Morgunblaðið - 29.03.1996, Page 23

Morgunblaðið - 29.03.1996, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 23 Jaruzelski fyrir rétt RÉTTAR- HÖLD hóf- ust í gær yfir Wojciech Jaruzelski og 11 öðrum forystu- mönnum kommúnistaflokksins í Pól- landi vegna drápa öryggis- sveita á 44 andófsmönnum árið 1970. Héraðsdómstóll í Gdansk fjallar um málið og varð við beiðni veijenda um að fresta vitnaleiðslum um þrjá mánuði. Dómstóllinn sam- þykkti einnig að úrskurða í apríl hvort vísa bæri máli Jaruzelskis til Landsdóms Pól- lands, sérstaks dómstóls sem dæmir í málum háttsettra embættismanna. Gíslataki yfirbugaður ÞÝSKIR sérsveitarmenn yfir- buguðu í gær einn af þekkt- ustu glæpamönnum landsins, Norbert Hagner, sem tekið hafði sjö ættingja sína í gísl- ingu í húsi fyrrverandi eigin- konu sinnar í litlu sveitaþorpi. Hagner taldi konuna hafa á sínum tíma svikið sig í hendur lögreglu. Hann krafðist lausn- argjalds fyrir gíslana. Fylkingar jafnar á Italíu SAMKVÆMT einni af síðustu könnunum sem gerðar verða á Ítalíu fyrir þingkosningarnar 21. apríl er fylking vinstri- og miðjumanna með svipað fylgi og hægrimenn. Hinir fyrr- nefndu hafa 46,4% en and- stæðingarnir 45,3%. Kanemaru látinn HELSTI áhrifamaður bak við tjöld- in í Frjáls- lynda lýð- ræðisflokkn- um, stjórnar- flokki Japans síðustu áratugina, Shin Ka- nemaru, lést í gær. Hann var 81 árs. Kanemaru hætti í stjórnmálum 1992 eftir að hafa viðurkennt mútuþægni. Petterson yfirheyrður áný? SAKSÓKNARI í Svíþjóð, Jan Danielsson, sagði í gær að Christer Petterson, sem grun- aður var um morðið á Olof Palme forsætisráðherra árið 1986, yrði ef til vill yfirheyrður á ný. Fjölmiðlar segja tvo kunn- ingja Pettersons nú fullyrða að hann hafi gengist við morðinu en hann vísar því á bug. Hitler var með Parkin- sonsveiki SÍÐUSTU ár ævi sinnar þjáð- ist leiðtogi nasista, Adolf Hitl- er, af Parkinsonsveiki, að sögn þýska læknisins Ellen Gibbels á miðvikudag. Hún hefur kannað vel fréttamyndir frá fimmta áratugnum og segir þær sýna þróun sjúkdómsins. IVugeot 406 Þaö er komiö aö því að kynna trompiö í Peugeot flotanum, Peugeot 406, einn glæsilegasta bíl sem þú hefur séð í langan tíma. Hann hefur veriö kjörinn bíll ársins víöa í Evrópu og það er auðvitað ekkert sem kemur á óvart. Þú getur valiö um 1.8 I eöa 2.0 I vél eöa 1.9 I turbo diesel vél. En þú færð alltaf öryggi í glæsilegri og klassískri hönnun, ABS bremsur og loftpúða fýrir bílstjóra og farþega í framsæti. Peugeot306 Kynnum einnig litla bróðurí nýrri útfærslu, Peugeot 306 Style, sem er sniöinn aö þörfum þeirra sem eru snarirí snúningum. Komdu og reynsluaktu þessum glæsilegu bílum á Peugeot sýningunni um helgina. Opið laugardag og sunnudag kl. 12 -17. 1 9 4 6 - 1 9 9 6 Nýbýlavegur 2 Sími: 554 2600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.