Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HL BLAÐSINS Dýraglens [•SrAo/H T/L..E& ER. \ j FÁAAéRLÚR. .. \ 'óg s/c/pr’A 8E/U \ I KANNSK/ eg TA/O Aiéf$\ \&ÚIUN AD FÁ PELANNy [FÁ Ót>EKKTAKJZAsr.\ þ&SI/AK S/NNUM..J |ne,/w>JE«gr«0|J v ——0 ' 0 Cr 0 o "V- r9—} /*Y"\ 2^18 ! V T?Tj> /oX°^4: ?/r Grettir Tommi og Jenni Ljóska Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Umdeildan forseta? Frá Ólafi Reyni Guðmundssyni: VINSÆLT er að ræða komandi forsetakosnignar. Þá þykir virðu- legt að halda því fram, að stjórn- málamenn eigi sem frekast er unnt að forðast framboð til embættis forseta íslands. Forsetinn eigi nefnilega að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Það sem fer þó framhjá mörgum er það, að vald- hafar iýðræðis- ríkja geta sjaldn- Ólafur Reynir ast verið aðrir en Guðmundsson þeir> sem f61kið hefir sameinast um. Afleiðing al- mennra kosninga er þ.a.l. sú, að láta einstakling sem mest fylgi hlýt- ur, hreppa þann stól sem um er keppt. Astæðan er sú að mest sam- eining er um hann. Það er og til- gangur lýðræðis. Sá, sem er umdeildur, hefir til- tekin fjölda sér til stuðnings en einnig ,sér á móti. Það gildir hins vegar um flesta einstaklinga óháð því hvort þeir eru stjórnmálamenn eða ekki. Mismunurinn liggur í því að margfalt fleiri þekkja stjórn- málamanninn en hinn almenna ein- stakling. Hlutfallslega geta því Jón og séra Jón verið jafnvinsælir - eða óvinsælir. Af þeim sökum á fátt að standa í vegi þess að séra Jón fari í framboð. Hann á ekki að gjalda þess að fleiri þekki til verka hans - sem e.t.v. eru mjög af hinu góða. Lýðræðið velur þann sem mest sameining er um. Nefna má sem dæmi kosningasigur núverandi for- seta árið 1980 en þá voru um 32% þjóðarinnar á þeirri skoðun, að frú Vigdís Finnbogadóttir ætti að hljóta kosningu - og ekki taldist hún þá frekar en nú til hinna umdeildu stjórnmálamanna. Hún fékk hins vegar hlutfallslega flest atkvæði. Það breytir því afar litlu hvort stjómmálamenn eru meðal fram- bjóðenda í forsetakosningum eða ekki. Lögmáli lýðræðisns verður ekki breytt. Kjarni málsins er því sá, að allir eru á einhvern hátt umdeildir. Páf- inn í Róm tengist ekki stjórnmálum að öðru leyti en því, að hann boðar kristna trú og frið á jörðu. Samt sem áður er hann álitinn einn af umdeildari mönnum heimsins. Þannig verður ekki hjá því kom- ist að allir frambjóðendur til emb- ættis forseta íslands verði það sem kallað er umdeildir - vegna þess að þeir munu bjóða sig fram í lýð- ræðisríki og verða þekktir. Rétt eins og páfinn í Róm. ÓLAFUR REYNIR GUÐMUNDSSON, laganemi, Lálandi 6. HEY, I HEAR ^/FIRSr WUR C0L0RIN6/ PLACE B00K WON IN FIR5T PLACEju/HAT? THE TEACHER ENTEREP Y0UR PICTURE5IN THE C0L0RIN6 C0NTE5T AND you U)0N I pipn't color ANH' PICTURE5Í! I KEEP TELLIN6 ^THEM THATJ^ Hugleiðing um hnupl Frá Lóu Konráðs: HNUPL hefur verið mikið til um- ræðu þessa dagana. Þótt ég hlusti lítið á fjölmiðla, varð mér á að kveikja á útvarpinu áðan, þegar ver- ið var að ræða um hnupl. Það fór svolítið fyrir btjóstið á mér, þegar ég heyrði mann segja: „Allir hnupla"! Ein alhæfingin enn hugsaði ég og þóttist vera saklaus af þessu. Eins heyri ég oft: „Allir alkóhólistar ljúga.“ Hefur það oft valdið mér gremju, þar sem ég telst til þeirra. Svo fór ég að velta þessu fyrir mér. Getur verið að ég hnupli? Þá kom upp í huga minn nokkuð sem gerðist fyrir ca. 56 árum. Maðurinn minn, Petter Wilberg, sem lézt fyrir rúmum 20 árum, var einstaklega háttvís og tillitssamur, átti erfitt með að fara i apótekið á ísafirði (þar sem við vorum í tilhuga- lífinu) til að kaupa veijur, því þá vissu allir hvað við vorum að gera („pillan“ ekki komin til sögunnar). Ekki var ég svo sem hrifin af þessum smokkum, hef líklega hugsað eins og Lauga, kona Ingvars Pétursson- ar, sem fussaði þegar hús sá þennan „andskota", eins og hún, blessunin, orðaði það, kleip ekki alltaf utan af því sem hún sagði: „í mínu ungdæmi þótt nú nógu gott, að hafa hann bara beran!" Ég velti fyrir mér, hvern ég ætti að þora að biðja um að kaupa þenn- an varning fyrir Petter minn, til að spara honum þessi óþægindi, sem ekki kjaftaði frá. Eins og svo oft á þessum árum var ég í Reykjavík í innkaupaferð, og kom í heildsölu í miðborginni, sem ekki er lengur við lýði. Þarna var gríðarstór skápur með glerhurð fyrir með alls konar smávöru. Sölumaðurinn sýndi mér allt sem í skápnum var, nema í einn smákassa, og ég var að velta því fyrir mér, hvort í honum væru veij- ur. Þá hringir síminn og hann fór í annað herbergi til að svara. Svo ég svalaði forvitninni og kíkti í kassann og vitti menn, hann var smekkfullur af smokkum. En ég heppin! Þá greip mig sú hugsun að hann myndi ekki selja mér þá (þetta var feimnismál í þá daga); ég hafði eignast nýjan pels og það sá nú ekki mikið á hon- um, þó fullur hnefi af smokkum læddist í vasann. Svo lét ég lokið pent á kassann og hann á sinn stafc Svo leið góð stund, því sölumað- urinn var lengi í símanum. Þá fór ég að sjá kómísku hliðina á málinu, átti bágt með að vera alvarleg, þeg- ar hann kom til baka, hafði lokið viðskiptunum og hann lokaði skápn- um, eins og ekkert hefði gerst. Ég labbaði út og hlakkaði til að segja Petter mínum frá, þegar heim kæmi. Ekki veit ég enn, hvort hnuplarinn hefur verið uppgötvaður, en það hefur þá verið látið kyrrt lyggja. Hver er hnuplari og hver er ekki hnuplari? LÓA KONRÁÐS, Skólavörðustíg 31, Reykjavík. Hey, ég heyri að litabók- Kennarinn sendi Ég litaði ekki neinar in þín hafi unnið fyrstu myndirnar þínar í myndir!! Ég er alltaf verðlaun. litakeppnina og þú að segja þeim það. Fyrstu verðlaun í hverju? vannst. Hann er hundurinn þinn, Kalli Bjarna. Ég þoli þetta ekki. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta,,ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.