Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, ÚLFUR INDRIÐASON frá Héðinshöfða, andaðist í Sjúkrahúsi Húsavíkur 27. mars. Indriði Úlfsson, Helga Þórólfsdóttir, Úlfar þór Indriðason, Þórdís Wium Ingunn Líney Idriðadóttir, Ingvar Sveinbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, JÓHANN ÖRN BOGASON rafvirkjameistari, Einigrund 22, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 28. mars. Vigdís Guðbjarnadóttir og fjölskylda. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, Suðurgötu 15-17, Keflavík, lést í Borgarspftalanum 27. mars. Lúðvík G. Björnsson, Þórdís Garðarsdóttir, EinarG. Björnsson, Júlíanna Nílsen, Maria K. Björnsdóttir, Jens Elísson, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir minn og móðurbróðir, GUÐBJÖRN KRISTÓFER KETILSSON fyrrum bóndi á Hamri, Hörðudal, verður jarðsunginn frá Inggjaldshólskirkju á Hellissandi laugardag- inn 30. mars kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Gisli Ketilsson, Kristinn Breiðfjörð. t Okkar ástkæri faðir, fósturfaðir, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN BJÖRNSSON véistjóri, Hrafnistu í Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 1. apríl kl. 13.30. Elsa G. Jónsdóttir, Finnbogi Aðalsteinsson, Pétrún Pétursdóttir, Ólafur Proppé, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, áðurtil heimilis á Snorrabraut 33, Reykjavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 30. mars kl. 16.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á hjúkrunarheimilið á Garð- vangi, sfmi 422 7400. Guðríður Halldórsdóttir, Vilhjáimur Arngrfmsson, Erla Hrönn Vilhjálmsdóttir, Arngri'mur Vilhjálmsson, Eva Lind Albertsdóttir. Lokað Verslun okkar verður lokuð í dag, föstudaginn 29. mars, vegna jarðarfarar SIGRÍÐAR M. JÓHANNESDÓTTUR. Innval, Hamraborg 1, Kópavogi. INGIGERÐUR SIGMUNDSDÓTTIR + Ingigerður Sig- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 10. mars 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja laugar- daginn 23. mars síð- astliðinn. Hún var yngst fjögurra systkina, en for- eldrar hennar voru hjónin Margrét Jónsdóttir, f. 19.5. 1878 og Sigmundur Rögnvaldsson, f. 13.9. 1877. Systkini hennar voru Emel- ía, f. 24.11. 1906 (látin), Karl, f. 25.3. 1910 (látinn) og Hulda, f. 4.9. 1911. Ingigerður giftist 14. júní 1941 Hermanni Eiríkssyni, skólastjóra, f. 11.8. 1916, d. 6. maí 1974 og eignuðust þau fjög- ur börn. Þorbjörgu, f. 2.10. 1942, Karl, f. 8.3. 1945, Eirík, f. 1.1. 1951 og Guðmund, f. 31.7. 1955. Eiginmaður Þorbjargar er Teitur Albertsson, f. 21.11. 1937 og eiga þau 4 börn, Mörtu, f. 10.8. 1963, Ingu Margréti, f. 18.11. 1965, Albert, f. 12.11. 1971 og Guðrúnu, f. 29.12. 1977. Eiginkona Karls er Mar- grét Lilja Valdimarsdóttir, f. 12.3. 1949 og eiga þau 2 börn, Her- mann Árna, f. 24.11. 1964 og Jón Þór, f. 6.10. 1966. Eiginkona Eiríks er Oddný Harðardótt- ir, f. 9.4. 1957 og eiga þau tvö börn, Ástu Björk, f. 8.8. 1984 og Ingu Lilju, f. 13.10. 1986. Eig- inkona Guðmundar er Sveindís Valdi- marsdóttir, f. 12.2. 1958 og eiga þau tvö börn, Sylvíu, f. 2.2. 1982 og Valdimar, f. 7.8. 