Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 35
34 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 35 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LAGLAUNALAND- IÐ ÍSLAND NIÐURSTÖÐUR könnunar, sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur gert á launum verzlunarmanna hér á landi annars vegar og í Danmörku hins vegar renn- ir stoðum undir þá skoðun, að ísland sé láglaunaland í samanburði við nágrannalöndin. Könnunin staðfestir margt, sem áður hefur komið fram, til dæmis að taxtalaun eru miklu hærri í Danmörku en hér. Minni munur er hins vegar á ráðstöfunartekjum danskra verzlunarmanna og íslenzkra, eftir að tekið hef- ur verið tillit til skatta og gjalda og verðlags. Ekki má hins vegar horfa framhjá því að íslenzkir verzlunarmenn þurfa að vinna mun lengur fyrir þessum tekjum en danskir. Lengd vinnutímans hér á landi, sem orsakast ekki sízt af lágum launum, er í raun alvarlegt þjóðfélagsmein, sem kemur meðal annars niður á heilsu- fari og fjölskyldulífi launþega og eitrar þannig út frá sér. Skýringarnar á hinum lágu launum geta verið margar. ísland hefur gengið í gegnum áralanga efnahagserfiðleika og launþegar þurft að færa miklar fórnir. Lægri laun eru ein þeirra fórna, sem almenningur hefur orðið að færa til þess að viðhalda hinum efnahagslega stöðugleika, sem þrátt fyrir allt hefur gert þrengingarnar bærilegri. Aftur á móti er ljóst að pottur er víða brotinn í rekstri íslenzkra fyrirtækja, sem dregur úr framleiðni þeirra og gerir þeim þar af leiðandi ekki kleift að greiða jafnhá laun á vinnustund og erlendum fyrirtækjum. Slæm nýting vinnuafls, agaleysi og takmörkuð samkeppni eru á meðal þeirra orsaka, sem hafa verið nefndar. Forsenda þess að hækka launin er að ráða bót á þessu. Magnús L. Sveinssson, formaður VR, segir í samtali við Morgunblaðið í gær, að í næstu kjarasamningum verði að stefna að því að jafna þann mun, sem er á launum hér og annars staðar. Undir það skal að sjálfsögðu tekið. Slíkt má hins vegar ekki gerast þannig að launþegar heimti hærri laun án þess að taka tillit til þess kerfis- vanda, sem liggur að baki lágum launum. Slíkt myndi aðeins kollvarpa stöðugleikanum. Launþegahreyfingin og fyrirtækin verða að vinna í sameiningu að lausnum, sem byggjast ekki sízt á aukinni skilvirkni og framleiðni. JARÐHITI OG UMHVERFIÐ JARÐHITINN er önnur meginorkulind íslendinga. Beinn sparnaður af nýtingu jarðhita til húshitunar hér á landi í stað olíu er um 6.500 milljónir króna á ári, miðað við meðalverð á olíu í fyrra. Sparnaðurinn mælist raunar í 10.000 milljónum króna ef miðað er við olíuverð síðustu 25 ára. Þetta kom fram í erindi Guðmundar Páls- sonar um þjóðhagslegan ávinning af nýtingu jarðhita á íslandi á ársfundi Orkustofnunar. Guðmundur upplýsir að samanlagður sparnaður af húshitun með jarðvarma í stað olíu hafi numið 250 milljörðum króna frá árinu 1970 talið. Ávinningur af nýtingu heita vatnsins er ekki einvörð- ungu peningalegur. Hann er jafnframt heilsufarslegur. Vítt og breitt um landið nýtum við jarðvarma í sundlaug- ar. Og nýting heits vatns til húshitunar í stað olíu veldur og því að mun minna koltvíildi fer út í andrúmsloftið. Heildarlosun á koltvíildi, sem nam 2,9 milljónum tonna árið 1990, hefði numið 1,9 milljónum tonna til viðbótar, ef hús öll hér á landi hefðu verið kynt með olíu. Það hefur mikið heitt vatn runnið í hús