Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 49 GRETTIR LÁRUSSON + Grettir Lárus- son var fæddur í Reykjavík 3. ág- úst 1933. Hann lést á heimili sínu 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Gísla- dóttir, f. 18.6.1908, d. 1983, húsmóðir, og Lárus Salóm- onsson yfirlög- regluþjónn, f. 11.9. 1905, d. 1987. Grettir var næ- stelstur barna þeirra hjóna, en þau eru: Armann, f. 12.3.’32, Kristján Heimir, f, 5.2.’35, Brynja Kristín, f. 14.12.’37, óskírður sonur, f. 14.6.’46, d. 14.6.46. Grettir kvæntist Ólafíu G. Þórðardóttur 1968, börn þeirra eru: 1) Kristín Hildur, f. 8.10.’57, hennar dóttir er Bylgja. 2) Þórður, f. 19.3/60, sonur hans er Arnar. 3) Lára, f. 21.6/63, dóttir hennar er Dagbjört Kristín. Utför Grettis fer fram frá Garðakirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. enda vel tekið á móti öllum, ungum sem öldnum. Við munum eftir heit- um sumardögum þegar öll fjölskyld- an var úti í garði. Þeir eldri sóluðu sig og þeir yngri hlupu um allt hlæj- andi og skríkjandi. Þegar líða tók á daginn birtist amma með margar tegundir af kökum og öðru góðgæti sem rann Ijúflega niður. Hún amma átti einnig til að vera með uppátæki sem kom öllum á óvart. Eitt sinn komum við ríðandi í Álftröðina og amma vildi endilega fá að fara á hestbak og rifja upp gamlar minn- ingar. Hún var ekki fyrr komin á bak en hún sló undir nára og þeyst- ist af stað á harða stökki. Okkur brá allverulega og eitt okkar reið í humátt á eftir henni í þeirri von að hún væri ekki alvarlega slösuð. En hún amma hafði aldeilis ekki gleymt neinu frá því hún var stelpa og var hin ánægðasta með sprettinn þegar hún sneri til baka. Því miður er hún amma horfin frá okkur en minningin um hana mun lifa áfram því eins og segir í Hávamálum: „Deyr fé deyja frændur, deyr sjálfur hið sama en orðstír deyr aldrei hvern sér góðan getur.“ Sigrún, Sigrún litla og Jóhannes Orn. í dag verður borin til grafar frá Kópavogskirkju mikil heiðurskona. Hún hefur verið búsett hér í Kópa- vogi í rúmlega 30 ár eða frá því að fjölskyldan flutti frá ísafirði, þegar maður hannar Jón H. Guðmundsson skólastjóri gerðist skólastjóri Digra- nesskóla. Allan þennan tíma hefur verið mikill vinskapur milli okkar íjölskyldna og þar átti Sigga stóran hlut, því hún var ein þeirra sem öll- um hlaut að þykja vænt um. Hún lét sér annt um alla, og ævinlega þegar maður kom í Álftröðina spurði hún, jæja Guðmundur minn, hvað segir þú mér af mömmu þinni og þínu fólki. Alla tíð bað hún mann fyrir góðar kveðjur til ættingjanna með von um góða heilsu. Seinustu árin kom hún oft í búðina til Sóleyj- ar, stundum til að versla en kannski miklu oftar til að heilsa upp á mæð- gurnar og ævinlega klappaði hún þeim á kinn áður en hún kvaddi. Þannig var hún ávallt að hugsa um velferð vina sinna. Þó samskipti okkar hafi að sönnu verið miklu meiri á meðan Jón var á lífi, þá höfum við alltaf haldið okkar góðu kynnum. Þegar ég lít til baka, þá gæti ég trúað að Jón H. og Sigga hafi verið það fólk sem ég heimsótti hvað oftast. Bæði var það, að ég leitaði mjög oft ráða hjá Jóni varðandi pólitíkina, og svo var með eindæmum hlýlegt viðmótið hennar Siggu, að mér fannst alltaf gaman að koma í Álftröðina. Síð- ustu árin bjó Sigga í Gjábakka, en það húsnæði var byggt fyrir eldri borgara í Kópavogi. Vissulega er það svo, að þegar maður ætlar að setja nokkur fátæk- leg orð á blað um konu sem alla tið helgaði líf sitt heimilinu og upp- eldi barna sinna, þ.e. var „bara húsmóðir", verður manni orðvant. Þau heimili sem ég og mín kynslóð ólumst upp í, heyra nú því miður brátt sögunni til. Þannig þykir það ekki lengur neitt sérstakt að stjórna stóru heimili og ala upp mörg börn. Þar reyndi fyrst og fremst á hús- móðurina sem alltaf þurfti og „átti“ að vera heima. Sigga hafði fallega rödd og hafði mikið yndi af söng, enda söng hún mikið. Alltaf þegar haldnar voru skemmtanir fannst henni nauðsyn- legt að taka lagið og söng