Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Róttækar ráðstafamr 1 Albaníu Evrópskt nauta- kjöt bannað London. Reuter. FARIÐ vegna kúariðunnar í Bretlandi og óttans við að það geti valdið heilarýrnunarsjúk- dómi í mönnum veldur því að á mörgum landamærastöðvum er fylgst vandlega með öllu sem líkst getur kjötsmygli. Mætti ætla að um hættulegt fíkniefni væi'i að ræða. Lengst allra gengu menn í fátækasta landi Evrópu; þar var allur innflutningur á nautakjöti frá öðrum Evrópu- löndum bannaður. Tollverðir í Costa Rica leita að smyglkjöti í farangri ferða- manna, belgískir bændur hafa komið á fót sjálfboðaliðssveitum sem fylgjast með grunsamlegum vöruflutningum og hyggjast þannig hindra smygl frá Bret- landi. í Jórdaníu hefur verið bannað að selja súkkulaði frá Bretlandi, bandarískir hermenn í Evrópu fá nú nautakjötið í hamborgar- ana frá heimalandinu. Ban- hungruðum viðskiptavinum á flugvellinum í Dublin er fagnað með stóru skilti við Burger King- skyndibitastaðinn þar sem stend- ur: „Hamborgararnir okkar er að öllu leyti úr írsku nautakjöti". Bændur á Norður-írlandi reyna nú að smygla nautgnpum sínum yfír landamærin til írlands. Ur hverju er víngúmið? Egyptar leyfa ekki innflutning á bresku leðri, neytendur á Tæv- an eru hræddjr við þurrmjólk frá Bretlandi. í Ástralíu hefur verið stofnuð sérstök heilbrigðisnefnd til að kanna allar breskar fram- leiðsluvörur er tengjast naut- gripum, súpu í dós jafnt sem sósu. Talsmaður dönsku neytenda- samtakanna vill að stjórnvöld í Kaupmannahöfn greini ná- kvæmlega frá innihaldi ýmiss konar vara frá Bretlandi, allt frá sælgæti til fegurðarlyfja. „Það er fullt af_ ensku víngúmi í verslunum. Ég er ekki að segja að það ætti að fjarlægja það en ég hef ekki hugmynd um úr hvetju þau eru búin til,“ sagði talsmaðurinn. Skýrsla rannsóknarnefndar um morðið á Yitzhak Rabin Leyniþjónusta sem brást hlutverki sínu Vægar tekið á yfírmönnum Shin Bet en búist var við en niðurstaðan gífurlegur álitshnekkir Jerúsalem. Reuter. RANNSÓKNARNEFND, sem fjall- aði um morðið á Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, kemst að þein-i niðurstöðu í skýrslu, sem birt var í gær, að Shin Bet, ísraelska leyniþjónustan, hafi haft að engu upplýsingar um, að ofstækisfuliur gyðingur ætlaði að myrða forsætis- ráðherrann. Nefndin, sem var skipuð þremur mönnum undir forsæti fyrrverandi forseta hæstaréttar ísraels, kannaði hvað farið hefði úrskeiðis hjá leyni- þjónustunni og hvernig á því stóð, að jafn auðvelt reyndist og raun bar vitni að ráða Rabin af dögum á friðarfundi í Tel Aviv 4. nóvem- ber sl. „Shin Bet hafði fengið miklar upplýsingar um, að líf ráðamanna, einkum forsætisráðherrans, væri í hættu en hvorki yfirmaður leyni- þjónustunnar né aðrir frammámenn þar tóku til alvarlegrar athugunar að endurmeta öryggisráðstafanirn- ar,“ segir í skýrslunni. Yigal Amir, banamaður Rabins, 25 ára gamall ísraeli, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í fyrradag fyrir rétti í Tel Aviv. Einhver eftirmál í skýrslunni eru sérstaklega dregnir til ábyrgðar