landsmanna síðan Reykjavíkurborg og aðrir forgönguaðilar hófu nýt- ingu jarðvarma til húshitunar. I dag búa um 220 þúsund landsmenn á hitaveitusvæðum. Jarðvarmi er að auki nýtt- ur í stórum stíl til ylræktar og í nokkrum mæli til raf- magnsframleiðslu. Miklu varðar að við höldum vöku okkar á sviði rann- sókna og nýtingar á þessari mikilvægu orkulind, jarð- hitanum. Sjávarauðlindin er fullnýtt að stærstum hluta. Landbúnaður framleiðir og búvörur umfram innlenda eftirspurn. En þriðja auðlindin, fallvötnin og jarðvarminn, geymir framtíðarmöguleika, sem nýta verður með aðgát og hyggindum. NOKKUÐ almenn ánægja ríkir með nýjan vinnu- staðasamning Slipp- stöðvarinnar Odda hf. og starfsmanna sem undirritaður var í síðustu viku. Samningurinn nær til um 130 starfsmanna fyrirtækisins í fimm stéttarfélögum, Félagi málm- iðnaðarmanna, Félagi byggingat'- manna, Félagi verslunar- og skrif- stofufólks, Verkalýðsfélaginu Ein- ingu og Rafvirkjafélagi Norðurlands og gildit' ft'á 1. mars sl. til 30. júní á næsta ári. Vinnustaðasamningur hefur verið í gildi hjá stöðinni frá árinu 1987 og eru aðilar sammála urn að reynslan af því fyrirkomulagi hafi verið góð og til hagsbóta bæði fyrir fyrirtækið og starfsmenn. Samkvæmt nýja samningnum fá starfsmenn 4% launahækkun frá 1. mars sl. og 2% launahækkun til við- bótar um næstu áramót. Auk þess var samningut' um greiðslu fyrir vaktavinnu endurskoðaður og munnlegt samkomulag um ýmsar álögur verið fest á blað. Breyting- arnar fela m.a. í sér lægra vaktaálag og afnám ákvæðis um að boða yfir- vinnu með fyrirvara. I sameiginlegri yfirlýsingu kemur fram að Slippstöðin-Oddi hafi á und- anförnum árum gengið í gegnum mikið erfiðleikatímabil en þess sé nú vænst að betri tíð sé framundan þannig að aðilar vonast til þess að samningurinn verði til að styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækisins í framtíðinni. „Það er sameiginleg ætlun starfsma.nna félagsins og eig- enda þess að byggja upp samkeppn- ishæft fyrirtæki, bæði með tilliti til innlendrar samkeppni og erlendrar. Það er ásetningur þessara aðila að byggja upp fyrirtæki sem er í fremstu röð íslenskra skipasmíða- stöðva bæði i viðgerðum og nýsmíð- um,“ segir í yfiriýsingunni og einnig að aðilar samningsins stefni að því að efla enn frekar þá ímynd sem félagið hefur fyrir fagleg vinnubrögð og vandaðan frágang verka. Til að efla félagið sé það ásetningur aðila að auka framleiðni, bæta verkskipu- lag og tryggja góða þjónustu við viðskiptavini og afhendingu verka í samræmi við verksamninga. Styrkur fyrir fyrirtækið Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar Odda hf. segir að reynslan af vinnustaðasamningi við starfsmenn sé góð og því sé talið hagkvæmara að semja þannig. „Við viljum halda þessu fyrirkomulagi áfram og erum þess vegna að semja á þessum nótum. Það er styrkur fyr- ir fyrirtækið að vera með sameigin- legan samning við alla starfsmenn og þá eru allir starfshópar í sama takti og ekki einn starfshópur að trufla starfsemi fyrirtækisins I dag og annar á morgun. Efnislega felur samningurinn í sér vissa kjarabót fyrir starfsmenn og einnig það að við gerum fyrirtækið sveigjanlegra og samkeppnishæfara. Við teljum að með þessum nýja samningi séu ýmis atriði færð til nútímalegra horfs og gefi það svig- rúm til að standa undir þeim launa- breytjngum, sem í samningnum fel- ast. í greininni hefur einnig orðið visst launaskrið, sem við þurfum að mæta.