Morgunblaðið - 29.03.1996, Page 28

Morgunblaðið - 29.03.1996, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Hvað sér apinn?“ MYNPLIST Nýlistasafnid SKÖPUN Ólafur GLslason. Nana Petzet. Opið alla daga frá kl. 14-18 til 31. marz. Aðgangur ókeypis. ER NÆMI hins venjulega manns meiri en apans gætu ýms- ir spurt sig eftir skoðun sýningar Ólafs Gíslasonar og Nönu Petzet í öllum sölum Nýlistasafnsins, að setustofupni undanskilinni. Yfir- skrift hennar og jafnframt mottó hljóðar nefnilega á þann veg að það vekur upp ýmsar spurningar, en boðskortið sýnir apa sem er að horfa á tré sem hefur tekið á sig mynd hirðfífls. Tréð er dregið upp eftir númeruðu línuferli, sem er alþekktur leikur fyrir yngri kynslóðina og óþroskaða á öllum aldri, - hvað sér svo apinn, hvað horfir hann á? Að sjálfsögðu á það að vera hveijum viti bomum manni auð- skilið hvað apinn horfír á, en hvað hann sér í myndinni er hins vegar allt annað og flóknara mál. Ólafur virðist altekinn ákveð- inni hugmynd, sem ér nokkuð al- geng meðal ungra í dag og bygg- ist á því að færa sýningar og sýn- ingarstarfsemi út í lífíð, sem er að sjálfsögðu meira en fullgild. „Medium St. Pauli“ hét fram- kvæmd Ólafs í samnefndu nautnahverfi Hamborgar og var ferlið gjömingur á níu börum. í hvern þeirra staðsetti Ólafur korktöflu með skrifpúlti sem inni- hélt teikniefni og á þessar töflur rissuðu tilfallandi bargestir upp skilaboð í formi skrifa, teikninga og litaðra verka. Jafnframt lágu frammi upplýsingar um uppbygg- ingu verksins. Skrifpúltin sjálf ásamt mynd- krotinu eru svo uppistaða innsetn- ingar Ólafs í gryfju Nýlistasafns- ins. Þetta vom nokkuð sérstakir staðir m.a. nýlegur kokkteilbar þar sem barþjónarnir klæðast pokabuxum í stíl við nafn staðar- ins. Annar er rekinn af tveim kynslóðum hústökufólks, sem bæði hvítir og svartir sækja og þar er mikið reykt af hassi. Þriðji er rekinn af fólki sem barðist fyr- ir málstað Kúrda í deilum þeirra við Tyrki. Enn einn er við nafn- kennda götu, Herbertstrasse, sem lokuð konum, læt ég þann er les um að geta af hveiju. Barirnir em þannig nokkuð sér á báti, en ekki varð ég var við að „listaverkin" væru mikið frábrugðin alls kyns kroti sem slíkum stöðum fylgir úti í heimi þar sem gestirnir eru undir áhrifum hinna aðskiljanleg- ustu vímuefna, og hvers konar efnislegar hvatir leita útrásar. Þetta er þannig íþrótt sem lengi „HVAÐ sér apinn? / What is the monkey looking at?“ hefur verið iðkuð, en það er kannski nýtt á þessuin stöðum að virkja skrifin skipulega á vegg- flöt og skjalfesta síðan. Það er verkefni fyrir sálfræðinga að lesa í þessi myndkrot og satt að segja eru þau á köflum opinská og hrein tjámiðlun, gerð af nokkurri hug- kvæmni. Myndefnið hefur einmitt ölast viðurkenningu virtra list- húsa á síðari árum og má þannig segja að klámbylgjan sem íjaraði út víðast hvar fyrir tuttugu árum eða svo hafí skyndilega öðlast nýtt líf í sölum virtra listasafna og sýningarsala heimsborganna, og hví skyldi hrár yndisþokki botnfallins ekki líka ná hingað á útskerið? Til að skapa andstæður og rým- islegar víddir hefur Ólafur svo einnig byggt 20 fermetra viðarhús á stað sem nefnist Media Thule og er í Nordland fylki í Norður- Noregi. Um er að ræða hluta af verkefni sem hófst 1988 og nefn- ist „Skúlptúrlandslag Norður- landsins". Var 45 listamönnum frá 15 löndum boðið að gera lista- verk hvert fyrir eina tiltekna sýslu í fylkinu, en af þeim vildu 13 þeirra ekki taka þátt í verkefninu. Það var í einni þessari sýslu, Tjeld- sund, sem Ólafur reisti hús sitt með aðstoð fjölskyldu nokkurrar er tók að sér að kosta verkið, sem byggt er eftir norskri fyrirmynd. Útveggir og þak eru gerð úr tjöru- borinni furu og eru að innan klædd olíubornum birkikrossviði. Það er einangrað með glerull og hitað upp með rafmagni. Veggir hússins eru korklagðir og á hann geta gestir þess fest blöð sín eftir að hafa tjáð hugsanir sínar í formi orða eða mynda. Síðan er efninu safnað í möppur og varðveitt í hillum og mun taka 150 ár að fylla þær miðað við framlag gesta fyrsta árið svo vart hafa þeir tek- ið hraustlega við sér miðað við hið takmarkaða rými. Það er þannig risinn upp rým- isskúlptúr í landslaginu, en þó kann það að vera ýmsum nokkur ráðgáta í hvetju hann er frábrugð- inn sæluhúsum ýmiss