Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Hvað sér apinn?“ MYNPLIST Nýlistasafnid SKÖPUN Ólafur GLslason. Nana Petzet. Opið alla daga frá kl. 14-18 til 31. marz. Aðgangur ókeypis. ER NÆMI hins venjulega manns meiri en apans gætu ýms- ir spurt sig eftir skoðun sýningar Ólafs Gíslasonar og Nönu Petzet í öllum sölum Nýlistasafnsins, að setustofupni undanskilinni. Yfir- skrift hennar og jafnframt mottó hljóðar nefnilega á þann veg að það vekur upp ýmsar spurningar, en boðskortið sýnir apa sem er að horfa á tré sem hefur tekið á sig mynd hirðfífls. Tréð er dregið upp eftir númeruðu línuferli, sem er alþekktur leikur fyrir yngri kynslóðina og óþroskaða á öllum aldri, - hvað sér svo apinn, hvað horfir hann á? Að sjálfsögðu á það að vera hveijum viti bomum manni auð- skilið hvað apinn horfír á, en hvað hann sér í myndinni er hins vegar allt annað og flóknara mál. Ólafur virðist altekinn ákveð- inni hugmynd, sem ér nokkuð al- geng meðal ungra í dag og bygg- ist á því að færa sýningar og sýn- ingarstarfsemi út í lífíð, sem er að sjálfsögðu meira en fullgild. „Medium St. Pauli“ hét fram- kvæmd Ólafs í samnefndu nautnahverfi Hamborgar og var ferlið gjömingur á níu börum. í hvern þeirra staðsetti Ólafur korktöflu með skrifpúlti sem inni- hélt teikniefni og á þessar töflur rissuðu tilfallandi bargestir upp skilaboð í formi skrifa, teikninga og litaðra verka. Jafnframt lágu frammi upplýsingar um uppbygg- ingu verksins. Skrifpúltin sjálf ásamt mynd- krotinu eru svo uppistaða innsetn- ingar Ólafs í gryfju Nýlistasafns- ins. Þetta vom nokkuð sérstakir staðir m.a. nýlegur kokkteilbar þar sem barþjónarnir klæðast pokabuxum í stíl við nafn staðar- ins. Annar er rekinn af tveim kynslóðum hústökufólks, sem bæði hvítir og svartir sækja og þar er mikið reykt af hassi. Þriðji er rekinn af fólki sem barðist fyr- ir málstað Kúrda í deilum þeirra við Tyrki. Enn einn er við nafn- kennda götu, Herbertstrasse, sem lokuð konum, læt ég þann er les um að geta af hveiju. Barirnir em þannig nokkuð sér á báti, en ekki varð ég var við að „listaverkin" væru mikið frábrugðin alls kyns kroti sem slíkum stöðum fylgir úti í heimi þar sem gestirnir eru undir áhrifum hinna aðskiljanleg- ustu vímuefna, og hvers konar efnislegar hvatir leita útrásar. Þetta er þannig íþrótt sem lengi „HVAÐ sér apinn? / What is the monkey looking at?“ hefur verið iðkuð, en það er kannski nýtt á þessuin stöðum að virkja skrifin skipulega á vegg- flöt og skjalfesta síðan. Það er verkefni fyrir sálfræðinga að lesa í þessi myndkrot og satt að segja eru þau á köflum opinská og hrein tjámiðlun, gerð af nokkurri hug- kvæmni. Myndefnið hefur einmitt ölast viðurkenningu virtra list- húsa á síðari árum og má þannig segja að klámbylgjan sem íjaraði út víðast hvar fyrir tuttugu árum eða svo hafí skyndilega öðlast nýtt líf í sölum virtra listasafna og sýningarsala heimsborganna, og hví skyldi hrár yndisþokki botnfallins ekki líka ná hingað á útskerið? Til að skapa andstæður og rým- islegar víddir hefur Ólafur svo einnig byggt 20 fermetra viðarhús á stað sem nefnist Media Thule og er í Nordland fylki í Norður- Noregi. Um er að ræða hluta af verkefni sem hófst 1988 og nefn- ist „Skúlptúrlandslag Norður- landsins". Var 45 listamönnum frá 15 löndum boðið að gera lista- verk hvert fyrir eina tiltekna sýslu í fylkinu, en af þeim vildu 13 þeirra ekki taka þátt í verkefninu. Það var í einni þessari sýslu, Tjeld- sund, sem Ólafur reisti hús sitt með aðstoð fjölskyldu nokkurrar er tók að sér að kosta verkið, sem byggt er eftir norskri fyrirmynd. Útveggir og þak eru gerð úr tjöru- borinni furu og eru að innan klædd olíubornum birkikrossviði. Það er einangrað með glerull og hitað upp með rafmagni. Veggir hússins eru korklagðir og á hann geta gestir þess fest blöð sín eftir að hafa tjáð hugsanir sínar í formi orða eða mynda. Síðan er efninu safnað í möppur og varðveitt í hillum og mun taka 150 ár að fylla þær miðað við framlag gesta fyrsta árið svo vart hafa þeir tek- ið hraustlega við sér miðað við hið takmarkaða rými. Það er þannig risinn upp rým- isskúlptúr í landslaginu, en þó kann það að vera ýmsum nokkur ráðgáta í hvetju hann er frábrugð- inn sæluhúsum ýmiss konar, sem geta líka talist manngerð