fimm æðstu foringjar leyniþjónustunnar þegar Rabin var myrtur og þar á meðal Karmi Gillon, fyrrverandi yfirmaður hennar. Leggur nefndin til, að þremur þeirra verði refsað með ein- hveijum hætti en segir, að afsögn Gillons og annars manns sé þeim nóg refsing. Að auki voru nefndir tveir menn aðrir en aðeins lagt til, að öðrum yrði veitt áminning. Tillögur nefndarinnar að þessu leyti ganga miklu skemur en spáð var í desember þegar nefndin hafði lýst yfir, að niðurstöður hennar myndu koma illa við ýmsa yfirmenn Shin Bet. Þær eru samt gífurlegur álitshnekkir fyrir ísraelsku leyni- þjónustuna. Andvaralausir lífverðir Sá hluti skýrslunnar, sem fjallar í smáatriðum um yfirsjónir Shin Bet, er leynilegur og verður ekki birtur almenningi, þar á meðal það, sem segir um Avishai Raviv, út- sendara leyniþjónustunnar meðal ofstækisfullra gyðinga. Lögfræð- ingar Amirs héldu því fram, að Raviv hefði í raun ýtt undir hann að láta til skarar skríða þegar hann talaði um að ráða Rabin af dögum. í skýrslunni segir, að aðeins sum- ir lífvarða Rabins hafí verið búnir undir tilræði og flestir haft hugann við gijótkast eða annað slíkt. Einhuga um niðurskurð Ósló. Morgunbladið. SAMTÖK norskra sauð- og geitfjár- ræktenda segjast ekki munu hika við að skera niður um 100.000 fjár á Hörðalandi og Rogalandi verði það talið nauðsynlegt til að komast fyrir riðuveikina, sem þar hefur heijað frá því á síðasta áratug. Leif Gunnar Aunsmo, formaður samtakanna, lýsti þessu yfir í gær en áætlað er, að niðurskurðurinn, slátrun, sótthreinsun og þætur til bænda, geti kostað allt að sex millj- örðum ísl. kr. Rogaland er mesta sauðfjárræktarsvæði í Noregi með um 200.000 ær á fóðrum á veturna en á Hörðalandi eru þær 128.000. Alls er um ein milljón fjár í landinu. Á ársfundi sauð- og geitfjársam- takanna komu fram miklar áhyggj- ur vegna riðuveikinnar á Suðvestur- landinu og var einhugur um að nið- urskurður væri eina lausnin til að útrýma þessum sjúkdómi og mæði- veikinni einnig. Reuter Zúlúmenn skaka vopnin SUÐUR-AFRÍSKUR lögreglumað- ur fylgist með zúlúmönnum, vopn- uðum kylfum og spjótum, í mót- mælagöngu í Jóhannesarborg í gær. Um 7.000 manns tóku þátt í mótmæiunum en tilefni þeirra var að tvö ár voru liðin frá því að átta zúlúmenn úr Inkatha-flokki zúlúhöfðingjans Mangosuthu But- helezi voru skotnir í átökum við húsakynni flokks Nelsons Mandela forseta, Afríska þjóðarráðsins (ANC) í borginni. Mandela er af þjóðerni xhosa sem er annar af tveim helstu þjóðflokkum svert- ingja í landinu. Ekki mun hafa komið til neinna átaka í gær en lögregla og herlið höfðu mikinn viðbúnað og sáu um að mótmæ- lendurnir yfirgæfu borgina ineð friðsamlegum hætti í litlum hóp- um. Um 14.000 manns hafa fallið í átökum Inkatha og ANC undan- farin 10 ár og óttuðust margir að upp úr syði enn á ný í gær. Uppreisnarmenn vilja þjóðaratkvæði um tengslin við ESB Telja að EES-lausn geti hentað Bretum London. Reuter. ÁTTA þingmenn brezka íhalds- flokksins, sem teljast til upp- reisnarmanna gegn Evrópu- stefnu ríkisstjórnarinnar, hafa sent