. Kaupa 40% í Icebrit SÍF hefur í byijun þessa árs keypt 40% hlut í fyrirtækinu Ice- brit í Bretlandi. Fyrirtækið stundar viðskipti með físk. Um 60% af veltu fyrirtækisins eru í viðskiptum með ferskan fisk, sem seldur er á fisk- mörkuðunum í Hull og Grimsby í Bretlandi. Um 40% af veltu fyrir- tækisins er síðan í frystum fiski frá Rússlandi, Alaska og víðar. Fjórir starfsmenn eru hjá Icebrit og er framkvæmdastjóri Páll Sveinsson. Icebrit selur ferskan fisk fyrir aðila á Islandi, Færeyjum, Noregi og Eystrasaltsríkjunum. Gunnar Örn segir að með aukn- um þorskkvóta á næstu þremur til fimm árum sjái SÍF fyrir sér aukn- ingu á útflutningi á ferskum fiski og vilji hasla sér völl á því sviði. Jafnframt sé hluturinn í Icebrit keyptur til að skapa Nord Morue aðgang að hráefni tii vinnslu og samtengja starfsemina viðskipta- samböndum SÍF í Noregi. Sigmund Jóhannsson teiknari fékk kveðju í pósti frá Hvíta húsinu MYND Sigmunds af Clinton, sem varpar friðardúf- um yfir heiminn. PERSÓNULEGT bréf Bandaríkjaforseta til teiknarans. Þakkarbréf frá Bill og Hillary „MÉR finnst gaman að sitja á þessu skeri í miðju Ballarhafi og fá kveðju frá forseta Banda- ríkjanna. Hann hefur greinilega kunnað að meta, að ég útnefndi hann mann ársins í mynd sem ég teiknaði í desember," segir Sigmund Jóhannsson, teiknari í Vestmannaeyjum. Sigmund teiknaði mynd, sem birtist í Morgunblaðinu í desem- ber sl. og sýnir Bill Clinton Bandaríkjaforseta fljúga á her- þotu yfir heiminum og varpa út friðardúfum. „Ég kaus hann mann ársins vegna viðleitni hans til að stilla til friðar um allan heim,“ segir Sigmund. „ÞAÐ er erfítt að taka afstöðu til talna, sem borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna setur fram, þegar forsendur þeirra talna hafa ekki verið kynntar. Eg veit ekki á hverju sjálfstæðismenn byggja þegar þeir segja að skuidir borgarinnar verði 16,7 milljarðar í lok kjörtímabilsins, en það stenst ekki,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, í samtali við Morgunblaðið. Á ráðstefnu borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna var lagt fram mat á áhrifum fjármálastefnu R-listans á fjárhag Reykjavíkurborgar. Ingi- björg Sólrún sagði að sjálfstæðis- menn reiknuðu með að skuídir borg- arinnar hækkuðu -uni rúman millj- arð á ári og slíkt væri ekki í sam- ræmi við reynsluna hingað til. Hún „Bandaríski sendiherrann á íslandi, Parker Borg, sendi þessa mynd og aðra, sem ég teiknaði einnig af forsetanum, til Hvíta hússins. Honum barst svo ósk um að þangað yrði upp- runalega myndin af Manni árs- ins send, þar sem bæta átti henni í myndasafn forsetans. Forset- sæi ekki betur en þessa'r tölur væru úr lausu lofti gripnar. Atvinnuþátttaka hefur aukist Ingibjörg sagði einnig, að allar útskýringar vantaði þegar sjálf- stæðismenn töluðu um atvinnuleysi í borginni. „Þeir tala um að atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu hafi minnkað um 23%, en aukist um 1,5% í Reykjavík á sama tíma,“ sagði hún. inn fékk því myndina innramm- aða og í lok febrúar fékk ég persónulegt bréf frá Clinton, þar sem hann þakkar mér fyrir og skilar kveðjum frá frúnni. Það er gaman að þessu.