Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 48
- 48 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sigríður Magn- úsína Jóhannes- dóttir fæddist að Lokinhömrum við Arnarfjörð 31. ág- úst 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur, Grens- ásdeild, 22. mars v síðastliðinn eftir stutta legu. For- eldrar Sigríðar T^’voru Jóhannes Jón Guðmundur Andr- ésson, bóndi og síð- ar sjómaður, fædd- ur 1894, dáinn 1978 og Jóna Agústa Sigurðardóttir, fædd 1897, dáin 1981. Sigríður ólst upp á Bessastöðum í Dýra- firði þar til foreldrar hennar fluttu þaðan árið 1930 til Flat- eyrar þar sem þau bjuggu alla sína starfsævi, en Jóhannes stundaði þaðan sjómennsku ásamt almennri verkamanna- vinnu. Sigríður var elst sex barna þeirra en systkini hennar eru Markúsína Andrea, f. 1921, Kristján Vigfús, f. 1922, Árelía, f. 1923, Gunnar, f. 1927 og Ingi- björg Elísabet, f. 1939. Þau eru nú öll búsett á höfuðborgar- svæðinu nema Kristján sem býr á ísafirði. Sigríður giftist þann 10. september 1938 Jóni H. Guðmundssyni, síðar skóla- stjóra, f. 3. desember 1913, d. 22. júní 1991. Jón var sonur hjónanna Guðrúnar Magnús- dóttur og Guðmundar Einars- sonar refaskyttu, búsettum að Brekku á Ingjaldssandi. Börn Sigríðar og Jóns voru átta og eru sjö þeirra á lífi. 1) Sverrir tæknifræðingur, f. 1939, kvæntur Rannveigu Guð- mundsdóttur alþingismanni, f. 1940. Þeirra börn: Siguijóna, Það er stór hópur barna, tengda- barna og barnabama sem með sorg og söknuði fylgir elskulegri tengda- móður minni til hinstu hvfldar í dag. Síðustu ár hafa verið tími áfalla. Tengdapabbi gekk fyrir fáum árum brattur og bjartsýnn inn um dyr sjúkrahúss til að gangast undir að- gerð en átti ekki afturkvæmt. Yngsti sonur þeirra Erlingur Andrés, sólar- geislinn í fjölskyldunni, lést fyrir rúmu ári eftir fárra vikna erfiða sjúkdómslegu. Tengdamamma sem alltaf hefur verið svo létt í Iund og létt á fæti veiktist skyndilega og háði sína hinstu baráttu á aðeins einni viku. Þá baráttu háði hún með þeirri sömu reisn og hún hefur ávallt tekist á við lífsgönguna. Sigga tengdamamma, eins og ég hef alltaf kallað hana, ólst upp á Flateyri. Á þeim árum var lífsbaráttan hörð og ungmennin fóru snemma að heiman til að vinna fyrir sér. Tengdamamma var aðeins 15 ára þegar hún réð sig í vist í Reykjavík en sumarið eftir dvaldi hún að Brekku á Ingjaldssandi, þar kynnt- ist hún sínum prinsi, einum bræðr- anna úr Qölmenna systkinahópnum á Brekku, Jóni H. Guðmundssyni, og þar með voru örlög þeirra.ráðin. Hugur Jóns stóð til mennta en g] KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Eyjólfur Orri og Jón Einar. 2) Jó- hannes Guðmund- ur húsasmíðameist- ari, f. 1944, kvænt- ur Sigrúnu Sigurð- ardóttur skrif- stofumanni, f. 1947. Þeirra börn: Helga Bjarklind, Elísabet og Krist- ján. 3) Jóna Elísa- bet leiðsögumaður, f. 1946, áður gift Úlrik Arthúrssyni arkitekt, f. 1936. Þeirra dóttir: Snæ- dís. 4) Önundur yfirlögreglu- þjónn, f. 1947, kvæntur Gróu Stefánsdóttur skrifstofumanni, f. 1961. Þeirra börn: Stefán Björnsson og Agnes Eir. Börn Önundar frá fyrra hjónabandi: Hrönn, Marinó og Ágúst. 5) Guðrún Helga bankaútibús- stjóri, f. 1949, gift Baldvin Erl- ingssyni sölumanni, f. 1946. Þeirra synir: Björn og Jón Hall- dór. 6) Erlingur Andrés fv. rit- stjóri, f. 1950, d. 1995, eftirlif- andi eiginkona Sigrún Sigurð- ardóttir skrifstofumaður, f. 1953. Þeirra börri: Sigrún og Jóhannes Örn. 7) Halldóra tækniteiknari, f. 1953, gift Ed- vard K Sverrissyni fram- kvæmdastjóra, f. 1950. Þeirra börn: Sigríður Ester og Úlfur Jóhann. 