frá sér yfirlýsingu, þar sem þeir krefjast þjóðaratkvæða- greiðslu um tengsl Bretlands við Evrópusambandið. Þingmennirnir segja að Bretar eigi að velja á milli fullrar aðildar og lauslegri tengsla, sem byggð yrðu á samningnum um Evrópskt efnahagssvæði — með öðrum orð- um að Bretland gangi í EFTA á ný. Þingmennirnir eru þeir sömu og vísað var úr þingflokki íhalds- flokksins árið 1994 fyrir að greiða atkvæði gegn Evrópustefnu stjórnarinnar á þingi. Þeir voru EVRÓPÁ^, _____™ teknir inn í þingfiokkinn að nýju fyrir tæpu ári. „í ljósi nýjustu skoðanakann- ana, sem gefa til kynna víðtæka óánægju með núverandi stöðu okkar innan Evrópusambandsins, mælum við með því að ríkisstjórn- in leggi fram tillögur um þjóðarat- kvæðagreiðslu um tengsl Bret- lands við EB í framtíðinni," segir í yfirlýsingu þingmannanna. „Við teljum að spumingin, sem ætti að spyija, sé hvort Bretland eigi að halda áfram fullri aðild, með öllum þeim skuldbindingum til frekari samruna, sem henni fylgja, eða, líkt og Noregur, að leitast við að njóta lauslegri tengsla, sem byggðust einfaldlega á aðild að Evrópska efnahags- svæðinu," segja áttmenningarnir. Þjóðaratkvæðagreiðsla hefur einu sinni verið haldin í Bretlandi um tengslin við ESB. Það var árið 1975, í stjórnartíð Verkamanna- flokksins, og greiddu Bretar þá einfaldlega atkvæði um það hvort þeir ættu að vera áfram í Efna- hagsbandalagi Evrópu, eins og það var þá kallað. Persson tekur sjálfur að sér Evrópumálin Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. EFTlR breytingar Görans Pers- sons forsætisráðherra á sænsku sljórninni er ekki lengur neinn sérstakur Evrópuráðherra. Mats Hellström sem áður var Evr- ópuráðherra, auk þess að vera norrænn samstarfsráð- herra og utan- ríkisversl- unarráðherra, var leystur frá embætti og enginn skipað- Göran Persson ur j jjans s{að. Þetta hefur vakið vangaveltur meðal Svía um það á hvern hátt séð verði fyrir Evrópumálunum, en Persson hefur látið! veðri vaka að hann muni sjálfur annast þau. Lena Hjelm-Wallén utanríkis- ráðherra undirstrikar að afnám Evrópuráðherraembættisins sýni að þau mál séu i raun innanríkis- en ekki utanríkismál. Göran Persson mun sjálfur fara með samhæfingu Evrópumálanna, sem verður þá stjórnað frá for- sætisráðuneytinu. Björn von Sydow, nýskipaður verslunarráð- herra, mun einnig hafa hönd í bagga með Evrópumálunum, sem annars verða tengd einstökum ráðuneytum, eftir því sem efni þeirra gefur tilefni til. Ýmsar gagnrýnisraddir hafa heyrst vegna þessarar breytingar og áhyggjur uppi um að Persson reisi sér hurðarás um öxl með þessari nýbreytni, því með ríkja- ráðstefnu ESB, sem hefst í dag, og vaxandi umsvifum þess muni yfirumsjón þeirra mála verða mjög krefjandi. I Danmörku er það utanríkisráðlierrann, sem fer með samhæfingu Evrópumál- anna, en forsætisráðherrann hef- ur í vaxandi mæli dregið þau inn í sitt ráðuneyti, auk þess sem ráðuneytin hafa iðulega látið í ljós óánægju með samhæfingu utanríkisráðherra, sem telji af- greiðslu mála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.