“ Sigmund hefur áður fengið kveðjur víða að, til dæmis fékk hann bréf frá Ronald Reagan, „Ef þeir reikna með Reykjavík inni í tölunni yfir höfuðborgarsvæðið, þá hlýtur atvinnuleysi í nágranna- sveitarfélögum að hafa minnkað um 80%. Mér er ekki kunnugt um að sú sé raunin. Það er alveg rétt, að nú eru álíka margir einstaklingar atvinnulausir í Reykjavík og árið 1994, en sú tala segir ekki alla söguna, því töl- ur Hagstofunnar sýna að fólki í vinnu hefur fjölgað um 3.200 frá þáverandi forseta Bandaríkj- anna, í kjölfar leiðtogafundarins hér á landi árið 1986. Ráðherrar á Norðurlöndunum hafa einnig margir sent honum þakkarbréf, eftir að hann hefur sýnt þá í nýju ljósi í myndum sínum. Merkt sem einkabréf Bréf Clintons er merkt sem einkabréf. Þar þakkar forsetinn honum fyrir innrammaða mynd- ina, sem Parker Borg sendi- herra sendi til hans. Clinton kveðst meta mikils örlæti Sig- munds og stuðning og segir að hann og kona hans sendi bestu kveðjur. því í nóvember 1994 þar til í nóvem- ber 1995. Miðað við aukna atvinnu- þátttöku eru því hlutfallslega færri atvinnulausir og greinilega orðið til störf í borginni." Ingibjörg sagði að einnig bæri að líta til þess, að fjölgun atvinnu- lausra hefði orðið hvað mest í hópi þeirra sem stæðu utan stéttarfélaga og væru án bóta. Þeir hefðu verið um 75 um mitt ár 1994, en væru nú rúmlega 400. „Það er erfitt að átta sig á hvernig þessi aukning er til komin, en ein ástæðan er sú að Félagsmálastofnun gengur nú ríkar eftir því að þeir sem þar fá bætur til framfærslu séu til reiðu á vinnumarkaði og skráðir hjá vinn- umiðlun. Skráning atvinnulausra er því raunhæfari en áður var.“ Sjávarútvegsráð- herra Rússlands Samstaða Rússa og Norðmanna Ósló. Morgunblaðið. VLADÍMÍR Kórelskíj, sjávar- útvegsráðherra Rússlands, seg- ir að full samstaða sé á milli Noregs og Rússlands í sjávarút- vegsmálum og samstarf ríkj- anna með ágætum. „Við munum eiga samstarf um síld, þorsk, ýsu og krabba. Við munum nýta sameiginlegar auðlindir okkar í Barentshafí í sameiningu,“ sagði Kórelskíj við blaðamenn í Tromse. Ráðherrann sagði að sjávar- útvegsyfirvöld í Rússlandi ættu engin óuppgerð mál við Norð- menn. „Ef eitthvað kemur upp, munum við alltaf verða sam- mála,“ sagði hann. Þorsteinn Pálsson Kröfur Rússa ekki eðlilegar ÞORSTEINN Pálsson, sjávar- útvegsráðherra, segir að kröfur íslendinga í þeim síldarviðræð- um sem staðið hafa yfir við Rússa, Norðmenn og Færey- inga miðist við dreifíngu stofns- ins eins og hún var á síldarárun- um og það sem skapi vandann nú sé að dreifingin sé ekki með sama hætti nú og það sé ef til vill helsta ástæðan fyrir því að strandþjóðimar hafí átt erfítt með að koma sér saman um niðurstöðu. Rússneski sjávarútvegsráð- herrann, Vladimír Korelskí, gagnrýndi íslendinga harðlega fyrir óraunhæfar kröfur í síld- arviðræðunum eftir fund með norska. sjávarútvegsráðherran- um í Osló á mánudag. Þorsteinn sagði aðspurður um þessa gagnrýni að hann ætlaði ekki vera með neitt hnútukast í þær þjóðir sem þarna ættu hlut að máli, „en að okkar mati er það ekki eðli- leg krafa af hálfu Rússa að heimta sömu veiðiheimildir og við höfum,“ sagði Þorsteinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um mat á fjárhag Reykjavíkur Rangar fullyrðing- ar um skuldasöfnun 1 ) i i ■á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.