Morgunblaðið - 29.03.1996, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 29.03.1996, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ATRIÐI úr „Maður verður að gera það sem maður verður að gera“. Skagaleikflokkurinn Einsöngvarapróf í Langholtskirkju TÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík heldur tónleika í Langholtskirkju laugardaginn 30. mars nk. og hefj- ast þeir kl. 20.30. Tónleikarnir eru fyrri hluti einsöngvaraprófs Helgu Rósar Indriðadóttur, mezzósópran, og Margrétar Sigurlaugar Stefáns- dóttur, sópran, frá skólanum. Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík leikur. Stjórnandi er Kjartan Óskarsson. Á efnisskrá eru Sinfónía í D-dúr (forleikur að óperunni Temstocle 1772) eftir J. Ch. Bach, Laudamus te úr Messu í c-moli KV 427 eftir Mozart, Ch’ioi mi scorddi di te? KV 505, tónles og rondó fyrir mezzó- sópran, píanó og hljómsveit eftir Mozart, Faites-lui mes aveux, aría úr óperunni Faust eftir Gounod, Nun eilt herbei, aría úr óperunni Kátu konurnar frá Windsor eftir Nicoilai, Habanera, aría úr óperunni Carmen eftir Bizet, Signore Asc- olte, tónles og aría úr óperunni Turandot eftir Puccini, Prendero guel brunettino, tvísöngur úr óper- unni Cosi fan tutte KV 588 eftir Mozart og Sinfónía í D-dúr nr. 104 eftir Haydn. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 500. GRAFÍKVERK eftir Önnu G. Torfadóttur Krossferill- inní Stöðlakoti „Maður verður að gera það sem maður verður að gera“ SKAGALEIKFLOKKURINN frum- ,sýnír leikritið „Maður verður að gera það sem maður verður að gera“ eft- ir Benóný Ægisson í kvöld kl. 20.30. í kynningu segir: „Maður verður að gera það sem maður verður að gera“ er skopleikur um karlmennsku og gerist á bifreiðaverkstæði. Eig- andi bifreiðaverkstæðisins er nýfall- inn frá og ekkjan á í erfiðleikum með lausafjárstöðuna. Sýnt er í húsa- kynnum bílasölunnar Bíláss við Still- holt. Sala aðgöngumiða er í Efna- laugina Lísu og við innganginn fyrir sýningar. Miðaverð er 900 kr. Næstu sýningar eru laugardaginn 30. mars, miðvikudaginn 3. apríl og laugardaginn 6. apríl. Spegillinn í Barbró Sýningar standa nú yfir á Spegl- inum eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur í veitingahúsinu Barbró. Spegillinn er fyrir alla fjölskyiduna og fá foreldrar ókeypis aðgang ef þeir eru í fylgd með bömum. Næstu sýningar verða laugardag- inn 30. mars, fimmtudaginn 4. apríl og mánudaginn 8. apríl. Sýningar hefjast kl. 16. MARGRÉT Sigurlaug Stefánsdóttir og Helga Rós Indriðadóttir. Viltu vera normal? IJJKLIST The Noname Theatrc I Loftkastalanum STANDING ON MY KNEES Höfundur: John Olive. Leikstjóri: Tracy Trevett. Sviðsmynd: Michael Lasswell. Ljósahönnun: EUen Bone. Ljósamaður: Jóhann Bjami Pálmason. Búningar: Vem Malone. Hljóðmaður: Gunnar MöUer. Leikarar: Bjami Haukur Þórsson, Debra Whitfield, EUora Patnaik og Margaret O’SuUivan. Miðvikudagur 27. mars. ÞAÐ ER ánægjulegt að fá tæki- færi til að sjá þetta bandaríska leikrit hér á landi og ekki síður þá leikara sem það flytja. Höfund- urinn hefur skrifað fleiri verk, m.a. fyrir sjónvarp, og þetta verk hefur verið sett á svið í Chicago, New York og Washington D.C. auk þess sem frændur okkar Danir sáu það á fjölum Konunglega