þá manna hæst. Ég minnist þess ekki, að hafa komið heim í Álftröð og hitt á Siggu í leiðu skapi. Fyrir mér var hún einstaklega lundgóð og þó lífið hafi vitanlega ekki alltaf verið henni neinn dans á rósum, lét hún mann aldrei finna annað en að allt léki í lyndi hjá henni. Svona manneskjur eru gulls ígildi og þyrftu að vera á hveiju heimili. Þau hjón, Jón og Sigga, tóku mikinn og virkan þátt í starfsemi Alþýðuflokksins, fyrst á ísafirði og síðan í Kópavogi. Alþýðuflokkurinn þakkar þeim fyrir heilladijúgt sam- starf í gegnum tíðina og víst er um það, að hreyfing jafnaðarmanna er miklum mun fátækari að þeim gengnum. Ég vil fyrir hönd Alþýðu- flokksins færa fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og megi minningin um þessi heiðurshjón lifa í huga okkar allra. Við fráfall Siggu viljum við Sóley og fjölskylda senda börnum hennar og þeirra fjölskyldum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur Oddsson. Elsku Sigga mín, um leið og ég þakka þér fyrir allar ánægjustund- irnar sem þú veittir mér, allan hlát- urinn og góðvildina, vil ég gera orð Davíðs Stefánssonar, skáldsins góða, að mínum, um leið og ég kveð þig hinsta sinni. Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu stðrfm vann og fómaði þér kröftum og fegurð æ§ku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Þú veizt, að gömul kona var ung og fópr forðum, og fátækasta eklqan gaf drottni sínum mest. 0, sýndu henni vinsemd í verki og í orðum. Sú virðing sæmir henni og móður þinni bezt. Því aðeins færð þú heiðrað og metið þina móður, að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír, og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góður og vaxa inn í himin - þar sem kærleikurinn býr. (Davíð Stefánsson) Guð geymi þig. Gróa. Elsku amma. Með þessum orðum langar okkur að kveðja þig í hinsta sinn. Ekki grunaði okkur, sem búum erlendis, að við værum að kyssa þig í síð- asta sinn þegar við kvöddumst sein- ast. Og ekki óraði okkur fýrir að þú færir jafnsnöggt og óundurbúið og raunin varð. Þú varst alltaf svo glöð, jákvæð, hress og dugleg, aldr- ei neitt volæði í þér, elsku amma. Það er mjög mikilvægt að hafa átt ömmu eins og þig, sérsetaklega á þessum erilsömu tímum sem við lifum í dag þar sem mannleg tengsl ýtast svo auðveldlega til hliðar. Hjá ykkur afa í Álftröðinni var alltaf líf og fjör, börnin ykkar komu flest við daglega og eiginlega hægt að vera viss um að hitta einhvern úr fjölskyldunni í kaffi. Það segir sitt að ekki bara ykkar eigin börn og barnaböm löðuðust að heimilinu, heldur líka vinir, vandamenn og vandalausir. Á þínu heimili voru allir velkomnir, ekki síst við barna- börnin. Þú varst kletturinn okkar í Álftröðinni, hjarta heimilisins sem sló taktinn og þú varst óheyrilega jákvæð. Ef það kom fyrir að við komum til þín og þú hafðir brugðið þér af bæ, fundum við það um leið og komið var inn í forstofuna. Hús- ið var tómt, autt, og hjartslátturinn farinn. Okkur fannst það næstum ónotalegt og eirðum ekki við fyrr en við vissum af þér aftur heima. Þá var sólin komin í eldhúsið henn- ar ömmur og kaffi, jólakökur og kleinur á borðum. Þegar komið var inn úr dyrunum heyrðist kallað inn- an úr eldhúsi: „Hver er þar? Nei ert þetta þú, elskan mín. O, komdu hérna.“ Það skein frá þér gleði og ánægja yfir því að fá heimsókn og þú dróst mann á sérsakan hátt inn í eldhús til þín. Þar tókst þú fram handavinnuna þína, gersemarnar, og sýndir hvað þú varst að gera. Við böðuðum okkur upp úr gleði þinni, ástúðinni og umhyggjunni með sjálfsögðum viðbrögðum þess sem ekki veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allar samverustundirnar á uppvaxtarárum okkar og það vega- nesti sem þú gafst okkur. Við mun- um alltaf minnast þín í ást og þökk. Farðu í friði. Jóna, Orri og Jón Einar. Því skal ráð í tíma taka, tíminn bíður ekki neitt. Því skal biðja, því skal vaka, þessa stund sem enn er veitt. Næsta stundin óvís er eigi er víst hún