Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 MINIMINGAR ' MORGUNBLAÐIÐ + Sigríður Jó- hanna Ásgeirs- dóttir var fædd á Flateyri 19. apríl 1919. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 21. mars síðast- liðinn. Sigríður var dóttir Jensínu Ei- ríksdóttur, f. á Hrauni í Mýrarhr., V. ís., 18. mars 1887, d. 11. febr. 1947, og Ásgeirs Guðnasonar, kaupm. og útgerð- armanns á Flateyri, f. að Skarði i Ogurhr. 15. ág. 1884, d. 23. nóv. 1973. Börn þeirra: Ragnheiður Kristín, f. 21. ág. 1912, d. 16. des. 1912. Guðni Þ., f. 2. mars 1914, d. 26. maí, 1966, maki Lilja Sig- urjónsdóttir, f. 27. des. 1912, þau skildu. Barn með Sigríði A. Pétursdóttur, f. 15. sept 1915. Hörður, f. 27. des. 1915, d. 23. okt. 1982, maki Guð- munda Guðmundsdóttir, f. 10. febr. 1918, d. 13. nóv. 1983. Gunnar Ásgeirsson, f. 7. júní 1917, d. 7. júlí, 1991, maki Val- gerður Stefánsdóttir, f. 23. sept. 1919. Sigríður Jóhanna. Eiríkur Ásgeirsson, f. 1. júlí 1921, d. 13. okt. 1983, maki Katrín Oddsdóttir, f. 17. mars 1923, d. 27. apríl 1982. Ebenez- er Þ., f. 15. maí 1923, maki Ebba Thorarensen, f. 10. ág. 1923. Erla Ásgeirsdóttir, f. 29. Hún Sigríður mágkona mín lést við jafndægur á vori. Þegar myrkur vetrarins var að baki og vor í vænd- um. Skuggar vanheilsu höfðu um árabil hvílt yfir lífi hennar, skuggar sem sífellt urðu dimmari og lengri. En kjarkur og hugrekki einkenndu hana öðru fremur. Æðruiaust tók hún því sem að höndum bar og var af einlægni þakklát öllum þeim sem styrktu hana og studdu. Sigríður Jóhanna Ásgeirsdóttir fæddist á Flateyri. Þar ólst hún upp í stórum hópi systkina, barna þeirra merkishjóna Jensínu Eiríksdóttur og Ásgeirs Guðnasonar kaupmanns og útgerðarmanns. Ung hleypti hún heimdraganum. Lærði hún hárgreiðslu og vann um skeið við þá iðju. Árið 1945, hinn 15. desember, gekk hún að eiga Ingimar Haralds- son trésmíðameistara. Hann lést 12. júlí 1982. Þeim varð þriggja barna auðið. Barna sem nú kveðja móður sína með þakklæti og virð- ingu. Ég kynntist Sigríði fyrst að okt. 1928, maki Baldur Sveinsson, f. 4. aprd 1929. Snæbjörn Ásgeirs- son, f. 27. apríl 1931, maki Guðrún Jónsdóttir, f. 21. okt. 1932. Sigríður lauk námi í hárgreiðslu og snyrtingu 18. nóv. 1944. Hún gift- ist Ingimar H.B. Haraldssyni tré- smíðameistara 15. des. 1945, f. á Vestri-Reyn, Innri- Akraneshr. 4. sept. 1917, d. 12. júlí 1982. Foreldrar hans voru Haraldur Jónsson bóndi og Guðrún Björnsdóttir. Börn þeirra eru: 1) Haraldur Eirík- ur, f. 9. júní, 1946, fyrrverandi maki Elínborg Angantýsdóttir. Þeirra börn eru: Ingimar Guðni, f. 10. febr. 1975, Krist- "björg Torfhildur, f. 12. okt. 1976, Sigríður Jóhanna, f. 11. okt. 1980. 2) Jensína Ragna, f. 4. júlí, 1950, gift Einari Jóns- syni. Þeirra börn eru: Jón, f. 8. apríl 1970, Sigríður Erla, f. 21. apríl 1974, Einar Markús, f. 8. ágúst 1985. 3) Guðrún Björg, f. 31. jan.,1953. Hennar börn eru: Ingimar Kári Lofts- son, f. 7. okt. 1973, íris Björg Hilmarsdóttir, f. 19. júní 1981. Útför Sigríðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. marki þegar ég gekk að eiga syst- ur hennar, Erlu. Á kynni okkar féll aldrei skuggi. Þau Ingimar voru einstök hjón. Hjálpsemi og góðvild var þeirra aðalsmerki. Hjónaband þeirra einkenndist af gagnkvæmri virðingu og tryggð. í fagurri umgjörð glæsilegs héimiiis. Systurnar Sigríður og Erla voru mjög samrýndar og var það okkur sönn gleði að Sigríður gat með dyggri aðstoð barna sinna heim- sótt okkur um tveim vikum áður en hún lést. En til slíkrar heim- sóknar hafði hún ekki verið fær um langt bil. Þegar ég nú minnist mágkonu minnar