konar, sem geta líka talist manngerð sjónlist í óbyggðum. Hins vegar er það nýr og áhugaverður gjörningur að virkja þannig skipulega sköp- unargleði gesta og gangandi í óbyggðunum á svipaðan hátt og á börunum í Hamborg. Ferðalang- ar í óbyggðum skilja iðulega eftir skilaboð í náttúrunni svo sem all- ir vita þótt það sé í ólíkt svip- meira umhverfi en þar sem botn- fall þjóðfélagins mynnist við fýsn- ir sínar. Og leikurinn fylgir Ólafí hvar sem hann kemur og verður að sértæku myndmáli svo sem skyld framkvæmd í húsakynnum Landspítalans er einnig til vitnis um. Hvað sem verður er fram líða stundir, er krot gestanna oftar en ekki barnalegt og frumstætt og kemur hér vísast inn í myndina samlíkingin við apann. Vaknar þá sú spurning hvort hinn tækniv- æddi maður velferðarþjóðfélags- ins sé að tapa upprunalegum sköpunarkrafti sínum og dýrseðli í þá veru að hið vitræna verði eitt eftir. Margur verði af tækn- inni api, ekki síður en aurum. Þessu svarar sýningin ekki, lýsir einungis ákveðnu ferli, sem sýn- ingargesturinn getur spáð í, ef vill. Þýska listakonan Nana Petzet frá Múnchen hefur einnig vígt sig umhverfislist, en á nokkuð annan veg en lagsbróðir hennar. Endur- vinnsla hvers konar er ofarlega í huga Nönu, sem sér jafnvel á henni launkímnar hliðar eins og myndasagan um endurvinnslu hundaskíts í forsal ber með sér, sem að loknu löngu ferli skilar sér aftur til upprunans. Uppi í SÚM sal kemur fram að áhuga- mál hennar skarar einnig eðlis- fræði, náttúruvísindi og loks um- hverfismál. Jafnframt liggur frammi safn myndlýstra minnis- kompa á aflöngu borði, sem kannski eru forvitnilegasti hlutinn og sækja á vissan hátt skyldleika til krotsins á veggtöflurnar. Gestur í setustofu er að þessu sinni finnski listamaðurinn Pekka Tapio Pyykönen og ber framlag hans nafnið „Útsýnisturnar". Þeir eru nokkuð aðalsbornir og stáss- legir í byggingu sinni, en rýmið setur innsetningunni nokkur tak- mörk og þrengir að henni. Bragi Ásgeirsson kr 2.990 o s R A M m BORGARLJÓS Víraljósasett 3x20 W. Straumur hf. (safíröi - s. 456 3321. Radíóvinnustofan Akureyri - s. 462 2817. Siemens-Búöin Akureyri - s. 462 7788. Sveinn Guömundsson Egilsstööum - s. 471 1438. Verslunin Lóniö Höfn-s. 478 2125. Árvirkinn hf. Selfossi - s. 482 3460. Akranesi - Akureyri - Egilstaöum • Hafnarfiröi Höfn • ísafirði • Keflavík • Reykjavík • Selfossi. SÖLUSÝNING HAPPDRÆTTI Allir sýningargestir geta tekiö þátt í happdrætti og veröur dreginn út veg- legur vinningur í öllum Borgarljós-keöju verslununum 15. apríl. Borgarljós hf. Reykjavík - s. 581 2660. Magasín - Húsgagnahöllinni Reykjavík-s. 587 1410. Rafbúöin Álfaskeiöi Hafnarfiröi - s. 555 3020. Rafbúö R.Ó. Keflavík - s. 421 3337. Rafþjónusta Sigurdórs Akranesi - s. 431 2156. 50w halogen borðlampi m/tvískipum rofa og stillanlegri hæö. Orrustan um Stalingrad sýndí MÍR SÚ breyting verður á áður aug- lýstri dagskrá bíósalar MÍR, Vatns- stíg 10, að heimildarkvikmyndin „Orrustan um Stalingrad" verður sýnd sunnudaginn 31. mars kl. 16, í stað myndarinnar „Ólíkar leiðir". „Orrustan um Stalingrad" er endur- sýnd vegna mikillar aðsóknar 17. mars, en þá var bíósalurinn fullur og fjöldinn allur varð frá að hverfa. „Þessi heimildarmynd er sett saman úr fréttamyndum sem tekn- ar voru á vígstöðvunum við Volgu- fljót, bæði af Sovétmönnum og Þjóðverjum, þegar hin mikla orrusta um Stalingrad var háð veturinn 1942-1943. Með ósigri herja Þjóð- veija í þeirri orrustu má segja að straumhvörf hafi orðið í styrjöld- inni,“ segir í kynningu. Skýringar með myndinni eru á ensku. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill meðan húsrúm leyfir. -----» ♦ ♦----- Vegna Stutt- myndadaga í Reykjavík 1996 ÓSKAÐ er eftir stuttmyndum af öllum stærðum og gerðum til þátt- töku í samkeppni um fimm bestu stuttmyndirnar, vegna Stuttmynda- daga í Reykjavík 1996. „Veitt verða vegleg verðlaun fyr- ir 1. 2. og 3. sætið. Dagskráin verð- ur nánar auglýst síðar, en auk stutt- myndasýninga verður fjöldi fyrir- lestra haldinn um kvikmyndagerð og skyld mál,“ segir í kynningu. Tekið er á móti myndum á VHS- myndbandi hjá Kvikmyndafélagi íslands, Bankastræti 11, 101 Reykjavík. Síðasti skiladagur er 25. apríl næstkomandi og er öllum heimil þátttaka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.