8) Kristín Sigríður skrifstofumaður, f. 1960, gift Jóni S. Ólasyni lögreglumanni, f. 1960. Þeirra börn: ÓIi Krist- ján, Guðbjörg Perla og Pétur Ingi. Sigríður verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Fossvogs- kirkjugarði. möguleikar fátæks bóndasonar voru á þeim tíma af skornum skammti. Hann fór í Kennaraskól- ann og Sigga fékk vinnu á sauma- stofu í Reykjavík til að dveljast með honum þar syðra. Það liðu nokkur ár þar til þau stofnuðu fjölskyldu en ári eftir að þau giftu sig eignuð- ust þau frumburðinn Sverri, önnur fimm ár liðu þar til Jóhannes fædd- ist en með tíð og tíma urðu börnin þeirra átta. Tengdaforeldrar mínir litu á barnahópinn sem sína mestu hamingju og þökkuðu jafnan barna- lán sitt. Það var gaman að upplifa hve þeim fannst fullorðin bömin miklir vinir sínir enda einstök sam- heldni í þessari stóru fjölskyldu. Sigga og Jón fluttu snemma til fsafjarðar þar sem Jón starfaði sem kennari og síðar skólastjóri auk þess sem hann tók þátt í verkalýðs- og stjórnmálum. Við þær aðstæður reynir á makann en Sigga var mjög pólitísk og líkaði því vel pólitísk umræða á heimilinu. Á Isafirði bjuggu þau í tvo áratugi, en árið 1963 fluttu þau til Kópavogs þar sem Jón tók við stöðu skólastjóra i nýjum Digranesskóla. Sigríður Jóhannesdóttir var konan á bak við manninn sinn og lifði í skjóli hans i þeirri hefðbundnu verkaskiptingu sem þótti svo sjálfsögð hjá hennar kynslóð. Hún var afar fríð sýnum og j)ótti með fallegustu ungu konum á Isafirði á sínum yngri árum. Ef hún átti erindi utan heimilis fór hún af bæ prúðbúin og mjög vel til höxð og alltaf með hatt. Já, hún var fal- Ieg með afar hlýja útgeislun og ljúfa lund. Hún var verkstjórinn á heimil- inu sem lét hjólin snúast í dagsins önn og hún var stór þegar á reyndi. Tengdaforeldrar mínir voru jafn- réttissinnaðir í uppeldismálum, það var óvanalegt á þeim árum og til fyrirmyndar, það var gaman að upplifa hvernig tengdamamma skipaði þeim málum. Synirnir voru fjórir og dætur þeirra fjórar og öll- um var ætlað að ganga jafnt til verka á heimilinu væri þess þörf, hvort sem varðaði uppþvottinn, þrif- in, að annast innkaup eða hengja upp bleiur. Minnist ég augnabliks er ég kom heim frá vinnu og ungur mágur minn kom út úr þvottahús- inu með bleiubala á maganum og á leið sinni upp að snúrunum stjórn- aði hann aðgerð í indíánaleik af miklum skörungsskap við full- komna virðingu félaganna. Ég held að á því augnabliki hafi ég áttað mig á mikilvægi uppeldisaðferða tengdaforeldranna. Allir synimir reyndust jafnréttis- sinnaðir eiginmenn í fyllingu tímans og hafa getað gengið til allra starfa á heimilum sínum, verið góðir kokk- ar og jafnvel bakað væri þess þörf. Bæði stelpur og strákar fengu gott veganesti, þau þróuðust sem ein- staklingar, urðu sjálfstæð og sterk og skemmtilega ólík innbyrðis. Það var gott að kynnast heimilisbrag tengdaforeldranna og óvenjulegri verkaskiptingu ef svo bar undir. Tengdapabbi baðaði gjaman yngstu bömin á laugardagskvöldum og kom þeim í ró meðan eitthvert eldri bam- anna gekk frá í eldhúsi en tengdam- amma settist við hannyrðir í stofu og hlyddi á útvarp. Þá