“ Með þessu fyrirkomuiagi koma fulltrúar starfsmanna að sjálfri samningagerðinni og segir Ingi að það sé mjög jákvætt og gefi mögu- leika á að taka á ýmsum sértækum málum innan fyrirtækisins. Ingi seg- ir að hægt sé að tala um _________ að þessi samningur sé betri en þeir samningar sem verkalýðsfélögin eru almennt með. Hins vegar sé ómögulegt að segja til um hversu stíft sé svo borgað eftir almennum samningum og því er slík viðmiðun mjög erfið. Kauptaxtar færðir að útborguðu kaupi Hákon Hákonarson, formaður Fé- lags málmiðnaðarmanna, segir að reynslan af vinnustaðasamningi Slippstöðvarinnar Odda sé undan- tekningarlaust mjög góð og að tíminn hafí einmitt leitt það í ljós. „Samning- urinn er hvað merkilegastur fyrir það að á sínum tíma voru kauptaxtarnir Félagsmenn fimm verkalýðsfélaga gera samning við Slippstöðina Odda hf. Vinnustaðasamningiir hagsbót fyrir alla Starfsmenn Slippstöðv- arinnar Odda hf. á Akur- eyri undirrituðu nýjan vinnustaðasamning við fyrirtækið í síðustu viku. Sérstakur vinnustaða- samningur hefur verið við lýði innan fyrirtækis- ins frá árinu 1987 og Margrét Þóra Þórs- dóttir og Kristján Kristjánsson komust að því í viðtölum við for- svarsmenn verkalýðsfé- laga og starfsmenn, að reynslan af siíkum vinnustaðasamningi sé almennt góð. fæi'ðir að útborguðu kaupi og eftir því hefur verið farið. Samningurinn hefur sannað gildi sitt á síðustu árum og ekki hvað síst á þeim tíma sem hremmingar málmiðnaðarmanna á svæðinu hafa verið hvað mestar en þá héldu þessir kauptaxtar. Þarna er líka hægt að taka tillit til innri aðstæðna fyrirtækisins, báðum að- ilum til hagsbóta." Forsvarsmenn fyrirtækisins og starfsmenn höfðu lengi velt þessari hugmynd fyrir sér að sögn Hákons og í árslok 1986 hófst sú vinna af fullum krafti og lauk með undirrit- un samnings 17. mars 1987. Hákon segir að þessi samningur hafi verið fyrirmynd fjölmargra annarra vinnustaðasamninga víðs vegar um landið. „í því sambandi er hægt að tala um flest öll málmiðnaðarfélög hringinn í kringum landið, fyrir utan Reykjavík. í kjölfar okkar samninga voru gerðir samningar m.a. á Akranesi, í Vestmannaeyjum og á Suðurnesjum en þeir eru byggðir í öllum grundvallaratriðum á okkar samningi." Hákon segir að ef farið verður í að breýta lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur, eins og hugmyndir séu uppi um, eigi að gefa vinnu- staðasamningunum stöðu. „I stað þess að ræða þá um vinnustaðafé- lög, yrði rætt um vinnustaðasamn- inga, sem eru í grundvallaratriðum allt annað og ég tel að vanti í Iögin.“ Almenn og náin samstaða ________ Björn Snæbjörnsson, formaður Verkalýðsfé- lagsins Einingar, tekur í sama streng varðandi ávinninginn af sérstökum vinnustaðasamningi hjá Slippstöðinni Odda hf. „Það hefur náðst almenn og náin samstaða innan þess hóps sem að samningnum hafa staðið og reynslan hefur verið góð. Trúnaðarmenn fyr- irtækisins eru lykilmenn í þessari vinnu með okkur. Vinnustaðasamn- ingar eru því af hinu góða og það hefur sýnt sig að slíkir samningar eru betri en almennir samningar.“ Hugmyndir um vinnustaðafélög eiga ekki upp á pallborðið hjá for- svarsmönnum verkalýðsfélaga. Björn telur slíkt vera skref afturá- Fyrirtækið sveigjanlegra og samkeppn- ishæfara ÞORSTEINN Haraldsson stjórnar flotkvíarkrananum. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson STARFSMENNIRNIR fengu nú að nýju morgunkaffið, sem þeir höfðu skipt út í fyrri samningi. STARFSMAÐUR Slippstöðvarinnar Odda málar skrúfuhring á Sigurfara ÓF 30. I FLOTKVINNI er Báldur EA 108 frá Dalvík. bak og að ekki megi rugla saman vinnustaðasamningum og vinnu- staðafélögum. „Hvaða sjúkrasjóður myndi til að mynda standa undir sér hjá 250 manna félagi? Að mínu mati er slíkt félag andvana fætt. Þetta snýst ekki bara um kaup og kjör, heldur einnig um alls kyns þjón- ustu sem stærri félög geta veitt sín- um félagsmönnum." Kemur í veg fyrir innbyrðis átök Guðmundur Ómar Guðmundsson formaðui' Félags byggingamanna í Eyjafirði sagði að reynslan af vinnu- staðasamningum í Slippstöðinni- Odda væri góð. Helstu kostir við slíka samninga væru að allir væru að vinna eftir sama kjarasamningi, ekki bara hvað varðar launalið held- ur einnig ýmis réttindamál önnur, sem áður voru méð mismunandi hætti. „Þetta auðveldar samnings- gerð og kemur í veg fyrir innbyrðis átök vegna kjaradeilna. Staðan verð- ur líka sterkari að ná fram bættum kjörum vegna sérstöðu fyrirtækis- ins,“ sagði Guðmundur Ómar. Hann sagði mikinn mun á hvort nokkur mismunandi félög sem ættu félagsmenn á sama vinnustað gerðu sameiginlegan kjarasamning eða hvort stofnað væri nýtt stéttarfélag innan vinnustaðarins. „Hinar ýmsu starfsgreinar eiga eftir sem áður samleið með sínum félögum í öðrum málum. Það eru frekar fáir trésmið- ir og rafvirkjar að vinna hjá stöð- inrii, en þeir eiga þá félag- ið að faglega og hafa að- gang að námskeiðum og slíku á þeirra vegum,“ sagði Guðmundur Omar. Hann sagðist vera nokkuð ánægður með nýja kjara- samninginn, hann inyndi væntan- lega bæta samkeppnisstöðu fyrir- tækisins og tryggja þar með starfs- mönnunum vinnu. „Auðvitað vilja menn alltaf sjá hærri launatölur, en miðað við umhverfið hér held ég að þessi samningur gefi ágætis laun.“ Vill atkvæðagreiðslu í einn pott Jóna Steinbergsdóttir formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks sagði vinnustaðasamninga almennt af hinu góða. Hún væri þó ekki al- veg sátt við að hvert félag fyrir sig gæti fellt samninga, betra væri að atkvæðagreiðsla um þá væri í einum potti. „Það er svo mismunandi hversu margir eru í hverju félagi, mér finnst ekki réttlátt að eitthvert lítið félag geti fellt samning ef þorri starfsmanna er þeim meðmæltur," sagði Jóna. „Mér finnst margt jákvætt við svona samninga. Þeir sem eru með lægstu launin hafa meiri möguleika á að ná fram meiri kjarabótum. Kosturinn fyrir atvinnurekendur er líka ótvíræður, þeir eru tryggðir fyrir því að eitt og eitt félag sem fer í verkfall lami starfsemina. Vegna þess er meiri möguleiki á að ná fram betri samningi fyrir starfsfólkið, atvinnurekendur eru þá frekar tilbúnir að koma til móts við okkar kröfur. Eg er því tilbúin að standa að fleiri slíkum samning- um,“ sagði Jóna. Óþrifaleg og erfið vinna Halldór Sigurgeirsson sem situr í samninganefnd fyrir málmiðnað- armenn sagði menn almennt sætta sig við nýja samninginn og hann væri tvímælalaust til bóta fyrir vinnustaðinn. Betra væri að ná fram ýmsum sérkjörum sem giltu fyrir starfsmenn stöðvarinnar, en auðvitað mætti alltaf finna einhver atriði sem menn hefðu kosið að hafa með öðrum hætti. Aðalágrein- ingsefnið varðaði það að vaktaálag er aflagt af dagvinnunni en var áður 40%. Við fyrri atkvæðagreiðslu felldu félagsmenn í Félagi