leikhúss- ins. Leikritið er fagmannlega samið og segir sögu aðalpersónunnar, Catherine, í stuttum og hnitmiðuð- um atriðum. Áhrif frá sjónvarps- forminu eru auðsæ en gefa hér verkinu ferskan blæ og sú þjálfun sem höfundur hefur auðsýnilega hlotið í að halda athygli áhorfenda fanginni kemur sér vel. Umfjöllunarefni leikritsins eru þeir kostir sem Catherine eru sett- ir; að taka lyfin sín og hafa stjórn á geðklofanum - verða eins nor- mal og kostur er - eða að taka áhættuna og sökkva sér í sjúkdóm- inn og njóta skáldgáfunnar sem fylgir honum. Það er hægt að full- yrða að trúverðugri mynd af geð- klofasjúklingi hefur ekki verið sýnd hér á sviði. Höfundinum tekst að skapa raunsanna mynd af birt- ingarmyndum sjúkdómsins og vekja samúð áhorfandans með aðalpersónunni. Það er umhugsunarvert hve mikils raunsæis er krafist í um- gjörð leikritsins, sem kannski er hugsað sem mótvægi við hinn ímyndaða, „sjúka“ hugarheim Cat- herine. Hún býr í íbúðarkytru sem er mjög raunveruleg og fer til sál- fræðings í viðtöl í gerviafslappaða setustofu, leikararnir' eru sjaldan í sömu búningunum lengi, þeir drekka úr hinum ýmsu ílátum, eft- ir því hvað er hreint og hver ræð- ur úr hveiju er drukkið (sem hefur allt ákveðna merkingu), reyktar eru óteljandi sígarettur og flöskur teknar upp og drukknar. Ljósin eru hönnuð blátt áfram en hefði mátt vera stýrt af meira öryggi. Leikhljóð byggja á nútímatónlist sem Catherine hlustar á af seg- ulbandstæki. Þetta allt hjálpar áhorfandanum við að gleyma sér í sögunni sem er verið að segja og horfa framhjá því í hita augna- bliksins að hann er að virða fyrir sér leikara á sviði. Leikmátinn gabbar líka áhorf- andann til að kokgleypa öngulinn. Textaframburður var mjög skýr hjá öllum leikendum og ættu allir sem eru sæmilega að sér í enskri tungu að geta fylgt þræðinum og notið verksins. Leikurinn er mjög blátt áfram og raunsannur og ein- kennist fyrst og fremst af miklu öryggi, enda auðsjáanlega þaulæfður. Leikstjórinn hefur unn- ið af nákvæmni og þrautseigju og það skilar sér á sviðinu. Ellora Patnaik hefur sterka sviðsframkomu og er örugg á tæknisviðinu. En það eina sem kom í veg fyrir að hún sýndi stór- leik var einmitt að hún virtist ein- staka sinnum of meðvituð um að hún var að nota ákveðin tækni- brögð en týndi sér ekki í persón- unni og leiknum. Bjarni Haukur Þórsson, íslend- ingurinn í hópnum, 'hefur með sér drengjalegt útlit og einlægan sjarma. Framburður hans á ensk- unni var mjög góður en honum viidi verða fótaskortur á tungunni ef hraðinn fór fram úr hófi. Bjarni lék beint frá hjartanu hinn feimnis- lega Robert, sem er í öllu and- stæða Catherine, en skorti kannski örlítið á leiktæknina. Umskiptin í viðmóti við aðalpersónuna voru mjög vel unnin og gáfu okkur í hnotskurn mynd af hinni hliðinni á persónu hans og benti áhorfend- um á hve gjamir þeir em að trúa á ást og eilífa hamingju við fyrsta tækifæri. Debra Whitfield og Margaret O’Sullivan voru í minni hlutverk- um. Debra er aðsópsmikil á sviði, öryggið uppmálað og átti sum fyndnustu tilsvörin í leiknum. Margaret var áskilið að leika á lægri nótunum, en túlkun hennar sýndist nokkuð einhliða, en vera má að leikstjóri hafí sniðið henni þröngan stakk af ásettu ráði. Þessi