átti hún sína verðskulduðu stund eftir amstur vik- unnar. Hún var mikil hannyrðakona auk þess að pijóna og sauma allt á bamahópinn sinn að þeirra tíma hætti. Sigga var afar laghent og hún var listræn hannyrðakona. Þegar bamahópurinn var vaxinn úr grasi skiptust handavinnuverkefnin henn- ar í tvennt, annarsvegar lopavinnu og pijónles á barnaböm og seinna barnabarnabörn, hinsvegar fíngerð- ustu tegund af hekluðum milliverk- um og orkeruðum blúndum á sæng- urver og kodda og hafa öll börnin og fullorðin barnabömin m.a. eign- ast slíkar gersemar. Tengdamamma hafði sérstaklega fallega söngrödd. Á ísafjarðarárun- um söng hún bæði í kirkjukórnum og Sunnukómum, og hún söng í kirkjukór Óháða safnaðarins í Reykjavík fyrstu árin eftir að hún flutti suður. Söngur var henni í blóð borinn, hún söng við störf sín, virt- ist kunna öll ljóð og sálma og fór vel með íslenskt mál og texta. Okk- ur fjölskyldunni hennar fannst henn- ar rödd björtust og tæmst. Þær eru góðar minningamar um sunnudags- morgna með steikarilm úr eldhúsi og bjartan söng Siggu tengda- mömmu þar sem hún tekur undir messusönginn í útvarpinu og þær einkennast af hugarró. Siggu var gestrisni í blóð borin og margir hafa haft á orði við mig gegnum árin hve elskulega, glaðlega og opnum örm- um hún taki gesti sem að hennar garði ber. Þó þröngt væri á þingi á Isafjarðarárunum var ávallt auðsótt mál að hýsa góða gesti og þeim vel gert. Þetta var eitt þeirra heimila sem vinir barnanna sóttu í og þar sem þeir fundu að þeir væm aufúsu- gestir Alltaf opið hús og glaðværð ríkjandi. Flest tengdasystkini mín áttu sín unglingsár í Kópavogi. Heimilið að Alftröð 5 stóð gegnt Víghólaskóla, gagnfræðaskólanum sem þá var, og þetta gestrisna heim- ili varð eins og félagsmiðstöð vina bamahópsins sem með tveggja ára millibili fetuðu fræðsluveginn upp í gagnfræðaskóla. Frá þeim ámm eru margar skemmtilegar minningar bundnar við Álftröðina og ótrúlegt að hugsa til þess hvernig ávallt vom til reiðu kúffull kleinubox, jólakökur og annað góðgæti fyrir hressa stráka og glaðar stelpur sem fylltu eldhúsið hennar tengdamömmu. Allir sem kynntust þessari yndis- legu konu fengu á henni mikið dá- læti. Þannig naut hún ástríkis allra ungmennanna sem í áranna rás áttu hjá henni skjól, hún hlaut sér- stakan vinarsess hjá systkinahópn- um mínum sem hún sýndi mikla ástúð frá fyrstu kynnum, og þannig hefur hún laðað að sér ólíkustu ein- staklinga í gegnum árin. Hún var bæði falleg og góð. Þegar ég tæplega 18 ára ungling- ur stundi því upp við hana að við Sverrir, sonur hennar sem þá var að hefja iðnnám, ættum von á barni og væmm hjálparþurfi tók hún mig undir sinn stóra fjölskylduvæng og varð mér sú móðir sem ung stúlka í þessari aðstöðu þarfnast. Hún lét sig ekki muna um í fyllingu tímans að taka tilvonandi tengdadóttur inn á heimilið og meðtaka hana í barna- hópinn sinn. Já, ég varð eitt af henn- ar bömum og aldrei bar skugga á í sambandi okkar sem varð að órofa vináttu sem spannaði nær 40 ár. Hún tók að sér að passa þetta fyrsta bamabarn sitt, Siguijónu, sem frá fyrstu tíð átti stóran sess í hjarta ömmu, en þeim átti sannarlega eftir að fjölga bamabörnunum sem áttu skjól hjá ömmu í lengri eða skemmri tíma og þann hóp skipuðu báðir synir okkar Sverris, Eyjólfur Orri og Jón Einar. Sjálf eignaðist hún Kristínu, yngstu dótturina, árið