gefi þér frest til annars en að heyja andlátsstríðið, sofna og deyja. (B.H.) Nú þegar elskulegur bróðir minn hefur kvatt þetta líf vil ég minnast hans með fáeinum kveðjuorðum. Grettir Lárusson var fæddur í Reykjavík, sonur Kristínar Gísla- dóttur og Lárusar Salómonssonar og er annað barn þeirra hjóna sem kveður þetta jarðlíf. Hann ólst upp við mikið ástríki en jafnframt aga og áttum við systkinin góða æsku sem við Grettir höfðum mikla gleði af að riija upp undanfarnar vikur. Hann sýndi snemma hversu ákveð- inn og hreinskilinn hann var, þeim sem hann tók einu sinni ástfóstri við var hann sannur alla tíð. Grett- ir var ungur er hann stofnaði heim- ili með konu sinni Ólafíu G. Þórðar- dóttur í risinu hjá foreldrum okkar í Kópavogi. Þar fæddust tvö fyrstu börn þeirra Kristín og Þórður og síðar Lára, tvær dætur átti Grettir aðrar, Jennýju og Áslaugu. Grettir bróðir fór ungur sína fyrstu ferð út í heim, á sjó, og ferðaðist .víða til að læra og vinna. Hann lærði bif- vélavirkjun í Bandaríkjunum og bjó nokkur ár í New York. Hann fór í Iðnskólann kominn á sextugs aldur og lauk þar prófi á fáum dögum til að verða löglegur meistari í bif- vélavirkjun hér á landi. Fyrir tutt- ugu árum fékk kona hans Lóló heilablóðfall, þá stóð hann eins og klettur við hlið hennar og helgaði henni líf sitt. Hann unni henni, börnum og barnabörnum af öllu hjarta. Börnin þeirra þrjú voru einstök að sinna móður sinni og heimili. Síðar stofna þau sín eigin heimili. Um það leyti sem þau Lóló fluttu í húsið sitt við Kársnesbraut, sem hann byggði af miklum dugnaði, var hann sjálfur orðinn veikur og hvorki hann né aðrir gerðu sér grein fyrir hversu alvarleg veikindin voru. Þau hjón áttu fjölda vina og kunn- ingja og var gestkvæmt á heimilinu áður fyrr, en það varð mikil breyt- ing á öllu og einangruðust þau smátt og smátt, og varð hann sár og dómharður út í Iífið og allt, en hann gafst samt aldrei upp. Bróðir minn var glæsilegur mað- ur og bar sig alla tíð vel þrátt fyr- ir allt. Hann var þúsundþjalasmið- ur, sama hvað hann tók sér fyrir hendur, allt frá því að gera við bíla eða sauma á sjálfan sig. Húsið sem þau byggðu var með tveimur íbúð- um og verkstæðið niðri var stolt hans. Þar var allt til alls, frá hinu minnsta uppí bílalyftu og snyrti- mennskan var annáluð. I annarri íbúðinni hafði hann gert sér von um að foreldrar okkar vildu eyða ævikveldinu, en áður en að því kom lést móðir okkar skyndilega 20. apríl ’83 og faðir okkar 24. mars ’87. Hann bróðir minn elskaði móð- ur sína og föður mjög og sýndi það alla tíð. Mér var hann einstakur bróðir frá fyrsta degi er hann sá mig, er hann sagði við móður okk- ar, passaðu að gleyma ekki barn- inu, og hann gleymdi mér aldrei sjálfur. Helsjúkur hringdi hann til að vita hvernig mér hefði gengið heim í Hveragerði, er ég fór frá honum fjórum dögum fyrir andlát- ið. Við töluðum saman í síma flest kvöld, það var mjög kært á milli okkar og okkur var styrkur hvoru í öðru. Elsku Lóló, Kidda, Doddi og Lára, barnabörn og tengdabörn, ég vil votta ykkur samúð mína. Þið vöktuð dag og nótt yfir honum þar til yfir lauk. Hann kvaddi þennan heim umvafinn ást ykkar og hlýju. Ég kveð þig, elsku bróðir minn, með hjartans þökk fyrir allt og allt, ég dáðist að æðruleysi þínu og bar- áttu í erfiðum veikindum, þú kvart- aðir aldrei. Vertu ávallt Guði falinn, ég sakna þín sárt. Þín systir, Brynja Lárusdóttir. í dag verður lagður til hinstu hvílu móðurbróðir minn Grettir Lár- usson. Mig langar til að minnast hans hér með þakklæti fyrir allt. Sem barn kom ég mikið á heim- ili frænda míns og konu hans Ólaf- íu Þórðardóttur, Lólóar. Grettir var ákaflega ástríkur fjölskyldufaðir. Mér er mjög minnisstætt hvað hann + Sveinlaug Sigmundsdóttir fæddist 30. júní 1922 á Hjarðarhóli í Norðfirði. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. mars síðastliðinn og fór útförin fram frá Bústaðakirkju 26. mars. Mig setti hljóða þegar ég frétti að kvöldi 14. mars að Sveinlaug mín væri látin. Sár verkur fyllti mig alla og mikil sorg og söknuð- ur. Ég kynntist Sveinlaugu fyrst um 14 ára aldur og hef verið hjá henni síðan, í hartnær 10 ár. Eg kom vikulega til hennar og aðstoð- aði við heimilisstörf og hafði mjög gaman af sem sjaldgæft er. Litla vinnukonan hennar sem við svo oft hentum gaman að. Sveinlaug var hjartasjúklingur og var búin að gangast undir stóra hjartaað- gerð í Lundúnum og margar sjúkralegur hér heima. Hún var mikill sjúklingur en baráttuviljinn og léttlyndið var ætíð skammt undan, þó veikindi og líðan væru slæm. Hún var ung í anda og skiln- ingsrík, alltaf gat ég rætt við hana um hvað sem var, hún skildi mig alltaf svo vel og gaf mér ætíð ráð sem urðu til þess að alltaf leið mér miklu betur á eftir. Sveinlaug bjó yfir miklum og dýrmætum viskubrunni sem hún var hlýlegur í viðmóti. Hann var óspar á hrósið handa börnum sínum og tjáði þeim ást sína og aðdáun frá fyrstu tíð. Grettir og Lóló voru ákaflega glæsileg hjón, opinská og hlý. Fyrir rúmum 20 árum fékk Lóló heilablæðingu. Þá sýndu Grett- ir og börnin hans mikinn styrk og dugnað. Þau önnuðust Lóló öll ein- staklega vel og allar götur síðan. Því miður hugsaði Grettir ekkert um sína heilsu, en skjaldkirtilssjúk- dómur uppgötvaðist loks og hafði hann mjög neikvæð áhrif á Gretti alla tíð. Grettir hélt alltaf áfram sama hvað á dundi. Af miklum krafti og dugnaði byggði hann sér og sínum mjög fallegt heimili á Kársnesbrautinni. Þar innréttaði hann verkstæði sitt í kjallaranum. Þannig gat hann hugsað sjálfur um ■ Lóló og sinnt starfi sínu og áhuga- máli. Grettir var mjög fær bifvéla- virki og átti vel búið verkstæði. Mesta athygli mína vakti snyrti- mennska Grettis í þessu starfi. Verkstæði hans var það snyrtileg- asta sinnar tegundar, alveg með ólíkindum glæsilegt. Grettir var ekki allra en þeim sem hann tók reyndist hann mjög vel. Hann lá ekki á skoðunum sínum og sagði hlutina hreint út. Grettir var mjög greiðvikinn maður, og helsjúkur hafði hann af því áhyggjur að bíll- inn minn væri í ólagi og vildi að- stoða mig þá eins og áður, aðeins fimm dögum fyrir andlátið. Hann var móður minni umhyggjusamur og góður alla tíð. Þau töluðust við í síma á hveijum degi. Þó Grettir væri búinn að missa röddina gat hann hvislað og heilsaði systur sinni með þessum orðum. Sæl hjartað mitt. Eg veit að Grettir fékk mikinn styrk frá systur sinni, samband þeirra var traust og gott alla tíð. Fyrir nokkrum árum fékk Grettir æxli við heila en náði sér vel eftir meðferð. Utlitið var gott en fyrir þremur árum greindist hann með krabbamein i lungum. Grettir barðist hetjulegri baráttu til hinstu stundar. En með hjálp barna sinna og tengdabama kvaddi hann sáttur þennan heim. Það var aðdáunarvert hvað þau önnuðust pabba sinn vel og vöktu yfir honum. Með samheldni umhyggju og ást honum til handa. Elsku Lóló, Lára, Doddi, Kidda og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Elsku frænda mínum bið ég frið- ar og Guðs blessunar. Kristín Júliusdóttir. svo oft deildi með mér, mörgum dæmisögum og öðrum reynslurík- um sögum sem útskýrðu einhvern veginn hlutina svo vel og vanda- málið var allt í einu svo auðleysan- legt sem áður var ekki. Ætíð fékk hún mig til að hlæja á nær hvaða stundu sem var, hún var svo næm á að sjá léttu hliðina á bak við hlutina. Sveinlaug var minn vinur, og sakna ég hennar ákaflega sárt en ég veit að hún er í góðum hönd- um hjá eiginmanni sínum Baldrt og fleiri góðum vinum og líður vel sem er fyrir öllu eftir allar hennar lífsþrautir. Harmið mig ekki með tárum þó ég látinn sé. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín með upp i mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Ók. höf.) Elsku Sveinlaug mín, hvíl þú í friði. Votta ég börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra alla mína einlægu samúð. Aðalbjörg Vigfúss. SVEINLAUG SIGMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.