og vinar með fáum, fátæklegum orðum þá man ég góða konu sem öllum vildi vel. Tilfinningakonuna, sem þó ógjarn- an bar tilfinnirfgar sínar á torg. Börnin hennar og barnabörnin öll kveðja nú móður og ömmu sem var þeim mikið. Bræðurnir tveir og systirin kveðja með söknuði systur sína. Við biðjum þess öll að blessun fylgi góðri konu á nýj- um vegum, þar sem veikindi eru víðsfjarri og birta ríkir. Jafndægur á vori eru liðin. I birtu þeirra gekk hún á vit Herra síns til endurfunda við horfna ástvini. Baldur Sveinsson. Hinn 21. mars síðastliðinn lést hún amma mín á hjúkrunarheimil- inu Eir, eftir langa baráttu við ólæknandi sjúkdóm. En þrátt fyrir mótlæti sem sjúkdómnum fylgdi, kom aldrei sá dagur að maður heyrði hana kvarta yfir hlutskipti sínu í lífinu. Heldur var hún full að lífsgleði og baráttuvilja þrátt fyrir að smám saman næði sjúk- dómurinn yfirhöndinni og þeim stundum sem hún átti „í lagi“ fækk- aði stöðugt. Hún notaði hvert tækifæri sem gafst, til þess að framkvæma hluti sem við teljum sjálfsagt að geta framkvæmt á degi hverjum. Hún föndraði mikið og saumaði, en hverskonar handavinna hefur ávallt verið henni mjög hugleikin og fóru henni allir hlutir einstaklega vel úr hendi. Amma hefur búið á hjúkrunar- heimilinu Eir síðastliðin þijú ár, en þangað flutti hún af heimili sínu að Fýlshólum 11. Húsið í Fýlshólum reistu þau afi og amma fyrir rúm- lega 20 árum, en meðan á byggingu þess stóð greindist amma með sjúk- dóminn. Þrátt fyrir þetta áfall bjuggu þau sér yndislegt og fallegt heimili, þar sem ekkert var til spar- að. Þetta var draumahúsið þeirra þar sem þau ætluðu sér að eyða saman ævikvöldinu, en börn þeirra voru þá öll uppkomin. Afi lagði allan sinn metnað í frá- gang á húsinu og amma eyddi öllum sínum frístundum í garðinum sín- um, en blómin og trén áttu hug hennar allan. Það voru ófáar and- vökunæturnar í vályndum veðrum þar sem amma svaf ekki fyrir áhyggjum af blessuðum blómunum sínum og allt var gert til þess að þau skemmdust ekki. Kynni mín af ömmu og afa hóf- ust fyrir alvöru um tveggja ára ald- urinn þegar ég fluttist til þeirra í Fýlshólana. Ég hafði þá þau forrétt- indi fram yfir félaga mína og jafn- aldra að fá að búa hjá afa og ömmu. Á hveijum morgni þegar amma vakti mig beið hafragrautur og lýsi, en ég varð auðvitað að drekka lýsi eins og afi. Síðan var alltaf hádegis- matur klukkan 12; kaffitími og kvöldmatur á slaginu 7, en ég varð síðan að vera kominn upp í rúm klukkan hálfníu. Þannig var hún amma mín, það var alltaf röð og regja á öllum hlutum. Árið 1982 lést afi eftir mikla baráttu við banvænan sjúkdóm, en amma stóð eins og klettur við hlið hans og var honum ómetanlegur stuðningur í einu og öilu, þrátt fyr- ir sín eigin veikindi. En þau orð sem amma sagði mér þegar afi lést eru mér ómetanlegur stuðningur í þess- ari sorg sem nú fylgir fráfalli henn- ar. Trú hennar og kærleikur voru svo mikil að á hverri nóttu í langan tíma eftir fráfall afa vakti hún yfir barnabarni sínu og sannfærði það um að afi væri hjá guði og vekti yfir þeim. Eftir að afi dó bjuggum við amma saman í Fýlshólunum þangað til að hún var orðin það þjökuð af sjúk- dómnum, að hún þurfti að flytjast á hjúkrunarheimilið Eir. Sá kraftur og lifsvilji sem hún amma bar í bijósti þó svo að sjúkdómurinn tæki líf hennar hægt og sígandi á 20 ára tímabili er einstakur. Stóran hluta af styrk sínum fékk hún frá afa, því það kom varla sú nótt að hana dreymdi hann ekki hjá sér haldandi í höndina á henni. En nú er loksins kominn sá tími að amma fær að hvílast eftir öll þessi löngu veikindi og afi tekur á móti henni þar sem hún þarf ekki að þjást framar. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir allt það góða sem þú kenndir mér, en minningin um þig mun ávallt fylgja mér. Nú legg ég augun aftur, ■ 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Ingimar Kári. Þetta er árstíminn hennar ömmu, tíminn þegar vetur er að snúast í vor. Árstíðin sem hún unni svo mjög, ilmandi af nýju lífi. Þessi tími markar upphaf fyrir hana í tvennum skilningi, lausn frá erfiðum sjúk- dómi og frelsi í nýju lífi. Amma var af „gamla skólanum“, húsmóðir á sínu heimili, og við barnabörnin nutum góðs af því. Efalaust erum við síðust kynslóða íslenskra barna sem fá að njóta slíkra forréttinda. Fyrstu minning- arnar um ömmu eru um hana bjástrandi í eldhúsinu, syngjandi, þar sem hún naut vafasamrar að- stoðar lítilla handa. Öllum var svo boðið í „kaffitímann“, líka fuglun- um á þakinu fyrir neðan eldhús- gluggann. Amma hafði unun af hannyrðum og hljóðfæraleik, nýtti hún þær stundir sem hún hafði af- lögu til að sinna þessum áhugamál- um. Jafnvel þegar sjúkdómurinn var farinn að heija á hana, þá reyndi hún af mætti að sinna þess- um hugðarefnum. Amma kenndi okkur margt; góð gildi, sönglög, vísur og lestur. Hún átti alltaf tíma fyrir okkur barna- börnin og ófáar voru stundimar sem hún passaði okkur. Við litum þó aldrei á það sem svo að við værum að fara í „pössun“ til ömmu, enda litum við mun frekar á ömmu sem leikfélaga og síðar sem félaga, en gæslukonu okkar. Amma hefur eflaust litið þetta sömu augum, enda var alúð hennar slík í okkar garð. Af öllu sem amma kenndi okkur, þá hefur efalaust mesta kennslan falist í því að fylgjast með henni takast á við sjúkdóm sinn (Parkin- son), bæði illvígan og langan. Aldr- ei bognaði hún undan álaginu og var alltaf kát. Sjúkdómurinn lýsti sér í því m.a. að síðustu árin voru flestar stundir hennar þannig að henni var ómögulegt að taka virkan þátt í umhverfinu og samræðunum. Þó komu dagar þegar rofaði til, þá daga notaði hún ekki í barlóm held- ur neistaði af henni lífsgleði. Þegar góðu stundirnar komu nýtti amma hveija mínútu. Ömmu var annt um reisn sína og naut þess, þegar hún átti góðar stundir, að punta sig og vera meðal fólks. Til minningar um ömmu var haldin falleg kveðjuathöfn á hjúkr- unarheimilinu Eir, þar sem hún bjó seinustu árin, þar var henni rétt lýst sem mikilli baráttukonu sem hélt reisn sinni til hinstu stundar. Kunnum við ættingjarnir starfsfólki bestu þakkir fyrir alúðlega umönn- un undangengin ár. Það væri eigingjarnt af okkur að gráta þau örlög okkar að amma skuli hafa yfirgefið okkur, hún hafði reynt alveg nóg; heldur ættum við miklu fremur að gleðjast yfir öllum góðu minningunum og þakka fyrir að hafa haft hana hjá okkur. Einar Markús Einarsson, Sigríður Erla Einarsdóttir og Jón Einarsson. Elsku amma Sigga mín ér látin. Þegar ég kveð ömmu þá minnist ég allra góðu stundanna, þegar ég og mamma bjuggum í kjallaranum í Fýlshólunum og amma upp á hæðinni. Þá var alltaf gott að fara upp til ömmu á daginn, þegar mamma var að vinna, og fá heitt kakó og brauð og tala við ömmu. Á sumrin þegar ég var lítil úti í garði að leika mér, þá sat amma alltaf í stól við dyrnar og fylgdist með mér, meðan hún lét sólina skína á sig. Alltaf svo fín. Já, hún amma gleymdi ekki að fara í silki- blússurnar og setja upp perluháls- festar þótt hún ætlaði bara út í garð. Þá gátum við fylgst með hvor annarri og veitti það okkur báðum öryggi og ángæjustundir. Síðustu árin var amma mjög veik, og þá hjálpaði ég henni við að setj- ast í sófann eða leggjast í rúmið. Alltaf