eftir að hún varð amma. Við höfum búið hvor nálægt ann- arri að undanskildum þeim árum sem við hjónin bjuggum erlendis sem hefur skapað eftirsóknarverðar aðstæður fyrir börnin okkar sem hafa átt í Siggu tengdamömmu þá umhyggjusömu og ástríku ömmu sem flesta dreymir um. Fyrir börn og barnaböm er það góð minning að hveiju sinni sem við sóttum hana heim eftir að hún varð ein fagnaði hún okkur í einlægni og að skilnaði kvaddi hún með bros á vör og þakk- læti fyrir komuna, aldrei ákúrur ef nokkur tími hafði liðið frá síðustu heimsókn, aldrei kvartað um ein- semd þótt við vissum betur. Þegar ég reyni að draga fram mannkosti Siggu tengdamömmu verð ég að minnast á einstakt samband hennar og Ingibjargar yngstu dóttur Jóns, sem bjó hjá Siggu og Jóni árin sem hún var í framhaldsnámi. Það er ekki síst verk tengda- mömmu hve yngsta systirin er sjálf- sagður hluti þessa samheldna systkinahóps og hún var sem eitt þeirra einnig nú á vökustundunum við sjúkrabeðinn sem staðfestir visku og kærleik gjöfullar konu. Tengdamóðir mín var sannarlega merkiskona. Á kveðjustundinni er mér efst í huga þakklæti fyrir öll hin góðu ár. Blessuð sé minning hennar sem nú fer í friði til fundar við þá tvo sem hún hefur svo sárt saknað. Rannveig Guðmundsdóttir. Þegar fyrrverandi tengdamóðir mín Sigríður M. Jóhannesdóttir, glæsileg kona, er farin héðan yfir móðuna miklu þá langar mig að kveðja hana með nokkrum línum. Fljótlega eftir að þau hjónin Sigríð- ur og Jón Halldór fluttu suður með barnahópinn sinn var ég orðin hei- magangur þar á Álftröð 5. I seinni tíð hefur mér oft verið hugsað til fyrstu kynna okkar. Og er ljúft að minnast þeirra stunda sem við átt- um saman tvær að spjalla. Frásagn- argleði hennar og ættaráhugi vöktu sífellt meiri áhuga hjá mér á lifnað- arháttum fyrri tíma, þá er hún var að vaxa úr grasi. Og myndin stækk- aði. Kærleikurinn sem hún bar í bijósti til ættingja og þeirra sem hún hafði kynnst vel í gegnum tíð- ina, lýsir hennf vel. Það var því næstum eins og að hafa komið áður á þá staði sem ég ásamt fjölskyldu minni heimsótti fáum árum síðar á Vestfjörðum og nutum þá í leiðinni gestrisni ættingja hennar. Sigríður var sífellt að hlúa að börnum og barnabörnum á þann hátt sem henni einni var lagið. Baka flat- brauð, heilu staflana, búa til kæfu, því nógir voru munnarnir. Síðan fengu allir með sér heim svolítið til viðbótar. Ég hef grun um að þegar svo bóndinn sem hún mat svo mik- ils og kenndi sig ávallt við kom heim að kvöldi þá hafi allt verið uppurið eins og hún sagði svo oft. Hún var alltaf að útbúa eitthvað fyrir aðra og gefa. Vel til höfð og í fallegum kjólum við öll verk sem hún tók sér fyrir hendur og með svuntu bara þegar á þurfti að halda. í henni bjó gömul hefð eins og að fara aldrei út nema í dragt eða kápu og með hatt. Þannig minnist ég hennar alla tíð. Um tíma pijónaði hún einstak- lega góða vettlinga sem ég kunni vel að meta, og af gæsku sinni, aukalega, fyrir mig, tvenn pör til SIGRÍÐUR M. JÓHANNESDÓTTIR að eiga síðar. Sængurföt fyrir öll barnabörnin úr silkidamaski með hekluðu milliverki eða leki og blúndu, merkt hveijum og einum. Allt unnið eftir hana sjálfa. Alveg óþreytandi sat hún við hannyrðir, hlustaði á útvarp og fylgdist með eins og hún gat jafnt í pólitík sem og öðru. Ég reyndi nokkur skipti að læra hjá henni að orkera blúndu en hún er