1985. Barnabarnabörn Ingi- gerðar eru 5. Ingigerður og Hermann fluttust til Keflavíkur 1941, þar sem Hermann var kennari til ársins 1947, og skólastjóri Barnaskólana í Keflavík frá 1946 til dánardægurs, 6. maí 1974. Hann var einnig skóla- stjóri Iðnskólans í Keflavík frá stofnun 1943 til 1970. Ingigerð- ur og Hermann bjuggu fyrst á Hafnargötu 73 og síðan í Sólt- úni 1. Síðustu 12 árin bjó Ingi- gerður á Birkiteig 4 í Keflavík. Jarðarförin fer frarn frá Keflavíkurkirkju i dag kl. 13.30. Það er í senn sárt og ljúft að minnast. Sárt, vegna þess að maður er að kveðja í bili. Ljúft, vegna þeirra góðu endurminninga sem upp koma í hugann og gott er að geyma vel á góðum stað í hjarta. Særindin eru að miklu leyti sprottin af sjálfs- elsku, það veit ég ég gjörla. Það er ég sem syrgi hina látnu þó að ég viti innst inni að henni líður mun betur núna. Nú er hún fullfrísk við hlið manns síns sem beðið hefur hennar með eftirvæntingu. Það er ég viss um. Ég tvístíg frammi fyrir þessum blendnu tilfinningum og græt ljúfar minningar. Þegar við Inga kynntumst fyrst var það að mínu mati og ef til vill líka hennar borðleggjandi dæmi um félagsskap sem ekki gæti endað nema með ósköpum. Hún þessi tign- arlega kona sem ávallt var með hlutina á hreinu var svo ólík mér stelputrippinu sem lifði fyrir líðandi stund. Þegar ég minnist þess hversu gott tímaskyn og skipulagshæfi- leika hún hafði verður mér oft hugs- að til þess hvemig henni tókst að sætta sig við að yngsti sonur henn- ar fengi konu sem á stundum greindi vart milli dags og nætur. En kannski einmitt þannig vorum við Inga eins og dagur og nótt, hvorug var fyrir hinni. Þetta gerð- ist bara sisvona. Það skapaðist fljót- lega á milli okkar þegjandi sam- komulag um að vera sammála, jafn- vel um það að vera ósammála. Það gekk bara vel. Ég minnist góðra daga fyrir mörgum árum sem við Inga áttum saman í sumarbústað Verslunar- mannafélagsins í Borgarfirðinum. Þar vorum við þrjár, ég, hún og t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR M. JÓHANNESDÓTTIR, áðurtil heimilis f Álftröð 5, Kópavogi, sem lést 22. mars sl., verður jarðsung- in frá Kópavogskirkju í dag, föstudaginn 29. mars, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sunnuhlíðarsamtökin í Kópavogi. Fyrir hönd ástvina hennar: Sverrir Jónsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Jóhannes G. Jónsson, Sigrún Sigurðardóttir, Jóna E. Jónsdóttir, Önundur Jónsson, Gróa Stefánsdóttir, Guðrún H. Jónsdóttir, Baldvin J. Erlingsson, Sigrún Sigurðardóttir, Halldóra Jónsdóttir, EdvardSverrisson, Kristín Jónsdóttir, Jón S. Ólason. Lokað eftir hádegi í dag, föstudaginn 29. mars, vegna jarð- arfarar SIGRÍÐAR JÓHÖNNU ÁSGEIRSDÓTTUR. Hurðirhf., Skeifunni 13. Lokað eftir hádegi í dag, föstudaginn 29. mars, vegna jarð- arfarar SIGRÍÐAR JÓHÖNNU ÁSGEIRSDÓTTUR. Geiri hf., Skeifunni 13. Sylvía litla. Hún svona brún og sælleg eins og alltaf. Ég keyrði og hún stjórnaði og sá líka um að við mæðgurnar liðum ekki skort því að alltaf voru kræsingar á borðum hjá Ingu. Góð skipti það og við átt- um góðar stundir. Núna síðustu daga