heimsókn hleypir ferskum anda inn í leikhúslífíð hér eftir átakasaman vetur. Þessir leikarar þurfa ekki einhveija stofnun til að styðja sig við. Þótt listastarfsemi í Bandaríkjunum njóti að sjálf- sögðu styrkja er atvinnuöryggi nær ekkert og það þýðir ekki ann- að en að duga eða drepast við slík- ar aðstæður. Þessir fjórir leikarar og aðrir aðstandendur sýningar- innar eru allir dugandi og ég hvet alla sem vilja hlýða á skemmtilegt og krefjandi verk að veita sér þá ánægju að fara á sýningu hópsins í kvöld, sem verður seinasta sýn- ingin hér á landi. Sveinn Haraldsson Sýningu Kristínar að ljúka SÝNINGU Kristínar Blöndal í Gallerí Greip lýkur á sunnudag. Á sýningunni sem ber yfirskriftina „Tilbrigði“ eru olíuverk og gifs- verk. Kristín hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í tveimur samsýningum. ANNA Guðrún Torfadóttir opnar sýningu á laugardag á fjórtán nýjum grafíkverkum í Stöðlakoti við Bók- hlöðustíg. Fjórtán krossferilsmyndir í einni samræmdri myndröð eru með elstu viðfangsefnum evrópskra lista- manna. Anna sýnir nú útfærslu sína á þessu sígilda verkefni, unna í dú- , kristu. Myndirnar eru frá árinu 1996. í dúkristunum notar Anna ýmis hefðbundin tákn kristinnar kirkju. Auk þess beitir hún formum og tákn- um víkingaaldar og keltneskrar menningar. Anna Guðrún Torfadóttir útskrif- aðist úr grafíkdeild MHÍ 1987. Hún hefur um árabil búið á Akureyri en starfar nú í Reykjavík. Anna hefur haldið nokkrar einkasýningar, hér- lendis og erlendis og unnið búninga- og leikmyndaverkefni fyrir skóla, LA, LR og íslensku óperuna. í nær öllum rómversk-kaþólskum kirkjum og kapellum er að staðaldri á veggjum röð fjórtán mynda sem einu nafni kallast krossferill. Mynda- röðin sýnir í raunsæismyndum eða með táknmáli áfangastaði og atvik á píslargöngu Krists og er til stuðn- ings við hugleiðingar um þjáningar hans. Persónan sem biðst fyrir færir sig á milli myndanna. Uppruni krossferilsmyndanna var snemma á miðöldum hjá pílagrímum sem heimsóttu landið helga og vett- vang píslarsögunnar. Elstu heimildir um krossferilsmyndir eru frá 5. öld. Á síðari tímum hefur sums staðar verið sett upp fímmtánda myndin. Hún er óopinber og vísar til upprisu og uppstigningar Krists. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 á tímabilinu 30. mars til 4. apríl og eru allir velkomnir. Morgunblaðið/Árni Sæberg EINAR Steen-Nekleberg leiðbeinir nemendum Tónlistarskólans í Reykjavík. Víðkunnur túlkandi Griegs NORSKI píanóleikarinn Einar Ste- en-Nokleberg leikur á tónleikum í Listasafni íslands í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru stærstu píanóverk landa hans Edwards Gri- egs, Holberg-Svítan op. 40, Ballada op. 24 og Slatter op. 72. Grieg á fjórtán geisladiskum Steen-Nokleberg er einn viður- kenndasti túlkandi verka Griegs og hefur nýlokið við að leika öll verk tónskáldsins, skrifuð fyrir hljóm- borðshljóðfæri, inn á 14 geisla- diska. Plötuútgáfan Naxos sér um útgáfu diskanna, en Japis um dreif- ingu á íslandi. Diskarnir eru nú allir fáanlegir í verslunum. í gær leiðbeindi Steen-Nokleberg nemendum Tónlistarskólans í Reykjavík á námskeiði í skólanum. Námskeiðið fólst í leiðsögn og gagnrýni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.