Morgunblaðið - 29.03.1996, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 25
Mannlíf í
Kalaharí
DAGANA 29. mars til 2. maí stend-
ur yfir sýning í Þjóðarbókhlöðunni
á þjóðfræðilegum munum frá sunn-
anverðri Afríku. Háskóli Islands
fékk munina að gjöf árið 1971 frá
dönskum manni, Jens Nörgaard að
nafni. Hann var dýralæknir og
dvaldist um tíma í Botswana sem
þá hét Bechuanaland. Þeir munir
sem eru til sýnis eru aðallega frá
San-fólkinu sem í þúsundir ára
fékkst eingöngu við veiðar og söfn-
un. Auk þess eru á sýningunni
nokkrir munir frá öðrum ættbálk-
um sem búa innan landamæra
Botswana og Namibíu og tilheyrir
Bantumálhópnum, m.a. Herero
fólkinu. Meðal muna á sýningunni
eru bogar og örvar, skrautmunir
ýmiss konar, töfrahálsmen, matar-
ílát, mortél og margt fleira.
Uppsetning og umsjón með sýn-
ingunni er í höndum mannfræði-
nema við Háskóla íslands. Sýningin
er opin alla virka daga frá klukkan
8.15-19 og frá klukkan 10-17 á
laugardögum. Aðgangur á sýning-
una er ókeypis.
ATRIÐI úr Páskahreti.
Hugleikur
sýnir
Páskahret
PÁSKAHRET nefnist nýtt íslenskt
leikrit eftir Árna Hjartarson, sem
leikfélagið Hugleikur frumsýnir í
dag, föstudag, 29. mars.
I kynningu segir: „Leikritið er
í senn fyndið gamanleikrit með
sakamálaívafi og gamansamt
sakamálaleikrit þar sem glæpa-
sögu í Agötu Christie- stíl er plant-
að niður í íslenskt umhverfi. I leið-
inni er skotið á ýmsa þætti í ís-
lensku þjóðlífi. Leikstjóri er Hávar
Sigutjónsson.
Leikritið gerist í skíðaferð milli
Þórsmerkur og Landmannalauga í
dymbilviku. Páskahret brestur á
og ferðahópurinn nær við illan leik
að sæluhúsinu í Hrafntinnuskeri. í
gleðskap _um kvöldið er glæpurinn
framinn. í hópnum er sýslumanns-
fulltrúi frá Hvolsvelli sem fær nú
þá ósk sína uppfyllta að glíma við
dularfulla morðgátu. í leikritinu er
fylgst með rannsókn málsins og
andlegu ástandi fólksins sem er
innilokað í sæluhúsinu á meðan
bijáluð stórhríðin lemur þil og
glugga. Við og við víkur sögunni
til víkingasveitar lögreglunnar og
hjálparsveita sem hver í kapp við
aðra reyna að bijótast upp í Hrafn-
tinnusker fólkinu til bjargar.
Þetta er 12. starfsár Hugleiks.
Félagið hefur lagt metnað sinn í
að flytja aðeins ný íslensk verk, sem
að jafnaði eru eftir meðlimi félags-
ins. Hafa sumir þeirra einnig ljáð
atvinnuleikhúsum krafta sína.“
Sýnt verður í apríl í Tjarnarbíói,
2. sýning verður 31. mars, 3. sýn-
ing miðvikudag 3. apríl og 4. sýn-
ing föstudag 12. apríl og hefjast
allar kl. 20.30.
LISTIR
MUNIR frá sunnanverðri Afríku.
Til sölu
Afhendist fokhelt að innan.
Fullbúið að utan með marmara-
pússningu og lituðu þakstáli.
Lóð grófjöfnuð.
verðiamm
Upplýsingar í síma 552 5055.
Byggingarmeistari;
Guðmundur Hjaltason,
sími 853 7991,
heimasími 561 1357.
Arkitekt:
Jón Guðmundsson.
j greiðslukjör til allt að 48 mán.
© fyrsta greiðsla jafnvel ekki fyrr
en eftir 6-8 mán.
j Visa og Euro raðgreiðslur
BÍLAHÚSIÐ
Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 sími: 525 8020
Opið virka daga 9-18 laugardaga 10-17