Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ íslendingur fangelsaður í Kaupmannahöfn fyrir meinta fjárkúgun Fjárhæðin sögð nema 4,5 milljónum króna Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ISLENDINGUR hefur verið handtekinn í Kaupmannahöfn, grunaður um að kúga fé af eig- anda bensínstöðvar í Kaupmanna- höfn. Að sögn Walther Dam Lar- sens, yfirmanns hjá Kaupmanna- hafnarlögreglunni, var maðurinn handtekinn eftir að hann hafði heimsótt stöðvareigandann og hót- að honum. Stöðvareigandinn segir hann hafa haft af sér um 410 þúsund danskar krónur eða tæpar 4,5 milljónir íslenskra króna, en ís- lendingurinn segir eigandann hafa lánað 'sér mun lægri upphæð. Maðurinn situr nú í varðhaldi í um Qórar vikur, meðan mál hans er í rannsókn. Að sögn Dam Larsens hafði stöðvareigandinn samband við lög- regluna eftir að íslendingurinn hafði heimsótt hann öðru hveiju frá því í júní á síðastliðnu ári og krafið hann ijár. Að sögn fómar- Ásakaður um að kúga fé af eiganda bensín- stöðvar lambsins hafði íslendingurinn í hótunum við hann og gaf í skyn að hann hefði skotvopn undir hönd- um. Sýndi hann honum tösku, sem það væri í, en hefur aldrei sýnt vopnið. í síðustu viku kom hann í heimsókn, en fékk þá enga pen- inga. Þá voru vitni viðstödd og ber þeim saman um að maðurinn hafí komið ógnandi fram. Maðurinn var síðan handtekinn samdægurs á götu samkvæmt ábendingum vitna. Hann hefur ekki fastan dvalarstað. Skotvopn finnst ekki Við yfirheyrslur hefur íslend- ingurinn viðurkennt að hafa feng- ið um 150 þúsund danskar krónur frá stöðvareigandanum, en segir þá peninga vera lán, þar sem hann sé í peningakröggum og hafi beðið eigandann að lána sér peninga. Ekki hefur fundist skot- vopn í fórum mannsins. Hann var úrskurðaður í 27 daga gæsluvarð- hald og bjóst Dam Larsen við að rannsókn málsins lyki innan þess tíma. Ef maðurinn verður fundinn sekur um fjárkúgun er óvíst hver refsingin verður, en miðað við hlið- stæð brot gæti hún numið allt að ársfangelsi. Að sögn Dam Larsens eru mál af þessu tagi sjaldgæf í Danmörku. Þó grunur leiki á að eitthvað sé um fjárkúgun í veit- inga- og skemmtistaðarekstri koma slík mál sjaldan upp "á yfir- borðið og sjaldgæft er að einstakl- ingar kúgi fé á þann hátt sem grunur leikur á um að hafí átt sér stað í máli Islendingsins. Heiðursborgari jarðsunginn JARÐARFÖR Ragnars Guðleifssonar fyrsta heið- kirkju í gær að viðstöddu fjölmenni. Ólafur Örn ursborgara Keflavíkur fór fram frá Keflavíkur- Jónsson, sóknarprestur í Keflavík jarðsöng. Dagur stjórnmálafræðinnar Stj órnmálafræð- ingar ætla ekki allir á þing Steinunn Halldórsdóttir Stjórnmálafræðingar halda á morgun, laugardag, dag stjórnmálafræðinnar á Litlu-Brekku við Lækjar- götu. Formaður Félags stjórnmálafræðinga er Steinunn Halldórsdóttir, en félagið er nú að ljúka fyrsta starfsári sínu og verður aðaifundur jafn- framt haldinn á morgun. Hvaða hlutverki sinnir Félag stjórnmálafræð- inga? „Félagið var stofnað fyrir rúmlega ári. Það er félag fólks, sem hefur lokið háskólaprófi stjórnmálafræði, hvort sem það er BA-próf eða hærri prófgráður, frá Háskóla íslands eða við- urkenndum háskólum erlendis. Markmið félagsins er að vera. vettvangur umræðna á sviði stjórnmálafræði og að stuðla að vexti og viðgangi fræðigreinar- innar. Félagið hefur reynt að vekja athygli á námi í stjórnmálafræði og kynna hvað það felur í sér, auk þess sem það er umræðuvett- vangur stjórnmálafræðinga. Við höfum gefið fólki, sem er að snúa heim úr framhaldsnámi erlendis, kost á að kynna verk sín og félag- ið hefur efnt til funda og