málmiðnaðar- manna samninginn og sagði Halldór að kannski mætti að einhveiju leyti rekja óánægju málmiðnaðarmanna til þess tíma er fjöldauppsagnir voru hjá stöðinni. Menn hefðu verið end- urráðnir á lægri launum á þessu erfiðleikatímabili, sumir verið búnir að vera 5 ár að vinna sig upp í ákveð- inn launaflokk sem þeir svo töpuðu á einu bretti. „Margir litu á þessa samningsgerð núna sem baráttu i að ná þessu til baka,“ sagði Hall- dór. Atvinna væri að aukast í grein- inni og einhveijir starfsmenn væru að líta í kringum sig eftir vinnu á öðrum stöðum. „Vissulega er þetta óþrifaleg og erfið vinna, það hefur verið mikið að gera síðustu mánuði og menn unnið mjög mikið þannig að álagið er töluvert. En á móti kemur að þetta er mjög öruggur vinnustaður, hér fá menn launin sín á réttum tíma.“ Mikill hræðsluáróður rekinn í fyrri atkvæðagreiðslu felldu málmiðnaðarmenn samninginn, en allir aðrir hópar samþykktu. Eftir smávægilegar breytingar var hann borinn undir atkvæði á ný og þá samþykktur af öllum félögum. „Það var rekinn mikill hræðsluáróður á milli atkvæðagreiðslna og mönnum hreinlega hótað að launin myndu lækka um allt að 100 krónur á tím- ann, þ.e. að við yrðum settir á al- mennan kjarasamning," sagði einn málmiðnaðarmaður sem vildi ekki koma fram undir nafni. Ekki minna í launaumslagið Þorsteinn Haraldsson, trúnaðar- maðut' verkamanna, sem jafnframt átti sæti í samninganefnd, segir vinnustaðasamninginn góðan, þó auðvitað vilji menn alltaf meira en hægt er að fá. „Það er mjög til hagsbóta að vera með sér- stakan vinnustaðasamn- ing, bæði fyrir starfsmenn og fyrirtækið og breyting á því væri afturför," segir Þorsteinn. Hann segir erf- itt að meta breytinguna Fyrirmynd annarra vinnustaða samninga launalega gagnvart eldri samningn- um en þó fái menn alltént ekki minna í launaumslagið en áður. Þorsteinn segist ekki hrifinn af hugmyndinni um vinnustaðafélög og að nauðsynlegt sé fyrir starfsmenn að hafa verkalýðsfélögin á bak við sig við samningsgerðina. Hann segir að þótt margir hafi verið óhressir með að einn hópur hafi fellt fyrri samninginn á dögunum, sé það fyrir- komulag mikilvægt og þá geti einn hópur ekki samið fyrit' aðra. * * Forsvarsmenn VSI og KI segja niðurstöður launasamanburðar ekki koma á óvart Forsendur hækkana skortir hér Niðurstöður samanburðar Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur á launum hér á landi og í Danmörku þurfa ekki að koma á óvart að mati forsvarsmanna vinnuveitenda. Þeir setja hins vegar spumingarmerki við forsendurnar. BENEDIKT Kristjánsson for- maður Kaupmannasamtaka íslands og Þórarinn V. Þór- arinsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Islands segja niðurstöður sainanburðar sem gerður var fyrir VR á launum verslunar- og skrifstofufólks á íslandi og í Dan- mörku ekki koma á óvart. Þar kernur fram að i'áðstöfunartekj- ur þessara launþega eru 4%-33% hærri í Danmörku en hér, en launamunurinn er 18%-44% eftir starfsgreinum ef ein- göngu er tekið mið af launum fyrir dagvinnu. Benedikt kveðst hins vegar telja forsendur viðmiðunarinnar skorta og mismunurinn sé minni en þar komi fram. Laun langt umfram lágmarkstaxta „Þarna kemur ekki fram við hvað er miðað, þ.e.a.s. er miðað við grunn- taxta hérlendis eða raunveruleg laun sem greidd eru? Ef miðað er við þá grunntaxta sem samið er um í kjara- samningum, er ljóst að þeir eru senni- lega