eina konan sem ég hef séð gera slíkt í metravís. Nokkrum sinnum lánaði hún mér skyttu og sýndi mér handtökin við þessa blúndugerð og skemmtum við okkur konunglega við tilburðina hjá mér við að orkera en þó vissar um að æfingin væri fyrir öllu. Ekki get ég látið hjá líða að minn- ast þess hversu einstakt það var að leita til hennar og þeirra hjóna og gilti þá einu hvort um húsnæði eða barnfóstrustörf í stuttan eða langan tíma var að ræða. Viðeig- andi hjálpsemi var sjálfsögð, án umhugsunar kom svarið, gerðu bara svo vel ef þú getur gert þér þetta að góðu, þannig var það bara. Alltaf voru Sigríður og Jón Halldór aflögufær við börn og barnabörn sín sem nutu þá um leið gæsku þeirra og leiðsagnar. Það var því auðvelt að leita til þeirra þegar ég flutti aftur suður með fjölskyldu mína árið 1982, sjálf á leið í framhaldsnám og börnin á tímamótum, tilbúin að skipta um skóla. Áður hafði sonur minn Marinó búið hjá þeim skólastjórahjónum um vetur, verið í skóla hjá afa sínum og notið umhyggju ömmu á 5. í Álftröðinni var auðvelt að koma sér fyrir, með afa og ömmu í húsum hlið við hlið á 5 og á 3. Síðan þá hefur margt breyst og nú síðustu árin voru þær ömmumar einar eftir. Ein á 5 og ein á 3 eða þangað til að Sigga á 5 flutti í Fannborg 8, ekki svo langt frá. Þangað var gam- an að koma og fylgjast með hversu vel hún kom sér fyrir, lærði á nýjar aðstæður í góðum félagsskap, ennþá sífellt að vinna í höndunum, naut útsýnis til allra átta og gat horft á sólarlagið eins og það best getur orðið út við sjóndeildarhringinn. Á góðviðrisdegi þegar ég heimsótti hana fyrst á nr. 8 trúði hún mér fyrir hugrenningum sínum þar sem við sátum og nutum útsýnis til vest- urs, sáum Perluna bera við himin, fallegan garð þar fyrir neðan, og þaðan var stutt yfir á Álftanesið og svo sá hún til Bessastaða. Núna að leiðarlokum flyt ég henni þakklæti mitt, bestu þakkir fyrir allt. Hjálpsemi við mig og börnin mín Hrönn, Marinó og Ág- úst. Kveðjur frá okkur og frá móð- ur minni Guðrúnu D. Kristjánsdptt- ur og systkinum mínum Pétri Óm- ari og Ágústu Sigrúnu á Álftröð 3. Harpa Ágústsdóttir, fyrrum tengdadóttir. Nú er hún elsku amma horfin á vit feðranna. Hún amma sem við kölluðum alltaf ömmu í Álftröð var alltaf svo blíð og góð. Hún var ein- staklega ömmuleg. Amma var alltaf brosandi. Hún gat alltaf séð það góða í hveijum einstaklingi og aldr- ei heyrðum við hana segja styggð- aryrði um nokkurn mann. Hún amma var lítil og fíngerð og alltaf svo fín. Aldrei fór hún neitt öðru- vísi en í sínu fínasta taui með ótal hálsfestar og fallega eyrnalokka. Heima fyrir var hún einnig í kjólum eða pilsi enda sagði hún okkur það að afi vildi alltaf hafa hana fína og þannig skyldi hún alltaf vera. Amma var allfaf iðin. Þegar við komum í heimsókn var hún einatt pijónandi vettlinga og sokka á ótal barnabörn og enn fleiri barnabarna- börn. Þetta voru góðir sokkar og ekki munum við nokkurn tímann geta keypt hlýrri vettlinga en þá sem hún ptjónaði. Amma heklaði einnig mjög fallega og höldum við að allir afkomendur hennar eigi mjallhvít sængurföt með hekluðum blúndum og vandlega saumuðum upphafs- stöfum í. Þessi sængurföt notuðum við alltaf við hátíðleg tækifæri eins og á jólunum og munum við að sjálf- sögðu gera það áfram. I Álftröðinni var alltaf líf og fjör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.