vorum við mæðgurnar að rifja upp hversu amma hefði haft gaman að því að ferðast og að við vorum svo sammála um að í huga okkar var hún amma Inga glaðleg, í ljós- um hlírabol að útbúa eitthvað í eld- húskróknum á Flúðum. Hún hafði líka gaman af því að fara til út- landa og ferðaðist mikið. Já, hún var heimsborgari sem ekki kallaði allt ömmu sína. Hún var ákveðin og lét skoðanir sínar óspart í ljós. Var kröfuhörð en ekki síst við sjálfa sig. Hún kvartaði aldrei og ekki man ég eftir því á þessum 16 árum sem við þekktumst að hún hafí nokkum tíma borið veikindi sin á torg. Nei, henni leið alltaf vel og það voru alltaf allir svo góðir við hana. Ég held að sumir hafi mis- túlkað hana tengdamóður mína. Hún var svolítið hvöss en hún hafði hlýtt hjarta og húmorinn var aldrei langt undan. Það sem hún gat séð skoplegu hliðarnar hlutunum, jafn- vel í eins alvarlegum málum og veikindum sínum. Já, það var dæmalaust hversu styrkur hennar var mikill. Hún vissi sko hvenær hennar tími var kominn og meira að segja eins gleðileg tímamót og nú eru framundan hafði hún undir sinni stjórn. Hún dó á þeim tíma sem hentaði best miðað við núver- andi aðstæður. í dag getum við borið hana til hinstu hvíidar áður en við eigum gleðilega stund í kirkj- unni við fermingu á sunnudaginn kemur. Það var mikilvægt fyrir okkur að geta farið á 75 ára afmæl- inu hennar og haldið okkar eigin „íjölskyldufermingu" á sjúkrahús- inu. Sylvía í upphlut og Inga amma umlukt blómum. Það voru fáir sem ég þekki sem kunnu eins vel að meta fallega hluti og Inga og blóm- in voru alltaf í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Hún hafði gaman af því að lesa og fylgdist vel með öllu. Það leið t.d. ekki sá sunnudagur sem hún hringdi til að fá „rapport" um hvernig syninum hafði gengið í helgarspilamennskunni. Sunnudagsheimsóknirnar á Birkiteiginn verða ekki fleiri og pönnukökurnar og rækjusalatið verða ekki eins hjá neinum öðrum. En við megum ekki gleyma því að hún var sátt við að hverfa frá okk- ur. Hún var búin að gera það sem mestu máli skipti í hennar lífi, að koma börnum sínum til manns. Aðstandendur Ingu vilja koma á framfæri þakklæti til starfsfólks á Deild A5 á Borgarsjúkrahúsinu en þar dvaldi hún lengst af í sínum veikindum. Þá viljum við einnig þakka starfsfólki Sjúkrahúss Suð- urnesja sem tók henni opnum örm- um og annaðist hana af mikilli alúð síðustu vikurnar. Að lokum vil ég þakka þér, Inga. Þú stóðst þig vel. Sveindís Valdimarsdóttir. Til ömmu Elsku besta amma okkar, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og allar fallegu gjafirnar sem þú gafst okkur. Við erum vissar um að þér líður vel þar sem þú ert núna. Þú veist að við munum aldrei gleyma þér og mun- um sakna þín miicið. Til ömmu Er ég geng um götu mína og hugsa um líðan þina. Elsku amma mín, hvemig er heilsan þín? Heimsendir Ég vil fara þína leið yfir hafið, og dvelja þar. Segðu mér leiðina, segðu mér. Því þegar heimsendir kemur vil ég vera hjá þér. (Ásta Björk) Kveðja, Ásta Björk og Inga Lilja. € I f í í f i i i ( ( ( I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.