teljandi á fingrum annarrar hand- ar sem greiða eftir samningum. Versl- unin greiðir starfsfólki sínu laun langt umfram lágmarkstaxta og ef talað er um samningagerð þarf að leggja fram hvað menn greiða raunverulega í laun. Menn geta líkað spurt sig að því hvort þeir vilji fá allt það atvinnuleysi sem er hjá verslunarfólki í Danmörku," segir Benedikt. „Hins vegar get ég tekið undir það sjónarmið formanns VR að launin í verslunargeiranum þurfa að hækka. Launataxtarnir eru lágir en hækkun launa gerist ekki í einni svipan. í fram- tíðinni þarf að lyfta þessum launum og gera störf í verslunar- geiranum aðlaðandi og eft- irsótt. Menn þurfa að leiða hugann að þessu í kjara- samningum á næsta ári,“ segir Benedikt. Hann segir hins vegar að verslunin geti ekki greitt hærri laun að óbreyttu vegna mikils kostnaðar. Menn þurfí hins vegar að vinna að hagræðingu í rekstri, með hækkun launa að markm- iði. Munur á verðmætasköpun Þórarinn V. Þórarinsson segir vinnuveitendur hafa vitað lengi að laun í Danmörku séu hærri að raungiidi en hérlendis. Laun þar í landi séu með því hæsta sem gerist í heiminum og verðmætasköpun á vinnustund í ís- lensku atvinnulífi sé miklu minni en ytra. Launin hér séu samanburðarhæf- ari við það sem gerist á Bretlandseyj- um, eða jafnvel í Svíþjóð og Finnlandi. „Inn í umfjöllum VR-manna vantar undirstöðu launa í Danmörku, sem er sú að verðmæt-asköpun í dönsku atvinnulífi er að minnsta kosti þessum mun meiri en í íslensku atvinnulífi. Ef við berum okkur saman við nýj- ustu tölur sem við höfum um virð- isauka á vinnustund í iðnaði, sýnist okkur að þegar við höfum kannski 1.000 krónur í virðisauka út úr hverri vinnustund í iðnaði hér á iandi, fisk- iðnaður meðtalinn, eru Danir að hafa á milli 2.000 og 2.500 krónur út úr sínumiðnaði. Islensk fyrirtæki veija stærri hluta til launagreiðslna en fyrirtæki í öllum öðrum ríkjum Vestur-Evrópu, þannig að skýringin á láunamuninum er ekki sú að svo mikið vei'ði eftir í fyrirtækj- unum.“ Þórarinn segir ljóst að auka verði verðmætasköpun íslenskra fyrirtækja, en margir þættir samfélagsins hafi áhrif á hana, þar á meðal skólakerfið, landbúnaðarkerfið, bankakerfið, inn- flutningstakmarkanir, skortur á sam- keppni á stórum sviðum, óhófleg nýt- ing á vinnutíma í atvinnulífi o.fl. Þessu sé hægt að breyta, en ekki þeirri stað- reynd að íslensk fyrirtæki séu örsmá á mælikvarða stórþjóða þannig að þau njóti aldrei hagkvæmni stærðarinnar, auk þess sem kostnaður við að vera staðsett úr alfararleið sé og verði veru- lega hár. Verðmætin ekki í Karphúsinu „Atvinnurekendur vilja leggja allt af mörkum sem þeim er unnt til að verðmætasköpun hér vérði með þeim hætti að ákjósan- legt verði að búa hérlendis og starfa, frá sjónarmiði afkomunnar. Ég vænti þess að við getum áfram átt sam- starf við verkalýðshreyfinguna um aðgerðir til að auka framleiðni og verð- mætasköpun, eins og við höfum séð gerast undanfarin misseri. Að líkindum hefur kaupmáttur ekki vaxið meira i öðru landi Vestur-Evrópu en hér á síðasta ári, því launahækkan- ir voru í efri kantinum sem gerðist á sama tíma og verðbólgan var í lág- marki. Við erum á réttri braut, en verðum að haida áfram að skapa skil- yrði atvinnureksturs og bæta, því þar verða verðmætin til. Þau verða ekki til í Karphúsinu." „Verðmætin verða ekki til í Karphúsinu“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.