sjónlist í óbyggðum. Hins vegar er það nýr og áhugaverður gjörningur að virkja þannig skipulega sköp- unargleði gesta og gangandi í óbyggðunum á svipaðan hátt og á börunum í Hamborg. Ferðalang- ar í óbyggðum skilja iðulega eftir skilaboð í náttúrunni svo sem all- ir vita þótt það sé í ólíkt svip- meira umhverfi en þar sem botn- fall þjóðfélagins mynnist við fýsn- ir sínar. Og leikurinn fylgir Ólafí hvar sem hann kemur og verður að sértæku myndmáli svo sem skyld framkvæmd í húsakynnum Landspítalans er einnig til vitnis um. Hvað sem verður er fram líða stundir, er krot gestanna oftar en ekki barnalegt og frumstætt og kemur hér vísast inn í myndina samlíkingin við apann. Vaknar þá sú spurning hvort hinn tækniv- æddi maður velferðarþjóðfélags- ins sé að tapa upprunalegum sköpunarkrafti sínum og dýrseðli í þá veru að hið vitræna verði eitt eftir. Margur verði af tækn- inni api, ekki síður en aurum. Þessu svarar sýningin ekki, lýsir einungis ákveðnu ferli, sem sýn- ingargesturinn getur spáð í, ef vill. Þýska listakonan Nana Petzet frá Múnchen hefur einnig vígt sig umhverfislist, en á nokkuð annan veg en lagsbróðir hennar. Endur- vinnsla hvers konar er ofarlega í huga Nönu, sem sér jafnvel á henni launkímnar hliðar eins og myndasagan um endurvinnslu hundaskíts í forsal ber með sér, sem að loknu löngu ferli skilar sér aftur til upprunans. Uppi í SÚM sal kemur fram að áhuga- mál hennar skarar einnig eðlis- fræði, náttúruvísindi og loks um- hverfismál. Jafnframt liggur frammi safn myndlýstra minnis- kompa á aflöngu borði, sem kannski eru forvitnilegasti hlutinn og sækja á vissan hátt skyldleika til krotsins á veggtöflurnar. Gestur í setustofu er að þessu sinni finnski listamaðurinn Pekka Tapio Pyykönen og ber framlag hans nafnið „Útsýnisturnar". Þeir eru nokkuð aðalsbornir og stáss- legir í byggingu sinni, en rýmið setur innsetningunni nokkur tak- mörk og þrengir að henni. Bragi Ásgeirsson kr 2.990 o s R A M m BORGARLJÓS Víraljósasett 3x20 W. Straumur hf. (safíröi - s. 456 3321. Radíóvinnustofan Akureyri - s. 462 2817. Siemens-Búöin Akureyri - s. 462 7788. Sveinn Guömundsson Egilsstööum - s. 471 1438. Verslunin Lóniö Höfn-s. 478 2125. Árvirkinn hf. Selfossi - s. 482 3460. Akranesi - Akureyri - Egilstaöum • Hafnarfiröi Höfn • ísafirði • Keflavík • Reykjavík • Selfossi. SÖLUSÝNING HAPPDRÆTTI Allir sýningargestir geta tekiö þátt í happdrætti og veröur dreginn út veg- legur vinningur í öllum Borgarljós-keöju verslununum 15. apríl. Borgarljós hf. Reykjavík - s. 581 2660. Magasín - Húsgagnahöllinni Reykjavík-s. 587 1410. Rafbúöin Álfaskeiöi Hafnarfiröi - s. 555 3020. Rafbúö R.Ó. Keflavík - s. 421 3337. Rafþjónusta Sigurdórs Akranesi - s. 431 2156. 50w halogen borðlampi m/tvískipum rofa og stillanlegri hæö. Orrustan um Stalingrad sýndí MÍR SÚ breyting verður á áður aug- lýstri dagskrá bíósalar MÍR, Vatns- stíg 10, að heimildarkvikmyndin „Orrustan um Stalingrad" verður sýnd sunnudaginn 31. mars kl. 16, í stað myndarinnar „Ólíkar leiðir". „Orrustan um Stalingrad" er endur- sýnd vegna mikillar aðsóknar 17. mars, en þá var bíósalurinn fullur og fjöldinn allur varð frá að hverfa. „Þessi heimildarmynd er sett saman úr fréttamyndum sem tekn- ar voru á vígstöðvunum við Volgu- fljót, bæði af Sovétmönnum og Þjóðverjum, þegar hin mikla orrusta um Stalingrad var háð veturinn 1942-1943. Með ósigri herja Þjóð- veija í þeirri orrustu má segja að straumhvörf hafi orðið í styrjöld- inni,“ segir í kynningu. Skýringar með myndinni eru á ensku. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill meðan húsrúm leyfir. -----» ♦ ♦----- Vegna Stutt- myndadaga í Reykjavík 1996 ÓSKAÐ er eftir stuttmyndum af öllum stærðum og gerðum til þátt- töku í samkeppni um fimm bestu stuttmyndirnar, vegna Stuttmynda- daga í Reykjavík 1996. „Veitt verða vegleg verðlaun fyr- ir 1. 2. og 3. sætið. Dagskráin verð- ur nánar auglýst síðar, en auk stutt- myndasýninga verður fjöldi fyrir- lestra haldinn um kvikmyndagerð og skyld mál,“ segir í kynningu. Tekið er á móti myndum á VHS- myndbandi hjá Kvikmyndafélagi íslands, Bankastræti 11, 101 Reykjavík. Síðasti skiladagur er 25. apríl næstkomandi og er öllum heimil þátttaka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.