var amma svo þakklát þegar ég hjálpaði henni. Minningargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minn- ingargreinar um 235 einstak- linga. Ef miðað er við síðuljölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. í janúar sl. var pappírskostnaður Morgun- blaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaðapappír um allan heim á undanförnum misserum. Dag- blöð víða um lönd hafa brugðizt við miklum verðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spáss- íur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar fjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgun- blaðið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minningargrein- um og almennum aðsendum greinum. Ritstjórn Morgunblaðs- ins væntir þess, að lesendur sýni þessu skilning enda er um hóf- sama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25_dálksentimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hef- ur verið miðað við 8.000 slög. SIGRÍÐUR J. ÁSGEIRSDÓTTIR Undanfarin 3 ár dvaldi amma á hjúkrunarheimilinu Eir, og eftir að ég fluttist í Grafarvoginn, þá fórum við mamma eins oft og við gátum að heimsækja ömmu. Einnig tókum við ömmu þegar hún treysti sér, heim til okkar, og voru það skemmtilegar stundir. Það gladdi mig mikið að amma skyldi komast í ferminguna mína fyrir ári síðan. Síðustu dagana áður en amma dó, þá var hún mjög veik. Nú hefur amma losnað úr öllum veikindunum, og ég veit að afi tekur á móti henni hjá Guði. Ég er líka þakklát fyrir að hafa heimsótt hana daginn áður en hún dó, og getað kvatt hana. Elsku amma, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, og bið algóðan guð að blessa þig- Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þuij Iris Björg Hilmarsdóttir. í dag verður borin til moldar frá Fossvogskirkju ástkær Sigríður J. Ásgeirsdóttir, amma unnusta míns, en hún varð bráðkvödd fimmtudag- inn 21. mars sl. Jesús sagði við lærisveina sína á fjallinu: „Sælir eru hjartahreinir því að þeir munu Guð sjá“ (Matt. 5:8). Eitt af því fagra og góða sem gefur lífinu birtu og yl er að fá að kynnast eins dá- samlegri og hjartahreinni konu og henni Sigríði. Þrátt fyrir öll þessi veikindi, þessi síðustu ár er ég kynntist Sigríði, sýndi hún, þessi aldna kona, fádæma styrk og lífs- kraft. Er unnusti minn og ég ákváðum að bregða okkur í heimsókn til hennar upp á Hjúkrunarheimilið Eir þar sem hún dvaldist seinustu árin var hún upppuntuð og fín, þó svo að þessi ólæknandi sjúkdómur sem hún bar með sér síðustu tutt- ugu árin heijaði á hana. Ávallt hélt hún reisn sinni og bar ekki tilfinningar sínar á torg þó erfið- leikar steðjuðu að henni. Blessuð sé minníng hennar sem farin er á vit feðra sinna, endurminningin um hana mun lifa með mér um ókomin ár, bið ég góðan guð að blessa hana og varðveita og votta ég að- standendum mína dýpstu samúð í sorginni. Ég fel í forsjá þina, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín svo blundi rótt. (M. Joch.) Iris Elísabet. Þegar mér verður hugsað til ömmu koma fyrst upp í hugann minningar um jól; skemmtilegar minningar sem birtast út úr bjartri móðu bernskunnar og sveipa þessa hátíð gullnum ljóma. Þá fengum við fjölskyldan að dvelja um stund hjá ömmu og afa í Fýlshólum 11, þessu tignarlega húsi með öllum sínum sérstöku hrifum. Ég man sætan ilminn af mandarínum og eplum og stæðilega kassa með malti og appelsíni, sem voru vel geymdir niðri í geymslu hjá mal- andi frystikistunni. Ég man jóla- máltíðirnar þar sem allir snæddu saman góða rétti, framreidda af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.