ráð- stefna um málefni dagsins, séð frá sjónarhóli stjórnmálafræð- anna. Við höfum reynt að styrkja ímynd stjórnmálafræði og eyða þeim misskilningi, sem kemur víða fram, að fólk fari í stjórn- málafræðinám helzt í því skyni að setjast á þing eða gerast stjórnm ál amenn. “ Við hvað fæst stjórnmálafræð- in þá efhún er ekki undirbúning- ur fyrir þingsetu? „Stjórnmálafræðinám er fjöl- breytt og alhliða. Þar eru stjórn- kerfi og félagsgerð tekin fyrir og námið veitir því almennt góða þekkingu á uppbyggingu þjóðfé- lagsins. Það gerir fólk jafnframt hæfara til að vega, meta og gagn- rýna. Sem slíkt er það mjög góð- ur undirbúningur fyrir fjölmörg störf.“ Við hvað fást stjórnmálafræð- ingar aðallega? „Auðvitað fást fæstir við fræðistörf, greiningu á stjórn- kerfum eða annað slíkt. Sam- kvæmt könnun, sem Gunnar Helgi Kristinsson, dósent í stjórnmálafræði, gerði á meðal útskrifaðra stjórnmálafræðinga, starfa þeir einkum við upplýs- inga- og kynningar- mál, fjölmiðla, í stjórn- sýslu ríkis og sveitar- félaga, hjá hagsmuna- samtökum og í al- þjóðasamskiptum. Stjórnmálafræðingar sinna því störfum á mörgum sviðum þjóðfélagsins. Stjórnmálafræð- ingar eru enn að kynna sig; greinin er ung og það tekur tíma fyrir fólk að gera sér grein fyrir hvað fólk með stjórnmálafræði- menntun getur. Stjórnmálafræð- ingar, einkum þeir sem fara 1 framhaldsnám, sérhæfa sig auð- vitað á mjög mismunandi svið- um.“ Þið haldið dag stjórnmálafræð- innar á Litlu-Brekku á laugardag. Hver er tilgangur hans? ►■Steinunn Halldórsdóttir er 32 ára. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamra- hlíð 1983 og BA-prófi í stjórn- málafræði frá Háskóla íslands 1992. Hún stundaði masters- nám við háskólana í Leiden í Hollandi og Leuven í Belgíu og útskrifaðist með EMPA- gráðu í evrópskri opinberri stjórnsýslu frá Leiden árið 1994. Steinunn er kynningar- fulltrúi Tækniskója íslands. Hún var kjörin fyrsti formaður Félags stjórnmálafræðinga í marz í fyrra. Hún á eina dótt- ur, Sunnu. „Það er eitt af markmiðum félagsins að stuðla að umræðum um stjórnmálafræði og stjórn- málafræðinám. Þarna verður fjallað um mjög spennandi út- tekt, sem Gunnar Helgi Kristins- son hefur gert á stjórnmálafræð: ináminu við Háskóla íslands. í skýrslunni setur hann fram álit sitt og tillögur til úrbóta og end- urskipulagningar á náminu. Ef þær ná fram að ganga, gætu þær aukið sérhæfingu í náminu, sem við í Félagi stjórnmálafræðinga teljum til bóta. Það er afar ják- vætt framtak hjá stjórnmála- fræðinni í félagsvísindadeild að framkvæma sjálfsmat með þess- um hætti, en meðal annars hefur verið unnið úr tillögum frá nem- endum og útskrifuðum stjórn- málafræðingum. Þetta mun von- andi leiða af sér breytingar, sem verða faginu til góðs.“ Hvernig er búið að námi og rannsóknum í stjórnmálafræði hér á landi? „Það verður að segjast eins og er að aðbúnaðurinn er ömurleg- ur. Fjárveitingar eru mjög af skornum skammti og það verður að teljast ótrúlegt að ekki sé meiri vilji til að efla fræðigreinina, þar sem ljóst er að í hana er sífelld ásókn. Rétt eins og aðrar háskólagreinar þarf stjórnmála- fræðin mjög á því að halda að meira fé sé veitt til rannsókna. I úttekt Gunnars Helga kemur fram að stjórnmálafræðin er einna verst sett af fræðigreinuni við Háskóla íslands hvað fjárveit- ingar snertir, sé miðað við fjölda nemenda. Draumurinn væri auðvitað að hægt væri að auka rannsóknir og fá til dæmis fleiri gestakenn- ara til Iláskólans til að miðla nýjum hugmyndum í fræðunum.“ llla búið að námi og rann- sóknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.